Morgunblaðið - 16.12.1998, Side 1

Morgunblaðið - 16.12.1998, Side 1
 Uss! Tikk takk BUNDIÐ er fyrir augun á öllum þátttakendum, sem standa í hnapp í miðju herbergisins eða dyragætt- inni. Og nú er eins gott að fara hljóðlega því leikur- inn gengur út á að finna t.d. vekjaraklukku sem búið er að fela í herberginu (eða einhvers staðar í íbúð- inni). Eina sem við er að styðjast er þetta hljóð: tikk takk, tikk takk. Sá vinnur auðvitað sem fyrstur fínn- ur klukkuna. P.S. Gott ráð er að ferðast um á fjórum fótum í þessum leik til þess að forðast harða árekstra og pústra við menn, húsgögn og dyrastafi. Penna vinir Ég er 10 ára og langar að eignast pennavini, helst stelpur, á aldrinum 9-10 ára. Ahugamál mín eru margvísleg. Svara öllum bréfum. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Sigurlín B. Atladóttir Baughúsum 37 112 Reykjavík Ég heiti Eygló og vil eignast pennavini á aldr- inum 10-12 ára, ég er 11 ára. Ahugamál: hestar, dýr, handbolti, sund og allar aðrar íþróttir. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Eygló Björnsdóttir Miðbraut 23 170 Seltjarnarnes Mig langar alveg rosa- lega í eldhressa pennavini á aldrinum 12-14 ára. Sjálf er ég eldhress 12 ára stelpa frá Egilsstöðum. Áhugamálin mín eru mörg, t.d. skemmtilegt fólk, góðir vinir, ýmsar teiknimyndapersónur, t.d. Tweedy Bird, Tommi og Jenni, Bart og Homer Simpson og fleiri, góð tón- list, góðir leikarar, flott föt, góðar bíómyndir, flott- ir skór, verslunarleiðangr- ar, Grease, Titanic, Kate Winslet, Leonardo Di- Caprio, sætir og skemmti- legir strákar, útivist, ferðalög erlendis, Fri- ends-sj ónvarpsþátturinn, göngutúrar í bænum og óteljandi fleira. Ég vil helst fá mynd með fyrsta bréfi en það er ekki nauð- synlegt. Ég reyni að svara öllum bréfum. Og skrifið FLJÓTT! Bless, bless. Urður A. Ómarsdóttir Bláskógum 12 700 Egilsstaðir Ljós í myrkri - hundgá ÞEIR frændur og vinir As- geir Þór Magnússon, 7 ára, Hábergi 16, 111 Reykjavík, og Þórólfur Ólafsson, 9 ára, Holtsbúð 18, 210 Garðabæ, óska eftir að myndir þeirra verði birtar í Morgunblað- inu, þ.e. Myndasögunum. Með fyrirfram þakklæti fyrir birtinguna og fyrir frábært blað. Kveðja, mamma Þórólfs. BRANPARAR| ÞRAUTIR~t l°ÁTUR» LEIKIR | Heimilisfang: MYNDASÖGUR MOGGANS Morgunblaðinu Kringlunni 1 103 Reykjavík D BLAÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.