Morgunblaðið - 18.08.1998, Qupperneq 16
HJÁ Gimli er til sölu vel uppgert einbýlishús við Klettahlíð í Hveragerði. Það er 108 ferm.
auk 50 ferm. bilskúrs. Húsið er með góðum garði og góðu útsýni yfir Olfusið og til Hellis-
heiðar. Ásett verð er 8 millj. kr.
HANS Gústavsson og Kristinn Kristjánsson. Mynd þessi er tekin inn í garðyrkjustöð þess
fyrrnefnda við Heiðmörk, sem nú er til sölu hjá Kristni ásamt stóru íbúðarhúsi. Stöðin er
í fullum rekstri. Ekkert fast verð er sett á þessar eignir en óskað eftir tilboðum.
Fasteignamarkaðurinn í
Hveragerði er eðli málsins
samkvæmt mjög sjálfstæð-
ur og aðskilinn frá mark-
aðnum á höfuðborgarsvæðinu.
Verð á húseignum er afar hag-
stætt í bænum og ekki ofsagt, að
þar má fá einbýlishús á verði 3-4ra
herbergja blokkaríbúðar á höfuð-
borgarsvæðinu. Sérbýlið er yfir-
gnæfandi, en í bænum er aðeins
eitt fjölbýlishús. Það er með tíu
íbúðum, en ekki stendur til að
byggja fleiri blokkir í bænum að
svo stöddu.
Þetta kom fram í viðtali við
Kristin Kristjánsson, sölumann
hjá fasteignasölunni Gimli, en
hann er búsettur í Hveragerði og
selur eingöngu fasteignir þar. ,^A1-
gengt verð hér fyrir fullgert ein-
býlishús með sólstofu, heitum
potti, tvöföldum bílskúr og falleg-
um garði er 8-11 millj. kr., segir
hann. „Húsin eru að vísu yfirleitt
minni en á höfuðborgarsvæðinu
eða um 130-160 ferm. og nánast
alltaf á einni hæð, ekki ósvipað því
og víða má sjá í Mosfellsbæ.“
Verð heldur
að styrkjast
Að sögn Kristins hefur fast-
eignaverð heldur verið að styrkj-
ast í Hveragerði, en verðið hefur
verið í lágmarki imdanfarin ár.
„Það er ekki mjög mikil eftirspum
eftir húsnæði til kaups en aftur á
móti gott framboð," segir hann.
„Það er ástæðan fyrir því, að hér
er hægt að gera góð kaup og fá
betra og stærra húsnæði fyrir
sömu peningana og duga aðeins
fyrir mun minni eign á höfuðborg-
arsvæðinu.
Ýmsir hafa því brugðið á það
ráð að kaupa hér, enda þótt þeir
sæki vinnu annars staðar. Þar má
nefna marga sjómenn og einnig
nokkra leigubflsjóra og sendibfl-
stjóra. Það er aftur á móti athygl-
isvert, að margir Reykvíkingar
vinna í Hveragerði og kjósa að
fara á milli á hverjum degi, en
væm kannski miklu betur settir
með að búa hér.“
En Kristinn segir, að þeir séu
margir, sem vilja leigja í Hvera-
gerði eins og eitt ár, áður en þeir
taka ákvörðun um, hvort þeir eiga
að setjast þar að. „Þetta kann að
vera skýringin á því, að mikil eft-
irspum er nú eftir leiguhúsnæði í
bænum og næstum útilokað að fá
hér leigt íbúðarhúshúsnæði eins
og er,“ segir hann.
Kristinn kveðst telja atvinnuá-
stand all gott í Hveragerði en
nokkur skortur er þó á störfum,
sem höfði til karlmanna. Hins veg-
ar er talsvert framboð á þjónustu-
störfum, sem konur sækja meira í.
Víða annars staðar er þessu öfugt
farið, það er minna um störf, sem
henta konum en meira um störf
fyrir karlmenn.
Garðyrkja í gróðurhúsum hefur
í Hveragerði má
kaupa góð hús á
hagstæðu verði
Gott framboð einkennir fasteignamarkaðinn í Hveragerði.
Magnús Sigurðsson fjallar hér um markaðinn þar í bæ í viðtali
við Kristin Krístjánsson, sölumann hjá Gimli, en hann er búsettur
í Hveragerði og hefur sérhæft sig í sölu fasteigna þar.
Morgunblaðið/Aldís
HORFT yfir Reykjafoss í Varmá í hjarta Hveragerðis. Handan árinnar má sjá skrúgarðinn á fossflöt.
alltaf verið afar stór þáttur í at-
vinnulífi Hveragerðis, en í þeirri
grein eru starfandi í bænum mörg
stór og smá fyrirtæki. Þá má ekki
gleyma ferðaþjónustunni, en í
bænum er gistirými fyrir allt að
500 manns í einu. „Þar má neftia
Hótel Örk, Hótel Björk og Hótel
Ljósbrá auk nokkurra gistiheim-
ila, en þeirra nýjast er Frost og
funi,“ segir Kristinn. „Þá má ekki
gleyma Ölfusborgum, sem eru hér
við hliðina."
Af einstökum fyrirtækjum er
Kjörís sennilega stærsta fyrirtæk-
ið í bænum, en þar vinna 40-50
manns. Mörg önnur iðnfyrirtæki
og viðgerðafyrirtæki eru starfandi
í bænum. I Hveragerði búa nú um
1700 manns og dvalargestir á
Heilsustofnun og Dvalarheimilinu
Ási eru yfirleitt eigi færri en 300
manns, þannig að íbúamir í bæn-
um eru oftast ekki færri en 2000
manns. Þar við bætast ferðmenn í
bænum, en þeir geta verið fleiri
hundruð í senn.
Nær aldar
gömul byggð
Upphaf byggðar í Hveragerði
má rekja til 1902, er ullar-
kembingarstöð var byggð við
Reykjarfoss. Jarðhitinn var hins
vegar fyrst nýttur í einhverjum
mæli í Mjólkurbúi Ölfusinga 1928.
Árið 1940 var fyrsta jarðhitaholan
boruð og gufan leidd í gróðurhúsið
i Fagrahvemmi. Þessi hola var 54
metra djúp og er nú löngu horfin.
Með henni var framtíð bæjarins
samt ráðin, því að gróðurhúsa-
byggðin óx smám saman og garð-
rækt varð ein af aðal atvinnuveg-
um bæjarins.
Jarðhitinn er alls staðar nálæg-
ur og engin tilviljun, að Garð-
yrkjuskóli ríkisins er staðsettur í
nágrenni Hveragerðis. Fyrir utan
það að vera náttúruundur er jarð-
hitinn virkjaður fyrir hitaveitu
bæjarins, það er til upphitunar
íbúðarhúsa svo og fyrir jgróðurhús
og sundlaug bæjarins. A síðari ár-
um hefur áhugi manna beinzt að
öðrum þáttum í nýtingu hver-
anna, það er að hitaþolnum ens-
ímum eða lífhvötum úr hveraör-
verum.
Að undanfómu hefur mikil
áherzla verið lögð á fegrun og
snyrtingu bæjarins. „Það er búið
að taka gatnakerfið mjög vel í
gegn og árangurinn er mikill,
raunar gerbreyttur bær, því að
rykið er ólíkt minna“ segir Krist-
inn Kristjánsson. „Það var líka
fyrir löngu tímabært, því að hér
var allt of mikið hlutfallslega af
malargötum. íbúamir hafa að
sjálfsögðu tekið þessari breytingu
fagnandi og leggja sig enn meira
fram en áður við að fegra garða
sína, en hér em margir afskaplega
fallegir garðar. Enn má nefna
gerð gangstétta með snjóbræðslu-
lögnum, en nú er búið að leggja i
margar gangstéttir, sem kemur
sér afar vel fyrir gangandi fólk á
veturna."
Hverasvæðið er opið fyrir al-
menning frá kl. 13-18 daglega yfir
sumarið. „Þetta svæði er í miðju
bæjarins og dregur marga að,
bæði innlenda og erlenda ferða-
menn, enda er hér um hreint nátt-
úruundur að ræða og það inni í
miðri byggð,“ segir Kristinn.
„Hverasvæðið var lokað þar tfl
fyrir skemmstu, en nú er búið að
reisa við það inngönguhús, þar
sem allar upplýsingar um það
liggja fyrir.
Þá má ekki gleyma sundlaug
bæjarins, sem er vafalítið ein
bezta sundlaug landsins. Reykvík-
ingar koma hingað unnvörpum á
góðviðrisdögum til þess að fara í
hana, en sundlaugin er ein af fáum
sundlaugum í landinu, sem er með
ekta gufubaði af gömlu, upphaf-
legu gerðinni.
Utivistarsvæðið, sem er fyrir
innan Hveragerði, hefur líka mik-
ið aðdráttarafl fyrir marga. Þar er
mikil skógrækt í gangi og miklu
hefur verið plantað af trjám. Þar
er einnig golfvöllur bæjarins, en
hann er nú sex holu völlur og unn-
ið að því að stækka hann í níu holu
völl. „Aðstaða er þarna þegar
mjög góð í afar skemmtilegum
skála, sem er raunar gamalt, upp-
gert fjós,“ segir Kristinn, en hon-
um er málið skylt, því að sjálfur er
hann formaður í Golfklúbbi
Hveragerðis.
íþróttafélagið Hamar er með
íþróttavöll á Vorsabæjarsvæðinu
og aðstaða er þar einnig fyrir
hestamenn. „Þeir eru á góðri leið
með að byggja þar upp afar góða
aðstöðu fýrir sig með mörgum
hesthúsum og lagningu reiðbrauta
og reiðgatna, sem eru mjög vel
skipulagðar og fyrir utan alla bfla-
umferð,“ segir Kristinn.
Jarðskjálfta-
hættan stórýkt
Kristinn telur þá miklu umræðu
um jarðskjálfta, sem átt hefur sér
stað að undanfomu, hafa bitnað á
Hveragerði, en hún væri ekki