Morgunblaðið - 24.09.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.09.1997, Blaðsíða 4
faóm KNATTSPYRNA Anderíecht í árs bann frá þátttöku í Evrópukeppni Knattspymusamband Evrópu, UEFA, hefur dæmt belgíska félagið Anderlecht í eins árs bann frá þátttöku í Evrópukeppninni vegna mútumáls sem átti sér stað fyrir 13 árum. Bannið tekur gildi að ári, eða næst þegar belgíska fé- lagið tryggir sér þátttökurétt í Evr- ópukeppninni. Anderlecht er dæmt fyrir að hafa mútað dómaranum í , síðari undanúrslitaleiknum í UEFA- keppnini 1984 gegn Nottingham Forest. Forest vann fyrri leikinn 2:0 en Anderlecht þann síðari 3:0 og því samanlagt 3:2. Þriðja markið í síðari leiknum, sem réð úrslitum um að Anderlecht komst áfram, var skorað úr mjög umdeildri víta- spymu. Anderleeht tapaði síðan úr- slitaleiknum við Tottenham í víta- spyrnukeppni. Constant Vanden Stock, forseti Anderlecht á þessum tíma, hefur viðurkennt fyrir rétti að hafa látið dómarann Guruceta Mauro frá Spáni hafa 27 þúsund dollara (2 milljónir íslenskar krónur) eftir leik- inn og var talað um „lán“ frá félag- inu. Mauro dómari lést síðan í bíl- slysi fjórum ámm síðar og er því ekki til frásagnar um mútumálið. Amór varamaður Amór Guðjohnsen var hjá And- erlecht á þessum tíma og var vara- maður í síðari leiknum. „Ég man vel eftir þessum leik. Það stefndi allt í framlengingu en síðan var vít- ið dæmt alveg undir lokin. Brian Clough, stjóri Forest, varð alveg btjálaður út af þessum vítaspymu- dómi. Það kom aldrei upp í huga minn á þessum tíma að dómaranum hafí verið mútað. Ég held að mútur þekkist ekki lengur í knattspym- unni, enda algjört eitur fyrir knatt- spymuna. Þessar fréttir komu mér vissulega á óvart þó svo að ég hafí verið búinn að heyra aðeins af þessu fyrir nokkmm mánuðum," sagði Amór. UEFA þykir hafa tekið seint og illa á málinu. Ástæðan er sú að málið kom ekki inn á borð UEFA fyrr en fyrir nokkram dögum þó svo að belgíska knattspymusambandið segist hafa sent það til UEFA árið 1992. Lennart Johansson, forseti UEFA, segir málið það alvarlegt að þó svo að kæramál eigi að fymast á tíu áram sé það ekki tekið til greina í þessu tilviki. „Anderlecht verður að taka út sína refsingu," sagði Johansson. Nottingham Forest hefur farið fram á 2,4 milljónir dollara, eða um 175 milljónir króna, í skaðabætur og ætlar einnig að fara fram á skaðabætur fyrir leikmenn sína sem misstu af úrslitaleiknum við Totten- ham 1984. „Leikmönnunum finnst þeir hafa verið sviknir og standa að fullu á bak við okkur í þessu máli,“ sagði Phil Soar einn höfuð- paura Nottingham Forest. Skipti Þorvaldar í Nottingham Forest KAermeð allt á hreinu Um helgina var birt viðamikil skýrsla rannsóknarnefndar, sem sett var á laggirnar fyrir tæp- lega fjórum árum til að að komast til botns í meintum svikamálum í ensku knattspyrnunni. Skýrslan er meira en 300 síður og þar af er fjall- að um félagaskipti Teddys Shering- hams frá Nottingham Forest til Tottenham 1992 á 145 síðum. For- est tengist fjóram af helstu 12 málum skýrslunnar og þó nokkurt veður er gert úr meintum greiðslum til Ronnies Fentons í tengslum við félagaskipti Þorvaldar Örlygssonar úr KA í Forest í desember 1989. Fenton var aðstoðarmaður Brians Cloughs, þáverandi stjóra Forest, og samkvæmt skýrslunni átti hann að hafa farið til Hull á Englandi, eftir að hafa gengið frá samningi á Akureyri vegna fyrrnefndra félaga- skipta, og fengið 45.000 pund, sem falin vora í fiskikassa í íslenskum togara. „Forest stóð við allt sem um var samið og allir peningar frá félaginu fóra inná reikning hjá okkur en ekki í fiskikassa," sagði Stefán Gunnlaugsson, fyrrverandi formað- ur knattspyrnudeildar KA, spurður um málið í gærkvöldi og bætti við að sagan um togarann væri hlægi- leg. I skýrslunni kemur fram að For- est hafi greitt KA 174.000 pund fyrir Þorvald, sem hafí fengið 500 pund í vikulaun og síðar 700 pund á viku. Fenton segist ekki hafa feng- ið neinar greiðslur vegna félaga- skiptanna, Forest segist aðeins hafa greitt KA beint fyrir leikmanninn og KA tekur í sama streng. Sam- kvæmt skýrslunni veittu innanhúss- menn hjá Forest upplýsingar um greiðslur til Fentons í þessu máli en niðurstaðan er sú að þó Fenton hafi viðurkennt að hafa fengið pen- inga fyrir önnur mál sé ekki hægt að treysta orðrómi innan félaganna. Breytingar íhugaðar á Getraunakeppni Evrópu UMRÆÐUR standa yfir um breytingar á Getraunakeppni Evrópu í knattspyrnu í þeim tilgangi að auka áhuga félaga, einkum frá Englandi, Ítalíu og Spáni, á keppninni. Lagt hefur verið til að hætta við riðlakeppni eins og viðgengist hefur síðan keppnin hófst 1994 en taka þess í stað upp útsláttarkeppni eins og við- gengst í öðrum Evrópumótum. I lokaumferðinni kæmu stærri lið inn í keppnina, mættu þeim sem eftir væru og sigurvegararnir færu í fyrstu umferð Evrópukeppni félagsliða. Með þessu móti þyrftu stærri lið ekki að Ieika nema tvo eða fjóra leiki í ágúst. Akvörðun um framhaldið verður tekin á framkvæmdasljórnar- fundi UEFA í desember. Sjóvár-Almennra deildinni lýkur um helgina en þá ræðst hvort Fram eða Leiftur tryggir sér þátttöku- rétt í keppninni næsta sumar. Reuter ALAN Thompson fagnaði markinu fyrir Bolton í gærkvöldi en um var að rœða fyrsta mark liðslns á nýjum helmavelli. BADMINTON TBRÍ 5. til 8. TBR sigraði lið Alicante frá Spáni 5:2 í síðustu umferð Evrógumóts félagsliða í badminton á N-írlandi um helgina. Þar með hafnaði TBR í öðra sæti í sínum riðli, tapaði aðeins fyrri danska fé- laginu Hvidovre og hafnaði í 5. - 8. sæti í mótinu af 20 liðum. Er þessi árangur í samræmi við það sem forráðamenn TBR gerðu sér vonir um fyrir fram. í viðureigninni gegn Spánveijun- um sigraði Tryggvi Nielsen and- stæðing sinn í tveimur lotum í ein- liðaleik karla. Sveinn Sölvason sigr- aði einnig en leikur hans fór í þijár lotur. Katrín Atladóttir beið lægri hlut í þremur lotum en Sara Jóns- dóttir hafði betur í sinni viðureign í einliðaleik. Tryggvi og Njörður Ludvigsson unnu létt í tvíliðaleik og sömuleiðis Katrín og Sara í tví- liðaleik kvenna. Sveinn og Anna Sigurðardóttir urðu hins vegar að bíta í það súra epli að tapa sinni viðureign í tvenndarleik. URSLIT Knattspyrna England Úrvalsdeildin Bolton - Tottenham................1:1 Alan Thompson (20. - vsp.) - Chris Arm- strong (71.). 23.433. Wimbledon - Barnsley..............4:1 Carl Cort (49.), Robbie Earle (65.), Ceri Hughes (68.), Efan Ekoku (84.) - Eric Tinkl- er (41.). 7.668. Deildarbikar, 2. umferð, siðari leikir: Bamet - Middlesbrough.............0:2 ■Middlesbrough vann 3:0 samanlagt. Bury - Sunderland.................1:2 ■Sunderland vann 4:2 samanlagt. Peterborough - Reading............0:2 ■Reading vann 2:0 samanlagt. Sheffield United - Watford........4:0 ■Sheffield United vann 5:1 samanlagt. Stockport - Birmingham............2:1 ■Birmingham vann 5:3 samanlagt. Torquay - Ipswich.................0:3 ■Ipswich vann 4:1 samanlagt. Tranmere - Notts County...........0:1 ■Tranmere vann 2:1 samanlagt. W.B.A. -Luton.....................4:2 ■W.B.A. vann 5:3 samanlagt. York-Oxford.......................1:2 ■Oxford vann 6:2 samanlagt. Þýskaland Bikarkeppnin MSV Duisburg - VfL Bochum...........1:0 Karlsruhe SC - Arminia Bielefeld...2:2 ■Arminia vann 4:2 eftir vitaspyrnukeppni. Eintracht Frankfurt - Werder Bremen.3:0 Eintracht Trier - Schalke 04......1;0 Waldhof Mannheim - Energie Cottbus.4:3 Alemannia Aachen - VfB Leipzig......2:1 ■Eftir framlengingu. VfL Wolfsburg - Bayern Munchen.....3:3 ■Bayem vann 4:3 i vítaspymukeppni. Ítalía Bikarkeppnin, 2. umferð: Inter Milan - Foggia..............3:2 ■Inter vann 4:2 samanlagt. Holland Deildarkeppnin PSV Eindhoven - Fortuna Sittard.....3:2 Sögulegt mark BoHon Tveir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Bol- ton gerði jafntefli við Tottenham, 1:1, og Wimbledon sigraði Barnsley, 4:1. Miðvallarleikmaðurinn Alan Thompson skoraði fyrsta mark Bol- ton á nýjum heimavelli liðsins, Ree- bok-leikvangnum. Markið skoraði hann úr vítaspyrnu á 20. mínútu. Tottenham, sem hafði ekki gert eitt einasta mark í þremur deildar- leikjum í röð, var án Les Ferdin- ands, en liðið jafnaði leikinn á 71. mínútu með marki frá Chris Arm- strong, sem kom inná sem varamað- ur. Með jafnteflinu komst Tott- enham í ellefta sæti úrvalsdeildar- innar, en Bolton er enn í 16. sæti. Leikmenn Wimbledon báru höfuð og herðar yfir Barnsley. í þessum fyrsta heimasigri liðsins á tímabil- inu, gerði Carl Cort fjórða mark sitt í jafnmörgum leikjum, en liðið komst upp um fimm sæti í það þrettánda. Ekkert úrvalsdeildarlið lék í 2. umferð deildabikarkeppninnar í gærkvöldi. Middlesbrough hafði bet- ur gegn Barnet, samtals 3:0. ítalinn Fabrizio Ravanelli lék ekki með lið- inu frekar en fyrri daginn, en BBC- útvarpsstöðin tilkynnti að hann hefði rætt við formann félagsins í dag, en farið síðan til Italíu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.