Morgunblaðið - 29.10.1998, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.10.1998, Blaðsíða 3
2 C FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1998 + MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1998 C 3 URSLIT Stjaman - HK 24:24 Ásgarður, íslandsmótið í handknattleik, 1. deild karla, 6. umferð miðvikudaginn 28. október 1998. Gangur leiksins: 1:0, 1:4, 3.6, 4:9, 5:12, 8:13, 11:13,11:15,14:15,15:18,18:19,19:22, 21:22, 22:24, 24:24. Mörk Stjörnunnar: Konráð Olavson 13/1, Heiðmar Felixson 4, Rögnvaldur Johnsen 4, Hilmar Þórlindsson 3/1. Varin skot: Ingvar Ragnarsson 5 (þaraf 1 til mótheija), Birkir ívar Guðmundsson 7 (þaraf 3 til mótherja). Utan vallar: 4 mínútur. Mörk HK: Sigurður Sveinsson 10/5, Óskar Elvar Óskarsson 4, Alexander Arnarson 3, Helgi Arason 3, Jón B. Ellingsen 2, Stefán Freyr Guðmundsson 1, Már Þórarinsson 1. Varin skot: Hlynur Jóhannsson 14 (þaraf 4 til mótherja). Utan vallar: 12 mínútur, þaraf fékk Óskar Elvar Óskarsson rautt spjald vegna brots þegar 4 sekúndur voru eftir af leiknum. Dómarar: Bjarni Viggósson og Vlageir Ómarsson, ekki þeirra kvöld. Ahorfendur: 150. Grótta/KR - Haukar 31:31 Seltjarnarnes: Gangur leiksins: 0:1, 1:1, 2:2, 2:4, 6:4, 11:6, 14:7, 17:11, 18:13, 18:15, 18:16, 21:16, 23:22, 25:22, 25:24, 26:25, 28:25, 30:26, 30:30, 31:30, 31:31. Mörk Gróttu/KR: Armands Melderis 11, Zoltan Belany 11/4, Einar Baldvin Árnason 3, Davíð B. Gíslason 2, Gylfi Gylfason 2, Aleksanders Petersons 1, Magnús A. Magn- ússon 1. Varin skot: Hreiðar Guðmundsson 18/1 (þar af þrjú til mótherja), Sigurgeir Höskuldsson eitt til mótherja. Utan vallar: Fjórar mínútur. Mörk Hauka: Halldór Ingólfsson 7, Þorkell Magnússon 6, Kjetil Ellertsen 6/5, Petr Baumruk 3, Sigurjón Sigurðsson 2, Jón Freyr Egilsson 2, Einar Gunnarsson 2, St- urla Egilsson 1, Sigurður Þórðarson 1, Ósk- ar Armannsson 1. Varin skot: Magnús Sigmundsson 6 (þar af þrjú til mótherja), Jónas Stefánsson 8/1 (þar af 3/1 til mótherja). Utan vallar: 6 mínútur. Þar af fékk Sigurjón Sigurðsson rautt spjald fyrir brot þegar 3 sek lifðu af leiknum). Dómarar: Arnar Kristinsson og Gunnlaugur Hjálmarsson. Áhorfendur: 200 til 250 í húsinu Valur-ÍR 29:19 Hlíðarendi: Gangur leiksins: 2:0, 3:1, 3:3, 5:4, 9:4, 1:5, 13:6, 14:8, 16:8, 18:10, 20:13, 22:16, 23:17, 28:17, 28:19, 29:19. Mörk Vals: Daníel S. Ragnarsson 5, Jón Kristjánsson 4, Kári Guðmundsson 4, Davíð Ólafsson 3, Freyr Brynjarsson 3, Ari Allans- son 3/1, Ingvar Sverrisson 2, Ingimar Jóns- son 2, Einar Örn Jónsson 1, Theódór Vals- son 1, Erlingur Richai-dsson 1. Guðmundur Hrafnkelsson 27 (þar af fimm til mótherja). Utan vallar: 10 mínútur. Mörk ÍR: Ragnar Óskarsson 6/2, Finnur Jó- hannsson 5, Ingimar Ingimarsson 3, Ólafur Sigurjónsson 2, Ólafur Gylfason 2, Bjartur Sigurðsson 1. Varin skot: Hrafn Margeirsson 11/1 (þar af sjö til mótherja), Hallgrímur Jónasson 4/1 (þar af tvö til mótherja). Utan vallar: Aldrei. Dómarar: Rögnvaldur Erlingsson og Stefán Arnaldsson voru góðir. Áhorfendur: Um 380. UMFA - Fram 26:29 íþróttahúsið að Varmá: Gangur leiksins: 1:0, 2:1, 4:2, 5:3, 5:5, 9:7, 9:12, 12:15, 15:18, 16:21, 17:24, 20:25, 21:28, 25:28, 26:29. Mörk UMFA: Galkauskas Gintas 7, Jón Andri Finnsson 4/3, Magnús Már Þórðarson 4, Hafsteinn Hafsteinsson 3, Bjarki Sigurðs- son 3/1, Savukynas Gintaras 3, Alex Trúfan 1, Max Trúfan 1. Varin skot: Bergsveinn Bergsveinsson 2 (þar af eitt til mótherja), Ásmundur Einars- son 4 (þar af tvö til mótherja). Utan valiar: 14 mínútur. Jón Andri Finsson fékk rautt spjald fyrir Ijótt brot. Mörk Fram: Magnús Amar Arngrímsson g/2, Andrei Astafejv 7, Björgvin Þór Björg- vinsson 4, Guðmundur Helgi Pálsson 4, Ró- bert Gunnarsson 2, Njörður Árnason 2, Gunnar Berg Viktorsson 1/1, Kristján Þor- steinsson 1. Varin skot: Sebastian Alexandersson 4/1 (þar af 1 til mótherja), Þór Björnsson 6 (þar af 2 til mótherja). Utan vallar: 12 mínútur. Björgvin Björg- vinsson hlaut rauða spjaldið fyrir þrjár brottvísanir. Ddmarar: Guðjón L. Sigurðsson og Ólafur Haraldsson. Mjög slakir. Áhorfendur: Um 400. FH - KA 18:24 íþróttahúsið Kaplakrika: Gangur leiksins: 1:0, 2:4, 5:5, 8:8, 8:12, 9:12, 9:13, 10:15, 14:16, 16:18, 16:20, 17:20, 17:24, 18:24. Mörk FH: Knútur Sigurðsson 7/2, Valur Amarson 3, Sigurgeir Ægisson 3, Lárus Long 2, Guðmundur Petersen 2/1, Gunnar N. Gunnarsson 1. Varin skot: Elvar Guðmundsson 6 (þar af 1 til mótherja), Magnús Ámason 9 (þar af 1 til mótherja). Utan vallar: 6 mín. Mörk KA: Halldór Sigfússon 7/2, Sævar Árnason 5, Heimir Öm Ámason 4, Sverrir A. Bjömsson 3, Jóhann G. Jóhannsson 2, Lars Walther 2. Varin skot: Reynir Þór Reynisson 12/1 (þar af 3 til mótherja). Utan vallar: 12 mín. Dómarar: Þorlákur Kjartansson og Einar Sveinsson. Voru ágætir í síðari hálfleik, eftir afleitan fyrri hálfleik. Áhorfendur: Um 300. Selfoss - IBV 25:25 íþróttahúsið á Selfossi: Gangur leiksins: 1:0, 1:3, 2:5, 6:6, 8:11, 10:14,13:18,14:20,16:24,18:25, 25:25. Mörk Selfoss: Valdimar Þórsson 8/2, Sigur- jón Bjarnason 6, Björgvin Þór Rúnarsson 5/lj Robertos Pauzolis 3, Atli Marel Vokes 2, Armann Sigurvinsson 1. Varin skot: Gísli Guðmundsson 17 (þar af 4 til mótherja), Jóhann Guðmundsson 2/1. Utan vallar: 8 mínútur. Mörk ÍBV: Ciedrius Cernicullius 7, Valgarð Thoroddsen 5/1, Guðfinnur Kristmannsson 4, Daði Pálsson 4, Svavar Vignisson 3, Har- aldur Hannesson 1, Slavisa Ratanovic 1. Varin skot: Sigmar Þröstur Óskarsson 10 (þar af 4 til mótherja). Utan vallar: 12 mínútur. Dómarar: Egill Már Markússon og Lárus H. Lárusson, komust þokkalega frá leikn- um. Áhorfendur: Um 250. Fj. leikja U J T Mörk Stig FRAM 6 5 0 1 172:147 10 HAUKAR 6 4 1 1 180:161 9 UMFA 6 4 1 1 146:133 9 VALUR 6 4 0 2 145:131 8 KA 6 4 0 2 146:136 8 IBV 6 2 1 3 133:131 5 STJARNAN 6 2 1 3 139:146 5 ÍR 6 2 0 4 146:160 4 SELFOSS 6 1 2 3 144:158 4 GRÓTTA/KR 6 1 2 3 151:169 4 FH 6 1 1 4 145:156 3 HK 6 1 1 4 132:151 3 Valur - FH 24:18 Valsheimilið að Hlíðarenda, 1. deild kvenna í handknattleik, miðvikudaginn 28. október 1998. Gangur leiksins: 0:2, 3:3, 3:5, 6:5, 7:9, 9:9, 11:11,12:12,17:12,19:14, 20:16, 22:16, 24:18. Mörk Vals: Þóra B. Helgadóttir 5, Elísabet Sveinsdóttir 5, Gerður B. Jóhannsdóttir 5/3, Anna G. Halldórsdóttir 3, Sigurlaug Rún- arsdóttir 3/1, Sonja Jónsdóttir 2, Eivor Pála Blöndal 1. Varin skot: Larissa Luber 14 (þaraf 5 til mótherja). Utan vallar: 4 mínútur. Mörk FH: Þórdís Brynjólfsdóttir 4, Drífa Skúladóttir 4, Guðrún Hólmgeirsdóttir 3, Björk Ægisdóttir 3/1, Hafdís Hinriksdóttir 2, Hildur Erlingsdóttir 1, Katrín Gunnars- dóttir 1. Varin skot: Jolanda Slapikiene 5 (þaraf 2 til mótherja), Gyða Úlfarsdóttir 1. Utan vallar: 2 mínútur. Dómarar: Guðmundur Erlendsson og Tómas Sigurdórsson. Dæmdu vel enda fengu þeir frið til þess. Áhorfendur: 59. Fj. leikja U J T Mörk Stig VALUR 5 4 0 1 118:94 8 HAUKAR 4 4 0 0 93:86 8 STJARNAN 4 3 0 1 111:86 6 FRAM 4 2 1 1 109:92 5 VlKINGUR 4 2 1 1 83:74 5 /BV 4 2 1 1 87:82 5 FH 4 1 0 3 84:87 2 GRÓTTA/KR 4 0 1 3 74:91 1 KA 3 0 0 3 54:76 0 ÍR 4 0 0 4 61:106 0 Knattspyma Evröpukeppni U-16 ára: Pólland - ISLAND....................2:2 - Grétar Gíslason, Ólafur Páll Snorrason. ■Holland vann Liechtenstein 4:1 í gær og íslands mætir Liechtenstein á morgun. England Þriðja umferð deildarbikarkeppninnar: Birmingham - Wimbledon .............1:2 Chelsea - Aston Villa ..............4:1 Crewe - Blackburn ..................0:1 Derby - Arsenal.....................1:2 Leeds - Bradford....................1:0 Man. United - Bury..................2:0 ■Eftir framlengingu. Middlesbrough - Everton.............2:3 ■Eftir framlengingu. Skotland Úrvalsdeildin: Dundee - Dunfermline ...............1:0 Motherwell - Rangers................1:0 Þýskaland 3. umferð bikarkeppninnar: Duisburg (I) - Bayem Munich (I) ....2:4 TB Berlin (II) - Hertha Beriin (I)..4:2 Werder Bremen (I) - Diisseldorf (II) .. .3:2 Ítaiía Fyrri leikir í 3. umferð bikarkeppninnar: Udinese (A) - Vicenza (A)...........0:0 Sampdoria (A) - Bologna (A) ........0:0 Fiorentina (A) - Lecce (B) .........1:0 Atalanta Bergamo (B)- AS Roma (A) .. .1:1 Inter Milan (A) - Castel di Sangro (C) . .1:0 Bari (A) - Parma (A) ...............1:2 Holland Bikarkeppnin, 2. umferð: Willem II - Zwolle (II) ............0:2 Ajax - UDI ‘19 (AM).................9:0 Go Ahead (II) - Doetinchem..........3:2 I kvöld Körfuknattleikur tírvalsdeild: Akranes: ÍA - Keflavík.....20 Borgames: Skallagr. - Þór Ak .. 20 Grindavík: UMFG - Haukar .... 20 Njarðvík: UMFN - KR........20 Hlíðarendi: Valur - UMFT...20 HANDKNATTLEIKUR HANDKNATTLEIKUR Darr- aðar- dans í Ásgarði Darraðardans var stiginn á fjölum íþróttahússins í Ásgarði er heimamenn máttu teljast góðir að ná öðru stiginu úr viður- jvar eign sinni við nágranna Benediktsson sína í HK, lokatölur skrifar 24:24. Baráttuglaðir HK-menn voru mættir til að vinna og lengi vel leit út fyrir að svo yrði. Ovandaður leikur þeirra í lokin kom þeim í koll og gaf Stjörn- unni færi á að jafna metin áður en yfir lauk. Það sá Hilmai' Þórlindsson um að gera úr vítakasti 4 sekúndum fyrh' leikslok eftir að Oskar Elvar Oskarsson hafði brotið á besta manni leikvallarins, Konráði Olav- syni, í hraðaupphlaupi. Rétt áður hafði Guðjón Hauksson farið illa að ráði sínu hinum megin vallarins í upplögðu færi. Jafntefli var niður- staðan, hún var ekki sanngjörn, en vítakastið sem Stjarnan jafnaði úr var hins vegar sanngjarnt þó margt megi segja um frammistöðu dómar- ana. Annars var baráttan í fyrirrúmi allan tímann og þar áttu Garðbæing- ar undir högg að sækja frá nágrönn- um sínum sem komu ákveðnir til leiks, náðu fljótt góðri forystu og svo virtist sem öll vopn Stjörnumanna snerust í höndum þeirra. Um miðjan fyrri hálfleik var forysta HK fimm mörk, 9:4, og rúmum fímm mínútum fyrir leikhlé, 13:7. Þá fóru Garðbæ- ingar að fínna taktinn, vörnin batn- aði og sóknarleikurinn vai' hnitmið- aðri. Tókst þeim að minnka muninn í tvö mörk fyrir hlé, 13:11. I upphafí síðari hálfleiks virtist sama ládeyðan ætla að taka sig upp hjá Stjörnunni og framan af fyrri hálfleik. HK hafði lengst af tveggja til þriggja marka forystu. Þegar hálf áttunda mínúta var eftir var forysta HK þrjú mörk, 22:19. Garðbæingar sýndu hins vegar sjaldgæfan bar- áttuvilja í lokin og kræktu í annað stigið. Konráð var bestúr leikmanna Stjörnunnar, fór hamförum í vörn jafnt sem sókn þar sem hann skoraði mörk hvaðanæva af vellinum, en í heild vai' lið heimamanna slakt. HK-liðið barðist af dugnaði allan leikinn og kappið bar þá e.t.v. ofur- liði einnig því oft vantaði yfirvegun og skynsemi í leikinn, einkum á lokakaflanum. Sóknarloturnar voru langar og þolinmæði dómara í þeirra garð var of mikil á stundum. Vömin er hins vegar sterk með Jón B. Ell- ingsen fremstan í flokki. Hreint á heimavelli Við ætlum okkur að halda hreinu á heimavelli," sagði Eivor Pála Blöndal eftir að Valur hafði lagt FH 24:18 í 1. deild kvenna í Stefán gærkvöldi. „Við ætlum Stefánsson að halda okkur við skrifar toppinn og stefnum auðvitað að því að ná efsta sætinu,“ bætti hún við. Varnir liðanna voru grimmar til að byrja með og leikmenn urðu því rag- ir í sóknaraðgerðum sínum og skot urðu óvönduð. Skipst var á um forystu allt fram í byrjun síðari hálfleiks er staðan var 12:12. Fimm valsmörk í röð gerðu út um leikinn. Þóra B. Helgadóttir og Anna G. Halldórsdóttir voru bestar í liði Vals. Eivor átti einnig góðan leik ásamt Gerði B. Jóhannsdóttur sem var vel gætt lengstum. Hjá FH voru þær Þórdís Brynjólfsdóttir og Drífa Skúladóttir allt í öllu. Markvarslan var ekki uppá marga físka hjá liðinu að þessu sinni. Galkauskas Gintas, skyttan Morgunblaðið/Golli liði Aftureldingar, reynir hér að komast framhjá þeim Gunnari Berg Viktorssyni og Andrei Astafejv í vörn Framara í leiknum í gærkvöldi. Skrautlegt að Varmá FRAMARAR hafa tyllt sér á topp 1. deildar eftir 26:29-sigur á Aftur- eldingu í Mosfellsbænum í gærkvöldi. Sigur gestanna var sanngjarn og mun öruggari en lokatölurnar gefa til kynna. Björn Ingi Hrafnsson skrifar Fjölmargir áhorfendur lögðu leið sína í Mosfellsbæinn í gærkvöldi og sköpuðu þétta og skemmtilega stemmningu með tilheyr- andi hávaða. Heimamenn voru eilítið ákveðnari í byrjun og höfðu forystu fyrstu tuttugu mínútur leiksins. Gestirnir voru þó aldrei langt undan og varð forysta Aftureldingar aldrei meiri en tvö mörk. Skömmu fyr- ir leikhlé snerist taflið svo algjörlega við og sóknir heimamanna tóku að brotna á feiknasterkri Framvörninni. Þetta nýttu gestirnir sér og náðu þriggja marka forystu, og hana höfðu þeir í leikhléi, 12:15. Seinni hálfleikur varð síðan æði skrautlegur. Framvörnin hélt sínu striki og virtust leikmenn Afturelding- ar ekki eiga við henni sannfærandi svör. Andrei Astafejv hafði verið eink- ar ógnandi í sókninni í fyrri hálfleik en Magnús Arnar Arngrímsson átti að sama skapi í vandræðum með fjöl- mörg skot sín. Þeir höfðu hlutverka- skipti í leikhléi, allt rataði rétta boð- leið hjá Magnúsi fyrri hluta seinni hálfleiks og á þeim tíma lögðu Framarar grunninn að sannfærandi og sanngjörnum sigri. Undir lokin missti Magnús síðan dampinn, eins og raunar flestir aðrir á vellinum; á síð- ustu tíu mínútunum tókst Frömurum til að mynda aðeins að skora tvö mörk og Afturelding fjögur og mistökin urðu mýmörg beggja megin. Ekki bætti úr skák að dómararnir, þeir Guðjón L. Sigurðsson og Ólafur Har- aidsson, misstu algjörlega tökin á leiknum - hafi þeir einhvern tíma haft þau fyrir - og ráku menn algjörlega tilviljunarkennt af velli. Fengu tveir að líta rauða spjaldið, sinn í hvoni lið- inu, og þótt ekki skuli þeim brott- rekstrum mótmælt, skal jafnframt fulljrrt að á löngum köflum hafí svo al- gjörlega skort samræmi í dómum, að hreinustu fírn verða að teljast. Frammistaða þeirra var þó jafnslök, ef svo má segja, og hafði því ekki telj- andi áhrif á úrslit leiksins. í liði heimamanna bar mest á Gal- kauskas Gintas, litháísku skyttunni, sem oft braust laglega í gegn og sýndi mikla baráttu. Aðrir áttu í mesta basii með varnarmúr Framara. Vörnin náði sér heldur ekki á strik og því síður markverðirnir þar fyrir aftan, því markverðir liðsins náðu aðeins að verja sex skot í leiknum og í fyrri hálf- leik náði Bergsveinn Bergsveinsson aðeins að verja eitt skot, sem ofan í kaupið rataði aftur tii mótherjanna. I liði Framara bar mest á skyttun- um Magnúsi Ai-nari og Andrei. Sigur- inn var þó liðsheildarinnar og maður virðist koma í manns stað. Þannig gekk Gunnar Berg Viktorsson ekki al- veg heill til skógar og markvörðurinn Sebastian varð að hvíla í seinni hálf- leik eftir að hafa tognað. Að auki verð- ur Oleg Titov ekki með í bráð og samt sem áður virðist liðið mjög sterkt. Slíkt ber góðri breidd glöggt vitni og á eftir að reynast dýrmætt þegar líða tekur á veturinn. Guðmundur Guðmundsson, þjálfari liðsins, var enda mjög sáttur að leik loknum. „Það er mjög gott að vinna hér í ljónagryfjunni í Mosfellsbæ. Við áttum í vandræðum vegna meiðsla og þess vegna er þessi sigur virkilega sætur.“ Grótta/KR kastaði frá sér sigrínum Steinþór Guðbjartsson skrifar Grótta/KR fór illa að ráði sínu þegar liðið gerði jafntefli, 31:31, við Hauka á Seltjarnarnesi í gærkvöldi. Nýliðam- ir voru mun betri og með örugga forystu frá sjöupdu mínútu en misstu hana niður í jafntefii undir lokin. Sigurvissir Haukar vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið en lánið lék við þá og barátt- an skilaði stigi. Haukar skoruðu úr fjórum fyrstu sóknum sínum og komust í 4:2 en Grótta/KR var fímm mörkum yfir, 11:6, þegar stundarfjórðungur var af leik og náði mest sjö marka for- ystu, 14:7, en munurinn var þrjú mörk í hléi, 18:15. Fljótlega í seinni hálfleik var staðan 21:16 en Haukar náðu að klóra í bakkann og voru þrisvar nálægt því að jafna. í öll skiptin tókst Gróttu/KR að ná tveggja marka forustu eða meir á ný og þegar liðlega sex mínútur voru eftir var staðan. 30:26. Þá gengu heilladísirnar í lið með Hauk- um; Jónas Stefánsson varði vítakast, Armands Melderis skaut í slá og síðan var ruðningur dæmdur á hann en í öll skiptin svöruðu gest- irnir með marki. Þeir jöfnuðu síðan úr vítakasti þegar 90 sekúndur voru til leiksloka og þar við sat. Grótta/KR kastaði frá sér sigrin- um. Sóknarleikur liðsins var oft mjög góður þar sem Armands Melderis og Zoltan Belany fóru fremstir í flokki og léku við hvern sinn fíngur, gerðu sín 11 mörkin hvor. Zoltan hefur verið með bestu mönnum Islandsmótsins undanfarin ár og sýni hann stöðugleika og leiki eins og í gærkvöldi myndi hann styrkja landsliðið. En þrátt fyrir góðar sóknir lengst af gerðu heima- menn allt of mörg sóknarmistök og þau ásamt slakri markvörslu kost- uðu stig. Fyrirliðinn Einar Baldvin Arnason var sá eini sem þorði að Ótrúlegur lokakafii Sigurður Fannar Guðmundsson skrifar Þær voru ótrúlegar lokamínút- urnar í leik Selfoss og ÍBV sem fram fór í íþróttahúsinu á Selfossi í gærkveldi. Eftir að hafa verið yfir nánast allan leikinn var IBV í góðri stöðu 18:25 þegar rúmar 9 mín- útur voru til leiksloka en þá setti vörn Selfoss og Gísli markvörður í lás og Selfyssingar skoniðu sein- ustu 7 mörk leiksins og Sigurjón Bjarnason þjálfari jafnaði 25:25 eft- h' hraðaupphlaup þegar 12 sekúnd- ur voru til leiksloka. Jafntefli var staðreynd. Leikurinn einkenndist af miklum mistökum á báða bóga og voru Sel- fyssingar mun drýgri í mistökunum framan af leik, leikmenn IBV gengu á lagið og náðu mest 8 marka forystu um miðjan seinni hálfleik. Eyjamenn voru alltaf skrefinu á undan og staðan í hálf- FH-ingar voru heillum horfnir FH-ingar hafa ekki riðið feitum hesti í upphafí móts og í gær urðu þeir að sætta sig við sex marka tap á móti KA á heimavelli sínum, 18:24. Þetta var fjórði tapleikur liðsins í sex umferðum, en liðið hefur aðeins unnið einn leik og er í neðsta sæti ásamt HK með þrjú stig. KA er hins vegar með í toppslag deildarinnar með 8 stig. KA byrjaði vel og var búið að ná tveggja marka forskoti eftir 8 mínútur þrátt fyrii' að missa tvo menn út af á upphafsmínútunum. Sverrir Bjöms- son fékk tveggja mínútna brottvísun strax á fyrstu mínútu leiksins og þótti mörgum það strangur dómur. Þrátt fyrir að dómararnir, Einar Sveinsson og Þorlákur Kjartansson, reyndu allt hvað þeir gátu til að koma FH-ingum inn í leikinn tókst það ekki. Reyndar náði FH að jafna en á lokakaflanum gerði KA fimm mörk á móti einu og hafði yfir í hálfleik, 9:13. Munurinn var orðinn fimm mörk í upphafi síð- ari hálfleiks, en FH náði að klóra í bakkann og minnka muninn í tvö mörk, 16:18, þegar síðari hálfleikur var hálfnaður. Þá tók Reynir Þór sig til í markinu og varði allt hvað af tók með þeim ár- angri að FH kom aðeins tveimur mörkum í gegn áður en flautað var til leiksloka. Öruggur sigur KA í höfn, 18:24. KA var ekki að spila vel, en nógu vel til að vinna slakt lið FH. Sævar Árnason fór fyrh- liðinu í fyrri hálfleik og gerði þá fimm mörk. í síðari hálfleik tók Heimir Ái-nason við hlutverki Sævars og gerði fjögur mörk. Halldór Sigfússon stjórnaði leik liðs- ins og komst vel frá sínu og var markahæstur með 7 mörk. Reynir Þór varði vel í lokin, en hafði að- eins varið fjögur skot í fyrri hálfleik. FH-ingar verða að fara að gera bragarbót á sóknarleik sínum, sem var afskaplega tilviljunar- kenndur og slakur. Knútur var heillum horfínn í fyrri hálfleik. Hann lauk flestum sóknum liðsins og skaut átta sinnum á markið án þess að skora og eina markið sem hann gerði í hálfleiknum var úr vítakasti. Hann fann sig betur í síðari hálfleik og gerði þá sex mörk, þar af eitt úr víti. Skyttan unga, Sigurgeir Ægisson, var ógnandi í fyrri hálfleik en fann ekki smugu í síðari. Gömlu kempurnar, Gunnar Beinteiásson og Hálfdán Þórðarson, léku allan leikinn:í sókn en komust ekki á blað. Sóknarnýting FH var 34% á móti 49% hjá KA. H- Hamagangur að Hlíðarenda leik var 10:14. Seinni hálfleik hófu Eyjamenn af sama krafti og juku forystuna. Það verður því að teljast nokkuð undar- legt að þeir skuli ekki hafa náð sigri, en svo virðist sem liðin hafi haft hlutverkaskipti. Eyjamenn fóru að gera mistökin. Á kafla misstu þeir reyndar marga menn útaf og léku 3 í skamman tíma. Það var þó ekki sá kafli sem gerði úts- lagið því þegar liðið var fullmannað skildu 5 mörk liðin. Eins og áður sagði voru lokamín- útur leiksins afar skrautlegar þar sem Selfoss skoraði hvert markið af öðru á meðan ekkert gekk upp hin- um megin. I heildina má segja að Selfossliðið hafi ekki leikið vel, það var fyi'st og fremst Gísli Guð- mundsson markvörður sem hélt lið- inu á floti og sigurvilji og barátta seinustu mínúturnar _sem tryggðu liðinu annað stigið. Á þeim kafla léku Sigurjón, Björgvin og Valdi- mar stór hlutverk í sókninni. Hjá Eyjamönnum var Valgarð Thoroddsen drjúgur í sókninni og Daði átti fína spretti en yfir höfuð lék liðið ekki sem best það getur og ótrúlegt áhugaleysi í lok leiks- ins verður að teljast eitthvað sem Þorbergur þjálfari þarf að skoða betur. taka af skarið um miðjan seinni hálfleik og gerði þá þrjú mörk en ónefndir þoldu ekki álagið þegar á reyndi. Reyndar má ýmislegt setja út á dómarann Arnar Kristinsson, sem virtist vera eitthvað í nöp við Zoltan og og lét mótherjana komast upp með brot á honum hvað eftir annað, verðlaunaði þá jafnvel fyrir slíkt, en hann gerði ekki útslagið, þó slakur væri. Haukar eru með gott lið en þeir virtust mæta sigurvissir til leiks og varð hált á því. Vörnin var slök og markvarslan eftir því en baráttan var aðal liðsins og öðrum til eftir- breytni. Þó útlitið væri svart gáfust Hafnfírðingarnir aldrei upp og jaxlarnir Halldór Ingólfsson, Petr Baumruk, Kjetil Ellertsen og Þorkell Magnússon gerðu mikil- væg mörk undir Iokin. Breiddin var til staðar en of mikið var um mistök í sókninni eins og hjá mótherjunum. Logi Jes yfiríSH LOGI Jes Kristjánsson, sund- maður úr Vestinannaeyjum, hefúr gengið til liðs við Sund- félag Hafnarfjaröar. Hann hefur verið búsettur erlendis í nokkur ár en er að flytja heim og mun setjast að í Hafnarfirði. Hann leitaði því til SH með það í huga að synda í Bikarkeppni SSÍ, en gamla félagið hans, ÍBV, hef- ur ekki tekið þátt í bikar- keppninnii með fullt lið svo árum skiptir. Logi, sem er einn fremsti sundmaður landsins, fær reyndar ekki að keppa með SH í bikarkeppn- inni vegna mistaka hjá stjórn sunddeildar ÍBV. Enn dnegst NBA ENN mun það dragast á Iang- inn að keppni í NBÁ-deildimii f körfuknattleik hefjist vegna launadeilu á milli leikmanna og stjprnenda félaga í deild- inni. I gær tilkynnti sljórn deildarinnar að hún hefði gef- ið upp alla von um að leikið verði f síðari hluta nóvember ems og vonir stóðu til. Áður hafði keppni í fyrri hluta mánaðarins verið aflýst. Einnig hefur verið afmunstruð viðureign á milli San Antonio Spurs og Los Angeles Clippers sem hafði verið sett á dagskrá í Mexíkó- borg 12. desember. Ástæðau er verkfallið margumtalaða. Hamagangur var mikill að Hlíðarenda í gær- kvöldi þegar ÍR-ingar sóttu Valsmenn heim og fengu áhorfendur nóg að sjá að því leyti en minna af góðum handknattleik. Stefán Gestirnir höfðu þó ekki erindi sem Stefánsson erfiði því varnarleikur Vals var skrifar gríðarsterkur og í sókninni skiptust 11 leikmenn á um að skora en lykill að 29:19 sigri Vals var samt markvörðurinn Guð- mundur Hrafnkelsson, sem varði 27 skot - flest úr opnum færum. Hraðinn var mikill strax í upphafi enda stóð hver sókn í tæpa hálfa mínútu að meðaltali fyrsta stundarfjórðunginn. Varair voru grimmar og mörkin fá því mistökin voni líka fjölmörg. Um miðjan fyrri hálfleik í stöðunni 5:4 náðu Vals- menn betri tökum á sínum varnarleik og Guð- mundur hirti flesta bolta, sem sluppu í gegn svo að sóknir IR m-ðu frekar endaslepptar og mikið um óyfíi'veguð skot. Valsmenn gengu á lagið og náðu sjö marka forskoti. Eftir hlé héldu Breiðhyltingai' í horfínu fram í miðjan hálfleik en tóku sig þá til í vörninni og freistuðu þess þá að brjóta upp sóknir Vals með því að taka tvo jnenn úr umferð. Það gekk fyrst í stað en sóknir ÍR enduðu eftir sem áður flestar á Guðmundi í markinu. Þá skiptu Valsmenn flest- um af varamannabekknum inná og þeir leikmenn þökkuðu pent fyrir sig með baráttu og skemmti- legum mörkum, sem jók forystuna enn frekar. „Við lékum góða vörn og Guðmundur í mark- inu sá um sig svo að ÍR-ingar komust aldrei al- veg á flot,“ sagði Jón Kristjánsson, leikmaður og þjálfari Vals, eftir leikinn en allir útileikmenn nema einn komust á markalistann. Slík reynsla mun eflaust skila sér vel síðar meir þegar kemur að úrslitakeppni. „Við leyfðum öllum á vara- mannabekknum að finna sig í svona leik og þeir stóðu sig með prýði,“ bætti Jón við. Listinn yfir hverjir stóðu sig vel er of langur til að telja upp því allir áttu sinn hlut í sigrinum en hlutur Guð- mundar markvarðar var þó langstærstur. ÍR-ingar höfðu á brattann að sækja allann leikinn og börðust fyrir sínu en var rækilega refsað fyrir öll mistök. Liðið sýndi þó með bar- áttunni að það er til alls líklegt. Finnur Jóhanns- son var bestur gestanna, dreif félaga sína áfram og Ragnar Oskarsson átti einnig ágætan leik. • « ÞJALFARAMENNTUN KSI B-STIG 20.—22. nóvember Fræðslunefnd KSI heldur B-stigs þjálfaranámskeið í Reykjavík 20.—22. nóvember 1998 samkvæmt kennslu- skrá um þjálfaramenntun. Þátttakendur þurfa að hafa lokið A-stigi KSÍ. Námskeiðsþættir: - Sálarfræði - Líffæra- og lífeðlisfræði - Knattspyrnutækni - Leikfræði - Þjálffræði - Kennslufræði - Leikreglur Skráning er hafin á skrifstofu KSÍ sem veitir allar nánari upplýsingar í síma 510 2900. GOÐ ÞJALFUN - BETRI KNATTSPYRNA.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.