Morgunblaðið - 18.08.1998, Síða 20
20 C ÞRIÐJUDAGUR18. ÁGÚST1998
MORGUNBLAÐIÐ
Rífandi sala - Vantar eignir á skrá
-jP.yM—.J . -i
1—1 1—1 r“1 I—1 — J*s jS
i r i- fJrJ
Fax 565-4744
RevkiavíkurveQÍ 60 - 220 Hafnarfirði
Netfang: hollhaf@prim.is
4-5 herb.
Álfaskeið. Mjög rúmgóð og björt 110
fm endaíb. ( góðu fjölbýli. Góð gólfefni,
nýir gluggar, þak nýgegnumtekið og
húsið nýmálað að utan. Möguleiki að
taka minni íbúð uppí. Verð 8,0 millj.
Alfholt. 99 fm íbúð á jarðh. í nýviðg.
fjölb. Sérinng. Sérgarður. Gott útsýni.
Verð 7,9 millj.
Breiðvangur. Rúmgóð og björt 120
fm íb. á 3. hæð í góðu fjölb. 24 fm bílsk.
Nýyfirfamir gluggar og gler. Verð 9,4
millj.
Breiðvangur. í einkas. falleg 107 fm
íbúð á fyrstu hæð í góðu fjölbýli. Sjón-
varpshol, 3 góð herb. og rúmgott eldhús,
þvottaherb. í íbúð, parket á íbúð. Mjög
stutt í skóla og alla þjónustu. Verð 8,2
millj.
Breiðvangur. Vorum að fá í einka-
sölu mjög fallega 96 fm íbúð. Gegnheilt
parket og góðar innr. Hagstætt verð kr.
Hraunstígur. Skemmtil. risíb. í
hjarta Hfj. Þak og lagnir í toppstandi.
Baðherb. nýl. tekið í gegn. Nýtt parket á
stofu. Verð 5,8 millj.
Hrísmóar, Gbæ. Rúmgóð og
mjög falleg ib. á 3ju hæð. Nýl. innrétt. á
baði og eldhúsi. Stórar suðursvalir.
Þessi er aóð. Hagst. lán. Verð 7,7
millj.
Hrísmóar Gbæ. Rúmgóð og björt
97 fm íb. á 2. hæð í viðhaldslitlu fjölb.
Stórar svalir. Gott skápapláss. Bilskýli.
Skipti á stærra. Verð 8,1 millj.
Langeyrarvegur. Vljög falleg 81
fm íbúð á fyrstu hæð með sérinngangi
á þessum eftirsótta stað. Mjög falleg
hraunlóð. Pamet og flísar á íbúð. Áhv.
húsbr. Verð kr. 7 millj.
Lautasmári, Kópav. Ný 69 fm
íbúð í hjarta Kópavogs. Stutt í alla þjón-
ustu. Innréttingar frá Fit. Ibúðin skilast
fullkláruð fyrir utan gólfefni. Verð kr. 7,5
millj. Eign í eigu banka.
2ja herb.
Breiðvangur. í einkas. mjög falleg
og rúmgóð 87 fm ibúð á jarðhæð m. sér-
inng. Góðar innr. og nýlegt eikarparket á
gólfum, mjög rúmgott herb. og stofa.
Hjallabraut. í söiu góð 62 fm íbúð í
góðu fjölbýli. Rúmgóð og björt íbúð með
góðu útsýni. Verð 5,6 millj.
Hringbraut. í sölu mjög falleg og
snyrtileg íbúð í reisulegu eldra húsi.
Alls 66 fm, nýtt bað flísalagt I hólf og
gólf og nýtt eldhús. Mjög falleg íbúð á
fyrstu hæð. Verð 6,2 millj.
Hrísmóar. Stórglæsileg íbúð á 4 hæð
í góðu fjölbýli. Parket á íbúð, halogen Ijós
og mjög hátt til lofts. Frábært útsýni.
Verð kr. 6.1 millj. (búð sem þú verður
að skoða.
Hörgsholt. Glæsileg 57 fm íbúð á
fyrstu hæð i góðu fjölbýli. Einstaklega
góð hönnun sem gerir íbúðina mjög
skemmtilega og rúmgóða. Góð gólfefni
og innréttingar. Sjón er sögu ríkari!
Verð kr. 6 millj. Áhv. húsbr. 3,5 millj.
Klukkuberg. Sérlega snotur 56 fm
íb. með sérinng. á þessum frábæra
útsýnisstað. Parket og flísar á öllu. Mjög
snyrtilegt og bamvænt umhverfi. Verð 5,8
millj.__________________________________
Selvogsgata - ekkert
greiðslumat. Skemmtil. og vel
með farin risíb. i gömlu húsi í hjarta
Hafnarfj. Mjög gott eldhús. Gott útsýni.
Verð 4,6 millj. Áhv. 3,6 í byggingarsj.
Snæland, Rvík. Mjög góð 32 fm
einstaklingsíbúð á jarðhæð. Góðar inn-
réttingar og gólfefni. Laus mjög fljótlega.
Verð 3,0 millj.
í smíðum
Furuhlíð. Nú fer hver að verða
síðastur. Aðeins 1 hús eftir af þessum
fallegu 130 fm einbýlum á einni hæð auk
33 fm bílskúrs. Húsin eru klædd að utan
með Steni og gólf vélslípuð. Verð 9,7
millj.
Furuhlíð. Eitt hús eftir í þessu glæsi-
lega parhúsi, arkitekt Sigurður Hallgríms-
son, húsin geta verið 170 - 210 fm, og
bjóða upp á skemmtilega möguleika. Inn-
byggður bílskúr. Upplýsingar og teikning-
ar á skrifstofu Hóls Hafnarfirði. Verð 9,5
millj.
Háaberg - í söiu tvíbýiishús á góð-
um stað í Setberginu. Neðri hæð seld
Efri hæð 5 herb. verð 9,6 millj. Tilbúnar
undir málningu að utan og fokheldar að
innan. Teikningar á Hóli Hafnarfirði.
Byggðin í Hrauninu. Mjög faiiegt
4ra íbúða hús á nýja byggingarsvæðinu á
Holtinu. Allar íbúðir eru 115 fm 4ra herb.
íbúðir og mjög vandaðar. Verð 9,4 á 1.
hæð og 9,7 á efri hæð. Allar nánari uppl.
og teikningar á skrifstofu Hóls.
m
Hjallabraut. Vorum að fá í einkas.
þetta glæsilega tvílyfta endaraðhús á
einum besta stað í Hf. Alls 316 fm með
innb. bílskúr. Mjög góð gólfefni, innr.,
arinn og sauna í kjallara. Verð 16 millj.
Klettagata, unaðsreitur. í
einkas. mjög fallegt einbýli á tveim hæð-
um alls 279 fm með innb. 60 fm bílskúr.
Rúmg. herb. Mjög friðsælt hverfi. Skipti
möguleg á minni eign. Mjög góð lán
áhv., alls 7 millj. Verð 17,5 millj.
Lynghvammur. í einkas. mjög fal-
legt einbýli með tveim samþ. íbúðum
alls 196 fm á rólegum og barnvænum
stað. Nýl. parket og flísar. á efri hæð með
4-5 svefnherb. Ibúð á neðri hæð 63 fm
2ja herb. Mjög góð sólstofa. Stór bílskúr.
Miðvangur. Glæsilegt einbýli á tveim
hæðum m. tvöf. bílskúr, alls 289 fm Góð-
ar innr. og gólfefni og glæsilegur garður.
Norðurtún, Álftanesi. Mjög
fallegt einb. á einni hæð alls 144 fm
með sérbyggðum 50 fm bílskúr. Mjög
falleg lóð með fallegri timburverönd.
Flísar og parket á íbúð. 4 svefnherb.
Verð 14,4 millj.
Núpalind. Mjög glæsilegt hús í smíð-
um á frábærum stað í Lindunum. 2ja til
4ra herb. íbúðir, skilast fullkláraðar fyrir
utan gólfefni. Þrefalt gler og húsið klætt
að utan. Allar uppl. og teikningar á skrif-
stofu. Húsið verður tilbúið í apríl '99
Einbýli, rað- og parhús
Álfaskeið. Fallegt og vel með farið
300 fm einbýli á þrem hæðum á þessum
vinsæla stað. Húsið skiptist i kjallara og
tvær góðar hæðir. Sólríkur garður og
stórar svalir. Möguleiki á aukaíbúð í
kjallara.
Norðurvangur. Mjög fallegt paila-
byggt hús alls 299 fm með innb. bílskúr
og að auki ca. 50 fm garðskáli með sund-
laug. Húsið í mjög góðu viðhaldi að utan.
Frábær staðsetning.
Vesturbraut. Vorum að fá í einkas.
gott 116 fm raðhús á tveim hæðum í
gamla bænum í Hf. Á neðri hæð eru
herb. og á efri stofur og eldhús. Danfoss
hitakerfi og rafmagn og gler nýtekið í
gegn. Verð kr. 7,5 millj.
Hæðir
Hringbraut. Vorum að fá mjög rúm-
góða 90 fm hæð á góðum stað með
sjálfstæðum 25 fm bílskúr. Björt og
skemmtileg íbúð m. tveim stofum. Sér-
inng. Verð 7,6 millj.
Kelduhvammur. Vorum að fá í
einkasölu mjög rúmgóða, bjarta og fal-
lega 208 fm hæð á tveim hæðum með 42
fm innb. bílskúr. Góðar innr. Áhv. byggsj.
lán. Stór lóð í góðri rækt. Hæð sem býður
upp á mikla möguleika.
Hnotuberg. Skemmtilegt 211 fm ein-
býli á þessum góða stað. Fallegur arinn.
Stór sólpallur. Hagstæð lán. Verð 14,9
millj.
Hraunstígur. Vorum að fá þetta fal-
lega eldra einbýli, alls 135 fm. Búið að
gera húsið upp að miklu leyti, nýtt raf-
magn og hiti. Nýtt þak og bárujám á hús-
inu. Frábær staðsetning.
Hörgsholt. Glæsilegt parhús á einni
hæð. Fallegar innr. og góð gólfefni. Mjög
gott skipulag, 4 svefnherb. Góður bílskúr.
Verð 14,8 millj.
Kelduhvammur. I einkasöiu
mjög falleg 124 fm hæð á þessum
barnvæna stað með 31 fm sérbyggð-
um bílskúr. Eign í mjög góðu standi.
Verð 10,3 millj.
Nýbýlavegur, Kóp.-glæsileg.
Einstakl. glæsil. 88 fm sérh. Allt nýtt,
lagnir, gler, gluggar, innrétt., gólfefni.
Gegnheilt Merbau parket á stofu. Þessi er
flott! Verð 8,1 millj.
Sjávargrund, Gbæ. vorum að fá
í einkas. þessa rúmgóðu og fallegu íb.
Hæð, ris og kjallari, alls 196 fm. Sérstæði
í bílageymslu. Mjög vönduð eign. Verð
12,8 milj.
Eyrarholt. Erum með í sölu tvær
glæsilegar íbúðir í 3ja íbúða fjölbýli. fbúð-
imar eru 98 fm með góðum 25 fm bílskúr-
um. Allar innr. og hurðir spónlagðar með
Merbau. Fallegt úts. yfir miðbæinn.
Mögúl. á hagst. lánum að 80% af kaup-
verði. Verð kr. 11,8 millj.
Hjallabraut. Vorum að fá mjög fal-
lega 104 fm. 4ra herb. ibúð. Þarket og
flísar á íbúðinni. Mjög hagstæð bygg.sj
lán, laus fljótl. Verð kr. 7,9 millj Laus
fljótlega.
Hjallabraut. Vorum að fá í sölu mjög
rúmgóða 134 fm íbúð í góðu fjölbýli sem
búið er að gera við að utan. Frábært
útsýni. 4 svefnherb. og rúmgóð stofa og
sjónvarpshol. Verð kr 8,9 millj.
Hvammabraut - laus strax.
Opin og björt 104 fm íbúð á 2 hæðum.
Gott parket. Stórar suðursvalir. Bíla-
geymsla. Verð 8,5 millj.
Miðvangur. I einkasölu mjög falleg
105 fm íbúð á fyrstu hæð i góðu fjölbýli
við hraunjaðarinn. Húsið er nýmálað að
utan. Mjög björt og falleg íbúð.
Frábært útsýni. Verð 8,5 millj.
Sjávargrund, Gbæ. vorum að fá
mjög góða 191 fm íbúð á tveim hæðum á
þessum fallega stað. 4 góð svefnherb. og
góðar innr. Verð kr. 11,9 millj. Eign í eigu
banka.
Vitastígur. Hlýleg, 88 fm sérhæð í
þessu rólega hverfi. Vel með farin íb.
Stutt í skóla, leiksk. og þjónustu. Ein af
þessum gömlu góðu I Verð 8,2 millj.
3ja herb.
Alftamýri, Rvík. f einkas. góð 69 fm
íbúð á 3ju hæð í nýviðgerðu fjölbýli. Nýtt
gler i allri íbúðinni. Parket á íbúðinni. Verð
kr. 6,4 millj.
Heliisgata. Vorum að fá í sölu fallega
og vel skipulagða 70 fm íbúð í nýlegu
þríbýlishúsi í gamla bænum. Parket á
íbúð. Áhv. byggsj. lán að upphæð kr. 2,3
millj. Verð kr. 6,7 millj. Laus strax.
Hjallabraut. Falleg 82 fm íbúð með
sérinng. á 1. hæð. Fjölbýlið allt klætt að
utan. Nýl. eldhúsinnrétt., nýjar flísar á
eldh. Verð 7,5 millj.
Hjallabraut. Góð 97 fm íbúð á fyrstu
hæð á þessum barnvæna stað. Parket á
gólfi og ný eldhúsinnr. Gott þvottaherb. í
íbúð. Verð 6,9 millj.
Hvaleyrarbraut. Mjög gott og ný-
legt atvinnuhúsnæði alls 459 fm að
stærð. Góðar innkeyrsludyr og öll leyfi frá
fiskistofu. Mjög gott húsnæði á frábærum
stað. Verð 22 millj.
Danmörk
Innbrot-
um fer
fækkandi
FJÖLDI innbrota inn í einkaheim-
ili 1 Danmörku hefur minnkað
verulega á þessu ári. I samanburði
við fyrstu sex mánuði síðasta árs
hefur innbrotum í einbýlishús fækk-
að um 14,3% á sama tímabili í ár og í
íbúðir í fjölbýlishúsum um 9%. Und-
anfarin tvö ár hefur innbrotum faríð
fjölgandi og þá sér í lagi í einbýlis-
hús. Frá þessu var skýrt í danska
blaðinu Politiken fyrir skömmu.
Á fyrstu sex mánuðum síðasta árs
voru framin alls 16.350 innbrot á
einkaheimili í Danmörku, en á sama
tímabili í ár hefur þeim fækkað í
14.219. Það eru ekki hvað sízt vá-
tryggingafélögin, sem fagna þessari
þróun.
„Ég tel, að þessi þróun sé ekki
eingöngu lögreglunni að þakka held-
ur einnig því, að fólk gætir betur
sinna eigin eigna og annarra," hefur
Politiken eftir Christian Skodt hjá
upplýsingadeild samtaka dönsku
tryggingafélaganna.
Hann bendir á þá herferð, sem vá-
tryggingafélögin hafa staðið fyrir
síðasta árið í samvinnu við fleiri að-
ila undir yfirskriftinni „Stöðvið
þjófinn." Þar hefur fólk verið hvatt
til þess að hjálpa hvert öðru og hafa
samband við lögregluna, ef það sést
til grunsamlegra manna vera að
læðast við hús nágrannans.
Uppvaskið skilið eftir
Einnig hefur fólk verið hvatt til
þess að láta hús sitt eða íbúð líta
eins út og þar dveljist fólk, á meðan
húsráðendur eru fjarverandi í sum-
arleyfí. Þetta má gera á ýmsa vegu
t. d. með því að skilja uppvask eftir
og sjá til þess, að grasflötin sé sleg-
in.
I Kaupmannahöfn, þar sem inn-
brotum hefur fækkað um 20%, er
haft eftir Carsten Damsgaard hjá
rannsóknaríögreglunni, að ekki sé
unnt að benda á neina einstaka or-
sök. Hann bendir á, að fámennur en
mjög virkur hópur afbrotamanna
standi að baki verulegum hluta
þeiiTa um 10.000 innbrota, sem til-
kynnt eru á hverju ári til lögregl-
unnar í Kaupmannahöfn. Þess
vegna sé það markmið lögreglunnar
að hafa sem nákvæmast eftirlit með
þessum hópi.
„Mjög margir úr þessum hópi
eiga við fíkniefnavanda að etja og
það er ekki ósjaldan, sem þeir fá
þrjá til fjóra dóma fyrir innbrot á
ári. Við reynum að sjálfsögðu að
koma eins mörgum úr þessum hópi
á bak við lás og slá og við getum og
vonum, að sú aðferð virki,“ segir
Damsgaard.
Sums staðar úti á landi stefnú
þróunin í ranga átt og er fíkniefna-
neytendum þar alfarið kennt um
innbrotin og aukningin í innbrotum
skrifuð að nokkru leyti á reikning
afbrotamanna frá stórborginni. „Við
tókum fyrir skömmu fasta þrjá inn-
brotsþjófa og einn þeirra var nýlega
aðfluttur," er haft eftir Jörgen Pet-
ersen, yfirmanni rannsóknarlögregl-
unnar í Vordingbord.
Borgundarhólmur hefur einnig
fengið að finna fyrir innbrotsþjófun-
um, en þar hefur innbrotum í íbúðir
fjölgað um hvorki meira né minna
en 400%.
Endaraðhús við
Hjallabraut
íHJÁ fasteignasölunni Hóli í Hafn-
arfirði er í einkasölu raðhús á
tveimur hæðum á Hjallabraut 72
þar í bæ. Þetta er endaraðhús, fjær
Hjallabrautinni og byggt 1976.
Húsið er alls 316 fm að stærð með
innbyggðum bílskúr.
„Húsið skiptist þannig að í kjall-
a er íbúð, sem er 138,5 fermetrar
stærð. Þar eru tvö rúmgóð
svefnherbergi, geymslur og þvotta-
herbergi, en gengt er úr þvottaher-
bergi út í garð. Einnig er í kjallara
gott gufubað og hvíldarherbergi,“
sagði ívar Ásgrímsson hjá Hóli.
„Sérinngangur er að framan-
verðu á húsinu í kjallarann og góð-
ir gluggar eru á kjallaranum
þannig að íbúðin þar er björt,“
sagði Ingvar ennfremur.
„Á aðalhæð, sem er 146,8 fer-
metrar, eru tvær góðar stofur og
arinn í annarri þeirra. Eldhúsið er
mjög rúmgott. Svefnherbergin eru
þrjú, öll góð og mjög rúmgott bað-
herbergi.
Bílskúrinn er 31 ferm. og er inn-
byggður. Lóðin er falleg og í góðri
rækt og umhverfið er friðsælt,
barnvænt og skjólgott. Ásett verð
er 16 millj. kr.“
HÚSIÐ stendur við Hjalla-
braut 72. Þetta er stórt
endaraðhús með innbyggð-
um bfiskúr. Það er til sölu
hjá Hóli í Hafnarfirði, en
ásett verð er 16 millj. kr.