Morgunblaðið - 01.10.1997, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
KNATTSPYRNA
MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1997 D 3
Ergilegt að
komast
ekki áfram
NORSKA liðið Lilleström, sem Rúnar
Kristinsson leikur með, féll úr Evrópu-
keppni félagsliða í gærkvöldi er það tap-
aði 2:1 fyrir hollenska liðinu Twente. Lil-
leström sigraði 1:0 í fyrri leiknum sem
fram fór í Hollandi og því nokkur von-
brigði að falla úr keppni.
„Það er óneitanlega dálítið ergilegt að
komast ekki í aðra umferð, því það mun-
aði svo litlu,“ sagði Rúnar Kristinsson í
samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi.
„Leikurinn var ekkert sérstakur. Þeir eru
með gott lið og við vissum í rauninni al-
veg að hverju við gengum. Við bökkuðum
og ætluðum að freista þess að halda
fengnum hlut - og þetta gekk ágætlega.
Þeir léku vel úti á velli en sköpuðu sér
engin færi, en það gerðum við en því
miður nýttust þau ekki. Hollendingar
komust yfir í síðari hálfleiknum þannig
að þá var allt orðið jafnt en svo fengum
við vítaspyrnu á 89. mínútu sem við skor-
uðum úr og útlitið bjart. Þeir fóru í sókn
og eftir þóf í teignum varði einn leik-
manna okkar boltann með hendi á markl-
ínu, fékk rautt spjald og þeir skoruðu úr
vítinu. Við höfðum varla tíma til að byija
á miðju áður en flautað var af,“ sagði
Rúnar.
Örebro steinlá
heima
ÖREBRO með þá Arnór Guðjohnsen, Hlyn
Stefánsson og Sigurð Jónsson innanborðs
féll úr leik í UEFA-keppninni í gær er
félagið tapaði fyrir rússneska liðinu Rotor
Volgograd 4:1 á heimavelli. Örebro tap-
aði fyrri leiknum 2:0. Arnór, Hlynur og
Sigurður léku með.
„Við ákváðum að tefla djarft, enda kom
ekkert annað til greina eftir að hafa tap-
að fyrri leiknum," sagði Arnór Guðjo-
hnsen í gærkvöldi. „Við vorum í látlausri
sókn fyrstu 25 mínúturnar, en tókst ekki
að skora. Á þessum tíma fengum við tíu
hornspyrnur en þeir enga. Þeir náðu
skyndiupphlaupi og skoruðu. Þar með var
allur botn úr okkar leik.“
Reuter
NORÐMAÐURINIM Stig Inge Björnebye reynir hér skot úr aukaspyrnu í leiknum í gær, en
varnarveggur Celtic er þéttur. Kappinn hafði því ekki erindi sem erflði því leiknum lauk með
markalausu jafntefli og Liverpool komst áfram.
Aftur féll Arsenal úr
leik ífyrstu umferð
Þýsku liðin fjögur komust öll áfram í aðra umferð
Arsenal, Celtic, Sampdoria og
Benfica eru meðal þeirra liða
sem féllu út úr Evrópukeppni fé-
lagsliða í gærkvöldi. Arsenal féll út
í fyrstu umferð annað árið í röð, að
þessu sinni gegn gríska liðinu PAOK
frá Saloniki. Arsenal tapaði fyrri
leiknum í Grikklandi 1:0 og í gær
gerðu liðin 1:1 jafntefli á Highbury,
Grikkir jöfnuðu tveimur mínútum
fyrir leikslok. Enska liðið hafði mikla
yfirburði í leiknum, átti m.a. 31 skot
að marki en markvörður Grikkja
varði allt sem á markið kom. „Við
lékum ekki nógu vel í Grikklandi og
við vorum ekki nógu heppnir í
kvöld,“ sagði Arsene Wenger stjóri
Arsenal eftir leikinn.
Liverpool tók á móti Celtic í gær
og tókst að halda markalausu jafn-
tefli og komast þar með áfram á
mörkum gerðum á útivelli, en liðin
gerðu þá 2:2 jafntefli í stórskemmti-
legum leik. Leikurinn í gær varð
hvorki góður né skemmtilegur; gest-
irnir urðu að skora til að eiga mögu-
leika og voru næst því á 21. mínútu
er Simon Donnelly vippaði yfir mark-
ið eftir mistök David James mar-
kvarðar. En vörn Liverpool hélt vel
með Phil Babb sem besta mann.
Karlheinz Riedle var nærri því að
skora með skalla á lokamínútunum
en bjargað var á marklínu Celtic.
Sampdoria tapaði 2:0 fyrir Atl-
etico Bilbao á Spáni. Fabrizio Ferron
markvörður var rekinn af velli á 39.
mínútu fyrir að fella sóknarmann
og var byijunin trúlega ekki eins og
Cesar Luis Menotti þjálfari óskaði
sér á fyrsta ári með félagið.
Fyrrverandi Evrópumeistarar
Benfica, sem ráku þjálfarann í síð-
ustu viku, gerði markalaust jafntefli
á heimavelli gegn Bastia og féllu
þar með úr keppni.
Öll þýsku liðin fjögur komust
áfram, Schalke, Karlsruhe, Bochum
og 1860 Munchen.
Atletico Madrid vann Leicester
2:0 í leik þar sem einn úr hvoru liði
var sendur af leikvelli. Juninho gerði
fyrra mark gestanna, en þetta var
fyrsti Evrópuleikur Leicester í Eng-
landi síðan árið 1962, en þá töpuðu
þeir einnig fyrir Atletico.
Anderlecht komst áfram með góð-
um 4:2 sigri á Salzburg, en gestirn-
ir komust í 2:0 og útlitið var því
dökkt um tíma fyrir belgíska liðið.
Þrátt fyrir hræðilega byrjun hjá
Lazio gegn Guimares frá Portúgal
tókst liðinu að sigra. Gestirnir skor-
uðu mark eftir aðeins 12 sekúndur
og vítaspyrna misfórst hjá Guiseppe
Signori. Lazio vann 2:1 og 4:0 í fyrri
leiknum þannig að áframhaldandi
vera liðsins í keppninni var í ráun
ekki í hættu.
ÍÞRÚmR
FOLK
■ DAGUR Sigurðsson, hand-
knattleikskappi hjá Wuppertal í
Þýskalandi, var rekinn af leikvelli
er um tíu mínútur voru eftir af
leiknum við Nettelsted í gær-
kvöldi. Dagur sagðist í samtali við
Morgunblaðið ekki sáttur við
rauða spjaldið.
■ HORNAMAÐUR þeirra kom
keyrandi á mig í hraðaupphlaupi
og náði að slengja hendinni í andlit-
ið á mér. Þetta leit örugglega frek-
ar illa út, eins og ég hefði togað
harkalega í hann, og ég var rekinn
í sturtu. Höggið var það mikið þeg-
ar hann slengdi hendinni í andlitið
á mér að það brotnaði aðeins upp
úr tönn hjá mér,“ sagði Dagur.
■ STÖÐU Dags sem leikstjórn-
andi tók Dmitri Filippov sem áður
lék með Stjörnunni og átti hann
fínan leik. Gestirnir reyndu að leika
maður á mann undir lokin en náðu
ekki boltanum af heimamönnum.
■ IZUDIN Daði Dervic leikmað-
ur Leifturs var í gær úrskurðaður
í eins leiks bann af aganefnd KSÍ
vegna sex áminninga.
■ ÞORVALDUR Makan Sig-'
björnsson markahæsti leikmaður
Leifturs á nýliðnu keppnistímabili
var valinn leikmaður Leifturs af
stuðningsmönnum félagsins í hófi
um síðustu helgi.
■ COLIN Jackson heimsmethafi
í 110 m grindahlaupi var á dögun-
um valinn fijálsíþróttamaður ársins
af breska fijálsíþróttasambandinu.
Jackson sem er þrítugur að aldri
varð í öðru sæti í greininni á heims-
meistaramótinu í Aþenu í ágúst.
■ ENZO Francescoli Urugay-”*
maðurinn í liði River Plate hefur
verið valinn knattspyrnumnaður
ársins í Argentínu í þriðja sinn,
en það eru blaðamenn sem standa
fyrir valinu. Francescoli sem er
35 ára hlaut einnig þessa nafnbót
árið 1984 og 1985.
■ PETER Neururer þjálfara
Köln var vikið úr starfi í gær í fram-
haldi af slökum árangri liðsins í
fyrstu leikjum þýsku deildarinnar.
Kornið sem fýllti mælinn að mati
forráðamanna félagsins var 1:0 tap
Köln fyrir Eyjólfi Sverrissyni og
félögum í Hertha Berlin. Köln er
nú 17. og næst neðsta sæti deildar-
innar.
■ BEBETO hefur á ný gengið til'
liðs við spænska félagið Deportivo
Coruna og gert við það tveggja ára
samning. Bebeto sem er 33 ára
gamall lék í fjögur keppnistímabil
með spænska félaginu áður en hann
gekk til liðs við Flamengo í Brasil-
íu fyrir ári en lék með félaginu í
stuttan tíma og flutti sig þá til
Victoria í heimalandi sínu.
Amar skoraði
fyrsta sinni
Arnar Gunnlaugsson skoraði sitt
fyrsta mark fyrir Bolton í
gærkvöldi þegar félagið gerði 4:4
jafntefli við Leyton Orient í síðari
leik félaganna í 2. umferð ensku
deildabikarkeppninnar. Bolton náði
4:3 forystu með marki Arnars á
66. mínútu. Fyrri leikurinn endaði
með 3:1 sigri Bolton sem kemst því
áfram í þriðju umferð.
Hermann Hreiðarsson og félagar
í Crystal Palace féllu úr leik þrátt
fyrir að hafa lagt Hull 2:1 í fram-
lengdum leik. Hull komst áfram á
marki skoruðu á útivelli því fyrri
leikurinn endaði með 1:0 sigri Hull.
Æfingar hefjast 5. október
1997 innanhúss hjá
Knattspyrnudeild FRAM
4. flokkur f. 1984,1985:
fimmtudagar 16.00-17.00
sunnudagar 18.00-18.50
5. flokkur, eldra ár f. 1986:
fimmtudagar 17.00-18.00
sunnudagar 17.10-18.00
5. flokkur, yngra ár f. 1987:
fimmtudagar 17.00-18.00
sunnudagar 16.20-17.10
6. flokkur, eldra ár f. 1988:
fimmtudagar 18.00-19.00
sunnudagar 13.50-14.40
6. flokkur, yngra ár f. 1989:
fimmtudagar 18.00-19.00
sunnudagar 13.00-13.50
7. flokkur f. 1990:
sunnudagar 15.30-16.20
7. flokkur f. 1991 og yngri:
sunnudagar 14.40-15.30
íþróttahús FRAM
Alftamýraskóli
íþróttahús FRAM
Alftamýrarskóli
íþróttahús FRAM
Alftamýrarskóli
íþróttahús FRAM
Alftamýrarskóli
íþróttahús FRAM
Alftamýrarskóli
Álftamýrarskóli
Álftamýrarskóli