Morgunblaðið - 01.08.1997, Side 4
Bann við lyfjamis-
notkun stytt um tvö ár
Skúli Unnar
Sveinsson
skrifar frá
Grikklandi
„ÞAÐ var ákveðið á þingi Al-
þjóðafrjálsíþróttasam-
Uahns að stytta bann við misn
otkun lyfja úr fjórum árum í a
ð minnsta kosti tvö ár, en hinu
m ýmsu samböndum innan I
AAF er heimilt að setja menn í
lengra bann,“ sagði BirgirG
uðjónsson, sem sat þing I
AAF hér í Aþenu.
Birgir sagðist hafa verið á móti
fjögurra ára banni allt frá því
það var sett á fyrir sex árum. „Á
þinginu í Japan fyrir
sex árum talaði ég
einn á móti tillög-
unni úr þingsal en
hún var samt sam-
þykkt. Ég hef alltaf talið að flög-
urra ára bann sé dulbúið lífstíðar-
bann hjá flestum þjóðum. Sums
staðar er það þannig að menn geta
farið í aðrar greinar á meðan en
hjá flestum þjóðum nær bannið til
allrar keppni,“ sagði Birgir. Tillag-
an var samþykkt með 112 atkvæð-
um gegn um 50 en á þinginu 1993
og aftur 1995 voru hlutföllin þver-
öfug þegar lagt var tii að bannið
yrðj stytt.
Á blaðamannafundi sem forseti
IAAF, Dr. Primo Nebiolo, hélt í
gær, sagði hann að ein af ástæðum
þess að bannið var stytt væri að það
hefði ekki staðist fyrir almennum
dómstólum í þeim löndum sem reynt
hefði á slíkt. „Kostnaðurinn var orð-
inn mjög mikill, sérstaklega lög-
fræðikostnaðurinn," sagði Nebiolo.
Aðspurður um notkun á koffíni og
Pétur keppir
ekki í Aþenu
PÉTUR Guðmundsson, kúluvarpari,
keppir ekki á heimsmeistaramótinu í
Aþenu á morgun. Hann meiddist á síð-
ustu æfingunni fyrir mótið og eftir að
hann fór í læknisskoðun í gær kom í
jjós að meiðsli hans eru þess eðlis að
hann treystir sér ekki til að keppa á
HM. Það verða því aðeins Guðrún Arn-
ardóttir og Jón Arnar Magnússon sem
verða fulltrúar íslands í Aþenu.
Var í raun dulbúið lífstíðarbann, segir BirgirGuð-
jónsson, sem sæti á í læknanefnd IAAF
PRIMO Neblolo, forseti IAAF,
farlÁ
efederini greip hann um höfuðið og
sagðist hreinlega ekki muna hvað
hefði verið samþykkt. „Ég hef eytt
allt of miklum tíma í lyfjamál
síðustu árin og satt best að
segja er ég orðinn leiður á því.
Þið verðið að spyija einhvern
annan en mig um hvað var sam-
þykkt,“ sagði forsetinn.
Morgunblaðið spurði því
Birgi um þetta mál og kom
ekki að tómum kofunum.
„Bannið var ekki haldið í verki
i öllum löndum vegna almennra
dómstóla, en tveggja ára bann
hefur ekki verið vefengt og því
varð það niðurstaðan að menn
yrðu dæmir í tveggja ára bann.
Þetta á við um öll lyfin á lista
IAAF nema koffín og efederin,
en það er viðurkennt að menn
Morgunblaðið/Golli
sagðist vera orðinn leiður á öllu tall um lyfjamál enda hefðl
allt of mlklð af tíma hans í slík mál.
geti tekið þau af slysni. Við slíku
er þriggja mánaða bann en endur-
taki leikurinn sig eru menn dæmdir
í tveggja ára bann. Hvað varðar hin
lyfin þá er lífstíðarbann við endurte-
knu broti,“ sagði Birgir og bætti
því við að hreyfingin hefði mikil
völd varðandi lyfjapróf og sendi
meðal annars fólk til Kína og Rúss-
lands til að taka sýni. „Það á að
auka lyfjapróf utan keppni á næsta
ári og er áætlað að veija til þess
um 1,5 milljónum dala,“ sagði Birg-
ir.
Þessi breyting hefur væntanlega
í för með sér að bann það sem Jón
Auðunn Siguijónsson sleggjukastari
var dæmdur í á dögunum verður
helmingi styttra en búist var við og
einnig ætti Einar Einarsson sprett-
hlaupari að losna fyrr úr sínu banni.
HM 15-17 ára
ÞING IAAF samþykkti að koma á
fót heimsmeistaramóti fyrir ungl-
inga 15 til 17 ára. „Við buðum 24
ungmennum á fijálsíþróttakeppn-
ina á Ólympíuleikunum í Atlanta
í fyrra og hér í Aþenu verða einn-
ig 24 ungmenni í okkar boði. Þetta
hefur gefíst mjög vel og við viljum
halda áfram að styrkja ungt og
efnilegt fijálsíþróttafólk og besta
leiðin til þess er ef til vill að koma
á heimsmeistaramóti fyrir það.
Fyrsta mótið verður heldið árið
1999,“ sagði Nebiölo, forseti
IAAF, á blaðamannafundi í Aþenu
í gær.
Stökkundirbún-
ingurinn minni
SAMTÞYKKT var að undirbúningur fyrir hvert stökk á frjálsíþrótta-
vellinum yrði minni en áður. Stangarstökkvarar hafa hingað til haft
tvær mínútur til að undirbúa hvert stökk en fá núna eina og hálfa
mínútu. Hástökkvarar fá hins vegar aðeins eina mínútu til undirbún-
ings en hafa haft eina og hálfa.
Einnig var ákveðið að í úrslitum stökk- og kastkeppni yrði kastað
og stokkið í öfugri röð miðað við árangur í forkeppninni. Þetta er gert
til að keppnin taki ekki eins langan tima og einnig ætti hún að verða
aðgengilegri og meira spennandi fyrir áhorfendur. Eftir þrjár tilraun-
ir er keppendum fækkað og eftir það kastar sá, eða sú, síðastur sem
hefur náð bestum árangri.
Breyting gerð á
kvennaspjótinu
FRÁ og með 1. janúar 1999 verður kvennaspjótinu breytt þannig að
þyngdarpunkturinn verður færður þijá sentímetra framar en hann er
núna. Þetta hefur í för með sér að spjótið styngst betur og því ættu
færri köst að vera ógild, en það hefur verið mjög áberandi í spjót-
kasti kvenna, sérstaklega í fjölþrautinni.
„Svona breyting kostar ótrúlega mikið því öll spjót verða ónýt um
umrædd áramót, en tillagan var studd af kvennanefndinni og sam-
þykkt með miklum meirihluta atkvæða," sagði Birgir Guðjónsson sem
sat þing IAAF.
Ole Gunnar
Solskjær
frá í mánuð
NORSKI landsliðsmaðurinn
Ole Gunnar Solskjær mun
ekki leika með Manchester
United í mánuð. Hann meidd-
ist illa á ökkla - liðbönd togn-
uðu í vináttuleik gegn Inter
Mílanó á Old Trafford á mið-
vikudagskvöldið, Þ.l.Mikið
er um meiðsli hjá liðinu og
geta þeir Gary Neville, Ronny
Johnsen, David May og Gary
Pallister ekki leikið með lið-
inu í keppninni um góðgerða-
skjöldinn gegn Chelsea á
Wembley á sunnudaginn.
■ NEWCASTLE hefur hætt við
að selja Peter Beardsley til Bolton
á 500 þús. pund.
■ ATILLIO Lombardo er kominn
til London, til að ganga frá samn-
ingi við Crystal Palace. Lomb-
ardo, sem lék með Juventus, á að
fá 88,5 millj. kr. í árslaun.
■ CRYSTAL Palace vonast einn-
ig til að ísraelski landsliðsmaðurinn
Itzhak Zohar, sem hefur leikið
með Antverpen í Belgíu, gangi til
liðs við liðið. Beðið er eftir atvinnu-
leyfí fyrir þennan 26 ára miðvallar-
spilara.
■ RAY Wilkins, er kominn á ný
til Palace, nú sem þjálfari.
■ LEES Bradbury, leikmaður
Portsmouth, er á leiðinni til Man.
City, sem er tilbúið að borga 3,5
millj. punda fyrir hann.
■ LEEDS þarf að greiða Notting-
ham Forest 1,5 millj. punda fyrir
norska leikmanninn Alf-Inge Há-
land, en liðið var aðeins tilbúið að
borga 500 þús. pund fyrir hann.
■ PATRIK Vieira og Matthew
Upson, leikmenn Arsenal, eiga
yfir höfði sér leikbann, en þeir voru
reknir af leikvelli í vináttuleik gegn
Eindhoven, sem Arsenal tapaði,
1:0.
■ UPSON var rekinn af leikvelli
fyrir brot félaga síns Luis Boa
Morte.
■ PA USTINO AspriIIe fór á kost-
um er Newcastle lagði Bradford
í æfingaleik, 3:0. Hann skoraði
fyrsta markið og lagði upp hin tvö.
Asprille er greinilega tilbúinn í
slaginn, þegar Alan Shearer er
meiddur og búið að selja Les Ferd-
inand.
■ TVEIR leikmenn Chelsea fengu
að sjá rauða spjaldið, þegar liðið
vann Portsmouth í æfingaleik, 4:1.
Það voru þeir Frank Sinclair, sem
fékk að sjá rautt spjald eftir aðeins
15 mín. og Paul Hughes.
■ FYRRUM heimsmethafínn í há-
stökki, Svínn Patrick Sjöberg,
getur ekki tekið þátt í heimsmeist-
aramótinu í fijálsum íþróttum í
Aþenu vegna meiðsla á hné.
■ ÓLYMPÍUMEISTARINN í
10.000 metra hlaupi karla, Haile
Gebreselassie frá Eþíópíu, ætlar
hins vegar að vera meðal keppenda
á HM því hann segir það skyldu
sína við eþíópísku þjóðina. Gebr-
eselassie hafði áður sagt að hann
ætlaði ekki að keppa á HM því
hlaupabrautin væri of hörð, en hon-
um hefur nú greinilega snúist hug-
ur.
■ ÞÝSKU hlaupakonunni Petru
Wassiluk hefur verið meinuð þátt-
taka á HM vegna ólöglegrar lyfja-
notkunar. Wassiluk, sem er 27 ára
gömul, féll á lyfjaprófi eftir mót á
Spáni í apríl síðastliðnum.