Morgunblaðið - 04.07.1997, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LIF
FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 1997 B 5
Morgunblaðið/RAX
dregst augasteinninn saman til að
verjast ofbirtu. Hjá fólki sem er
óvant skæru sólarljósi minnkar
þessi hæfileiki augans og fólk fær
„ofbirtu í augun“.
Stundum eru sólgleraugu hins
vegar nauðsynleg. Þegar endurkast
sólarljóssins er mikið, s.s. í snjó og
við vötn, og þar sem sólin skín beint
á okkur eins og íslensk vetrarsól
ráða augu okkar ekki við ljósið. Sól-
gleraugun eru smart. Þau eru
merki sumarsins og eru einnig
stöðutákn. Notum þau, en ofnotum
þau ekki.
Fætumir
Á sumrin öðlast fæturnir nýtt líf.
Þeir losna við skó og bomsur, koma
út undir bert loft og verða skyndi-
lega í aðalhlutverki. Fæturnir verða
sjálfsagt frelsinu fegnir, en oft eru
þeir illa farnir eftir innilokunina.
Áður en farið er í sumarfríið og
sandalarnir settir upp er ágætt að
fara 1 fótsnyrtingu. Auðvelt er síðan
að halda henni við með góðu
fótakremi og einfaldri naglasnyrt-
ingu. Ekki sakar að lakka tánegl-
umar í tilefni sumarsins, þótt ekki
Morgunbiaðið/Arnaldur
SUNDLAUGARGESTIR á sólardegi.
FÆTUR: Best er því að fjarlægja hárin á
fótleggjum nokkrum dögum áður en farið
er í sól. Húðin þarf aðjafna sig.
AUGUN: Sólgleraugnalaus _ því þau eru
ekki nauðsynleg augunum í venjulegri
sólarbirtu, augun virka nefnilega eins og
ljósop ljósmyndavélar.
Jim Smart
HUÐIN: Barnshúð er viðkvæm. Stúlkan er
með sólhatt og drengurinn í sundskýlu
með skálmum til varnar sóiinni.
ANDLITIÐ: Rakakrem er mikilvægt á
suntrin til að næra húðina eftir sólbað.
HÁRIÐ: Nauðsynlegt er að skola hárið
með fersku vatni eftir sundsprett í sjó eða
sundlaug, til að halda gljáanum.
sé nema með ljósum lit eða glærum.
Hvít naglalökk og lökk með fól-
bleikum gljáa eru alltaf í tísku á
sumrin. Þótt þær séu ekki endilega
eldrauðar eða gylltar eftir nýjustu
tísku virka lakkaðar neglur á tánum
heilbrigðari og fallegri.
Sjórinn og sandurinn geta virkað
sem besti nuddari. í stað þess að
sofna í sólbaði á ströndinni er tilval-
ið að fá sér göngu, berfættur í flæð-
armálinu. Sandurinn nuddar þreytt-
ar iljar og saltur sjórinn nuddar og
frískar fætur og fótleggi. Ekki
gleyma að skola saltið af húðinni og
bera gott, nærandi krem á húðina.
Háreyðing
Ef hárin á fótleggjunum eru fín-
leg og ljósleit verða þau fljótt nær
ósýnileg í sólinni. Líklegra er þó að i
konur vilji einfaldlega fjarlægja hár |
á fótleggjum og í hinni svokölluðu -
bikini-línu, eða náranum, sérstak-
lega ef hárin eru dökk og gróf.
Vaxmeðferð er óneitanlega besti
kosturinn fyrir sumarfríið, hvort
sem hún er framkvæmd á snyrti-
stofu eða maður gerir það sjálfur. :
Eftir að hár hafa verið fjarlægð
með heitu vaxi tekur það þau allt
upp í 6-8 vikur að koma aftur. Þær ,
sem aldrei hafa farið í vaxmeðferð
geta verið alveg óhræddar, því með-
ferðin er ekki mjög sársaukafull,
hún margborgar sig og það er mjög
þægilegt að þurfa ekki að hugsa of ,
oft um þetta. Konur þurfa ekld að
vera feimnar við að láta fjarlægja .
óæskileg hár í náranum á snyrti- '
stofu. Agætt er þá að koma í þeim
sundbol eða baðfötum sem ætlunin •
er að nota í friinu. Húðin verður að í
fá að jafna sig eftir vaxmeðferð því i
hún verður viðkvæm, rauð og hár- i
sekkirnir opnir.
Best er því að fjarlægja hárin
nokkrum dögum áður en farið er í
sól. Vaxmeðferð virkar eins og
nuddmaski virkar á andlitið, þ.e.
dauðar húðfrumur eru fjarlægðar '
ásamt hárunum og því verður húðin
mjög opin fyrst á eftir. Reyndar er
beinlínis bannað að fara í sól í a.m.k.
24 tíma eftir vaxmeðferð. Nýja húð-
in undir er alveg opin og varnarlaus
og getur brunnið, hreinlega fuðrað
upp í sól ef farið er út of fljótt eftir
meðferð. Þær sem ekki vilja nota
heitt vax ættu þó að varast að raka
á sér fótleggina.
Frekar ætti að nota háreyðandi
ki-em. Þau eyða hárinu alveg við yf-
irborð húðarinnar, þau er hægt að
nota hvenær sem er og þau erta
ekki húðina eins og vaxið. Sú með-
ferð dugar hins vegar skemur, þar ,
sem hárið er fjarlægt aðeins rétt
niður fyrir húðina en vaxið rífur
hárið upp með rót.
Ilmvatn
Ilmvötn og sól eiga ekki saman.
Margar konur í Suður-Evrópu eru
með dökka bletti á húðinni vegna
þess að þær hafa verið með ilmvatn f
í sól. Þessir dökku blettir hverfa «
ekki. Takmarkið ilmvatnsnotkun við '
heitar nætur en sleppið því á dag- j
inn. Margir ilmvansframleiðendur :
hafa sent á markað „léttar“ útgáfur {
af ilmum sínum sem eiga einstak- (
lega vel við andrúmsloft sumarsins.
Vatn
Eftir dagstund í sólinni, við sund-
laugina eða á ströndinni, er ekkert i
eins hressandi og kælandi sturta. *
Vatn að utan sem innan er svar okk- 1
ar við rakatapi því sem við verðum
fyrir í heitu loftslagi. Útgufun er
gífurlega mikil í sól og hita og gildir
þá einu hvort svitnað er eða ekki.
Ef einhvern tíma hefur þótt gott að
drekka vatn er það fimmfalt nauð-
synlegra í sumarfríi á sólarströnd.
Vatnið heldur jafnvægi í frumum
líkamans og ef það skortir verðum
við vör við slappleika, svima og höf-
uðverk. Hægt er að koma í veg fyrir
þetta með því að drekka ríkulega og
neyta meiri salts. Ekki gleyma
vatninu - að utan og innan!
Að njóta sólarinnar
Að lokum: Þótt maðurinn sé eina !
spendýrið sem ekki er háður árstíð- j
arsveiflum til mökunar hafa líffræð- t
ingar samt sýnt fram á að kyngeta j
karlmannsins er í hámarki frá júní
fram í september.