Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1998 47
i
i
(
(
<
(
i
<
<
í
i
<
i
í
<
<
<
<
4
<
<
i
<
<
í
4
4
4
4
1
_____BRÉF TIL BLAÐSINS_
Af fjölmiðlum og
öðrum miðlum
Frá Huraldi Guðnasyni:
ÞÁ ER síðasta RÚV-farsanum
lukkulega lokið. Helgi Jónsson
fréttastjóri í eitt ár en Elín Hirst
úti í kuldanum - í bili. Eftir allt
leynimakkið reyndist Helgi ekki
vera í Flokknum. Við sem vildum
Elínu ráðum öngvu - við bara
borgum. Þótt ég bjóði Markús
Örn velkominn í gamla stólinn
sinn hefði ég kosið þann umsækj-
anda sem vildi stórfækka íþrótta-
fréttum og selja Rás 2.
Nýi (gamli) útvarpsstjórinn elur
þá hugsjón að háeffa RÚV og
flytja Sjónvarpið í Efstaleiti. Betra
væri að verja milljarði til þess að
koma upp íþróttarás, losa okkur
við sportidíótana sjálfumglöðu.
Skylt er samt að þakka að !48 þátt-
urinn var fluttur á fréttatíma
Stöðvar 2, svo við getum hlustað á
fréttatímann þar. A eftir hlustum
við og horfum á RÚV. En vinsam-
legast athugið, að við, þessir
gömlu og óþörfu í uppasamfélag-
inu, viljum hafa skýrmælta frétta-
þuli og ekki mjög hraðmælta. Þeir
eru þarna. - Sérkennileg tillits-
semi dagskrárstjórnar að setja óp-
erukvöld Útvarpsins á tíma
Spaugstofu í Sjónvarpi. Þakka ber
góðskáldum sem flytja djúphugsuð
erindi í útvarp á mánudögum og
heitir þar á bæ „Um daginn og
veginn“.
Þúsund sinnum
í sjónvarp
Eitthvað í fjölmiðlaveldinu skilj-
um við ekki, til að mynda það, að
sá maður var rekinn úr Dagsljósi
sem fáir vildu víst þaðan missa
nema kannski leikarar. Frétta-
stofa Útvarps er ráðherravæn og
þeir ólatir að koma í Sjónvarps-
fréttir ef á þarf að halda. Sá sem
*
Ahafnar
Gulltopps
leitað
Frá Rristínu A. Árnadóttur:
TIL borgarstjóra hefur leitað aldr-
aður Skoti að nafni Douglas Hender-
son og óskað eftir aðstoð við að fínna
björgunarmenn sína, en Douglas
Henderson var í áhöfn enska gufu-
skipsins Beaverdale sem sökkt var
af þýskum kafbáti suður af Islandi 1.
apríl 1941. Douglas Henderson
komst lífs af þegar íslenskur togari
bjargaði honum og 32 öðrum skip-
brotsmönnum sem velkst höfðu í
björgunarbát í tæpa fimm sólar-
hringa á hafi úti. Það var togarinn
Gulltoppur, samkvæmt frétt í Morg-
unblaðinu síðan í apríl 1941, sem
fann fram á björgunarbátinn með
hröktum skipverjum af Beaverdale.
Ef einhver þekkir til sjómanna
sem voru á togaranum Gulltoppi
þegar þessi atburður átti sér stað er
viðkomandi beðinn að láta þá vita af
beiðni Douglas Henderson. Hann er
nú 82 ára gamall og hefur lengi lang-
að til að þakka skipverjum á íslenska
togaranum lífgjöfma.
Heimilisfang hans er:
Douglas Henderson
38 Petergrange Rd
Peterhead
Scotland, U.K.
AB42AZ
Sími: 00-44-1779-470961
KRISTÍN ÁRNADÓTTIR,
aðstoðarkona borgarstjóra.
-kjarni málsins!
metið átti hafði komið þúsund
sinnum síðan 1988, enda mælti
þulur sem fréttina flutti: „Stór-
kostlegt".
Fylgifiskur helgra jóla er aukið
flæði auglýsinga og er þá ekki
sparað silfrið. T.d. tugir milljóna í
hangiketsauglýsingar. Til þess að
vera viss um gæðin skyldi varan
vera stimpluð VSÓP, aðrir nefndu
KEA og enn aðrir SS. En til þess
að fá ótvíræðan úrskurð um ágæt-
ið var Félagsvísindastofnun fengin
til að gera könnun. Minna mátti
ekki gagn gera.
Loks voru blessuð jólaljósin
sem tendruð voru í október slökkt
- og þó, eftir voru áramót og
þrettándi. Þá þarf að fjárfesta í
fiugeldum. Eitt sinn spurði ég
vinnufélaga minn af hvurju hann
reykti ekki eins og við hinir. Hann
sagði: „Ég hef ekki efni á að
brenna peningana mína. En það
hafa margir efni á því, fjölmiðlar
nefndu hálfan milljarð króna. Vík-
verji Mbl. kemst svo að orði í ein-
um pistli sínum: „Að auki þarf
hann (landinn HG) að skjóta
nokkram milljónahundruðum í líki
flugelda upp í himingeiminn - yfir
sjúkrahús í fjársvelti.“
Sameining og
utanlandsferðir
Sameiningaræði hefur gripið
um sig í ýmsum sveitarfélögum.
Ríkisvaldið hafði platað sveita-
manninn til þess að taka við verk-
efnum sem ekki varð við ráðið. í
fámennum hreppi vestra bar til
tíðinda að meirihluti hreppsnefnd-
ar vildi strika nokkra íbúa út af
ski-á af ótta við að þeir kysu ekki
rétt. Fjölmiðill sendi sérlegan
Gáttaþef á vettvang til að kynna
sér fyrirbærið - með litlum
árangri.
Utanferðir landsfeðra skipuðu
allmikið rúm í fjölmiðlum og skal
þakkað. Vegna fjöldans verður
aðeins minnst þriggja. fyrst skal
þá nefna frægðarför Halldórs ut-
anríkisráðherra og fylgiliðs til
Ai-gentínu og Chile. I föruneyti
ráðherrans voru um tveir tugir
fyrirmanna markaðarins ásamt
djasstríói til upplyftingar og fór
vel á því. Margt var í burðarliðn-
um að sögn eftir þessa för, t.d. að
bæta úr skorti á pizzustöðum í
Chile.
Talið var að tugur fræðinga
hefði farið til Kyoto á megnunar-
fundinn. Síðastur fór sjálfur um-
hverfisráðherrann, bar kápuna á
báðum öxlum og bað um meiri
mengun.
Loks er að nefna eins manns
ferð sem varð mikið fjölmiðlafóð-
ur, ferð Steingríms til Bandaríkj-
anna á einhvern bankamannafund.
Spurt var: borgar bankinn eða
Steingrímur? Spókaralegir spyrl-
ar í Sjónvarpi efndu til yfirheyrslu
og fóru mikinn. Áður er ekki vitað
að ríkisbankarnir hafi sparað
ferðafé, en kannski átti ekki að
tala við menn um umhverfismál
heldur það sem öllu skiptir, pen-
ingamarkaðinn.
Var nú kyrrt um hríð en ekki
lengi. Fjölmiðlar fengu veður af
vel lukkaðri Brusselför Blöndals
með 9 þingmenn og háeff fólk frá
Pósti og síma eða Islandspósti hf.
Aðspurðir vissu þingmenn að þeir
fóra til Brassel (Íslandskansellí)
en lítið meira. Eitthvað lærðu þeir
samt enda leikur til þess gerður.
En hvur borgaði vissu þeir ekki, ef
einhver. En ferðin var lærdómsrík
og það var fyrir mestu.
HARALDUR GUÐNASON,
Bessastíg 12, Vestmannaeyjum.
LAN
ÍJorÍ OG SUMARLITIRNIR '98
Förðun er töfrandi leilcur
í ár býður LANCOME upp á nýjan leik.
Svart+hvítt verður grænt
- blátt — fjólublátt.
Sjón er sögu ríkari.
Glæsilegur kaupandi
Kynning í dag og
Á MORGUN
H Y G E A
jnyrlivöruvcrdlun
Kringlunni
(SNYRTIVöRUVERSUJNIN
GLÆS m
Allar nánari upplýsingar hjá soiumönnum
Faxafeni 5 • 108 Reykjavík
Sími: 568 2277 • Fax: 568 2274
Allra síðustu
dagar
útsölunnar
Lækkað verð
Mikið úrval
í 36, 40 og 41
oppskórinn
Veltusundi við Ingólfstorg, Sími 552 1212
SMÁAUGLÝSINGAR
ÝMISLEGT
Endurnýjun raflagna
Raflagnir — breytingar.
Rafmagnsþjónustan,
simar 565 4330 og 892 9120.
FÉLAGSLÍF
I.O.O.F. 12 = 1782278’/2 = 9.0.
I.O.O.F. 1 = 1782278’/2 = Sp.
Frá Guðspeki-
félaginu
Ipgólfsstræti 22
Askriftarsími
Ganglera er
896-2070
[ kvöld kl. 21.00 sýnir Karl Sig-
urðsson myndband með skýring-
um um hinn dularfulla uppruna
mannsins, í húsi félagsins, Ing-
ólfsstræti 22. Á laugardag kl.
15.00—17.00 er opið hús með
fræðslu og umræðum, kl. 15.30 í
umsjón Jóns L. Arnalds, sem
ræðir um mannþekkingu.
Á sunnudag kl. 14.00 verður sýnt
myndband með Krishnamurti.
Umsjón Halldór Haraldsson og
Gísli Jónsson. Á sunnudögum kl.
15.30—17.00 er bókasafn félags-
ins opið til útláns fyrir félaga og
kl. 17.00—18.00 er hugleiðingar-
stund með leiðbeiningum fyrir al-
menning. Á þriðjudag kl. 20.00
verður hugræktarnámskeið Guð-
spekifélagsins. Á fimmtudögum
kl. 16.30—18.30 er bókaþjónustan
opin með miklu úrvali andlegra
bókmennta.
Guðspekifélagið hvetur til saman-
burðar trúarbragða, heimspeki og
náttúruvisinda. Félagar njóta al-
gers skoðanafrelsis.
Námskeið og kynning í Hvera-
dölum á vegum jeppadeildar
Laugardaginn 28. febrúar stend-
ur jeppadeild fyrir kynningu og
námskeiði í Ijósmyndun,
snjóakstri og fræðslu um dekkja-
búnað í samstarfi við Bilabúð
Benna. Dagskrá hefst kl. 10.00 í
Skíðaskálanum í Hveradölum.
Ekkert þátttökugjald.
Allir velkomnir.
Dagsferðir sunnud. 1. mars
Kt. 10.30: Selfjall — Sandfell —
Bláfjallaafleggjari. Gönguferð.
Kl. 10.30: Bláfjöll — Lækjarbotn-
ar. Skiðaganga.
Ferðaáætlun 1998 komin á
netið: centrum.is/utivist
FERÐAFÉLAG
® ÍSLANDS
MORKINNI 6 - SlMI 568-2533
Sunnudagsferðir 1. mars:
Kl. 10.30 Haukadalur — Geys-
ir — Gullfoss í klakaböndum.
Öku- og skoðunarferð.
Kl. 10.30 Skíðaganga um
Haukadal og nágr. Farið um
skóginn og nágr. Afar skemmti-
legt skíðagönguland.
Áttavitanámskeið 2. og 3.
mars kl. 19.30 í Mörkinni 6
(risi). Skráning stendur yfir.
Munið árshátíð Hornstranda-
fara F.í. 14. mars. Skráning
á skrifstofu og hjá undirbún-
ingsnefnd.