Morgunblaðið - 09.07.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.07.1997, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA JRtvgnnÞlafrft 1997 HANDKNATTLEIKUR MIÐVIKUDAGUR 9. JUU BLAD c Morgunblaðið/Einar Falur Ingólfsson ZOLTAN Bergendi sækir að marki Frakka í leik um bronslð á HM í Kumamoto. Jackson Rlchardson er til varnar. Goldin til KA og Berg- endi heitur KA-MENN hafa samið við landsliðsmanninn Vladimir Goldin frá Hvíta-Rússlandi um að hann leiki með norðanmönnum næsta vetur. Zoltan Bergendi, landsiiðsmaður Ungverjalands, hefur lýst yfir áhuga á tilboði KA og svarar því á morgun. Atli Hilmarsson, þjálfari KA, sagði við Morgunblaðið í gær að samningur við Goldin væri í höfn og miklar vonir væru bundnar við að Bergendi kæmi. KA á ís- landsmeistaratitil að veija í hand- boltanum og tekur eitt íslenskra liða þátt í Evrópukeppni í haust. Goldin, sem á 55 landsleiki að baki, er 24 ára rétthent skytta og 197 sm á hæð. Hann lék með Bruck í Austurríki á móti Stjörnunni í Evrópukeppni og var áður með Berlín í eitt ár í þýsku 2. deildinni en hóf ferilinn hjá Minsk. Bergendi lék með Veszprem á móti KA í Evrópukeppninni sl. vet- ur. Hann er örvhent skytta og var næstmarkahæstur í liði Ungveija á HM í Japan fyrir skömmu en þar léku Ungveijar um bronsið. Hann er 28 ára — 1.95 m og hefur leikið 99 landsleiki. „Við gerðum Bergendi tilboð en hann bað um meiri upplýsingar eins og hvenær hann þyrfti að vera kom- inn,“ sagði Atli og bætti við að umbeðin svör yrðu send í dag. „Hann er spenntur en ákveður sig á fimmtudag.“ Amar æfði með Bolton SKAGAMAÐURINN Arnar Gunnlaugsson æfði í gær með Bolton í Englandi, en Colin Todd, knattspyrnustjóri félagsins, vildi fá að skoða hann. Todd ætlaði að koma til Islands um síðustu helgi og sjá leik IA og Keflavíkur en fór þess í stað til Noregs og fylgdist með Stig Johansen sem leikur með Bodö/Glimt og var ánægður með það sem hann sá til pilts. Todd er að leita að fram- herja og er Arnar einn þeirra sem hann hefur áhuga á. Guðni Bergsson, fyrirliði Bolton, sagði i samtali við Morgunblaðið að Arnar hefði verið með á æfingu í gær. „Það var leikið á litlu svæði á lítil mörk,“ sagði Guðni en hvorki hann né Arnar vildu tjá sig nánar um málið, sögðu að þetta skýrðist allt næstu daga. Juninho er farinn til Atletico Madrid BRASILÍSKI miðvallarleikmaðurinn Juninho er genginn til liðs við Atletico Madrid á Spáni. Kaupverð Juninhos, sem undanfarin tvö ár hefur leikið með Middlesbrough á Englandi, var rúmir 1,4 milljarð- ar króna (12 milljónir punda). Afturelding á æfingamót í Þýskalandi HANDKN ATTLEIKSLIÐ Aftureldingar tekur þátt í sex liða móti í Werningerode í Þýskalandi eftir miðjan ágúst. Mótið hefur verið haldið nokkur undangengin ár en það er í minningu um fyrrum þjálfara Magdeburgar. Þetta er í þriðja sinn sem Afturelding er á meðal þátttöku- liða og að sögn Axels Axelssonar, sem skipulegg- ur ferðina fyrir Mosfellinga, er það jákvætt fyr- ir félagið að fá boð um þátttöku í mótinu ár eftir ár þrátt fyrir að hafa aldrei náð að vinna til verðlauna. Það sýndi vel hversu góð tengsl hefðu myndast á milli Mosfellinga og forráða- manna mótsins. Þátttökulið eru auk Afturelding- ar, Magdeburg, SG Flensburg Handewitt sem Daninn Andr- es Dahl Nielsen þjálfar, Brix- en frá Ítalíu og Jason Ólafs- son lék með fyrir tveimur árum og sterlrt félagslið frá Tékklandi. Sjötta félagið vinnur sér keppnisrétt með sigri í hraðmóti sem fram fer daginn áður en aðalmótið hefst. í hraðmótinu leika tvö 2. deildar félög og eitt félag úr nágrenni bæjarins sem mótið fer fram í. Þróttarar fá liðsstyrk ÞRÓTTUR Reykjavík, efsta liðið í 1. deildarkeppninni í knattspyrnu, hefur fengið góð- an liðsstyrk. Þorsteinn Guð- jónsson, vamarleikmaður hjá KR, hefur ákveðið að ganga til liðs við Þróttara og verður löglegur fyrir leik þeirra gegn Fylki á föstudaginn. T uttugu og sjö í bann TUTTUGU og sjö knattspyrnu- menn voru úrskurðaðir í leik- bann á fundi aganefndar KSÍ í gær - átján í meistaraflokki og níu í öðrum og þriðja flokki karla. Ásgeir Halldðrsson, Fram, Sverrir Björgvinsson, Dalvik, og Heiðar Siguijóns- son, Þrótti, fengu eins leiks bann vegna brottvísunar. Með- al þeirra sem fengu eins leiks bann vegna fjögurra áminn- inga, eru: Che Bunce, Breiða- bliki, Gunnlaugur Jónsson, ÍA, Bjarni Jónsson, KA, Brynjar Gunnarsson, KR, og Stefán M. Ómarsson, Val. Norðmenn hita upp gegn Wimbledon NORÐMENN, sem leika 50 ára afmælisleik Knattspyrnu- sambands íslands á Laugar- dalsvellinum sunnudaginn 20. júli, hita upp fyrir íslandsferð sína með því að leika vináttu- leik gegn enska úrvalsdeild- arliðinu Wimbledon á Sarps- borg-Ieikvellinum 16. júlí. Norski landsliðshópurinn kemur saman eftir helgi, til að gera sig kláran fyrir leik- inn gegn Islandi. FLEIRIKEPPENDUR FRÁ ÍSLANDIÁ ÓLYMPÍULEIKA EN ÁÐUR? / C4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.