Morgunblaðið - 06.01.1998, Blaðsíða 8
Kristinn Björnsson úr leik eftir að hafa náð besta brautartímanum í síðari umferð
Undirstrikar getu
mína þrátt fýrir allt
Kristinn Björnsson var meðal
keppenda í sviginu í Kranjska
Gora á sunnudag. Hann var með
j-ásnúmer 29 í fyrri umferð og náði
þá 26. besta tímanum og tryggði sér
þar með þátttökurétt í síðari um-
ferðinni. Hann keyrði síðari um-
ferðina vel að mestu _ náði besta
tímanum, en sleppti einu hliði og
var þar með dæmdur úr leik. Sam-
anlagður tími hans hefði dugað í 4.
sætið.
„Brautin var rosalega erfíð í fyrri
umferðinni og mér gekk illa. Fryst-
ingin hélt ekki og það var nánast
botnlaust í sumum beygjunum. En
ég var ákveðinn í að skila mér í
markið og barðist í gegnum þetta af
krafti. Eg bjóst satt að segja við að
tíminn nægði ekki til að vera innan
við 30 því mér fannst ég keyra það
illa,“ sagði Kristinn um fyrri um-
ferðina.
„Eg fann mig strax vel í síðari
umferðinni enda fékk ég mjög góða
braut. Það voru mér því mikil von-
brigði að krækja í miðri braut. Ég
vissi að ég hafði sleppt og hugsaði
um það alla leið í marldð. Þetta var
óheppni sem getur alltaf komið fyr-
ir. Þótt ég hafí sleppt þessu hliði var
ég ekki að græða neinn tíma. Að ná
besta tímanum í síðari umferð und-
irstrikar getu mína þrátt fyrir allt,“
sagði hann um síðari umferðina.
Hann sagðist ekki hafa gert sér
grein íyrir því þegar hann kom nið-
ur eftir síðari umferðina að tími
hans yrði sá besti. „Takmarkið hjá
mér eftir fyrri umferðina var að
vera meðal 20 fyrstu enda var ég
það langt á eftir næstu mönnum.
Það er grátlegt að þurfa að horfa á
þetta eftir á, að ein mistök gerðu
það að verkum að ég fékk ekki laun
erfíðis míns. En það kemur mót eft-
ir þetta mót,“ sagði Ólafsfirðingur-
inn.
Kristinn sagðist hafa verið undir
svolitlu álagi fyrir fyrri umferðina
vegna þess að illa hefur gengið hjá
honum frá því í Sestriere. „Ég hafði
keppt fimm sinnum áður hér í
Kranjska Gora án þess að klára
fyrri umferð og það sat í undirvit-
undinni. Það hafði einnig ekki geng-
ið nægilega vel hjá mér á æfingum
að undanfomu. Það var því viss létt-
ir að komast niður fyrri umferðina á
sunnudaginn. Nú er næsta heims-
bikarmót í Schladming í Austurríki
á fímmtudag og þá er bara að
standa sig. Ég held ég geti leyft
mér að keyra af öryggi í fyrri um-
ferðinni í Schladming til að tryggja
mig inn í síðari umferðina og taka
þá áhættu," sagði hann.
Kristinn var með rásnúmer 29 í
Kranjska Gora og sagðist reikna
með að færast aftur um eitt sæti og
yrði því númer 30 í Schladming á
fimmtudagskvöld. Hann tekur þátt í
Evrópubikarmóti í svigi í Kranjska
Gora í dag en heldur síðan yfir til
Austurríkis í kvöld.
Reuter
KRISTINN Björnsson sýndi góð tilþrif f Kranjska Gora á sunnudag, en það nægði ekki þvf hann
sleppti hliði og var dæmur úr leik. Hér er hann f fyrri umferð svigsins.
Fyrsti sigur Sykoras
Austurríkismaðurinn Thomas
Sykora sigraði í svigi heimsbik-
arsins í Kranjska Gora í Slóveníu á
sunnudag og var það jafnframt fyrsti
sigur hans í vetur. Alberto Tomba
neitaði að fara síðari umferðina eftir
að hafa verið með næstbesta tímann
eftir fyrri umferð vegna deilna við
mótshaldara. Kristinn Bjömsson var
með 26. besta tímann í fyrri umferð,
en sleppti hliði í síðari umferð og var
dæmdur úr leik.
Sykora, handhafi heimsbikarsins í
svigi, sigraði einnig í sviginu í
Kranjska Gora í fyrra. Hann var
með níunda besta tímann eftir fyrri
umferð og var 0,16 sek. samanlagt á
undan Frakkanum Pierrick Bour-
geat, sem varð annar. Þetta var í
fyrsta sinn sem Frakkinn kemst á
verðlaunapall í heimsbikarnum, en
hann var ræstur út næstur á undan
Kristni í fyrri umferð og var þá með
19. tímann. Austurríski ólympíu-
meistarinn Thomas Stangassinger,
sem sigraði í fyrsta svigmóti vetrar-
ins í Park City, varð þriðji.
Tomba var mjög óhress með það
fyrirkomulag að rásröð 30 fyrstu
eftir fyrri umferð yrði snúið við í
síðari umferð. Brautirnar grófust
mikið og vildi Tomba meina að eðli-
legra og réttara hefði verið að snúa
rásröð 15 fyrstu við. Hann ákvað því
að mæta ekki í síðari umferðina í
mótmælaskyni. „Ég hef enga þörf
fyrir að keppa við slíkar aðstæður.
Ég er þegar öruggur með að vera í
fyrsta ráshópi í svigi. Ég þarf ekki á
heimsbikarstigum að halda,“ sagði
Tomba. „Aðstæður voru þegar
orðnar slæmar eftir að undanfar-
arnir höfðu farið niður í fyrri um-
ferðinni.“
Toma hafði nokkuð til síns máls
því þeir sem höfðu bestu tímana eftir
fyrri umferð náðu ekki að ógna tím-
um þeirra sem á undan fóru því
brautin var orðin það slæm. Norð-
maðurinn Finn Christian Jagge, sem
hafði besta tímann eftir fyrri umferð,
náði aðeins 25. sæti af þeim 28 sem
kláruðu síðari umferðina.
Sykora sagði að aðstæður hefðu
ekki verið góðar þegar hann fór nið-
ur. ,Aðstæður voru þær sömu fyrir
fimmtán bestu skíðamennina eftir
fyrri umferðina. Ég held að þetta
fyrirkomulag að snúa rásröð 30
fyrstu við í síðari umferð geri keppn-
ina enn meira spennandi fyrir áhorf-
endur. Þetta var erfitt og ég þurfti
svo sannarlega að berjast fyrir
sigrinum. Ég þurfti á þessum sigri
að halda til að tryggja mig endan-
lega inn í ólympíulið okkar í svigi,“
sagði Sykora.
Mayers sterkur
Christian Mayer frá Austurríki
sigraði í stórsvigi á sama stað á laug-
ardag og vann þar með annað stór-
svigsmótið í röð. Landi hans, Her-
mann Maier, sem er efstur í stiga-
keppninni, varð annar og Svisslend-
ingurinn Michael Von Grúnigen
þriðji. „Það var mikið álag á mér
þegar ég fór niður í síðari umferðinni
því ég vissi að tími Maiers var góður.
Aðstæður voru ekki þær allra bestu
en ég var staðráðinn í að valda
stuðningsmönnum mínum ekki von-
brigðum," sagði sigurvegarinn, sem
býr í Finkenstein, sem er aðeins 25
km frá Kranjska Gora. „Það var eins
og ég væri á heimavelli."
Austurríkismenn hafa unnið tíu af
14 heimsbikarmótum í vetur og segir
það allt um styrkleika þeirra. Þeir
eiga tvö efstu sætin í stigakeppninni,
Hermann Maier eftur og Stefan
Eberrharter annar.
Alberto Tomba var fimmti á laug-
ardag og gagmýndi hann mótshald-
ara eins og í sviginu á sunnudag.
„Ég tók aðeins þátt í stórsviginu af
illri nauðsyn vegna þess að mig vant-
ar heimsbikarstig til að komast inn í
fyrsta ráshóp fyrir Ólympíuleikana í
Nagano," sagði Tomba, sem hefur
ekki unnið stórsvigsmót síðan á HM
í Sierra Nevada 1996.
Þrír íslend-
ingar keppa
í Kranjska
Gora
ÞRÍR íslenskir skíðamenn
verða nieð á Evrópubikar-
mdti í svigi sem fram fer í
Kraiyska Gora í Slóveníu í
dag. Það eru Arnór Gunn-
arsson frá ísafirði og Hauk-
ur Arnórsson úr Ármanni
auk Kristins Björnssonar.
Kristinn keppti sem
kunnugt er í heimsbikarn-
um á sama stað á sunnudag,
en Arnór og Haukur komu
til Slóveníu í gær en þeir
hafa æft undanfarna daga í
Scliladming í Austurríki
undir leiðsögn pólska
þjálfarans, Kaminskis.
Kristinn er í fyrsta ráshópi
í dag. Hann náði þriðja sæti
i fyrsta Evrópubikarmótinu
í svigi sem fram fór í
Obereggen í Austurríki um
miðjan desember.
■ MIKA Myllyla frá Finnlandi
sigraði í 30 km skíðagöngu heims-
bikarsins sem fram fór í Kavgolovo
í Rússlandi á laugardaginn. Þetta
var fyrsti sigur hans í vetur. j,Þessi
sigm- var mjög mikilvægur. Ég hef
verið veikur í upphafi tímabilsins
og þess vegna gefúr þessi árangur
mér aukið sjálfstraust fyrir Ólymp-
íuleikana í Nagano,“ sagði Myllyla.
■ NÝTT nafn var skráð í heims-
bikarnum á sunnudaginn er Julia
Tsjepalova frá Rússlandi sigraði í
10 km göngu kvenna. Þessi áður
óþekkta stúlka, sem er aðeins 21
árs, var 2,7 sekúndum á undan
Ólympíu- og heimsmeistaranum
Stefaniu Belmondo frá Ítalíu. Með
sigrinum aukast möguleikar
Tsjepalovu um að komast í ólymp-
íulið Rússa.
■ KAZUYOSHI Funaki frá Jap-
an sigraði í gær í þriðja stökkmót-
inu af fjórum í stökkmótaröðinni
árlegu, sem er liður í heimsbikarn-
um. Hann gæti orðið fyrsti
stökkvarinn til að sigra á öllum
fjórum pöllunum. I 45 ára sögu
keppninnar hafa 13 stökkvarar
sigrað í þremur mótum af fjórum,
en enginn náð að vinna þau öll.
■ JOSEF Strobl frá Austurríki,
sem sigraði í opnunarmóti heims-
bikarsins - samhliðasviginu, verð-
ur frá keppni í heimsbikarnum í
alpagreinum næstu tvær vikurnar
vegna meiðsla. Hann meiddist á
brunæfingu í Bormio á Ítalíu í síð-
ustu viku.
■ PERNILLA Wiberg, heimsbik-
ai’hafi frá Svíþjóð, segist vonast til
að verða komin í góða æfingu fyrir
Ólympíuleikana í Nagano sem
hefjast í næsta mánuði. Hún datt
illa á skíðaæfingu á Ítalíu fyrir jólin
og braut tvö rifbein. „Ég vonast til
að verða orðin góð fyrir Ólympíu-
leika en það verður bara að koma í
ljós,“ sagði Wiberg.
■ TODD Lodwick frá Bandaríkj-
unum sigraði öðru sinni í norrænni
tvíkeppni heimsbikarsins í
Schonach í Þýskalandi á laugar-
daginn og og minnti þar með
áþreifanlega á sig fyrir Ólympíu-
leikana. Hann er 21 árs og hefur
komið mjög á óvart í vetur.
ENGLAND: X21 1X1 X11 X12X
ITALIA: 1X2 X21 X X 2 1 1 XX