Morgunblaðið - 17.01.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.01.1999, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 17. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Árni Sæberg . FJOLSKYLDAN er sammála um að kennarastarfið sé mun rneira krefjandi nú en áður og of mikill tími fari í að miðla málum, halda frið og leita úrræða fyrir erfiða einstaklinga. Kennarar vilji fá tíma til að kenna enda hafi þeir sérhæft sig í því. ustu árum, að menntamálaráðu- neytið hefur tekið ákvörðun um að setja fjármagn til endurmenntunar og í þróun námsefnis í samræmi við nýja námskrá og er það vel.“ Nýjungar teknar upp Asgeir hefur að ýmsu leyti verið brautryðjandi á sínum ferli, bæði sem skólastjórnandi og forstjóri. Skömmu fyrir 1960 staðfærði hann skólaþroskapróf að íslenskum að- stæðum ásamt Jónasi Pálssyni sál- fræðingi, en þessum prófum hafði hann kynnst þegar þau Sigríður fóru í árs framhaldsnám til Dan- merkur. „Prófin voru í allmörg ár lögð fýrir sex ára börn og var und- anfari þess að þau fóru að sækja skóla og urðu skólaskyld 1990.“ Undir stjórn Ásgeirs varð Hlíða- skóli fyrstur Reykjavíkurskólanna til að taka upp blöndun í bekkjum á árunum 1967-68 og brautryðjandi í að taka hreyfihamlaða nemendur inn í almennan skóla. Markmiðið var að blanda þeim eins og mögu- legt væri inn í almenna kennslu og er þetta starf ennþá við lýði. Asgeir segir að þessi blöndun hafi verið gíf- urlega þroskandi fyrir alla, bæði hina fjölfótluðu, aðra nemendur og starfsfólkið. Asgeir lagði einnig mikla áherslu á samstarf við foreldra og er eitt elsta starfandi foreldrafélag lands- ins í Hlíðaskóla, en það var stofnað 1969. Síðan hefur starf foreldrafé- laga stöðugt vaxið og áhrif foreldra á skólastarf. „Þarna held ég að verði mikið afl sem eigi eftir að virkja betur en gert er í dag,“ segir Ásgeir og undir það tekur Sigríður. „Ég myndi vilja breyta vinnulög- gjöfinni þannig að það sé eins sjálf- sagt að fara í viðtal í skólann eins og til læknis, svo að skólinn geti boðað foreldra til sín á vinnutíma og það yrði viðurkennt af vinnu- veitanda,“ segir hún. Pessu samsinna dæturnar og segja að það yrði verulega til bóta, því foreldrasamstarf fari iðulega fram á kvöldin eða um helgar. Kennslumiðstöðin opnaði dyr fyrir kennara Þá má geta þess, að undir for- stöðu Ásgeirs var sett á stofn Kennslumiðstöð hjá Námsgagna- stofnun, sem var starfrækt í 11 ár en síðan flutt til Kennaraháskól- ans. „Með miðstöðinni opnuðum við stofnunina fyrir áreiti frá kennurun- um og buðum upp á nám- skeið, fyrirlestra, sýning- ar og fleira. Miðstöðin opnaði mikil tengsl við starfandi kennara," segir hann. Pegar því er varpað fram, að nú standi til að breyta Námsgagnastofnun hlær Ásgeir við og segir að það hafí verið á döfinni svo lengi sem hann muni. „Strax á fyrsta ári mínu við stofnunina var sett á laggirnar nefnd til þess að skoða það mál. Síðan hefur verið í umræðunni að breyta stofnuninni. Að þessu sinni er þó búið að taka ákvörðun um að Skólavörubúðin verði seld eða henni komið yfir á annan vettvang. Að öðru ; leyti trúi ég að enn um hríð muni stofnunin hafa það hlutverk sem hún hef- ur núna. Ég held að í þessu litla þjóðfélagi, þar sem markaðsöflin geta illa ráðið við samkeppni á þessu sviði sé nauðsynlegt að hafa stofnun sem þessa sem ber ábyrgðina. Ef menn færu út í samkeppni mundi það áreiðan- lega leiða til vissrar einokunar á því efni sem aðrir gæfu út vegna þess að samkeppnisumhverfið er ekki til staðar. Hitt er annað að til þess að stofn- unin geti staðist kröfur tímans verð- ur hún alltaf að fylgjast með og reyna að vinna efnið mjög vel. Eig- inlega má henni ekki mistakast, vegna þess að fjármagnið er tiltölu- lega lítið.“ Áhrif námsstjóra mikil Sign'ður hefur ekki síður verið farsæl í starfi en Ásgeir. Hún hætti að kenna 1978 en þá var hún ráðin námsstjóri í menntamálaráðuneyt- inu, fyrst í samfélagsfræði en síðar fyrir byrjendastigið almennt. Frá árinu 1974 hafði hún meðfram kennslu unnið að námsefnisgerð í samfélagsfræði á vegum ráðuneyt- isins. Á þessum árum voru námsstjór- arnir með endui-menntunina á sinni könnu auk námsefnisgerðarinnar og voru þar af leiðandi mjög áhrifa- miklir. Þegar Sigríður tók við al- mennri námsstjóm 1991 var búið að leggja niður nánast allar fagstjóra- stöðurnar. „Hugsunin var sú að færa starfið meira út á vettvang í stað þess að hafa stjórnunina í ráðu- neytinu. Þótt ég sé hlynnt því held ég að yfirsýnina vanti og gæti best trúað að stöður námsstjóra yrðu teknar upp aftur í ráðuneytinu," segir hún. Hún kveðst vera ánægð með að nú sé markvisst unnið að þróun nýrrar námskrár og um leið að sam- „Foreldarnir trúa oft ekki að barnið þeirra aðhafist eitthvað rang. Það er oft mælt upp í börnunum, sem eru farin að svara kennurunum: Láttu mig í friði eða ég kæri þig!“ fellu milli allra skólastiga. „Nú er í fyrsta skipti horft á skólakerfið sem eina heild. Einnig er verið að reyna að finna leiðir í framhaldsskólunum til að hafa mjög sveigjanlegt nám íyrir alla hópa, þannig að valið verði miklu meira. Eitt hræðist ég þó og það er of mikill samanburður á milli nemenda og þessi áhersla á próf. Hvernig á að meta nemendur? Á að meta þá í ákveðnum gi-einum? Hvað með alla hina hæfileikana, til dæmis á list- rænum sviðum, í skapandi starfi og mannlegum samskiptum? Ég er hrædd um að þessir þættir verði út- undan. Tilhneigingin er að færa bóklegar greinar niður á við, en það má ekki verða til þess að minni áhersla verði lögð á tilfinningalegu og félagslegu þættina í námi ungra barna. Hversu mikið kemur hörð, akademísk þekk- ing bami að góðu, sem hefur ekki félagslegan þroska, leggur önnur börn í einelti eða á erfitt með sig? Að mínu mati þarf að skoða persónumar heildstætt en ekki út frá einstökum námsgreinum. Núna er krafan um að skólar sýni árangur og þá getur tilhneigingin orðið sú að það fari ekki allir í próf- ið til þess að skólinn komi vel út.“ Við þetta bætir Ásgeir að kennarar læri fljótt á kerfið. „Nýlega vom tekin upp stöðupróf fyrir yngri nemendur. Við heymrn að kennarar séu þegar farnir að þjálfa fyrir þessi próf, en þau voru sett til þess að kanna hvar nemendur stæðu til þess að hægt væri að vinna út frá því.“ Blöndun eða röðun? Sigríður tekur fram að stefnan hafi verið að blanda öllum nemendum saman í grannskólann sem hún telur af hinu góða. Hins vegar geri það kenn- uram og skólamönnum miklu erfiðara íyrir að halda utan um hópinn, sem sé óskaplega breiður. - Má ekki rekja hluta af vandamálum skólans til þess tíma þegar ákveðið var að taka upp blöndun íbekkjum? „Að sjálfsögðu hefði átt að fylgja því miklu betur eftir með fækkun í bekkjum, að kenna kennurum að takast á við þessa blöndun og auka fjölbreytni námsefnisins. I blönduð- um hópi er ekki verið að kenna öll- um það sama og kennarinn þarf að vera með ýmiss konar námsefni í gangi," segir Sigríður. Ásgeir segist ekki mundu vilja sjá röðun í bekki aftur. „Nemendur eru ólíkir og vandamálin margþætt. Þú getur verið með fluglæsan nem- anda, sem á við eitthvert annað vandamál að glíma. Einnig geta verið nemendur sem skara fram úr í listgreinum en eiga ekki auðvelt með lestur. Eftir hverju á að raða?“ spyr hann. Brynhildur segir að þessi mál hafi verið rædd lítillega í Mýrar- húsaskóla og þar séu menn jafnvel að komast á þá skoðun að eins mik- il blöndun og er núna sé ekki rétt. „Ég held að kennarar verði að finna þarna eitthvert jafnvægi, ekki síst gagnvart meirihlutanum sem fær ekki að njóta sín vegna truflunar." Undir þetta tekur Margrét og segir að þetta sé að nokkru leyti gert í Snælandsskóla, þar sem börn sem una ekki í bekk af ýmsum ástæðum séu í svokölluðu skjóli en eigi samt sinn heimabekk og fari til dæmis með honum í heimilisfræði. Blómlegt listalíf - gott skólakerfi - Nú hafið þið bæði verið í a 1- þjóðlegu samstarfí í tengslum við störf ykkar. Að undanfömu hafa veríð miklar yfírlýsingar um að menntun íslenskra barna sé slök og þau séu lítt samkeppnishæf. En er þaðsvo? „Þá ertu að vísa til TIMSS-rann- sóknarinnar, þar sem íslensku börnin komu illa út í stærðfræði. Það er erfitt að taka eina grein út úr, einblína á hana og bera saman við lönd, þar sem bæði þjóðfélagið og allt skólakerfið er öðruvísi upp byggt en hjá okkur. Hér erum við með gott almennt nám. Okkur nægir að líta til listalífsins hér á landi. Það væri ekki svona blóm- legt, ef skólakerfið væri ekki gott og gæfi ýmsa möguleika til náms,“ segja þau og ræða í framhaldi af því um hinn mikla aga sem almennt ríkir í hinum ýmsu Asíulöndum, en nú leggi þau áherslu á að sveigja skólastarf sitt í átt að vestrænni menningu. Viðurlög skortir við agabrotum Ásgeir tekur fram að í umræð- unni um aga megi ekki einblína ein- göngu á skólana, því að þeir séu hreinlega spegilmynd af þjóðfélag- inu. „Ef skóli er agalaus, hvað þá með þjóðfélagið? Er það ekki svolít- ið agalaust og hefur verið það í nokkuð langan tíma? Sé það svo, þá er ekki nema eðlilegt að nemendur og hugsanlega kennarar, sem koma úr langvarandi agalausu uppeldi þjóðfélagsins, setja mark sitt á starf skólanna.“ Þau benda einnig á að ofbeldi sé að færast í vöxt meðal nemenda en kennarar séu bundnir af því að geta lítið aðhafst, annars geti þeir átt á hættu að vera sakaðir um að leggja börnin í einelti. „Ef á að banna eitthvað eða taka á vanda- málum eru alltaf einhverjir sem rísa upp og mótmæla," skýtur Ingi- björg inn í. „Til eru umgengnisreglur í hverj- um skóla, en séu þær brotnar era ekki til nein viðurlög um hvemig á að refsa fyrir brotið," bætir Bryn- hildur við. Sigríðui- bendir á að við endur- skoðun grannskólalaganna hafi verið samdar nýjar reglugerðir, meðal annars um aga. „Nú er reglugerðin í endurskoðun vegna þess að hún reyndist ekki nógu góð. Starfsmenn menntamálaráðuneytisins hafa þurft að taka á fjölda agabrota og úr- skurða í þeim. Það er alveg rétt, að það vantar viðurlög um hvemig á að taka á einstökum málum, einkum þar sem um alvarleg brot era að ræða.“ „Vandamálið er einnig að foreldr- ar trúa því ekki að barnið þeirra að- hafist eitthvað rangt og fullyrða að skólinn og kennarinn séu óréttlátir. Þetta er oft mælt upp í börnunum, sem era farin að svara: Láttu mig bara í friði eða ég kæri þig!“ segir Ingibjörg og undir þetta taka syst- ur hennar. „Það er spurning, hvort mælirinn sé að verða fullur núna og hvort breyting sé að verða á,“ segir Bryn- hildur og kveðst vona að svo sé. Tilfiimingamarin börn eru fleiri „Við megum ekki gleyma félags- legu vandamálunum, sem hafa auk- ist verulega í þjóðfélaginu,“ segir Sigríður með áherslu. „Skólamaður lýsti þessu þannig, að tilfinn- ingamarin börn séu fleiri í dag þeg- ar þau byrja í skóla en nokkru sinni áður. Það tekur langan tíma að skil- greina þarfir hvers og eins við upp- haf skólagöngu, því nú þarf hver nemandi að fá nám við hæfi.“ Brynhildur segist ekki líkja því saman hvað var miklu auðveldara að kenna fyrir 20 áram en núna vegna mikillar fjölgunar vandamála. Eitthvað þurfi til bragðs að taka eins og að auka sérkennsluna. Ás- geir bendir á að ekki lagist endilega allt með því, þar sem vandamálin séu eftir sem áður til staðar. „Jú, kannski gagnvart hinum börnunum í bekknum, því þau sitja árum saman undir því að fá ekki frið til að læra,“ svarar Brynhildur og systur hennar taka undir með ýmsum dæmum. Þær era á einu máli um að mikill tími kennarans fari í það að fást við erfiða einstaklinga og leysa vanda- mál í stað þess að fá frið til þess að sinna faglegu starfi. „Mér finnst synd hversu mikill tími kennara fer í að sinna öðra en kennslu. Við viljum fá tíma til að kenna enda höfum við sérhæft okkur í því,“ segir Ingi- björg. Sýn á breytta skólaskipan - Hvernig á að takast á við þetta verkefni? „Ég er með ákveðnar hugmyndir og hef lengi haft um skipan skóla- starfsins," svarar Sign'ður. „Ef við eigum að fylgja lögum um að nemendur fái kennslu við hæfi þá þarf að skilgreina þarfirnar og skipta nemendum í breytilega hópa eftir því. Ég vil ekki að kennarar beri ábyrgð á heilu bekkjunum heldur að skólinn sé hálfopinn, þar sem kennarar vinna saman sem teymi. Að vísu hefur samstarf kenn- ara aukist mikið á undanförnum ár- um og það var einnig jákvætt þegar árgangastjórnun og fagstjómun kennara var komið á fyrir nokkram áram. Kennarar eru misjafnlega í stakk búnir að sinna félagslegum þáttum eða mismunandi hæfileikum nemenda. Það yrði til mikilla bóta ef mismunandi hæfni kennara yrði nýtt til þess að sinna þessum fjöl- breyttu þörfum.“ - Gefur skólastarfíð þetta svig- rúm? „Skólarnir hafa alla tíð haft mikið frjálsræði og ekkert hefur bundið skipulag skólans. Við höfum aðal- námskrá til að fara eftir, en það er skólans að vinna að því og ákveða með hvaða leiðum hann uppfyllir kröfurnar," segir Ásgeir. „Stai-fið fellur og stendur með stjómendum skólanna. Það er þeirra í samvinnu við kennara að sjá um skipulagið og að góður og jákvæður starfsandi ríki á vinnustaðnum,“ segja dæturnar þrjár. Og þar með er rekinn endapunktur á viðtalið, en augljóslega gætu umræður um innra starf skólanna haldið áfram út í það óendanlega, því af nógu er að taka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.