Morgunblaðið - 14.06.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.06.1997, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANÐSMANNA P#íí«ttWaíii?> 1997 LAUGARDAGUR 14.JUNI BLAD GOLF / OPNA BANDARÍSKA Arnljótur í her- búðir ÍR-inga ARNLJÓTUR Davlðsson knattspyrnumaður til- kynnti í gær félagsskipti yfir í 1. deildar lið ÍR, en Arnljótur hefur verið I herbúðum Vals síð- ustu misseri. Amljótur lék með Val í vorleikjun- um en hætti með félaginu áður en keppni hófst á íslandsmótinu fyrir mánuði síðan. IR-ingar eru í 2. sæti með 9 stig að loknum fjórum umferðum næst efstu deild karla, 1. deild, hafa sigrað í þremur leikjum en beðið lægri hlut í einum kapp- leik. Rhodes þjálfar í 1. deild háskólaliðanna Eldinga- hætta tafði leik Rúmlega tveggja klukkustundar hlé var gert á Opna banda- ríska mótinu í golfí í gær vegna hættu á eldingum sem voru í næsta nágrenni. Mótið tafðist því nokkuð og þegar blaðið fór í prentun var ljóst að hluti af þeim 156 kylfingum sem þátt taka gæti ekki lokið öðrum hringnum fyrir myrkur. Þeim var því sagt að þeir yrðu að vakna árla laugardags, mæta á teig snemma og halda áfram þaðan sem frá var horfið, til að geta lokið hringnum áður en hefjast þarf handa við þriðja hring síðar í dag. Skotinn Colin Montgomerie, sem hafði forystu eftir fyrsta daginn, hafði ekki lokið leik í gærkvöldi en eftir fimm holur var hann á parinu og því enn fimm undir pari í heild- ina. „Undramanninum" Tiger Wo- ods, sem sigraði í bandarísku meist- arakeppninni (Masters) fyrr á ár- inu, gekk illa á fyrsta degi og lék á 74 höggum - fjórum yfir pari - og var þá níu höggum á eftir Mont- gomerie. Hann byrjaði vel í gær, lék fjórar af fyrstu níu holunum á fugli (einu höggi undir pari) og í heildna lék hann á þremur höggum undir pari í gær. Hann er því einu undir pari í heildina. Tiger Woods er á myndinni hér til hliðar; hendir grasi upp í loftið til að kanna vindinn, áður en hann slær. Tom Lehman lauk leik í gær og er á þremur undir pari í heildina og höggi á eftir honum er til dæm- is Ernie Els. Daly hætti John Daly, hinn stóri og stæði- legi kylfmgur, hætti í gær skyndi- lega keppni á Opna bandaríska mótinu. Hann lék fyrsta hringinn á 77 höggum, sjö yfir pari vallarins, og eftir níu holur í gær var hann kominn þijá yfir par til viðbótar og gekk þá á braut án nokkurra skýr- inga. Síðar sendi hann frá sér fréttatilkynningu þar sem sagði að hann hefði verið algjörlega búinn, bæði á sál og líkama. Daly hefur átt í vandræðum vegna drykkju undanfarin ár og fór nýverið í enn eina meðferðina og sagði hann hana hafa tekið svo á sig að hann hefði ekki haft kraft til að ljúka keppni. JOHN Rhodes, sem lék með Haukum og ÍR í úrvalsdeildinni, skipti á dðgunum um starf i Bandaríkjunum. í vetur var hann aðstoðarþjálf- ari þjá 2. deildar háskólaliði Norður-Flórída í Jacksonville en var fyrir skemmstu ráðinn að- stoðarþjálfarí hjá St. Bonaventure háskólaliðinu sem leikur í 1. deiidinni. Rhodes segir í viðtölum við Bandarísk blðð að hann sé ánægður með að vera kominn í raðir „Bonnies“ enda sé skólinn með sterkt lið. Jim Baron, aðalþjálfarí liðsins, segist ánægður með að hafa krækt í Rhodes. „Hann er mjög þroskaður maður sem mun hafa góð áhrif á leikmenn okkar. Ég hef fylgst með honum í nokkur ár og er því ánægður að hann er kominn til okkar. Hann hefur mikla reynslu, bæði af háskóiaboltanum og ekki síður frá Evr- ópu. Ég á því von á að hann komi með aðrar víddir í leik okkar,“ sagði aðalþjálfarinn. Gil verður stefnt SPÆNSKA knattspymusambandið hefur ákveð- ið að kæra Jesus Gil, forseta Atletico Madrid, en hann hefur verið óspar á stóru orðin I garð knattspyrnusambandsins og upp úr sauð I gær þegar honum var neitað um aðgang að fundi sambandsins vegna þess að hann væri í banni frá því í mars en þá lenti honum saman við for- ráðamenn sambandsins. „Hann hefur sagt að starfslið sambandsins sé tómir trúðar og þaðan af verra,“ sagði Femando Garrido, talsmaður knattspyrnusambandsins. „Hann hefur sagt að við neyðum dómara til að dæma á ákveðinn hátt, að allt sé fyrirfram ákveð- ið varðandi deildina og annað í þeim dúr,“ sagði Garrido. Svo virðist sem knattspymusambandinu sé alvara með banninu sem Gil var settur í fyr- ir þremur mánuðum, en það var 11. bannið sem hann fær á þeim tíu árum sem hann hefur verð forseti Atletico. Gil hefur hins vegar alltaf kom- ist upp með að gegna skyldum sínum sem for- setí félagsins þrátt fyrir bannið, en að þessu sinni fær hann hvorki að hafa samband við knatt- spyrnusambandið né að undirrita nokkra samn- inga. Reuter FRJALSIÞROTTIR Spretthlauparar í ham Góður árangur náðist í mörgum greinum á öðrum keppnisdegi bandaríska meistaramótsins í fijálsíþróttum í Indianapolis. Fimm keppendur í 100 m hlaupi karla hlupu undir 10 sekúndum, tvær stúlkur undir 11 sekúndum í 100 m hlaupi kvenna. Þá sigraði Steve Fritz í tugþraut, fékk 8.604 stig sem er næst besti árangur í heimin- um í ár. Ólympíumeistarinn í kúlu- varpi, Randy Barnes, sýndi að hann er til alls líklegur í sinni grein í sumar er hann varpaði allra kepp: enda lengst í kúluvarpi 22,03 m. í kúluvarpinu bar það einnig til tíð- inda að heimsmeistarinn frá því í Gautaborg fyrir tveimur árum, John Godina, varð að gera sér fjórða sætið að góðu, en það þýðir að hann keppir ekki í þeirri grein á HM í Aþenu í ágúst. Góður árangur í 100 m vakti hvað mesta athygli, enda Banda- ríkjamenn löngum átt marga fremstu menn og konur í þeim greinum, þrátt fyrir að undanfarin misseri hafí karlamir staðið í skugga Donovans Baileys og Bruni Surins frá Kanada, Trínidadbúans Ato Boldons, Bretans Linfords Christies og Frankie Frederiks frá Namibíu. Keppt var í undanriðlum og milliriðlum og bestum árangri karla náði John Drummond er hann mældist á tímanum 9,92 sek. í fyrstu umferð og gaf þar með tón- inn. í kjölfarið fylgdu Tim Montgo- mery, Kareem Streete-Thompson og Maurice Green á 9,96 sek., sem er besti árangur þeirra allra þó Montgomery hafi reyndar hlaupið á sama tíma í Brasilíu í byijun maí. Mike Marsh fékk tímann 9,97 sek, og Brian Lewis var á sléttum 10 sek., sem er hans besti árangur á ferlinum. Ekki náðist eins góður árangur í undanúrslitum sökum mikils mótvinds en þá náði Marsh besta tímanum, 10,13 í fyrri riðlinum og Drummond 10,18. Greene sigraði í hinum riðli undanúrslitanna á 10,08. í þeim riðli bar það helst til tíðinda að Dennis Mitchell náði ekki að tryggja sér sæti í úrslitum og heldur ekki Streete-Thompson sem hafði hlaupið vel í riðlakeppninni. ■ Körfuknattleiks- kona/ C2 KNATTSPYRNA: ÍSLENSKA LANDSLIÐIÐ Á HRAÐRINIÐURLEIÐ / C3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.