Morgunblaðið - 25.07.1997, Síða 6

Morgunblaðið - 25.07.1997, Síða 6
6 B FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1997 DAGLEGT LIF MORGUNBLAÐIÐ MEÐ AUGUM LANDANS Kvöldkyrrð María Elínborg Ingvadóttir gegnir starfi viðskiptafulltrúa Útflutningsráðs íslands í Moskvu og segir hér frá yndislegum sumarkvöldum. ÞAÐ ER fallegt í Moskvu á sumrin, grænu svæðin gefa borginni vinalegt yfir- bragð og grasflatirnar eru óvenju vel hirtar í sumar, ný og fjölskrúð- ugri blómaflóra, líklega vegna 850 ára afmælis- ins. Framkvæmdagleðin er næstum þreytandi, alls staðar er verið að bora í götur og gera við, ný hús og endur- byggð hús innan um fallega tijálundi, furða hvað þeir lifa af allt raskið. Hitinn er stund- um nokkuð mikill, en kvöldin bæta það upp, þá er yndis- legt að sitja léttklæddur á útiveit- ingahúsi og skrafa við kunningj- ana, langt fram á kvöld. Það er líka yndislegt að sitja úti á svölum á kvöldin, hlusta á lífið, horfa yfir borgina og fylgjast með leikj- um barnanna á bílastæðinu fyrir neðan. Þau koma frá ýmsum heimshornum, eru frá ólíku um- hverfi eins og litarhaft þeirra seg- ir til um, þarna er næstum öll lita- flóra mannfólksins saman komin. Þau leika sér saman, glöð og skemmtileg og hjá þeim er aðeins eitt tungumál, leikjamál sem öll börn skilja. Það er skemmtilegt að sjá, að þau eru í sömu leikjun- um og við krakkarnir í Ránargöt- unni Iékjum okkur í, hér forðum daga og gatan var okkar leik- svæði. Það kallast ekki gott í dag að nota göturnar til leikja, ófremdarástand líklega, ef það er gert. Það er heldur ekki lengur gott að klæða litlu börnin sín í útiföt á morgnana og segja þeim að fara út að leika sér, hvort sem er rigning, eða spjór og kuldi. í þá daga urðum við sjálf að finna okkur leikfélaga og ákveða, hvað við vildum gera. Þá kom fljótlega í ljós, hverjir voru hugmyndaríkir, hveijir stjórnsamir og hveijir leið- indapúkar. Þá stóðu líka allir sam- an, líka leiðindapúkarnir, þegar bardagaglaðir nágrannar úr næstu götu, skoruðu á okkur í snjókast, snjóruðningarnir voru notaðir sem vígi og það var hart barist, en enginn særður, bara kapp, hraði og samvinna, þá skipti máli, hver var fljótastur að hnoða snjóboltana. Það gat verið allt of mikil fyrirhöfn að klæða allan krakkaskarann úr snjófötunum, skafa snjóinn af ullarúlpum og buxum, til að fara inn í kaffi, sem nú kaliast drekkutími. Þá var sett upp kaffiborð á kassa úti í bíl- skúr, þar fengum við heitt kakó, kleinur og kanelsnúða og þá var bæði gott og gaman. Þegar skólaganga hófst, þurfti að passa upp á að við lærðum, þegar heim var komið úr skólan- um, áður en farið var út að leika sér. Þá lærðum við líka kristin- fræði, sem var um leið siðfræði, þá var agi í skólanum, við lærðum að raða okkur upp í raðir og standa þar prúð og syngja skóla- sönginn á morgnana. Við réttum upp hendi, þegar við vildum segja eitthvað, líklega olli það heftu tjáningarfrelsi. Nú fara börnin í tíma eftir skóla, í ballet, píanó- tíma, aukatíma í ensku, skáktíma og sitthvað fleira gagnlegt. Nú leika börnin sér í umsjá sérfræð- inga, með þroskaleikföng og fá skapandi verkefni, ef eitthvert barnið sýnir mikla sérvizku er kallaður til annar sérfræðingur sem skilgreinir hegðunarvanda- málið. Þó eru fréttir nær daglega að heiman, af ungu fólki með hegðunarvandamál, væntanlega er um að ræða tiltölulega fá ung- menni, en of mörg samt, afleið- ingarnar segja til um það. Of- beldi virðist eina leið þessa fólks til að fá útrás fyrir reiðina. Hvað- an ætli hún komi þessi reiði, hver er rót hennar, rætur barnsins eru á heimilinu og það er erfitt að hugsa sér að nokkurt lítið barn fæðist til að vera vond mannvera. Það er auðveldast að skýra allar breytingar með meira vinnuálagi, ein fyrirvinna heimil- is dugar ekki lengur, meiri menntun, báðir foreldrar vilja út á vinnumarkaðinn, streita og hraði í þjóðfélaginu, hvað sem það nú þýðir, hærri kröfur um falleg heimili og bíla, en hver er orsök- in, hvað gerum við til að breyta þessu ? Verðum við ef til vill að koma upp einhverskonar vinnu- skyldu, vinnubúðum, í staðinn fyrir herskyldu, þar sem fólk lær- ir að sjá um sig sjálft, lærir að hlýða, lærir hvað er agi, hvað er kærleikur og hvað er að bera virð- ingu fyrir náunganum, eitthvað sem ætti að vera kennt á heimil- um og í skóla. Eða gerði dans sem skyldufag í skóla, sama gagn, í dansi er agi, tillitssemi og sam- hæfing nauðsynleg. Ef til vill þurfum við bara 10 gráðum hærri meðalhita á sumr- in, mannlífið virðist léttara í heit- ara veðri, fólk heldur sig meira úti við, þar með skiptir sjónvarpið og nýr sófi minna máli. Fjölskyld- urnar safnast saman úti í garði og borða og hlægja saman. Þótt undarlegt sé, er gaman að dansa, syngja og leika sér fyrir miðnætt- ið, ekki síður en um miðjar næt- ur. Hér blómstrar rómantíkin all- an daginn, ungt fólk virðist yfir sig ástfangið, jafnt í glaða sól- skini og í vetrargaddi. Þótt hitinn sé 28 gráður og skemmtigarðarn- ir fullir af fjörugu fjölskyldufólki, þá leiðast um garðinn, piltur og stúlka, með dreymið bros á vör. Ef til vill ætti ungt fólk, sérstak- lega undir 17 ára aldri að sofa meira, það væri líklega hollara fyrir það, en að rölta um í miðbæn- um um miðjar nætur. Það er líka furðulegt, hvemig vel uppalið ungt fólk, gengur um miðbæinn. Það ætti kannski að taka góðar mynd- ir af ósköpunum, áður en hreins- unarlið borgarinnar tekur til starfa á morgnana um helgar og senda inn á hvert heimili, með spurningu um, hvort það sé mögulegt að ein- hver úr fjölskyldunni hafi gleymt þessu sem á myndinni er, í mið- bænum um síðustu helgi. Það er líka umhugsunarvert, að sömu ungmennin geti valdið tjóni á fólki og eigum þess, aftur og aftur, þar sem lagastoð vantar til að taka það úr umferð og veita því hjálp. Hvað ætli hún kosti okkur, þessi lagastoð sem ekki er til, ef til vill mætti hrista hana fram úr erminni og hætta við að loka deildum sjúkrahúsa vegna sumarleyfa starfsfólks. Börnin eru hætt leik sínum á bflastæðinu hér fyrir neðan, von- andi verða leikir þeirra alltaf jafn saklausir og skemmtilegir. Hún er undarleg þessi kvöld- kyrrð, inni í miðri borg, sem aldr- ei sefur. R ykjavík er Lególand norðursins SETTU grillið í kassa elskan!, við erum að flytja til Reykjavíkur," er yfirskrift greinar í bandaríska ferðatímaritinu Outside um tíu bestu borgir heims og drauminn um ókunna, óspillta stigu og fram- andi lönd. Drauminn sem rætist því fjallstoppurinn, regnskógurinn eða sjávarsíðan eru á næsta leiti og pakkaferðamennska hefur ekki enn farið dauðum höndum um heimkynni gestgjafans. Greinin er merkt ritstjórum tímaritsins og skrifuð í þeim tilgangi að lýsa borgunum sem þeim þykir bestar til búsetu. Svipmyndin af Reykjavík er önnur í röðinni og engu líkara en greinarhöfundur sé staddur í furðuborg. Minnst er á lítil kassa- laga hús, skínandi hreinar götur og Elliðaá svo skærbláa að minnir á sjálfa Dóná. Eyjarskeggjar vekja engu minni hrifningu en umhverf- ið; vinningshafarnir í litningalottó- inu sem „spranga um í allri sinni norrænu dýrð, stærri, Ijósari og heilbrigðari en þú, útlendingur- inn,“ segir ennfremur. Greinarhöfundur telur líka báða McDonald’s hamborgarastaðina, fjallar um loftslagið, sem þykir Á íslandi opnast yfír- borðið til Heljar og Snæfellsjökull leiðir mann að innsta kjama jarðarinnar. Er það ekki annars? Helga Kristín Einarsdóttir frétti af litskrúðugu ævintýra- landi í nokkrum banda- rískum ferðatímaritum. „bara ansi hreint viðkunnalegt“, og merkir landann sem eina skyn- heild með orðtakinu „ljóskur skemmta sér betur“. Víðáttan í eðllnu Að því slepptu tekur við ögn lágstemmdari lýsing á Reykjavík og nágrenni þar sem segir að víð- áttan sé svo stór hluti af hversdeg- inum að borgarbúar skynji útivist ekki sem sérstaka afþreyingu. „Hluti af því að vera íslendingur er að vera úti undir beru lofti. Nema hvað? Ekki þarf að fara langt frá Reykjavík til þess að rekast á firði, hraunbreiður, hundruð heitra lauga, goshveri, jökulár og tröllaukna fossa.“ Þvínæst lýsir höfundur vinnu- vikunni í höfuðborginni, sem hefst með sundspretti í morgunsárið og lýkur með bóklestri að kvöldi, það er að segja þar til á fimmtudegi, þegar helgi ungra íslendinga gengur i garð. „Birnir og Guðrún- ir í nýjustu flíkunum frá Gaultier og Prada, með hárgreiðslu sem fær franska tískufréttastjóra til að kikna í hnjáliðunum, flykkjast í næturklúbba borgarinnar og drekka þar til sólin rís. Eða rétt- ara sagt gengur til viðar, sé klukk- an fjögur að morgni í júlí. Samtölin eru full af eldmóði og svo vitsmunaleg að innlegg utan- garðsmannsins visnar í saman- burði. Hvert er hlutverk Atlants- hafsbandalagsins nú þegar komm- únisminn er hruninn? Af hveiju fékk Friðrik Þór ekki óskarinn? Hvers vegna hannar Donna Karan í New York þessa kauðalegu kjólgopa?“ líka borist innan frá Annarlegt ástand: leiði, depurð, kvíði, fælni, sorg, lystarleysi og allt sem nöfnum tjáir að nefna hef- ur hijáð manninn. Margrét Guttormsdóttir las nýlegar Sjálfshjálparbækur Vasaútgáfunnar um þessi mál og spjallaði við Ingunni Thorarensen um gildi þess að beita sér sjálfur gegn þjáningunni. ALLIR þekkja eitthvert form af andlegri vanlíðan ekki síst sorgina. Ef ekki af eigin raun þá sem vin- ur, ijölskyldumeðlimur eða ábyrgur stuðningsaðili. Áður fyrr var svona málum því miður oftast sópað und- ir teppið og enn lifa fordómamir. Dýrkendur dugnaðar hafa oft tak- markaðan skilning á þeim sem erf- iðlega gengur að vera glaðir og duglegir. Vinnufíklar og alkar njóta meiri tiltrúar en þeir sem missa lífs- kraftinn af andlegum orsökum eins og vegna þunglyndis. Hvort sem umhverfí eða erfðir hafa dembt fólki niður í öldudal þungans er jafnerfítt að sjá upp yfir öldutoppana til sólar og bjart- ari daga. Það er því nauðsynlegt, bæði þeim sem veikir eru og að- standendum þeirra að fá einhveija hjálp. Hjálp til sjálfshjálpar hefur alltaf þótt heilladijúg, og núna hafa komið út bækur sem gætu ef til vill orðið varða í nýju lífi þeirra sem vansælir eru. Vasaútgáfan hefur nú gefíð út Hvert á fólk að leita eftir hjálp? Ingunn Thorarensen gerðist fé- lagi föður síns Þorsteins í bóka- útgáfu Fjölva/Vasaútgáfu fyrir átta árum og segist ekki geta hætt. Þau eiga sér markmið - að gefa út það sem helst vantar á Islandi í aðgengilegu lesformi. Listaverkabækur og bækur um náttúrufræði voru fyrirferðamikill þáttur í útgáfunni en áherslan hefur færst yfir á ýmiskonar heilsubækur. Tilurð bókaflokksins um sjálfs- hjálp er sú, að feðginin rákust á bækurnar í enskum kynning- arbæklingi frá bókaútgáfunni Ele- ment og ákváðu að athuga málið nánar. Þegar þau fengu bækumar í hendur uppgötvuðu þau að inni- haldið er áhugavert. Þýðandanum, Evu Ólafsdóttur, kynntust þau þannig að hún kom til þeirra með danska bók með góðum ráðum við gigt. Þeim leist vel á, hún þýddi bókina og þau gáfu hana út. Ingunn telur að vestræn lækna- vísindi eigi erfitt með að glíma við ákveðna sjúkdóma, bæði vefræna og ef til vill enn frekar sálræna. Og þá kemur einmitt að sjálfshjálp í hennar huga. „Manneskjan getur í raun hjálpað sér ótrúlega mikið sjálf,“.segir Ingunn, „en hvert á fólk að leita? Það er svo lítið til um svona efni á íslensku og er Sjálfsþjálparflokkurinn gefinn út til að bæta úr þeirri þörf.“ Þegar Ingunn er spurð hvort von sé á fleiri bókum, hlær hún og segir að þær gætu orðið ótelj- andi. „Þær era svo margar að við vitum ekki hvar við eigum að byija.“ Og bækur eru á leiðinni frá henni, til dæmis um breytinga- skeið kvenna og um mígreni, sem flokkast með sjúkdómum sem erf- itt hefur reynst að lækna. Pillura- ar vinna gegn einkennunum en leið að orsök vandans vantar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.