Morgunblaðið - 01.08.1997, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.08.1997, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR1. ÁGÚST 1997 C 3 Morgunblaðið/Sindri Sigurður Karlsson SIGURÐUR Karlsson, UMSS, var að vonum mjög ánægður með frammistöðu sína á mót- inu, sigraði í fimm greinum, langstökki, stangarstökki, kringlukasti, kúluvarpl og spjótkasti. Þá var hann í öðru sæti í 110 metra grindahlaupi á eftir Sveini Þórarinssyni, sem setti íslandsmet, og í öðru sæti í boðhlaupi í flokki drengja 17-18 ára. „Ég get ekki verið annað en ánægður. Ég er annars búinn að leggja hart að mér í sumar, æfa og keppa mikið. Og er að fara á Norðurlanda- mót unglinga um næstu helgi, var á dögunum í Portúgal á unglingamóti æskunnar. Þetta mót er búið að vera mjög gott. Veðrið búið að vera frábært og allar aðstæður hinar bestu og ég er mjög ánægður með þetta mót,“ sagði Sigurður. í 50 ára sögu FRÍ Ismet verðlaunagripurinn færður úr höndum ÍR í hendur FH, sem var með 291.5 stig en ÍR með 288 stig. „Erum í sókn“ Egill Eiðsson, landsþjálfari ung- linga, var að vonum ánægður með mótið og framisstöðu krakkanna „sinna.“ „Það voru fleiri mættir til leiks á þessu móti en nokkru sinni áður, 250 manns, og það sýnir að frjálsíþróttirnar eru að sækja á. Það er mikið um brottfall úr frjálsum á þessum árum, krakkarnir verða að unglingum með tilheyrandi tilstandi. Til dæmis eru um 400 manns að keppa á móti 12 til 14 ára, og eru það bara þijú ár, en við með fjögur hér. Annars er mótið sjálft búið að ganga mjög vel fyrir sig, aðstæður góðar og síðan skemmir veðrið ekki fyrir.“ Aðspurður um einstakar grein- ar sagði Egill að áberandi mest aukn- ing hefði verið í grindahlaupi, en hvort það væri tengt árangri Guðrúnar Arn- arsdóttur þorði hann ekki að segja . Eitt var þó sem sverti örlítið ann- ars litríkt og skemmtilegt mót. Áhorf- endur. Þá vantaði. Á þessum árum eru foreldrar hættir að fylgja börnum sínum nema að litlu leyti í keppni og almenningur telur þetta ekki nægilega skemmtilegt til að eltast við. Þeim til upplýsingar eru þessi mót ekki síður skemmtileg en fullorðins, vel skipu- lögð, tímaáætlanir standast og upplýs- ingakerfi vallarins er vel nýtt. Svo óhætt er að benda fólki á að leggja leið sína á eitthvert þeirra unglinga- móta sem í boði eru og styðja við íþróttaæsku landsins. KNATTSPYRNA Frakkar vörðu titil- inn með „gullmarki“ „Sláðu í gegn á Akranesi Opna NIVEA mótið mánudaginn 4. ágúst 18 holu höggleikur með forgjöf í karla-, kvenna- og unglingaflokki (15 ára og yngri). Hámarks vallarforgjöf: Karlar 24, konur og unglingar 28. Þrenn verðlaun með forgjöf og ein fyrir besta skor í öllum flokkum. Ein nándarverðlaun á par 3 holu. Nivea gjafaöskjur fylgja öllum verðlaunum með forgjöf. Veglegir veitingapakkar í verðlaun í karla- og kvennaflokki á veitingastaðnum Jónatan Livingston Mávur, Reykjavík, að heildarverðmæti 52.000 kr. Vöruúttektir í verðlaun í unglingaflokki í Útilífl, Reykjavík, að heildarverðmæti kr. 13.000. Mótsgjald kr. 1.500 í karlaflokki og kvennaflokki og kr. 1.000 í unglingaflokki. Ræst út frá kl. 9-14. Sýnið félagsskírteini á mótsstað. Skráning hafin í síma 431 2711. Komdu og reyndu þig á heimavelli íslandsmeistara karla 1996 og 1997. Munið kvöldferð Akraborgar til Reykjavíkur kl. 20.00. Golfklúbburinn Leynir HIVEA KR-ingar í Heralcf Tribune ÞAD er ekki á hverjum degi sem íslensk knattspyrna fær umfjöllun f blaðinu Herald Trlbune. Það gerðist þö í gær eft- ir góða frammistöðu KR-lnga í Evrðjtukeppninni. Það þóttu mikil tíðindí að áhugamannalið frá Islandl næði að slð eitt frægasta félagslið Evrópu, Dinamo Búkarest, út úr keppn- inni með því að vinna báða leiklna. Stór mynd af Ríkharði Daðasyni prýddi frásögnina f blaðlnu. Spánveijar ofjarlar Ira FRAKKAR tryggðu sér Evrópu- meistaratitilinn íknattspyrnu liða skipuðum leikmönnum 18 ára og yngri með þvf að vinna Portúgal, 1:0, í úrslitaleik mótsins á Laugardalsvelli í gær. Markalaust var að lokn- um venjulegum leiktíma og því varð að framlengja. Aðeins liðu fimm mínútur af framleng- ingunni þegar Louis Saha skoraði „gutlmarkið" sem færði Frökkum annan Evrópu- meistaratitilinn í röð í þessum aldursflokki. Þetta er ífyrsta sinn sem franskt knattspyrnu- landslið nær að verja Evrópu- meistaratitil. Leikurinn var skemmtilegur og ljóst að þarna fóru tvö bestu lið keppninnar. Oft brá fyrir frá- bærum töktum hjá báðum liðum ■■■■■■ en mörkin létu á sér ValurB. standa. Portúgalar Jónatansson igku undan sterkum sknfar vindi í fyrri hálfleik og voru betri - fengu þá tvö nokk- uð góð færi sem misfórust. Eftir hlé snerist dæmið við og Frakkar tóku öll völd á vellinum með vind- inn í bakið. Þrátt fyrir stórsókn þeirra náðu þeir ekki að koma boltanum framhjá góðum mark- verði Portúgala, Leite Sergio, sem sýndi oft frábær tilþrif. í framlengingunni voru Frakkar með vindinn með sér og nýttu sér það og uppskáru sigur eftir aðeins fimm mínútna leik. Framheijinn Louis Saha gerði sigurmarkið og var vel að þvi staðið. Ekki virtist mikil hætta á ferðum er bakvörður Portúgala, Caneira Marco, gerði afdrifarík mistök er Saha náði boltanum og stakk sér inn fyrir vörnina og óð inn í vítateiginn vinstra megin. Hann lék síðan til hliðar að vítapunkti og hamraði boltanum í netið. Fögnurður Frakka var mikill en Portúgalar lögðust niður og tárin streymdu fram. Louis Saha, markaskorari Frakka, sem leikur með Metz, sagði að þetta hefði verið mikil- vægasta mark sem hann hefði gert á ferlinum. „Það var frábær tilfinning að sjá á eftir boltanum í netið. Það er gaman að skora svona mark og sjálfsagt á það eft- ir að hjálpa mér í að komast áfram í knattspyrnunni. Það verður ör- ugglega tekið eftir þessu heima í Frakklandi. Leikurinn var erfiður, sérstaklega út af vindinum, en ég held að sigurinn hafi verið sann- gjarn,“ sagði Saha brosandi. Þjálfari Frakka, Jean-Francois Jodar, sagði við Morgunblaðið fyr- ir leikinn að hann væri kominn til landsins til að sýna Evrópubikarinn Veðrið setti strik í reikninginn í Kaplakrika í gær, þegar Spán- veijar og írar bitust um bronsi. Drengimir áttu erfitt með að sýna sín- ar bestu hliðar en Stefán Spánveijum tókst þó Stefánsson beto upp og sigruðu skrífar 2:1. Leikurinn hófst á miklum sprettum og tókst íram að skora eftir sex mínútna. Richard Sadlier pijónaði sig þá í gegn vöm Spánveija. Fagnaðarlátunum var vart lokið þegar Mario Bermejo jafnaði úr homspymu og Spánveijar ætluðu greinilega ekki að láta staðar numið því eftir talsverða pressu bætti Jordi Ferron við öðra marki. Við markið 4 bökkuðu írar og reyndu snöggar sóknir fram — fengu fjögur færi rétt fyrir hlé. Eftir hlé færðu Spánveijar sig aftar á vöilinn og Irar reyndu að feta sig í gegnum vörn þeirra en varð lítið ágegnt. Fyrir vikið varð leikurinn tíðindalítill en hvort lið þurfti þó að bjarga einu sinni á marklínu. „Við voram óheppnir með að lenda undir en létum það ekki slá okkur útaf laginu," sagði Inaki Saez Ruiz, annar þjálfari Spánveija, eftir leikinn. „Eftir mörk okkar fór að sjást munur- inn á liðunum og þó íramir nálguð- ust mark okkar komust þeir ekki langt og við biðum eftir okkar fær- um.“ Spánveijar vora betra liðið á vellinum, liprari með boltann og með markvissara spil þrátt fyrir afleitt veður. írski þjálfarinn Noel O’Reilly var allt annað en sáttur við dómarann og taldi hann hafa slegið á baráttu sinna manna. „Aðstæður voru erfiðar og að auki var dómarinn slakur, leyfði leiknum ekki að ganga, flaut- aði of mikið og tók aldrei á leikara- skap Spánveijanna.“ Opna Pripps mótið verður haldið á Hlíðarvelli, Mosfellsbæ, mánudaginn 4. ágúst. Ræst verður út frá kl. 9.00. Auk glæsilegra verðlauna með og án forgjafar verða nándarverðlaun á 5/14 og 9/18. Dregið verður úr skorkortum í mótslok. Vífilfell/Golfklúbburinn Kjölur. Sími 566 7415. Evrópubikarinn á iofl MICHEL Rodriguez, fyrirliði Frakka, lyftir hér bikarnum hátt á loft og sigurgleðln leynir sér ekki hjá féiögum hans í franska landsliðinu eftlr 1:0 sigur ð Portúgal í úrslitaleik métsins. en síðan ætlaði hann að fara með hann heima aftur. Hann stóð við þessi orð. „Markmiðið náðist og það er alltaf ánægjulegt þegar það tekst. Vindurinn hafði nokkur áhrif á leikinn en ég held að þetta hafi verið bestu lið keppninnar og hafi verðskuldað að leika til úrslita. Það verður gaman að koma heim aftur með bikarinn því við erum fyrsta landsliðið sem nær að veija svona stóran titil í knattspyrnunni," sagði Jodar. Hann sagði skemmtilegt til þess að vita að í annað sinn sem Frakkar taka þátt í móti á íslandi skuli þeir sigra, en sem kunnugt er varð franska handboltalandslið- ið heimsmeistari hér á landi 1995. „ísland virðist henta okkur vel til keppni. Við förum heim með góðar minninar frá íslandi." Morgunblaðið/Amaldur The Iceland Men Cometh, But It Took a Long Time

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.