Morgunblaðið - 27.01.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.01.1999, Blaðsíða 2
4- 2 B MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1999 B 3 HANDKNATTLEIKUR IÞROTTIR Atli Hilmarsson, þjálfari KA-liðsins, um markvarðavandræði Akureyrarliðsins Kastar ekki óreynd- um markvörðum út í hringiðuna ATLI Hilmarsson, þjálfari KA í handknattleik, segir erfitt að kasta ungum og óreyndum markvörðum út í hringiðuna, allt öðru máli gegni um útileikmenn - þegar hann var spurður um ummæli Sig- mars Þrastar Óskarssonar, markvarðar Eyjamanna, í Morgun- blaðinu í gær um að KA-menn væru að gera mistök með því að láta ekki hina ungu markverði liðsins standa vaktina - í stað þess að fá Sigtrygg Albertsson, sem var hættur, í markið. Sigmar Þröstur sagði m.a. í viðtalinu: „Mistökin á Akureyri eru sú að þar hafa menn tekið ákvörðun um að kalla til eldri mark- mann [Sigtrygg Albertsson], sem hættur var í handbolta, í stað þess að treysta ungu og efnilegu mark- vörðunum. Ég verð að viðurkenna að þetta hefur valdið mér miklum vonbrigðum og það er sárt að hugsa til þess að þeir treysta ekki ungu markvörðunum sínum nægilega vel og kjósa fremur að sækja eldrí mann af sjónum. Fyrir vikið kemur upp hallæri hjá þeim. Ég held raun- ar að þeir séu eina lið deildarinnar sem sé í hallæri með markmanns- stöðuna. Það er hins vegar þeim sjálfum að kenna, þeh' hafa kosið að tjalda aðeins til einnar nætur og sækja mann sem ekki er í neinni leikæfingu.“ „Við lentum í þeirri stöðu þegar Reynir Þór meiddist að vera með tvö unga og óreynda markverði, Hafþór Einarsson, 19 ára, og Hans Hreinsson 18 ára. Eftir þrjá leiki mátum við stöðuna þannig að það myndi styrkja strákana að fá Sig- trygg í markið,“ sagði Atli í samtali við Morgunblaðið í gær. „Þessi URSLIT Knattspyma England Deildarbikar Undanúrslit, fyrri leikur: Sunderland - Leicester...........1:2 Gavin McCann 75. - Tony Cottee 31., 62. 38.332. ■Síðaii leikurinn fer fram 17. febrúar. 2. deild: Bournemouth - Preston............3:1 Fulham - Oldham..................1:0 Macclesfield - Millwall..........0:2 3. deild: Peterborough - Hull..............1:1 Ítalía Bikarkeppnin, 8-liða úrslit: Bologna - Juventus...............0:1 Tennis Opna ástralska Einliðaleikur karla, átta manna úrslit: Thomas Enqvist (Svíþjóð) vann Marc Rosset (Sviss) 6-3 6-4 6-4 Nicolas Lapentti (Ekvador) vann 7-Karol Kucera (Slóvakíu) 7-6 (7-4) 6-7 (6-8) 6-3 0-6 8-6 Einliðaleikur kvenna, átta manna úrslit: 1-Lindsay Davenport (Bandar.) vann 5-Ven- us Williams (Bandar.) 6-4 6-0 Amelie Mauresmo (Frakklandi) vann 11- Dominique Van Roost (Belgíu) 6-3 7-6 (7-3) í kvöld HANDKNATTLEIKUIt 1. deild karla: Austurberg: ÍR - Valur 20 Digranes: HK - Stjarnan 20 Framhús: Fram - UMFA 20 KA-heimili: KA - FH 20.30 Strandg.: Haukar - Grótta/KR 20 Vestm.: ÍBV - Selfoss 20 1. deild kvenna: KA-heimili: KA - FH 18.30 FELAGSLIF Þorrablót Víkings ÞORRABLÓT Víkings verður haldið í Vík- inni næstkomandi laugardag, 30. janúar, klukkan 19.30. Miðasala er hafin og í kvöld frá klukkan 20.30 til 23 verða leikmenn meistaraflokks í knattspyrnu við miðasölu í Víkinni. ráðstöfun gafst vel í upphafi þó svo ekki bafi gengið vel hjá okkur eftir áramótin. Sigtryggur hefur reynslu og það er gott fyrir yngri markverði að hafa einhvern með reynslu með sér. Hann kemst ekki í alla leiki þannig að þeir fá sín tækifæri. Mér fínnst það nokkuð harkalegt að kasta markverði út í heilt mót sem hefur ef til vill leikið einn meistaraflokksleik áður. Auðvitað er gott að geta gefíð ungum leik- mönnum tækifæri á að spreyta sig, en ekki með þannig hætti. Það er allt annað með útileikmenn því það er hægt að setja þá inná í smátíma í einu á meðan þeir eru að öðlast reynslu," sagði Atli. Ætlum að snúa við blaðinu Atli var spurður um leiki kvölds- ins í handboltanum. „Leikur okkar við FH er í raun uppá líf og dauða íyrir bæði lið. Þau verða helst að sigra ætli þau sér í úrslitakeppnina. Við höfum tapað öllum fjórum leikj- um okkar eftir áramót og nú ætlum við að snúa við blaðinu." Um leik Fram og Aftureldingar sagði Atli: „Þetta verður viðburð-_ aiík vika hjá liðunum því þau mæt- ast í bikarnum um helgina. Mér finnst leikmenn Aftureldingar meira sannfærandi núna - og held þeir vinni. Bikarleikurinn er hins vegar ekki eins öruggur, þar getur allt gerst. Ég hef trú á að Valsmenn reki af sér slyðruorðið í kvöld eins og við og hafí þetur er þeir heimsækja IR. ÍR-ingar hafa reyndar leikið vel að undanförnu, en Valur hefur það í kvöld. Stjarnan ætti að vera nokkuð örugg með HK sé mark tekið á töfl- unni, en HK-menn hafa haft einhver tök á Garðbæingum og það verður einnig í kvöld. Eigum við ekki að segja að þessum leik ljúki með jafn- tefli. Haukar vinna Gróttu/KR. Ég segi samt að Grótta/KR hefur allt of fá stig miðað við hvernig liðið hefur leikið 1 vetur. Liðið hefur leikið vel og á að vera ofar í töflunni, en heimavöllurinn ræður miklu í kvöld. Eyjamenn vinna Selfyssinga enda eru þeir ósigraðir í Eyjum. Reyndar skilst mér að Selfoss hafí lagt ÍBV í Suðurlandsmótinu, en það verður ekki endurtekið í kvöld,“ sagði Atli. Morgunblaðið/Kristinn THEÓDÓR Guðfinnsson landsliðsþjálfari segir það staðreynd að himinn og haf skilji að íslenska kvennalands- liðið og hið rússneska. „Við erum lítil þjóð með stórt hjarta.“ íslensku stúlkumar em of grannar og smávaxnar ISLENSKA kvennalandsliðið í handknattleik tapaði tvívegis fyrir Rússum í undankeppni HM um helgina og voru menn ekki sáttir við frammistöðu íslenska liðsins. Það tapaði með þrettán marka mun í fyi'ri leiknum á laugardaginn og átta marka mun á sunnudag. Liðið á erf- iða ferð íyrir höndum til Króatíu um miðjan næsta mánuð og spilar þar tvo leiki við heimamenn í und- ankeppninni. Síðast þegar íslenska liðið lék í Króatíu, fyrir tveimur ár- um, tapaði það 34:8! Theódór Guðfinnsson, lands- liðsþjálfari kvenna, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann væri þokkalega sáttur við frammistöðu íslenska liðsins gegn Rússum. Hann var spurður að því í gær hvort hann væri virkilega ánægður með þessi tvö stóru töp á heimavelli, væri metnaðurinn ekki meiri en raun ber vitni? Himinn og haf milli liðanna „Ég er auðvitað aldrei ánægður með að tapa. Ég get hins vegar ver- ið sáttur við tap á meðan ég næ því fram hjá liðinu sem ég lagði upp með fyi'ir leik. Ef stúlkurnar gera það sem fyrir þær er lagt er ég ánægður og það gerðu þær í síðari leiknum. Það var mikil stemmning og vilji í liðinu, en það var við ramm- an reip að draga. Én ég var alls ekki ánægður með fyrri leikinn, hann var slakur af okkar hálfu. Þá keyrðu þær rússnesku yfir okkur með vel útfærðum hraðaupphlaupum þar sem við færðum þeim boltann á silf- urfati oft á tíðum. Við gerðum þá allt of mörg mistök í sókninni. Það hefði ekki verið raunhæft að búast við sigri fyrirfram í þessum leikjum, enda gerði ég aldrei ráð fyrir því. Staðreyndin er að það eru himinn og haf á milli íslenska liðsins og þess rússneska. Við erum lítil þjóð með stórt hjarta." íslenska kvennalandsliðið í handknattleik reið ekki feitum hesti frá tveimur viðureignum sínum við rússneska landsiiðið um síðustu helgi. Af því tilefni ræddi Valur B. Jónatansson við lands- liðsþjálfarann, Theódór Guðfínnsson, og reyndi að leita skýringa á getumun liðanna. Það kom m.a. í ljós að líkamsburðir íslensku stúlknanna eru ekki nægir tii að þær eigi möguleika á sigri gegn bestu iandsliðum heims. Þú breyttir liðinu ekki mikið í fyrri leiknum þó svo að illa gengi í fyrri háifieik. Hefði ekki verið nær að skipta örar inn á milli sóknar og varnar? „Það setti mig í svolítinn vanda að Björk Ægisdóttir gat ekki leikið í hægra horninu vegna meiðsla. Ég var ekki með aðra örvhenta og því lét ég Brynju Steinsen í hornið því hún getur nánast leikið ahar stöður á vellinum nema í marki. Ég sá ekki ástæðu til að skipta nema einum leikmanni milli sóknar og varnar því ég var ekki með neina varnarjaxla á varamannabekknum. Það gekk líka allt okkur í mót, bæði í sókn og vörn. Við klúðruðum þremur vítaköstum og það er of mikið. Það þarf allt að ganga upp og að auki smáheppni að fylgja til að eiga möguleika á móti svona sterku liði. Við höfum ekki sömu breidd og ekki bætti úr skák að við misstum tvo sterka leikmenn í meiðsli auk Bjarkar, þær Auði Her- mannsdóttur og Höllu Maríu Helga- dóttur.“ „Rússneska“ aðferðin Nú kom berlega íljós að líkamleg- ur styrkur rússneska iiðsins var mun meiri. Eigum við ekki nægilega stórar stelpur til að tefla fram? „Þær rússnesku eru ekki bara líkamlega sterkari, heldur hafa þær mun meiri hraða og einnig meiri tækni. Hafa yfírburði á flestum svið- um. íslensku landsliðskonurnar eru of grannar og smávaxnar miðað við þessar stóru og stæðilegu stúlkur frá Rússlandi, sem eru sérstaklega til þess valdar að leika handbolta. Rússar fara í grunnskólana og leita að stórum og stæðilegum stúlkum sem gætu hentað vel í handbolta. Við þurfum líklega að skoða þessa „rússnesku“ aðferð hjá okkur til fá inn stórar stelpur. Þær eru til hér á landi.“ Þarf aukinn hraða Nú er ekki nóg að vera með stór- ar stelpur, því það þarf boltatækni og gott úthald. Er líka skortur á þessum þáttum hjá okkar stúlkum? „Auðvitað þurfa okkar stelpur að bæta við sig æfingum. Þetta kemur ekki af sjálfu sér. Það er staðreynd að þær eru ekki í nógu góðri æfingu til að eiga eitthvað í bestu hand- boltalið heims. Hér heima er ekki nógu mikill hraði í leikjum sem út- heimtir því ekki eins mikið úthald og í landsleikjum. Það þarf að auka hraðann til muna í deildarleikjum til að stúlkurnar öðlist meira þol.“ Hvað æfa stúlkurnar í landsliðinu oftíviku? „Þær æfa fimm til sjö sinnum í viku með félögum sínum frá því í ágúst og fram í maí. Auk þess eiga landsliðskonurnar kost á þrekþjálf- un í Mætti sér að kostnaðarlausu. Stúlkurnar geta farið þangað þegar þær vilja. Sumar hafa gert það mjög samviskusamlega, en aðrar ekki. Til að öðlast meiri líkamsstyrk þarf meira æfingaálag. Við höfum verið að vinna í því og miðar þokkalega, en það má gera betur.“ Tekur tíma að byggja upp Nú hefur þú verið með kvenna- landsliðið í tæp þrjú ár, hcfur það sýnt framfarir að þínu mati? „Já, ég held það. Ég hef lagt á það áherslu að liðið spilaði skemmtileg- an handbolta sem fólk hefur áhuga á að koma og horfa á. Markmiðið er að gera betur í hverri raun og með- an það tekst er ég ánægður, en um leið og það mistekst hætti ég. Liðið er farið að ráða mun betur við sókn- arleikinn gegn sterkari liðum og áð- ur gerði það yfirieitt ekki fleiri en tíu til fimmtán mörk í leik. Nú eru þau orðin fleiri og það eitt er jákvætt. Við erum að reyna að vinna okkur upp á við, en það tekur auðvitað langan tíma að byggja upp gott lið.“ Mér skilst að þið hafíð verið með þolpróf - mjólkursýi-umælingar - hjá hindsiiðskonumim. Hvernig komu þær mælingar út? „Þær komu misvel út og það vai' allt of mikill munur á þeim bestu og hinum. Það er alveg ljóst miðað við þessar mælingar að margar þeiira geta bætt verulega við sig. Þær vita líka af því og eru ákveðnar í að auka þolið.“ Svolítið öfugsnúið Er nægilegur áhugi á handknatt- leik kvenna? „Það er altént mikill áhugi hjá ungum stúlkum að æfa og hann hef- ur aldrei verið meiri. Það mætti al- veg vera meira áhorf á leiki í efstu deild. Áhuginn hefur verið bundinn við úrslitakeppnina í deildinni. Þá fjölmennir fólk til að sjá spennandi leiki og hefur haft gaman af. En ég held að kvenfólkið sé sjálfu sér verst í þessu. Það mætir ekki nægilega á deildarleiki til að styðja við bakið á stöllum sínum. Konur eru oft fyrstar til að kvarta í stað þess að sýna frumkvæði sjálfar á þessum sviðum. Þetta er svolítið öfugsnúið." Brottfallið of mikið Hann sagði brottfallið allt of mik- ið í kvennaíþróttum og það ætti einnig við í handboltanum. Stúlk- urnar hætta flestar þegar þær eru komnar í þriðja flokk, eða 16 ára. „Við höfum verið að reyna að sporna við þessu brottfalli með því að vera með handboltaskóla um helgar fyrir yngri stúlkurnar. HSI verður að reyna að fá félögin í auknum mæli til að kynna handboltann meira í grunnskólunum. Það er mikið fram- boð á íþróttagreinum og öðru fyiir þessa krakka en það verður líka að kynna þeim það sem í boði er svo þau hafi val. Að mínu mati er unnið geysilega gott starf hjá HSÍ um þessar mundir varðandi ungar stúlkur, en það þarf að fylgja því eft- ir út í félögin líka. Með sameiginlegu átaki er hægt að bæta ímynd kvennahandboltans hér á landi. Ef það tekst er bjart framundan hjá kvennalandsliðinu. Nú eigum við fjórar stúlkur sem leika erlendis, þær Fanneyju Rún- arsdóttur, Helgu Torfadóttur, Brynju Steinsen og Hrafnhildi Skúladóttur. Þær stúlkur sem eru hér heima og eru tilbúnar að leggja sig fram sjá að nýir möguleikar hafa opnast.“ Ú - -...............-.......... Kristinn undir feld í Lillehammer KRISTINN Björnsson skíðamaður er nú í Lillehammer þar sem hann býr ásamt unnustu sinni. Hann ætlar að taka sér hvfld frá skíðunum og slaka á þessa viku, enda hefiir hann verið með snert af flensu undanfarna daga. Hann mun liefja lokaundirbúiúng sinn fyrir heimsmeist- aramótið í Vail í næstu viku. Þá æfir hann með norska landsliðinu í Háfjell við Liilehammer í vikutíma, eða þar til hann fer tii Bandarikjanna 9. febrúar. Reiknað er með að sendir verði finun íslenskir keppendur á HM í alpagreinum, en Skíðasamband íslands tiikynnir hóp- inn í dag. Ellefu taka út bann gegn SR SKAUTAFÉLAG Reykjavíkur tryggði sér sæti í úi-slitakeppni Islandsmótsins í ís- hokkí með því að vinna stjórsigur á liði Bjarnarins, sem var með fiinm leikmenn í ieikbanni, 13:4. SR mætir Skautafélagi Akui'eyrar á morgun í Laugardal og er reiknað með að SR vinni þá aftur auðveld- an sigur, þar sem sex leikmenn SA taka út leikbann. Þar á meðal þjálfari liðsins, Ciai'k McCormick, og mesti markaskorar- inn, Rúnar Rúnarsson. Alls hafa taka ell- efu leikmenn út leikbann í leikjum gegn SR. Stephan bestur í Þýskalandi LESENDUR þýska handknattieiksblaðs- ins Handballwoche hafa valið þýska landsliðsmanninn Daniel Stephan, leik- mann með Lemgo, sem handknattleiks- mann ársins í Þýskalandi. Stepjian, sem er 25 ára, fékk 4.365 atkvæði. I öðru sæti kom Suður-Kóreumaðuriun Kyung-shin Yoon, Guinmersbach, með 1.317 atkvæði og í þriðja sæti var Stcphan Kretzschmar, Magdeburg, ineð 1.085 atkvæði. DiMaggio frétti um andlát sitt hjá NBC JOE DiMaggio, fyrrverandi hafnaboltastjarna, fékk á dögunum að fara heim af sjúkraluísi eftir að hafa dvalið þar í 99 daga. Þegar DiMaggio, sem er 84 ára, lét, fara vel um sig fyrir frainan sjónvarpið á heimili sínu í Flórída heyrði hann frétt af andiáti sínu hjá NBC-sjónvariisstöðinni. Honum brá að sjálfsögðu og þegar hann hafði samband við sjónvai-psstöðina koni í ljós að vegna tæknilegra mistaka hafði fréttin „farið í loftið“ eins og það er orðað. Fréttamenn NBC höfðu gert frétt um að DiMaggio væri látinn, enda var búist við því að hann ætti ekki afturkvæmt af sjúkrahúsinu. Senda átti „fréttina“ til NBC á austurströnd Bandaríkjanna en þess í stað var henni sjónvarpað. FRJALSIÞROTTIR Evrópu- meistari féll á lyfjaprófi Fyrra sýnið sem tekið var af Evrópumeistaranum í 200 m hlaupi karla, Bretanum Doug Wal- ker, reyndist innihalda ólögleg lyf, en beðið er eftir niðurstöðu úr síð- ara prófinu. I framhaldi af því verður tekin ákvörðun um hvort Walker fer í keppnisbann eður ei. Ekki hefur enn verið upplýst hvers kyns efni það voni sem fundust í sýni Evrópumeistarans, en mörgum þykii' bresk íþróttayf- ii*völd hafa staðið klaufalega að þessu máli. Það hófst í fyrradag er það var upplýst að breskur fi’jálsíþróttamaður hefði fallið á fyrra lyfjaprófi sem af honum hefði verið tekið eftii' æfingu í vet- ur. Breska frjálsíþróttasambandið staðfesti að þessi frétt væri rétt en beðið yrði með að greina frá nafni hans þar til niðurstaðan úr síðara prófinu lægi fyrir. Þessi vinnu- brögð urðu hins vegar til þess að breskir fjölmiðlar fundu út nokknrm klukkutímum síðar hvaða íþróttamann um var að ræða. Walker skaust upp á stjörnu- himininn í breskum frjálsíþrótta- heimi í fyrravor þegar hann sló Evrópumetið í 300 m hlaupi á móti í Gateshead, hljóp á 31,56 sek. Nokkru síðar náði hann fjórða besta tíma Breta í 200 m hlaupi, er hann hljóp á 20,35. Hápunktur KNATTSPYRNA Reuters DOUG Walker var glaðbeittur í Búdapest sl. sumar er hann beit f gullverðlaun sín eftir sigurinn í 200 m hlaupi. sumarsins hjá Walker var síðan Evrópumeistaratitillinn í Búda- pest 22. ágúst er hann kom fyrstur í mark í 200 m hlaupi á 20,53 sek. Brögð í tafli í Fenevjum Yfirvöld knattspyrnumála á Ítalíu eru að kanna hvort brögð hafi verið í tafli á leik Fen- eyja og Bari í 1. deildinni sl. sunnudag. Brasilíumaðurinn Tuta, sem leikur í fremstu víglínu Fen- eyjarliðsins og skoraði sigur- markið í 2:l-sigi"i, segist hafa verið hvattur til þess af félögum sínum að reyna ekki um of að skora, held- ur leika upp á jafntefli. „[Filippo] Maniero sagði mér að l:l-jafntefli væri alveg nóg,“ sagði Tuta í viðtali við Gazzetta deiio Sport í gær. „Ég var ekki sáttur við það og þóttist því ekki skilja það sem hann sagði. Ég vildi skora og það gerði ég. Hins vegar talaði ég ekki við neinn eftir leikinn." Rannsókn knattspyrnusam- bandsins er önnur sinnar tegundar á yfirstandandi leiktíð, því fyi'r í haust dró sambandið tvö stig af Empoli í refsiskyni fyi'ir tilraun til að ákveða fyrirfram úrslit í leik gegn Sampdoria. FOLK ■ WEST Ham hefur áhuga á að kaupa Paulo Di Canio frá Shef- fíeld Wednesday og fóru menn frá félaginu til Italíu og ræddu við um- boðsmann Italans um helgina. Kaupverðið er sagt vera tæpar 200 milljónir íslenskra ki'óna. Harry Redknapp, knattspyrnustjóri West Ham, ætlar að nota Di Canio í stað Johns Hartsons, sem hann seldi til * Wimbledon á dögunum. Þess má einnig geta að Ian Wright er meiddur og Paul Kidson er enn að jafna sigaf meiðslum. ■ WEST Ham keypti í fyrradag varnarmanninn Marc-Vivien Foé frá frönsku meisturunum Lens. Foé er 23 ára Kamerúnmaður og kaupverðið á honum var ekki gefið upp. ■ BLACKBURN reynir þessa dagana að ganga frá samningi við fyrirliða liðsins, Tim Sherwood, en hann neitaði að ganga að tilboði frá félaginu á dögunum. Það hljóðaði upp á 2,9 milljónii' ki'óna á viku hvem. ■ ROY Keane, fyrirliði Manchest- er United, sagði á dögunum að hann vildi semja á ný við félagið sem allra fyrst. Um helgina dró hann það til baka og sagði að hon- um lægi ekkert á, nægur tími væri til að ræða þessa hluti eftir keppn- istímabilið. ■ FAN Zhiyi, kínverski miðjumað- urinn hjá Crystal Palace, slapp með eins leiks bann og 86 þúsund króna sekt fyrir að lenda í útistöð- um við Terry Heilbron dómara. 1 Þetta gerðist í leik liðsins við WBA í nóvember. Niðurstaðan varð sú að lítil enskukunnátta Kínverjans hefði verið aðalorsök þess að hann lenti í útistöðum við dómarann. ■ BOURNEMOUTH, sem leikur í 2. deildinni ensku, hafði betur í baráttu nokkurra enskra liða um ástralskan markvörð, Dimitri Brinias að nafni. Piltur er aðeins 14 ára gamall og í gær var gengið frá samningi hans og Bourne- mouth en Wimbledon, Sout- hampton og Coventry voru einnig á höttunum eftir honum. ■ MICK McCarthy, þjálfari írska landsliðsins, hefur sannfært Matt Holland, miðjumann hjá Ipswich, um að leika með landsliðinu, en ekki er langt síðan menn komust að því að langamma hans var írsk. ■ MIKE Sheron sóknarmaður hjá QPR, verður væntanlega seldur til Barnsley á næstunni fyrir eina milljón punda. ■ CHRIS Waddie, sem var rekinn sem knattspyrnustjóri frá Burniey í fyrra, hefur verið boðið að taka við sem aðstoðarmaður Mick Tait hjá Hartlepool. ■ ROBBIE Fowler, framherji enska landsliðsins, skrifaði í gær undii' fimm ára samning við Liver- pool. Fowler, sem er 23 ára, hefur allan sinn knattspyi'nuferil verið í < herbúðum Liverpool. „Það kom aldrei annað til greina en vera áfram á Anfield," sagði Fowler á fréttamannafundi eftir að hann skrifaði undir. ■ TONY Cottee var hetja Leicest- er í gærkvöldi er hann gerði bæði mörk liðsins í 2:l-sigri á Sunder- land. ■ MÓNAKÓ hefur keypt Eloi Henry frá Lens í stað útherjans Thierry Henry sem félagið seldi til Juventus í síðustu viku. EIoi hefur gert sjö mörk fyi'ir Lens á tímabil- inu. ■ PATRICK Ortlieb, brunkappi frá Austurrfld sem slasaði sig á æf- ingu í brunbrautinni í Kitzbiihl í síðustu viku, lýsti því yfir um helg- ina að hann myndi ekki snúa aftur í heimsbikarkeppnina. Hann hefði þegai' rennt sér niður í keppni í síðasta sinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.