Morgunblaðið - 04.07.1997, Síða 4
4 B FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 1997
DAGLEGT LIF
MORGUNBLAÐIÐ
í SÁTT VIÐ 5
í júlímánuði á íslandi er ekki von á
kuldaköstum og möguleikinn til að baða
sig í sólinni nokkuð góður. Samt þarf að
vera á varðbergi. Aðalheiður Jónsdóttir
lærði að fara í sólbað. Hún dregur hér
fram hollustuna við ljósið og hvernig
Islendinffar í fríi heima og á sólar-
ströndum geti forðast bruna.
HINIR FORNU inkar dýrkuðu sól-
ina sem máttugan guð sem réð lífi
og dauða. Vísindi nútímans hafa
staðfest ofurkraft sólarinnar og
áhrif hennar á fólk, bæði jákvæð og
neikvæð. Sólin er helsti D-vítamín-
gjafi náttúrunnar. Hlýir geislar
hennar hraða framleiðslu hormóns-
ins endorfms sem eykur bruna í
frumum líkamans og veitir vellíðan.
Ljós sólarinnnar hefur jákvæð áhrif
á skapferli fólks, eykur bjartsýni
þess og gleði. Hin síðari ár hefur
umræða um öldrun húðarinnar og
húðkvilla ýmiss konar af völdum
sólarinnar þó dregið úr sólböðum
Vesturlandabúa. Með skynseminni
getum við sætt hin neikvæðu og já-
kvæðu áhrif sólarinnar og fengið
sem mest út úr sumrinu og fríinu á
allan hátt.
Húðin
Fyrir nokkrum árum fór af stað
mikil umræða um neikvæð áhrif sól-
arinnar á húðina. Rætt var um
hvemig sólin þurrkaði upp húðina,
ylli ótímabærri öldrun, ofnæmi og
jafnvel húðkrabbameini. Þrátt fyrir
það er enn eftirsótt og fallegt að
vera sólbrúnn. Ef fólk vill njóta
sumarfría á sólarströnd og öðlast
hið hraustlega útlit verður að hugsa
vel um húðina og gæta hófs í sólböð-
um.
Mikilvægast er að muna að sólar-
ljósið breytist yfir daginn. Sól er
hæst á lofti um miðjan dag og þá er
hún sterkust og hættulegust. Það er
því ekki að ástæðulausu að suðræn-
ar þjóðir halda „siesta“. Engum
Spánverja t.d dytti í hug að liggja í
sólinni í kringum hádegisbil.
Geislar sem kallaðir hafa verið A-
geislar kalla litarefnið melanín fram
í húðinni og valda því að hún verður
brún. Þeir eru til staðar allan dag-
inn í jafnmiklum mæli. Svokallaðir
B-geislar eru aftur á móti taldir
hættulegastir húðinni. Þeir eru
sterkastir um miðjan daginn eða
u.þ.b. milli klukkan 11 og 15. Því er
best að fara að hætti innfæddra ef
maður er á sólarströnd og vera ekki
í sólinni um eittleytið. Tilvalið er að
fá sér hádegismat í rólegheitum og
jafnvel leggja sig. Þannig er stuðlað
að því að líkaminn fái styttri
skammta af sól, en fleiri. Slíkt
minnkar líkur á sólbruna. Tímann
má svo auka smátt og smátt, en
halda skal þeirri venju að vera ekki
í sól yfir heitasta tímann.
Til að draga úr neikvæðum áhrif-
um sólarinnar án þess að fara á mis
við þau jákvæðu verður að hugsa
um húðina þegar verið er í sólinni.
Sólbruni er ekki aðeins andstyggi-
legur og óþægilegur, heldur þurrk-
ar hann hratt upp náttúrulegan
raka húðarinnar og getur valdið
æxlismyndun í slæmum tilfellum.
Sólarkrem með vörn ættu því all-
ir að nota. Fyrst þarf að nota krem
með mikilli vörn en fara yfir í minni
vörn eftir því sem húðin venst sól-
inni, en einnig það fer það eftir húð-
gerð hvers og eins. Varnarstuðull er
mismunandi eftir því hver framleið-
ir kremin. Best er að spyrja ráða
hjá snyrtifræðingi eða í verslunum
sem selja sólarkrem og lesa vel leið-
beiningar sem fylgja. Þótt sólarvörn
eigi að vera vatnsheld ætti alltaf að
bæta kremi á sig eftir að farið er í
sundlaug eða sjó.
Sérstaklega þarf að huga að
börnunum í þessu samhengi. Þau
vilja alltaf vera í vatninu og hættir
því enn meira til að brenna vegna
endurkasts. Auk þess er húð barna
viðkvæmari, sérstaklega ef barnið
hefur aldrei verið í sól.
Þótt sólarkrem séu notuð þarf
alltaf að huga sérstaklega að stöð-
um sem hættir til að brenna fljótt,
s.s. nefí, öxlum og bringu. Ýmislegt
í umhverfinu getur gengið í lið með
sólinni. Við endurkast af vatni eða
ljósum sandi magnast geislar henn-
ar. Vindurinn blekkir einnig, því
þótt þægilegt sé að liggja við
ströndina þegar hæg gola gælir við
hörundið svo hitinn verði ekki
óbærilegur, getur golan ljúfa aukið
á virkni geislanna svo hægt er að
brenna án þess að finna fyrir því.
Ekki er síður mikilvægt að bera á
líkamann nærandi og kælandi krem
eftir dag í sólinni. Sólin heldur
áfram að virka í húðinni fram á
kvöld og bruni eða brúnka kemur
oft ekki fram fyrr en að kvöldi. Sér-
stök „after-sun“ krem gera mikið
gagn. Einnig þarf að bera gott, al-
hliða, rakagefandi og nærandi krem
á líkamann ekki síður en á andlitið.
Krem sem innihalda safa úr aloe-
plöntunni eru t.d. góð, náttúruleg
leið til að næra húðina. Hvaða krem
sem verður fyrir valinu, er tilgang-
urinn draga úr þurrki, mýkja og
næra húðina. Með góðu kremi og
réttri notkun má jafnvel komast hjá
því að húðin fari að flagna eftir
sumarfríið. Gefið kreminu tíma til
að fara inn í húðina áður en þið
klæðist. Leyfið húðinni að anda og
njóta sín í hitanum.
Andlitið
Húðhreinsun er ekki síður mikil-
væg á sumrin en á veturna, jafnvel
þótt andlitið sé sólbrúnt og farði sé
notaður sjaldnar eða ekM. Nauð-
synlegt er að hreinsa daglega
óhreinindi úr umhverfinu sem setj-
ast á húðina. Þegar verið er í sól og
hita er starfsemi svitakirtla örari,
sólkrem eru notuð og því geta sviti
og fita setið eftir á húðinni.
Hreinsikrem eða gel, sem eru notuð
með vatni, eru þægileg í sumarhit-
um, því auk þess að hreinsa vel eru
þau einstaklega frískandi fyrir húð-
ina. Bæði má nota finguma eða sér-
staka andlitsbursta. Burstamir
örva blóðstreymið og fjarlægja bet-
ur dauðar húðfrumur. Aðalatriðið
er þó að nota nóg af vatni til að
hreinsa kreinið af og þerra andlitið
vel. Á eftir ætti að strjúka yfir and-
litið með mildu andlitsvatni. Það ró-
ar og frískar og undirbýr húðina
fyrir næringarkremið.
Gott rakakrem er alltaf nauðsyn-
legt fyrir húðina, en á sumrin er
e.t.v. miMlvægara en nokkru sinni
að nota gott, nærandi rakakrem
tvisvar á dag. Þótt ekkert krem hafi
þau galdraáhrif að stöðva öldrun
húðarinnar geta þau vissulega hægt
á þeim. Þegar verið er mikið í sól-
inni gefur gott andlitskrem húðinni
raka og næringu og dregur þannig
úr ofþornun af völdum sólarinnar.
Varist þó of feit krem sem geta
stíflað svitaholurnar og valdið ból-
um. Kremið verður að næra án þess
að fita um of.
Margar konur vilja alls ekM láta
sólina skína á andlit sitt af ýmsum
ástæðum. Það ætti þó ekM að koma
í veg fyrir að hægt sé að vera úti við
í fríinu. Krem með sólblokk eða al-
gerri vörn er þá sett á andlitið.
Besta útkoman verður ef notaður er
farði með sólarvörn. Punkturinn yf-
ir i-ið ætti svo að vera fallegur sum-
arhattur sem skýlir andlitinu fyrir
sólinni.
Hárið
Ekki gleyma hárinu í sumar. Úti-
vera getur farið vel með hárið ef
rétt er hugsað um það, en því verð-
ur ekki neitað, að sólin, klórinn í
sundlaugunum og saltið í sjónum
eru helstu óvinir hársins í sumarfrí-
inu. Hárið verður þurrt og stökkt
og náttúrulegur gljái þess tapast.
Við getum samt hugsað um hái-ið
þannig að það haldist glansandi og
heilbrigt í sumarfríinu. Eftir sund-
sprett í sjó eða sundlaug er nauð-
synlegt að skola hárið með fersku
vatni. Ekki þarf að þvo það á hverj-
um degi með hársápu frekar en
hver vill, en þegar það er þvegið er
góð hámæring mikilvægari í sum-
arfríinu en nokM'u sinni. Góð
djúpnæring styrMr hárþræðina og
getur beinlínis komið i veg fyrir eða
að minnsta kosti dregið úr skemmd-
um á hárinu. Feitt hár verður
reyndar oft betra á sumrin. Sól og
útivera þurrka hársvörðinn og hárið
fær meiri lyftingu. Þeir sem eru
með feitt hér mega þó ekki gleyma
að hugsa um hárendana. Þeir geta
samt sem áður ofþornað og því ætti
að nota góða næringu fyrir endana.
Þurrt hár verður hins vegar enn
þurrara svo hárþræðirnir geta
skemmst.
Hægt er að fá froður og gel með
sólarvörn fyrir hárið sem er borið
annaðhvort í allt hárið eða aðeins í
endana áður en farið er í sólbað.
Þannig vörn má jafnt bera í þurrt
sem rakt hár. Skemmdir á hárinu
byrja oft í hárendunum, sem eru
hvað opnastir fyrir utanaðkomandi
áhrifum. Vörnin heldur raka inni í
hárinu öllu og kemur í veg fyrir að
það brotni, auk þess að gefa hárinu
glans. Ef þannig vörn er notuð og
sítt hár síðan sett upp í tagl eða
hnút verður hárið fyrir eins litlum
skemmdum og mögulegt er.
Augun
„Tilveran er svo björt að ég verð
að ganga með sólgleraugu." Eitt-
hvað á þessa lund segir í erlendum
lagatexta. Á sumrin setjum við upp
sólgleraugu af ýmsum ástæðum.
Tískan ræður sjálfsagt mestu um
notkun þeirra - það er svalt að
ganga um bæinn með dökk gler-
augu þegar veðrið býður upp á það.
Aðrir nota þau til að vernda augun
fyi’ir sterkum geislum sólarinnar.
Sannleikurinn er sá, að sólgleraugu
eru ekki nauðsynleg augunum í
venjulegri sólarbirtu því augu okk-
ar virka eins og ljósop ljósmynda-
vélar. Þegar Ijósið er of skært