Morgunblaðið - 04.07.1997, Page 1

Morgunblaðið - 04.07.1997, Page 1
 rii’Xf € r i LJ I ■ ÞOTULÆKNIR BERST GEGN BLINDU/2 ■ ÍSLENSKIR UNGLINGAR I KAUPMANNAHOFN/2 ■ I SATT VIÐ SUMAR O SÆLA/6 ■ VISTVÆN BYGGÐ UNDIR JÖKLI/7 SVEITA- N/8 Pappírsblöð sem skál eða eyrnalokkur PAPPÍR hefur verið endurunninn frá því hann var fyrst búinn til af kínverjum sem mótuðu úr honum stríðshjálma, skálar, krukkur og könnur. Pappírslistin breiddist svo hægt út um heiminn. Á liðnum árum hefur listin að móta hluti úr endurunnum pappír dafnað, efn- iðviðurinn er líka alltumlykjandi. Eintak af Morgunblaðinu í dag getur umbreyst í skúlptur á morgun, jafnvel meðan horft er heima á sjónvarpið. Islend- ingar hafa að vísu ekki verið áberandi á þessu sviði en núna í sumar eru Olína Ásgeirsdóttir og Halldóra Halldórsdótt- ir, kennarar í Austurbæjarskóla, að miðla þekkingu sinni á pappírslistinni. „Við kennum aðallega tvær aðferðir, annarsvegar að búa til pappamassa, og hinsvegar að búa til hluti úr pappírs- ræmum," segir Ólína, „en svo vill til að meginefniviður okkar er Morgunblaðið.“ Hún og Halldóra eru einmitt að byrja með námskeið í Austurbæjarskólanum á mánudaginn í að búa til allrahanda hluti. Þær kenna líka litafræði og að mála og lakka hlutina og segjast leggja áherslu að nota vistvæn efni. „Það þarf aðeins að læra ákveðna verktækni, en það ríkja engar sérstakar reglur á bak við pappírsgerðina,“ segir Ólína. „Óg það merkilega er að úr fjarlægð geta hlutirn- ir litið út eins og þeir séu úr viði, postulíni, málmi eða kera- miki.“ Nær átján- hundruð árum eftir að pappír- inn var fyrst bú inn til virðist hann aftur farinn að um- breytast í höndum fólks og pappakassar hanga fagurmálaðir uppi á veggjum sem speglarammar, og dagblöð verða popp- skálar í stofum, lokkar í eyrum eða arm- bönd. ►V '< Grillað lambakjðt Ot Líiktæki fyrir börnin A Svalabræður skemmta '< StoinarViktor$$onm«ðþátt $inn í beinni frá Grensásveqi á ^ Eíihilukkulegurqcsturfærmatarkörhiaðverðmætilo:S000,- ’^wBr i k 909V909 frá kl 16:00 til 19:00 í daq Ótrúleg tilboð: >V Þurrkryddaðar grillsneiðar frá Goða kr. S99,- pr. kq A Heimaís frá Kjöris, tveir fyrir einn. ajI '< Brazzi frá Sói, tveir fyrir einn. 11III |g Tilboðþessigildaaðeinsmeðanlukkustundstenduryfir. fH I 1 1 8 /4^

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.