Morgunblaðið - 03.12.1997, Side 2

Morgunblaðið - 03.12.1997, Side 2
2 D MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Penna- vinir Halló! Ég er 10 ára strákur sem bý í Árósum í Danmörku. Ég óska eftir pennavini, strák eða stelpu. Ég hef áhuga á körfubolta, frjáls- um íþróttum og píanóleik. Már Viðarsson Skejbytoften 99 8200 Arhus IV Danmark Kæru Myndasögur Moggans. Mig langar að eignast pennavini á aldrinum 11-13 ára. Ég hef margvísleg áhugamál, til dæmis íþrótt- ir, útiveru, góða tónlist, hestamennsku, öll dýr, skemmtilega pennavini, skemmtilega krakka og margt fleira. Ég vil helst eignast pennavini úti á landi, ekki í Reykjavík og nágrenni. Ég er 12 ára og bý í Garðabæ. Ég svara öll- um bréfum. Skrifið mér endilega. P.S. Myndasögur Moggans. Þið mættuð birta meira um einhverjar hljómsveitir í blaðinu - ef þið getið. Hildur E. Grétarsdóttir Ásbúð 53 210 Garðabær KLÆNGUR sniðugi og Harald- ur íkorni lenda í margri mann- rauninni á ferðum sínum. Ljósmyndir/Inga Lfsa Middleton JÓL í Hólasveit. Á myndinni eru frá vinstri Klængur sniðugi, Hallmundur smiður, selurinn með leppinn svarta og unnusta Klængs, Lovísa með lærin þykku. HARALDUR íkorni, Klængur sniðugi og selurinn með lepp- inn svarta einbeittir á svip. HVER ER KLÆNGUR SNIÐUGI? JÓLADAGATAL Sjónvarps- ins. Vita ekki Iangflestir við hvað er átt? - Ojú, það held ég nú! Jóladagatalið er fram- haldssaga, sem birtist dag- lega í desember í Ríkissjón- varpinu fram að jólum. í Jóladagatalinu í ár fylgj- umst við með náunga að nafni Klængur, sem hefur viður- nefnið sniðugi. Sagan, sem er eftir þá félaga Davíð Þór Jónsson og Stein Ármann Magnússon, segir frá þessum Klængi sniðuga sem er kom- inn af löngum ættboga upp- finningamanna, sem hafa ekki fundið upp neitt nyt- samt. Sagan segir meðal ann- ars frá ferðum hans með skip- inu Grálúðunni eftir Fljótinu mikla þar sem hann hittir kynlega kvisti og glímir við ýmsar þrautir á Ieið sinni heim í Hólasveit. Eigandi skipsins er selur- inn með leppinn svarta en til viðbótar honum um borð eru Haraldur íkorni og grálúða sem hefur verið ráðin sem stýrimaður. Þeir félagar eflast við hveija þraut enda eru þeir alltaf í góðu skapi og taka jafnvel lagið þegar á bjátar. HALLMUNDUR smiður hefur mismikla trú á uppátækjum félaga sinna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.