Morgunblaðið - 25.07.1997, Síða 2

Morgunblaðið - 25.07.1997, Síða 2
MORGUNBLAÐIÐ 2 B FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1997 DAGLEGT LÍF ö iu Q D I- 0) :0 II. v< -I 'O u. RAGNA fór í gegnum barna- og gagníræðaskóla eins og gengur og gerist og hafði þá al- veg fulla sjón. Eftir það lá leið hennar í Menntaskólann í Kópavogi en bekkjakerfið hentaði henni ekki svo hún sótti um inngöngu í MH. Hún beið í ár eftir að komast inn og vann þá bæði í ferskfisk- og saltfiskverkun í Kópavogi. „Eftir að ég byrjaði í MH tók ég eftir því að sjónin var farin að minnka,“ segir Ragna eftir að hafa borið fram gos- drykk og hnetur. „Fyrstu önnina settist ég alltaf aftast eins og allir aðrir í bekknum. Svo fór ég að færa mig framar og framar og var að lokum komin á fremsta bekk og sá samt ekki á töfluna. Þá fór ég að hugsa minn gang og fór til augn- læknis.“ I ljós komu miklar skemmdir í augnbotnum á báðum augum og í kjölfarið fór Ragna í leysigeisla- meðferð. Hún tók sér frí frá skól- anum í eina önn en eftir að hafa leitað ráða hjá blindrafélaginu og í skólanum hóf hún námið aftur í janúar 1992. Þá hafði hún ratsjón en sá ekki á námsbókina. „Það höfðu engir blindir eða sjónskertir farið í framhaldsnám í mörg ár á undan mér. Ég vissi að Gísli og Ai-nþór úr Vestmannaeyj- um höfðu tekið stúdentspróf en ætli það hafi ekki verið hátt í tutt- ugu árum áður. Á þessum tíma var því ekki mikið til af námsbókum hjá blindrabókasafninu en þetta Hún er blind en hefur mörg járn í eldinum Morgunblaðið/Þorkell „ÞAÐ er erfitt fyrir blinda að fá vinnu en ég trúi því að það muni ganga upp,“ segir Ragna Guðmundsdóttir. Ragna Guðmundsdóttir er rúmlega þrítug. Tveggja ára greindist hún með sykursýki sem síðar leiddi til blindu. Ragna hefur ekki látið mótlætið draga úr sér kjarkinn. Sigrún Birn- isddttir komst að því að hún er að Ijúka fram- haldsnámi frá Tækni- * skóla Islands og er í tímafreku starfí hjá Þjóðsögu. Svo ferðast hún um Evrópu þegar tími gefst til. „ÞESSA skó nota ég rosalega mikið enda er mjög gott að vera í þeim. Segja má að þetta ■ sé nýtísku út- færsla á gömlu fótlaga inniskón- um sem svo marg- ir eiga.“ sandölum ö'g ermalausum bol...“ Á SUMRIN er tánum gjarnan hleypt út úr lokuðum vetrar- bomsunum og þeir viðraðir í sandölum og opnum skóm. Und- anfarið hefur mikið borið á hin- um fjölbreytilegustu gerðum þessa efnisminna skótaus. Ýmist verður manni starsýnt á þykkt sólans, sem virðist engin takmörk sett eða örmjó böndin sem ætlað er að halda fætinum á sínum stað ofan á skósólanum. Skórnir minna á skúlptúr og oft er eins og það sé ekki gert ráð fyrir að þeir séu brúklegir til göngu. Hvernig skyldi fólk kunna við þessa sumarskótísku? Eru skórn- ir eins óþægilegir og þeir líta út fyrir að vera eða er bara nokkuð gott að svífa ofar jörðu á þykk- um skósólanum? Daglegt líf brá sér í bæjarferð, tók vegfarendur tali og bað þá um að lýsa skótaui sínu. Hafi til- gangurinn verið sá að fá fólk til að viðurkenna kvalirnar sem fætur þeirra liðu vegna skótísk- unnar, mistókst ætlunarverkið hrapallega en sú niðurstaða að hver og einn er alsæll með sína skó ætti kannski ekki að koma á óvart. HS „ÞAÐ kemur fyrir að ég misstíg mig á skón- um en annars eru þeir — rosalega þægilegir." „SKÓRNIR eru þægilegir því sólinn er mjúkur og auk þess er svampur undir leðrinu ofan á sólanum og þunn bót með svampi undir hælnum svo þetta er eins og að ganga á mjúku teppi. Ég féll líka fyrir litnum og kínverska mynstrinu í efn- inu. Þetta eru bestu sandalar sem ég hef eignast."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.