Morgunblaðið - 05.11.1997, Qupperneq 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ÚRSLIT
Knattspyrna
UEFA-keppnin
Önnur umferð, seinni leikir.
Tbilisi, Georgíu :
Dynamo Tbilisi - Braga (Port.).......0:1
- Toni 49. 15.000.
■ Braga vann 5:0 samanlagt.
Enschede, _Hollandi:
Twente - Árósar (Danmörku)..........0:0
12.500.
■ Samanlögð markatala 1:1; Twente áfram
á útimarki.
Karlsruhe, Þýskalandi:
Karlsruhe - Metz (Frakldandi).......1:1
Thomas Hassler 37. - Danny Boffin 10.
15.000.
■ Karlsruhe vann 3:1 samanlagt.
Zagreb, Króatíu:
Zagreb - MTK (Ungverjai.)...........2:0
Robert Prosinecki 12., 56. 25.000.
■ Zagreb vann 2:1 samanlagt.
Birmingham, Englandi:
Aston Viila - Athletic Bilbao (Spáni) ....2:1
Ian Taylor 27., Dwight Yorke 50. - Javi
Gonzalez 70. 35.915.
■ Aston Villa vann 2:1 samanlagt.
Bastia, Frakklandi:
Bastia - Steaua Búkarest (Rúmeníu)....3:2
Prince 52., 68., Frederic Mendy 80. - Catal-
in Munteanu 14., 40. 10.000.
■ Samanlögð markatala 3:3. Steaua áfram
á fleiri mörkum á útivelli.
Miinchen, Þýskalandi:
1860 Miinchen - Rapid Vín (Austurr.) ..2:1
Daniel Borimirov 6., Bemhard Winkler 23.
vsp. - Thomas Zingler 70. 28.000.
■ Rapid Vin vann 4:2 samanlagt.
Lyon, Frakklandi:
Olympique Lyon - Inter Milan (Ítalíu)..l:3
Jacek Bak 68. - Francesco Moriero 10.,
71., Benoit Cauet 48. 35.000.
■ Inter vann 4:3 samanlagt.
Udinese, Ítaiíu:
Udinese - Ajax (Hollandi)............2:1
Paolo Poggi 25., Oliver Bierhoff 32. -
Averladze 80. 42.000.
■ Samanlögð markatala 2:2. Ajax áfram á
fleiri mörkum á útivelli.
Liverpooi, Englandi:
Liverpool - Strasbourg (Frakklandi) ...2:0
Robbie Fowler 63. vsp., Karlheinz Riedle
84. 32.426.
■ Strasbourg vann 3:2 samanlagt.
Iraklion, Grikklandi:
OFI - Auxerre (Frakklandi)...........3:2
Nikos Papadopoulos 57., 74., Yannis Anast-
asiou 94. - Stephan Guinars 37., Michel
Degnion 60. 9.000.
■ Auxerre vann 5:4 samanlagt.
Salonika, Grikklandi:
PAOK - Atletico Madrid..............4:4
Costas Frangeskos 17., Persi Oliveira 55.,
Theodore Zagorakis 76. vsp., Paris Zouboul-
is 81. - Jordi Lardin 2., Rade Bogdanovic
28., Santi Denia 51., Kiko 91. 25.000.
■ Atletico vann 9:6 samanlagt.
Lazio, Ítalíu:
Lazio - Rotor (Rússlandi)...........3:0
Pierluigi Casiraghi 5., Roberto Mancini
35., Giuseppe Signori 89.
Valladolid, Spáni:
Valladolid - Spartak (Rússlandi).....1:2
Juan Carlos Gomez 87. - Alexander Shirko
64., 90. 18.000.
■ Spartak vann 4:1 samanlagt.
• Sigurvegarar eru komnir í 16-liða úrslit.
Spánn
Merida - Valencia..............1:0
Marcos (51., vítasp.). 8.500.
Körfuknattleikur
Miami - Charlotte...........99:112
Chicago - San Antonio........87:83
• Eftir framlengingu.
Utah - Washington............86:90
Íshokkí
NHL-deildin
Carolina Vancouver.............5:3
Montreal Dallas................6:4
NY Rangers Edmonton............2:2
• Eftir framlengingu.
St.Louis - Philadelphia........1:5
Golf
Samvinnuferða-Landsýnarmót
Haldið á Okford vellinum í Flórída:
Karlar:
Páll Einarsson, GV....................74
Hjörtur Hermannsson, GV...............76
Gunnlaugur Axelsson, GV...............77
Konur:
Ema Sörensen, NK......................71
Fríða Dóra Jóhannsdóttir, GV..........73
Nýliðaflokkur kvenna:
Steinunn Einarsdóttir, GV.............81
Kristín Frímannsdóttir, GV............92
Guðný E. Gisladóttir, GSE.............99
Oldungaflokkur:
Kristján G. Jóhannsson, GR............79
Gísli V. Einarsson, GSE.............. 82
Punktakeppni haldið á Riverclup vellinum:
Konur:
Friða D. Jóhannsdóttir, GV............33
Karlar:
Gunnlaugur Axelsson, GV...............37
Siguijón R. Gíslasson, GK.............36
Atli Aðalsteinsson, GV................34
Kjartan L. Pálsson, NK................34
í kvöld
Handknattleikur
1. deild karla:
Digranes: HK - Haukar...........20
Framhús: Fram - Víkingur........20
KA-hús: KA - ÍR.................20
Smárinn: Breiðablik - UMFA......20
Ásgarður: Stjarnan - ÍBV.....20.30
Kaplakriki: FH - Valur.......20.30
ÍÞRÓTTIR
HANDKNATTLEIKUR
Björgvin á fljót-
andi fæði í mánuð
Morgunblaðið/Golli
BJÖRGVIN er mikið bólginn eins og sjð mð og þarf að vera
ð fljótandi fæði næsta mðnuðinn.
BJÖRGVIN Björgvinsson,
landsliðsmaður í handknatt-
leik, tvíkjálkabrotnaði í leik ís-
lands og Litháen í Kaplakrika
á sunnudagskvöldið. Björgvin
fór á sjúkrahús strax eftir leik
og þegar Morgunblaðið heim-
sótti hann þangað í gær var
allt útlit fyrir að hann fengi að
fara heim í gærkvöldi. „Ég er
ekki enn búinn að sjá atvikið,
en mér er sagt að þetta Ifti
út fyrir að vera viljandi hjá Lit-
háanum," sagði Björgvin á
milli samanbitinna tannanna,
en vegna kjálkabrotsins eru
kjálkar hans bundnir saman
með vírum.
Eg sá ekki hvernig þetta gerðist
því maðurinn kom á blindu
hliðina á mér. Ég hélt fyrst að það
hefði losnað jaxl en svo fann ég
að bitið var rammskakkt og þegar
menn fóru að koma við kjálkann
fann ég að ég var brotinn," sagði
Björgvin, sem fór ekki á sjúkrahús
fyrr en leiknum lauk. „Ég vildi
klára að fylgjast með strákunum
þó svo að ég ætti ekki von á að
fá að fara meira inná.“
Neðri kjálki Björgvins ertvíbrot-
inn, bæði hægra megin, þar sem
bólgan er mest, og einnig vinstra
megin. „Það er ekki algengt að
menn kjálkabrotni í handbolta,
fremur að það brotni nef eða kinn-
bein. Ég hef aldrei meiðst áður,
hvorki brotnað né slitið mig og það
má því búast við að það sé erfiður
mánuður framundan. Læknarnir
tala um að ég verði með víravirkið
í fjórar vikur og ef til vill verði
hægt að slaka eitthvað á því eftir
þrjár vikur en þangað til verður
þetta alveg rígbundið.
Ég verð á fljótandi fæði í mánuð
þannig að ég verð að passa mig
að léttast ekki of mikið og reyna
að hreyfa mig til að koma í veg
fyrir vöðvarýrnun. Ég má fara að
æfa rólega, lyfta og skokka auk
þess að skjóta á mark. Það er best
fyrir mig að drekka úr glasi, ég
reyndi í morgun að borða súpu
með skeið en það sullaðist bara
yfir mig allan.“
Björgvin lék tvo leiki með KA á
móti Kaunas frá Litháen í Evrópu-
keppninni ekki alls fyrir löngu og
síðan tvo landsleiki við Litháa, og
var fyrri leikurinn í Kaunas þar
sem KA hafði leikið nokkru áður.
„Það hefur gengið talsvert á í þess-
um leikjum. Það sauð uppúr eftir
leik KA og Kaunas og kom til rysk-
inga en maður hafði ekki áhyggjur
af því þar sem maður var sannfæð-
ur um að þangað ætti maður aldr-
ei eftir að koma aftur. Landsleikur-
inn í Kaunas var líka sögulegur
og ég kom allur klipinn og klórað-
ur úr honum, sem er ekki algengt
að gerist.“
Björgvin starfar sem leiðbein-
andi við Síðuskóla á Akureyri og
hafði verið í vikufríi vegna lands-
liðsins þegar þetta kom fyrir.
„Þetta kemur auðvitað á slæmum
tíma vegna skólans en skólayfir-
völd hafa verið mjög almennileg
og vonandi verður það áfram. Ég
hef umsjón með 9. bekk og kenni
honum samfélagsfræði og dönsku,
og 7. bekk kenni ég stærðfræði
og 10. bekk þýsku. Ég mæti í vinn-
una um leið og ég get þegar mesta
bólgan er farin úr andlitinu.“
Það var nóg að gera hjá Björg-
vini þegar Morgunblaðið heimsótti
hann. Hann þurfti að skjótast í
símann, taka á móti blómum og
fleiri gesti bar að garði. Hann virt-
ist halda léttleikanum og góða
skapinu og kímnin var á sínum
stað. „Það er verst að nú missir
maður af flugeldasýningu og tíu
þúsund áhorfendum í Zagreb með
KA og nokkrum deildarleikjum að
auki, en maður verður að líta á
björtu hliðarnar. Ég hefði getað
slitið krossband eða eitthvað annað
sem hefði getað verið að plaga
mig alla tíð,“ sagði hornamaðurinn
Björgvin Björgvinsson.
Udinese vill
annan leik
við Juve
UDINESE hefur farið fram á
það við ítalska knattspyrnu-
sambandið að leikur liðsins á
móti Juventus, sem fram fór
um síðustu helgi, verði spilað-
iu* aftur. Ástæðan er „mann-
leg mistök“ þegar dómari
leiksins tók löglegt mark af
Udinese. Juve vann umrædd-
an leik, 4:1, en í stöðunni 1:1
skoraði þýski landsliðsmaður-
inn Oliver Bierhoff mark fyr-
ir Udinese þar sem boltinn fór
inn fyrir marklínuna. Mynd-
band þykir sanna að boltinn
hafi farið inn fyrir línuna og
því hefði átt að dæma mark.
„Reglurnar eru skýrar - ef
dómara verður á mistök þarf
að endurtaka leikinn," sagði
Giampaolo Pozzo, sljórnar-
maður Udinese. „í öðrum
löndum, eins og Þýskalandi,
er hægt að styðjast við mynd-
bandsupptökur í tilfelli sem
þessu þar sem Jjóst er að um
mistök dómarans hafi verið
að ræða.“
Reglur á Ítalíu segja hins
vegar að aðeins er hægt að
styðjast við myndband ef um
óréttmæta brottvísun eða
áminningu sé að ræða.
KARATE
Fyrsti meistaratitill Selfyssinga
MEISTARAMÓT íslands í karate
fór fram í íþróttahúsinu við
Austurberg í Breiðholti um sl. helgi
og var þetta fyrri hluti mótsins -
keppt var í kumite. Keppendur
reyndu með sér í fimm flokkum
karla og einum flokki kvenna, auk
sveitakeppni karla. Selfyssingur-
inn Ingólfur Snorrason hafði yfir-
burði í ;80 kg flokki og vann sinn
fyrsta íslandsmeistaratitill í kar-
ate.
Halldór Svavarsson landsliðs-
þjálfari sigraði örugglega í -65 kg
flokki og er þetta í tíunda sinn sem
hann verður íslandsmeistari ein-
staklinga í karate. Halldór sigraði
Bjarka Birgisson félaga sinn úr
KFR örugglega 5-1 í úrslitaviður-
eign. Daníel Axelsson, Þórshamri,
hafði síðan betur í einvígi við
Gunnlaug Sigurðson, Haukum, í
keppni um þriðja sætið. í -73 kg
flokki varð Jón Ingi Þorvaldsson,
Þórshamri, sigurvegari með mikl-
um yfirburðum. Hann var Sigur-
geir Kortsson 6-0 í úrslitum. Birg-
ir Tómasson, úr Fylki og Björgvin
Hilmarsson, KFR, áttust við í jafnri
viðureign um 3. sætið og hafði
Birgir betur 1-0.
Bjarni Kærnested, Þórshamri,
stóð uppi sem sigurvegari í -80
kg flokki eftir að hafa unnið Konr-
áð Stefánsson, KFR, í fjörlegri
viðureign um gullið, 6-2. I þriðja
sæti varð Benedikt Valdimarsson,
KFR, eftir sigur á féiaga sínum
Björgvini Þorsteinssyni.
Ingólfur Snorrason, Selfossi,
hafði yfirburði í -80 kg flokki og
fór létt með Árna Þór Jónsson í
úrslitum, 6-0. Þetta var fyrsti ís-
landsmeistaratitill Ingólfs og jafn-
framt félags hans í karate. Ingólf-
ur átti ekki vandræðum með að
vinna alla andstæðinga sína í
keppni í opnum flokki karla. Skor-
aði hann yfirleitt fullt hús stiga í
viðureignum sínum við þá. Jón
Ingi var eini keppandinn sem náði
að vinna stig gegn Ingólfi, en þeir
áttust við í keppni um 1. sætið og
lyktaði viðureigninni 5-1. Bjarni
hiaut 3. sætið eftir viðureign við
Árna Þór.
Ingólfur var að vonum ánægður
með sinn fyrsta íslandsmeistaratjt-
il. „Þetta er bara sá fyrsti. Ég
ætla mér stóra hluti í karate á
næstu árum,“ sagði hann.
Edda Blöndal, Þórshamri, vann
eitt árið enn í opnum flokki kvenna
og þurfti ekki að hafa mikið fyrir
sigrinum. Hún vann Sólveigu Éin-
arsdóttur 3-1 í úrslitum. Bronsið
kom í hlut Védísar Siguijónsdóttur
úr Fjölni.
Sveitakeppnin var bráð-
skemmtileg, en í henni hefur Þórs-
hamar unnið gullverðlaun þrjú síð-
ustu ár, eftir að sveit KFR hafði
hampað sigri frá upphafi. KFR
mætti með sína sterkustu sveit en
skarð var fyrir skildi hjá Þórs-
hamri þar sem Ólafur Nielsen,
þeirra sterkasti maður, var fjarri
góðu gamni.
Sveit KFR vann tvær fyrstu viður-
eignirnar og Þórshamar vann tvær
þær næstu og var því jafnt á met-
um. Bjarki Birgisson tryggði síðan
KFR sigur með því að hafa betur,
6-1 í viðureign við Sigurgeir Korts-
son. Þar með hampaði sveit KFR
sigri í sveitakeppninni eftir að
sveitabikarinn hafði verið í húsa-
kynnum Þórshamars sl. þrjú ár.
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1997 B 3
KORFUKNATTLEIKUR
AMERÍSKI FOTBOLTINN
Chambers
O’Neal biðst afsökunar
SHAQUILLE O’Neal, miðheiji LA Lakers, baðst í gær afsökunar á
framferði sínu um helgina þegar hann sló harkalega til Greg Ost-
ertag, miðheija Utah Jazz þannig að sá síðarnefdni féll í gólfið. Þetta
gerðist í upphitun fyrir leik liðanna en O’Neal lék ekki með þótt hann
hitaði upp. O’Neal var dæmdur til að greiða ríflega 700 þúsund krónur
í sekt og fékk að auki eins leiks bann.
„Ég gerði mistök og bið alla hlutaðeigandi afsökunar, samhetja
mína, áhorfendur og Greg og vona að hann fyrirgefi mér og við getum
gleymt þessu atviki,“ sagði O’Neal í gær.
Jordan
líklega
í bann
JO Jo Chambers, bandaríski
leikmaður Þórs á Akureyri, á
yfír höfði sér tveggja leikja
bann. Hann sló með útréttri
hendi til Keflvíkings í lok
leiks liðanna í bikarkeppninni
á sunnudaginn og fékk brott-
rekstrarvillu hjá dómurum
leiksins. Þeim ber að senda
inn kæru um atburði sem
þennan og hafa gert það og
verður málið tekið fyrir hjá
aganefnd KKÍ á þriðjudaginn
í næstu viku.
bjargvætt-
ur Bulls
MICHAEL Jordan, aðalstjarna meistara Chicago Bulls í NBA-
deildinni í Bandaríkjunum, var enn og aftur bjargvættur liðsins
er það sigraði San Antonio Spurs í fyrrinótt. Jordan gerði 29
stig, jafnaði með síðustu körfunni ívenjulegum leiktíma, aftur
eftir fyrri framlengingu og tryggði sigurinn í lok síðari framleng-
ingar, en Bulls vann 87:83. Eins og tölurnar bera með sér var
ekki mikið skorað og sem dæmi um nýtinguna má nefna að Jord-
an hitti úr 12 af 39 skotum og alls hitti liðið úr 33 skotum af
108, eða 31 %. Jordan setti fyrsta þriggja stiga skot sitt í vetur
um leið og leiktíminn rann út og tryggði Bulls framlengingu.
Bow fær
ekki að
vera með
VONIR forráðamanna KKÍ
og íslenska landsliðsins í
körfuknattleik ura að Jónatan
Bow fengi að leika með
landsliðinu í Evrópukeppn-
inni eru nú orðnar að engu.
Reglur FIBA, alþjóða körfu-
knattleikssambandsins, eru
strangar og þurfa menn að
hafa verið ríkisborgarar í við-
komandi landi í ákveðinn
fjölda ára áður en þeir fá að
leika með landsliði. FIBA
hefur svarað beiðni KKI um
leikheimild fyrir Bow neit-
andi.
Við vorum heppnir að vinna.
Enginn okkar hitti vel í dag
og leikmenn Spurs lokuðu alveg á
okkur inni í teignum,“ sagði Jordan
eftir leikinn.
Dennis Rodman tók 22 fráköst
áður en hann fékk sína sjöttu villu
og Jordan náði 13 fráköstum. Phil
Jackson, þjálfari Chicago, sá þó
eitthvað gott við leikinn. „Ef þið
kunnið að meta varnarleik þá var
leikurinn góður. Það er sjaldgæft
að lið, sem tekur yfir 100 skot í
leik og skorar aðeins úr þriðjungi
þeirra, nái að sigra. Ég þakka
vörninni og Dennis fyrir fráköstin;
það gerði gæfumuninn," sagði
Jackson.
Hjá Spurs var David Robinson
með 21 stig og 12 fráköst og nýlið-
inn Tim Duncan gerði 19 stig og
tók 22 fráköst. „Þetta var barátta
í vörninni allan tímann og það er
afrek að halda liði í 30% skotnýt-
ingu, sérstaklega þegar um er að
ræða Chicago," sagði Gregg
Popovich þjálfari Spurs. „En égtek
ofan fyrir Bulls-liðinu. Það fann
leið til að sigra þrátt fyrir allt og
þess vegna er það besta liðið,“
bætti hann við.
Glen Rice hrökk loks í gang í
fyrrinótt er hann gerði 28 stig fyr-
ir Hornets er liðið vann Heat
112:99 í Miami. Rice, sem var
keyptur til Charlotte frá Miami
fyrir tveimur árum, hafði aðeins
gert 21 stig í fyrstu tveimur leikj-
um liðsins í vetur og nýtingin var
aðeins 27%. í fyrra gerði hann
26,8 stig að meðaltali og var valinn
mikilvægasti maður stjörnuleiks-
ins. „Það er alltaf eins og að koma
heim þegar ég kem til Miami,“
sagði Rice eftir leikinn. „Hér hóf
ég ferilinn og mig langaði að sýna
fólkinu hér, sem heldur ennþá með
mér, hvað ég get,“ bætti hann við.
Chris Webber fór fyrir leik-
mönnum Washington Wizards er
liðið vann Utah Jazz 90:86; gerði
26 stig og tók 13 fráköst. Þetta
var fyrsti sigur Washington í Salt
Lake City í áratug. Juwan Howard
gerði 19 stig og tók 10 fráköst en
hjá Jazz var Karl Malone stiga-
hæstur með 21 stig og tók auk
þess 16 fráköst. Jazz tapaði aðeins
fjórum leikjum á heimavelli í fyrra,
þar með taldir leikirnir í úrslita-
keppninni.
Dregið
í Aþenu ’
DREGIÐ var í riðla fyrir HM
í körfuknattleik sem fram fer
í Aþenu í Grikklandi næsta
sumar. Sextán þjóðir hafa
tryggt sér rétt til keppni þar
og í A-riðli leika Grikkir,
Kanada, Italía og Senegal.
Júgóslavía, Puerto Rikó,
Rússland og Japan eru í B-
riðli, Bandaríkin, Brasilía,
Litháen og Kórea í C-riðli og
í D-riðli leika Ástralía, Arg-
entina, Spánn og Nígería.
MICHAEL Jordan treður án þess að nýliðinn Tlm Duncan hjá Spurs fái
rönd vlð reist.
Kúrekar úr leik?
j^tórleikur helgarinnar í NFL-deild
ameríska fótboltans var í San
Francisco þegar heimaliðið fékk Dallas
Cowboys í heimsókn.
Gunnar Þessi lið hafa keppt til
Valgeirsson sigurs í Landsdeildinni á
skrifar frá undanförnum árum og
Bandaríkjunum leikir þeirra eru ávailt
þýðingarmiklir.
San Francisco 49ers hafði unnið sjö
leiki í röð og er nánast öruggt í úrslita-
keppnina, þar sem önnur lið í þeirra riðli
yirðast ólíkleg til að ógna forystu þess
í riðlinum. Á sama tíma hafði kúrekun-
um frá Dallas gengið mjög illa og liðið
þurfti nánast að vinna þá leiki sem eftir
eru ef það ætlaði að komast í úrslita-
keppnina. Þrír riðlar eru í hvorri deild
°g fara sigurvegarar hvers þeirra, auk
tveggja annarra liða, í úrslit í livorri
deild.
Dallas mætti óvenjuhresst til leiks og
náði 7-0 forystu í hálfleik. Vörn liðsins
hélt sókn San Francisco í skefjum í fyrri
hálfleik, en um miðjan þann seinni komst
sókn heimaliðsins loks i gang og 49ers
náði 14-10 forystu eftir tvö snertimörk.
Liðið bætti síðan vallarmarki við og for-
ystan var sjö stig, 17-10, þegar rúmar
tvær mínútur voru eftir. Dallas gat jafn-
að með snertimarki og rétt fyrir leikslok
virtist sem svo myndi verða þegar besti
kantmaður liðsins, Michael Irvin, var
hindraður rétt við mark 49ers eftir langt
kast leikstjórnandans, Troy Aikman.
Einn dómaranna kastaði flaggi sínu til
merkis um að hindrun hefði átt sér stað,
en eftir ráðstefnu við samdómara ákvað
hann að láta brotið, sem sást vel í sjón-
varpi, eiga sig. Dallas tapaði boltanum
strax þar á eftir og sigur heimaliðsins
var í höfn. „Dómarinn sem var rétt hjá
okkur sagði fyrst að hann hefði séð brot-
ið, en annar dómari sem kom að sagði
að við hefðum flækt fótunum saman.
Þá skipti hinn um skoðun; þorði ekki
að standa við dóminn. Þetta var ótrúlegt
óréttlæti,“ sagði Irvin eftir leikinn.
Kraftaverk virðist þurfa til að lið
Dallas fari að ganga betur, og ekkert
bendir til að það gerist.
Víkingarnir frá Minnesota vinna nú
hvern leikinn á fætur öðrum. Á sunnu-
dag vann liðið New England, 23-18.
Minnesota er nú jafnt meisturunum frá
Green Bay í sínum riðli, en meistararnir
unnu Detroit Lions, 20-10, á heima-
velli á sunnudagskvöld.
í ameríkudeildinni heldur Denver
Broncos áfram að vinna. Stóðhestarnir
unnu Seattle Seahawks í hörkuleik á
Mile High Stadium, 30-27. Denver er
með besta árangurinn í deildinni, átta
sigra og eitt tap.
New York Jets er eitt í fyrsta sæti
austurriðils í fyrsta sinn síðan 1986.
Liðið hefur komið nokkuð á óvart, sér-
staklega þegar haft er í huga að það
vann aðeins einn leik á síðasta keppnis-
tímabili. Þoturnar unnu Baltimore Rav-
ens í enn einum hörkuleiknum, 19-16 í
framlengingu.
Guðmundur ann
ar í Danmörku
Guðmundur Stephensen, ís-
landsmeistari í borðtennis úr
Víkingi, varð í 2. sæti á sterku
stigamóti sem fram fór í Dan-
mörku um helgina. Guðmundur lék
við ungan Dana, Michael Mais, í
úrslitum og var leikur þeirra æsi-
spennandi og jafn og þurfti odda-
lotu til að knýja fram úrslit. Guð-
mundur vann fyrstu lotuna, 21:16,
tapaði annarri 21:18 og oddalot-
unni 21:18.
Þess má geta að Guðmundur og
Mais léku saman til úrslita í tvíliða-
leik á Evrópumeistaramóti ungl-
inga sumarið 1996 og höfnuðu í
öðru sæti.
GUÐMUNDUR Stephensen
Gunnlaugur kominn heim
GUNNLAUGUR Jónsson, knattspyrnumaður af Akranesi, er
kominn heim frá Skotlandi þar sem hann reyndi fyrir sér hjá
Motherwell í úrvalsdeildinni. „Það má segja að ég sé kominn á
byrjunarreit aftur. Min mál eru nú í biðstöðu, en ég gef ekkert
uppá bátinn,“ sagði Gunnlaugur í samtali við Morgunblaðið í
gær. Gunnlaugur gerði mánaðarsamning við Motherwell og stóð
til að framlengja hann. Ákveðið var að Gunnlaugur færi heim
á sunnudaginn og til Skotlands aftur í dag. „Ég var hræðilegur
í leiknum á laugardaginn þannig að þeir ákváðu að finna sér
einhvern reyndari í þessa stöðu. Svona er þetta nú bara. Mér
gekk vel i upphafi en síðan illa þannig að nú er ég að leita
fyrir mér annars staðar,“ sagði Gunnlaugur.
BORÐTENNIS