Morgunblaðið - 23.09.1998, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1998 C 7
FRETTIR
Umbúðamiðlun með nýtt
leigukerfi fyrir fískiker
30 til 43 krónur á dag auk
50 kr. skráningargjalds
UMBUÐAMIÐLUN,
sem er fyrirtæki í
eigu fiskmarkaðanna,
er nú að taka í notkun
nýtt skráningarkerfi
á fiskikerum ásamt upptöku dagleigugjalda fyrir leigu á þeim. Hingað til
hafa seljendur og kaupendur verið rukkaðir um leigu af kerum í gegnum
þjónustugjöld fiskmarkaðanna, að jafnaði um 40 aura á kg, óháð því hversu
lengi kerið hefur verið í leigu. Samkvæmt hinu nýja kerfi verður daggjald
á hverju keri 30 til 43 krónur, en verðið fer eftir fjölda kera og fleiri þátt-
um. Þetta er svipaður kostnaður á kíló og var, en með dagleigugjaldinu
geta menn náð niður kostnaði með því að skila kerunum fyrr en ella.
Friðrik Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Umbúðamiðlunar,
segir í samtali við Verið, að í smíði
hafi verið tölvuvætt skráningar-
kerfi (KERALD), en samið var við
Hug/Forritaþróun hf. á síðasta ári
um smíði kerfisins, sem byggist á
því að skrá hverja afhendingu og
skil á kerum. „Það er kunnara en
frá þurfi að segja að ástand um-
búðamála hefur til skamms tíma
verið í ólestri og virkað hamlandi á
viðskipti með fisk. Flestir hags-
munaaðilar eru sammála um nauð-
syn þess að viðhafa skráningu og
eftirlit með notkun og umhirðu
kera,“ segir Frirðik.
Tölvutæk skráning
Þessa dagana er Umbúðamiðlun
að hefja tölvutæka skráningu á af-
hendingu og skilum á kerum úti á
fiskmörkuðunum. Starfsmenn fisk-
markaðanna sjá um að afhenda eða
taka á móti kerum. Þessar skrán-
ingar eru síðan slegnar inn í tölvu-
kerfi Umbúðamiðlunar en fisk-
markaðamir eru þessa dagana að
Norðmenn selja
meira af laxinum
ÚTFLUTNINGUR á eldislaxi frá
Noregi jókst um 11% í magni og
verð hækkaði um 18% fyrstu sjö
mánuði þessa árs samanborið við
sama tímabil í fyrra. Þessi sölu-
aukning hefur mest verið á mörk-
uðum utan Asíu og hefur norskur
laxútflutningur þar af leiðandi ekki
beðið neinn tiltakanlegan hnekki
vegna efnahagsþrenginga í Asíu
þótt mjög hafi dregið úr útflutningi
þangað. Sala til Evrópusambands-
landa fer vaxandi og er talið að af
þeim sökum muni verða aukinn
þrýstingur á lækkandi verð sökum
mikillar birgðasöfnunar.
Samkvæmt bráðabirgðatölum
norska Útflutningsráðsins voru
seld samtals 175 þúsund tonn af
laxi að verðmæti 4.667 milljarðar
norskra króna sem er samdráttur
frá fyrri spá. Fyrstu fjóra mánuði
ársins 1998 nam söluaukningin 19%
og verðið hækkaði um 21% frá
sama tíma í fýrra.
Aukning alls staðar
nema í Asíu
Útflutningur til ESB-landa
jókst um 10,3% í magni og verð
hækkaði um 19% fyrstu sjö mán-
uði ársins. Útflutningur til Rúss-
lands hélt áfram að aukast mjög
mikið eða um 131% í magni og
fékkst 116% hærra verð þar nú en
í fyrra fyrir norska laxinn. Þessi
þróun er þó ekki líkleg til þess að
verða til frambúðar vegna efna-
hagserfiðleika í Rússlandi og falls
rússnesku rúblunnar auk þess sem
13% innflutningstollur var settur á
nýlega. Mjög hefur dregið úr út-
flutningi til Japans og annarra As-
íumarkaða ef undan eru skildir
markaðir í Kína og Hong Kong.
Sala til annarra landa utan Asíu
jókst um 66% í magni og verð
hækkaði um 59%.
Skammvinnt
verðfall
Norskir laxútflytjendur spá því
að nýlegt verðfall verði skamm-
vinnt og að verðið muni á ný hækka
og verða stöðugt það sem eftir lifir
ársins. Að sama skapi myndu
birgðir minnka. Sérstakur fóðrun-
arkvóti hefði gert það að verkum að
óvenjumiklu hefði verið slátrað að
undanfórnu í Noregi auk þess sem
búast mætti við samdrætti hjá
Skotum vegna sjúkdóma. Chile-
menn myndu sömuleiðis án efa
verða varkárari í útflutningi til
Bandaríkjanna vegna sérstakra
refsiákvæða, sem þar hafa verið
tekin upp, og búast má við að sam-
dráttur í veiðum á villtum laxi í
Aiaska komi til með að hafa einhver
áhrif á markaðsverð.
Þar sem verðmætin verða til
O Eldsneyti á skip og báta O Þurrkupappír og skammtarar
O Rafgeymar og hleðslutæki O lce clean háþrýstiþvottakerfi
O Smurolíur fyrir allar vélar O Vinnugallar, vinnuskór og vettlingar
O Hreinsiefni og sápur O Rekstrarvörur f/ útgerð og fiskvinnslu
Esa 5100
(?T
Pantanir i fax: 5151110
Pantanasími: 5151100
H
léttir þér lífíð
Þjónusta viö
sjávarútveginn
tengjast tölvukerfi Umbúðamiðlun-
ar. Samið var við Einar J. Skúlason
hf. um uppsetningu á innhringibún-
aðnum.
„Helgina 18.-20. september sl.
voru öll ker sem til náðist á fisk-
mörkuðum og hjá fiskverkendum
skráð inn í tölvukerfi Umbúðamiðl-
unar. Þeir sem hafa ker undir
höndum í eigu Umbúðamiðlunar
þurfa því í dag að hafa fengið slíkt
ker afhent frá fiskmarkaði eða Um-
búðamiðlun, til þess að heimilt sé
að nota það. Þeir sem hafa undir
höndum ker sem ekki hefur verið
gerður leigusamningur um eða af-
hent með afhendingarseðli mega
eiga von á því að verða krafðir um
leigu eða tafarlaus skil.
Útreikningar Umbúðamiðlunar
sýna að kostnaður á kg er í sumum
tilvikum lægin en í öðrum tilvikum
hærri en 40 aurar á kg. Það skiptir
mestu máli að skila kerunum sem
fyrst og ekki hafa fleiri ker á leigu
á hverjum tíma að nauðsynlegt er.
Vert er að minna á það að af-
greiðslustaðir Umbúðamiðlunar
eru allir fiskmarkaðir í landinu um
25 að tölu. Leigjendum er því heim-
ilt að skila kerum inn á hvaða
markað sem er, óháð því hvar kerið
var tekið á leigu. Þetta dregur úr
óþarfa flutningi á tómum kerum
landshorna á milli auk þess sem
þetta styttir leigutímann sem greitt
er fyrir.
Öll umsýsla á
einni hendi
Það er ýmislegt sem bendir til
þess að með þessu skrefi sé Um-
búðamiðlun að stíga mikilvægt
Morgunblaðið/Ásdís
FRIÐRIK Sigurðsson, framkvæmdastjóri Umbúðamiðlunar.
skref að koma umbúðamálum í
betri fai-veg og því er mikilvægt að
allir aðilar sem að málinu koma
sýni skilning á byrjunarörðugleik-
um sem kunna að koma upp í upp-
hafi.
Framtíðarsýn Umbúðamiðlunar
er sú að nær öll umsýsla umbúða
sem flakka á milli staða verði á
einni hendi þannig að hægt sé að
fryggja betri nýtingu á þeim um-
búðum sem til eru í landinu, en
jafnframt að bæta verulega með-
ferð umbúða. Skráningarkerfi Um-
búðamiðlunar býður upp á að þessi
umsýsla sé á hendi Umbúðamiðlun-
ar.
Nokkur fyrirtæki hafa sett sig í
samband við Umbúðamiðlun og
óskað eftir því að komast inn í
skráningarkerfi Umbúðamiðlunar,
með sín eigin ker. Vitað er að fjöldi
fyrirtækja hefur veigrað sér við að
setja slík ker í almenna umferð, eða
á markað þar eð þau hafa tapast
auðveldlega og skila sér ekki til
baka til eigenda. Skráningarkerfi
Umbúðamiðlunar getur hins vegar
auðveldlega haldið utan um þessi
ker. Ávinningur eiganda þessara
kera er að þeir fá tekjur inn á þau í
gegnum skráða útleigu og ávinn-
ingur Umbúðamiðlunar er sá að
hafa fleiri ker til útleigu.
Hægt að flokka
eftir tegund
Skráningarkerfi Umbúðamiðlun-
ar býður líka upp á það að hægt er
að flokka kerin eftir tegund og
framleiðsluseríum og þannig rekja
hvemig þau koma út í viðhaldi. St-
arfsmenn og stjórn Umbúðamiðl-
unar gera sér það fyllilega ljóst að
skráningin tekur einhvern tíma í
upphafí. I haust verður hugað að
því að kanna kostnað við að ör-
merkja öll ker og kaupa nauðsyn-
legan lesbúnað til að auka hraða og
öryggi skráninga,“ segir Friðrik.
Stjórnar
þú útgerð?
Ef svo er, þá veistu að án kæli- og frystikerfa getur þú allt eins lokað.
Suva* 404A (HP62) er efnið sem
kemur í stað R22 og R502.
Notkun R502 hefur verið
hætt og R22 verður
bannað fljótlega.
Yerður þitt fyrirtæki
undir það búið?
HjiJián G.0UaAQnF
J Hverfisqöi
Suva
Aðeins frá DuPont
Hverfisgötu 6 • 101 Reykjavfk • Sími.552 0000 • Fax 562 0006 • Netfang kgg@itn.is