Morgunblaðið - 20.02.1998, Page 1

Morgunblaðið - 20.02.1998, Page 1
B L A Ð A L L R A LANDSMANNA c 1998 FOSTUDAGUR 20. FEBRUAR BLAÐ NAÉAJiC Reuters Maier náði aftur í gullverðlaun HERMANN Maier frá Austurríki undirstríkaði gríðarlegan styrk sinn í alpagreinum er hann sigraði örugglega í stórsvigi á Ólympíu- leikunum f Nagano í Japan í fyrr- inótt. Enginn komst með tærnar þar sem austurrríski múrarínn hafði hælana og náði hann bestum tfma f báðum ferðum. ítalski skfða- kappinn Alberto Tomba heltist úr lestinni eftir að hafa verið í braut- inni í fyrri ferð. Maier fékk tímann 2.38,51 mín. og landi hans Stefan Eberharter varð annar á 2.39,36. Svisslending- urinn Michael Von Griiningen varð þríðji á 2.39,69. „Eg er ekki hetja, en ég er ánægður með önnur gullverðlaun mín,“ sagði Maier, sem einnig sigraði í risasviginu - og er einmitt með báða gullpeningana sína á myndinni að ofan. Hann er fyrsti Austurríkismaðurinn til þess að vinna stórsvig á vetrar- ólympíuleikum sfðan Toni Sailer vann í Cortina d’Ampezzo árið 1956. „Ég er enn ósáttur við út- reiðina sem ég fékk í bruninu. Það skyggir aðeins á gleðina að hafa ekki náð verðlaunum í þeirri grein einnig," sagði Maier, en hann féll harkalega f bruninu og þótti með ólfkindum að hann skyldi standa óslasaður upp eftir þá byltu. ■ Krístinn hætti / C4 Gerg lagði allt undir og vann ilde Gerg frá Þýskalandi kom, sá og sigraði í svigi kvenna þegar hún náði bestum tíma í síðari ferðinni, á Olympíuleikunum í Nagano í gær, og skaut þar með ítölsku stúlkunni De- borah Compagnoni ref fyrir rass. Compagnoni haf! forystuna eftir fyrri ferðina en varð að sjá á eftir gullverð- laununum sem hún var farin að sjá hilla undir. Aðeins munaði 6/100 úr sekúndu á þýsku og ítölsku stúlkunni. Gerg, sem vann bronsverðlaun í alpatvíkeppninni, var 60/100 á eftir að lokinni fyrri ferð. Hún sýndi hins veg- ar styrk sinn í síðari ferðinni og vann önnur verðlaun sín á leikunum. Ástralir unnu sín fyrstu verðlaun í alpagrein vetrarólympíuleika er Zali Steggall tryggði sér þriðja sætið 21/100 á eftir Compagnoni. „Þetta var frábært og svo óvænt,“ sagði Gerg. „Mér leið vel fyrir síðari ferðina og fannst ég ekki hafa neinu að tapa. Þess vegna lagði ég allt undir í síðari ferðinni og það borgaði sig.“ Compagnoni var eðlilega leið yfir niðurstöðunni. „í seinni ferðinni gekk mér allt í haginn þar til ég missti jafnvægið um miðja braut og tapaði þar með tíma. Eftir það tók ég enga áhættu til þess að fá a.m.k. sOf- ur eða brons.“ Þrjár íslenskar stúlkur tóku þátt í sviginu, en luku ekki keppni. Dor- magen vildi Þor- björn DORMAGEN bauð á dögun- um Þorbirni Jenssyni lands- liðsþjálfara að taka við liðinu út þetta keppnistímabil en að vel athuguðu máli hafnaði Þorbjöm boðinu. „Ég hafði áhuga og hefði treyst mér fullkomlega til að taka þetta verkefni að mér og faimst það spennandi,“ sagði Þor- bjöm í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi. „Ég skoð- aði alla fleti á þessu, ræddi við Guðmund Ingvarsson og landsliðsnefndina, og ákvað síðan að taka ekki boðinu. Fyrir því voru margar ástæður. Ég hefði misst af úrslitakeppninni hér lieima og eins á ég eftir að gera ýmislegt annað, þannig að það var fleira sem mælti gegn þessu en með,“ sagði Þorbjöm. Hann bætti því við að verkefnið væri virkilega spennandi: „Ég segi eins og einhver sagði ekki alls fyrir löngu: Minn tími mun koma!“„ Gunnar til Zurich GUNNAR Andrésson, leik- maður Aftureldingar, fer á mánudaginn til Sviss þar sem hann mun æfa með Amensída Ziirich. Gunnar sagði liðið væri að skoða fleiri leikmenn. „Þetta verð- ur stutt ferð því ég kem heim á miðvikudaginn. Laudrup til Chelsea ENSKA knattspymuliðið Chelsea hefur fest kaup á danska landsliðsmaiminum Brian Laudrup frá Glasgow Rangers. Hinn 29 ára gamli Dani gerði þriggja ára samning sem tekur gildi 1. júh' og mánaðarlaun hans verða 12 miHjónir króna. KÖRFUKNATTLEIKUR: UMFG DEILDARMEISTARI, ÍR EITT Á BOTNINUM / C3

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.