Morgunblaðið - 18.03.1999, Síða 3

Morgunblaðið - 18.03.1999, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1999 C 3 IÞROTTIR 11 23 48 F.h 7 23 30 18 28 64 S.h 15 28 54 29 51 57 Alls 22 51 43 Heimsbikarmótið 1999 ÍSLAND Mörk Sóknir % n UNGVERJALAND Mórk Sóknir % Morgunblaðið/Gísli Hjaltason nörkum. á Ungverjum 5 Langskot 2 7 Gegnumbrot 10 8 Hraðaupphlaup 1 3 Horn 3 1 Lína 3 5 Víti 3 Daniel Constantini, þjáifari Frakka um árangur íslend- inga í Svíþjóð og möguleika Frakka á FIM í Egyptalandi íslenska liðið í læað DANIEL Constantini, landsliðsþjálfari Frakklands, segir að ís- lenska landsliðið í handknattleik sé vissulega í lægð um þessar mundir, en sú lægð sé vonandi aðeins tímabundin - liðið eigi leikmenn í fremstu röð og eigi því að geta rétt úr kútnum. Björn Ingi Hrafnsson skrífar frá Gautaborg eonstantini ræddi við blaðamann Morgunblaðsinseftir tíu marka sigur Frakka á íslendingum á þriðjudagskvöld og við- urkenndi hann þá að getumunurinn á liðunum hefði kom sér verulega á óvart. „Ég vissi að ís- lenska landsliðið væri í lægð eftir að hafa tapað í baráttunni um sæti á HM. En baráttuleysið var næsta undarlegt og alls ekki það sem mað- ur hefur átt að venjast með landslið frá íslandi. Ég tel því alls ekki rétt að dæma liðið út frá leiknum við okkur - leikmennirnir áttu einfald- lega alls ekki góðan dag,“ sagði Constantini, en bætti þvi við að ís- lenska liðið væri vissulega ekki í efsta styrkleikaflokki nú um stund- Við stefnum hátt Frakkar verða með í baráttunni á HM í Egyptalandi nú í sumar og Constantini segir að menn setji markið ekki of hátt - velgengni eins og á HM 1995 á íslandi hafi komið vegna leikgleði og frábærrar stemmningar. „Það er ekkert laun- ungarmál að við stefnum hátt - fyrsta markmið okkar er að tryggja okkur sæti á Ólympíuleikunum í Sydney á næsta ári. Við erum í geysilega erfiðum riðli, þar sem eru S-Kórea, Svíþjóð, Júgóslavía, Ástralía og Kína og það verður ekki hlaupið að því að komast áfram.“ Að sögn Constantinis er helsta vandamál franska landsliðsins fólg- ið í muninum á þeim deildum sem leikmenn leiki í. Annars vegar séu tvær efstu deildirnar í Þýskalandi, þar sem hinir eldri og reyndari leik- menn liðsins leiki sem atvinnumenn - hinir ungu og efnilegu beri hins vegar uppi frönsku deildina og tals- vert flókið sé að samræma leikstíl- inn þegar í landsliðið sé komið - munurinn á frönsku og þýsku deild- inni sé mikill. „Hins vegar verð ég einnig að viðurkenna að margir leikmanna franska liðsins eru afar snjallir handknattleiksmenn og hlakka mikið til að leika á heima- velli á HM í Frakklandi 2001.“ íslenska liðið sterkara en lið Kýpur og Sviss íslenska landsliðið keppir við Sviss og Kýpur um sæti í und- ankeppni EM og verða leikir lið- anna, heima og heiman, háðir nú í vor. Constantini segist vona innilega að Islendingar beri þar sigur úr být- um - hann hafi svo ljúfar minningar frá Islandi og um íslensku þjóðina eftir HM 1995 er Frakkai- urðu heimsmeistarar. „Islenska liðið mun vinna Kýpur í báðum leikjunum nokkuð örugglega og ég veðja einnig á að liðið vinni Sviss - íslenska liðið ætti einfaldlega að vera sterkara. í því eru betri leikmenn, fleiri atvinnu- menn með sterkum liðum og meiri hefð fyrir velgengni í handknatt- leik,“ sagði Daniel Constantini. Zoran Miljkovic í eins árs bann ZORAN Miykovic, sem hefur leikið með Islandsmeisturum ÍBV sl. tvö tímabil, var dæmdur í eins árs keppnisbann í heima- landi sínu Júgóslavíu fyrir skömmu. Hann lék þar með lið- inu Zemun og fékk að líta rauða spjaldið og upp úr því brutust út ólæti þar sem leik- menn gengu f skrokk dómara leiksins. Miljkovic var sagður eiga þar hlut að máli og því fékk hann svo langt leikbann. Miljkovic heldur því fram að hann sé saklaus í málinu og hafi sannanir í höndunum sem staðfesti það. Hann liefúr því áfrýjað úrskurði júgóslavnesku aganefndarinnar. Ekki er vitað hvenær niðurstaða fæst í því máli, en á meðan er hann í leik- banni og gildir það innan allra aðildarlanda FIFA. Það er því óljóst hvort. hann leikur með IBV í sumar eins og til stóð. Bjarni Jóhannsson, þjálfari IBV, sagði við Morgunblaðjð að Miljkovic myndi vera með ÍBV- liðinu í æfingabúðum í Portúgal yfir páskana. „Hann segist sak- laus af öllum ásökunum. Það verður bara að koma í ljós hvort hann fær úrskurðinum hnekkt. Það er auðvitað slæmt að vera með hann í óvissu, en ef hann fær ekki leikheiinild þá munum við líklega leita á önnur mið með erlcndan leikniann í hans stað,“ sagði Bjarni. KORFUKNATTLEIKUR Keflvíkingar ríða á vaðið gegn Haukum ÚRSLITAKEPPNIN í körfuknattleik karla hefst í kvöld með leik Keflvíkinga og Hauka í Keflavík. Annað kvöld leika síðan Grinda- vik og KR í Grindavík, KFÍ og Tindastóll á ísafirði og Njarðvík og Snæfell í Njarðvík. Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki fer áfram, en síðan þarf að vinna þrjá leiki í undanúrslitum og úrslitum. 4-liða úrslitakeppni kvenna hefst á laugardag, en þá leika KR-Grinda- vík og ÍS-Keflavík. ítur igur náð jafntefli í fyrri viðureignum sín- um báðum þrátt fyrir að hafa lent fimm mörkum undir. Það var því ekki á vísan að róa - íslensku leik- mennirnir héldu áfram hetjulegri baráttu í vörninni og uppskáru fyrir vikið enn fleiri hraðaupphlaup og sóknarfæri. Staðan hélt áfram að batna okkar mönnum í hag og hinn marksækni Éles komst ekki á blað fyiT en á 36. mínútu leiksins. Fram að því hafði hann gert 21 mark í tveimur leikjum. Engu skipti þótt Ungverjar reyndu ýmsar útfærslur í varnarleik sínum - ávallt fundu íslensku leik- mennirnir leiðina að markinu. Ólafur Stefánsson sýndi frábær tilþrif og Dagur Sigurðsson sömuleiðis og hornamennirnir Valdimar Grímsson og Konráð Olavson voru ákveðnir í aðgerðum sínum. Inni á milli stökk svo Duranona hátt upp yfir vörnina, eða smeygði sér í gegnum hana, og hamraði knöttinn í netið - svo Szat- hmari í markinu stóð ráðþrota efth’. Sjö mörk skildu liðin að undir lokin og sigur íslenska liðsins var sannfær- andi í samræmi við það. Sándor Vazz, þjálfari Ungverjanna, vai’ hreint og beint æfur á bekknum yfii’ ráðleysi sinna manna og jós yfir þá skömmum með reglubundnum hætti á hliðarlín- unni. Það dugði þó skammt; and- stæðingarnir voru einfaldlega miklu sterkari - íslensku leikmennirnir hreinlegu ætluðu að vinna þennan leik. Þeir léku aftur með hjartanu - sýndu bai’áttu og ósérhlífni og þá var auðvitað ekki að sökum að spyi’ja. etta er í sextánda sinn sem úr- slitakeppni karla fer fram en í sjöunda sinn hjá konunum. Njarð- víkingar hafa náð bestum árangri í sögu úrslitakeppninnar hjá körlun- um, hafa níu sinnum leikið til úr- slita og átta sinnum hampað Is- landsmeistaratitlinum. Keflvíking- ar koma næstir, hafa leikið sjö sinnum til úrslita og fagnað sigri fjórum sinnum. Jón Kr. Gíslason landsliðsþjálf- ari sagðist trúa því að Keflavík og Njarðvík ættu nokkuð greiða leið í undanúrslit. „Ég held að Njarðvík og Keflavík þurfi aðeins tvo leiki til að tryggja sig í undanúrslitin. Reynsla liðanna er mikil í úrslita- keppninni og hún gæti reynst þeim dýrmæt. Hinir leikirnir gætu farið í þrjá leiki og erfitt að spá um úr- slit. Grindavík hefur fengið nýjan leikmann og spurning hvernig hann kemur út gegn KR. KFÍ hef- ur verið að spila mjög vel, enda höfnuðu þeir í þriðja sæti deilda- keppninnar sem er besti árangur liðsins frá upphafi. Ef löngunin hjá ísfirðingum er enn meiri þá gæti liðið farið í undanúrslit. En ég hall- ast helst að því að Keflavík og Njarðvík muni leika til úrslita um íslandsmeistaratitilinn. En það getur í raun allt gerst og það er ekki lengra síðan en í fyrra að ÍA, sem var í 8. sæti, sló út efsta liðið, Grindavík, í 8-liða úrslitum. Það óvænta er alltaf spennandi," sagði þjálfarinn. KR-stúlkur verða að teljast sig- urstranglegastar í kvennaflokki. Liðið mætir Grindavík í undanúr- slitum og ÍS fær Keflavík. KR hef- ur ekki tapað leik síðan í úrslitum Reykjavíkurmótsins sl. haust á móti IS. Samkvæmt tölfræði úr úr- slitakeppni kvenna frá upphafi hef- ur það lið sem sigrar í fyrsta leik í einvígi liðanna undantekningar- laust unnið einvígið. ■ FYRIRHUGAÐ var að þau fjögur lið sem kæmust ekki í undanúrslit léku saman æfingaleiki í Svíþjóð. Norðmenn hættu við þátttöku - sögðu að þeir hefðu tapað öllum þremur leikjunum heima, gegn Rússum, Þjóðverjum og Egyptum, þannig að þeir hefðu ekkert að gera til Svíþjóðai’. ■ EFTIR tapið fyrir íslendingnm í gærkvöldi ákváðu Ungveijar að fara heim. ■ ÍSLENSKA landsliðið leikur því tvo æfingaleiki gegn Egyptum, á fóstudag og laugardag. ■ SVÍAR voru mjög ánægðir með sigur íslands á Ungverjum. Þeir sögðu að jafntefli þeirra gegn Frökkum hefði ekki dugað þeim til að komast í undanúrslit, ef Ungverj- ar hefðu lagt íslendinga að velli. ■ ÁNÆGJA Svía var svo mikil að þeir buðu leikmönnum íslenska liðs- ins upp á bjór á hótelinu, sem liðin búa á í Gautaborg, eftir leikina í gærkvöldi. ■ ÞAÐ varumsjónarmaðm- íslenska liðsins sem sá til þess að íslenska leikmennirnir fengu veitingarnar. Það er Cerry Helmgren, sem var að- stoðarþjálfari Svía er þeir m’ðu heimsmeistarai’ í Tékkóslóvakíu 1990. ■ SIGURÐUR Ingimundarson, þjálfari Keflvíkinga, er sigursælast- m- þeirra þjálfara sem eru með lið í úrslitakeppninni. Lið undir hans stjórn hafa leikið 16 leiki í úrslita- keppninni og unnið 12, sem er 75% vinningshlutfall. ■ VALUR Ingimundarson, þjálfari Njarðvíkinga, er með 70% vinnings- hlutfall í úrslitakeppninni sem þjálf- ari. Spilað 30 leiki og unnið 21. ■ FRIÐRIK Ingi Rúnarsson, þjálf- ari Grindvíkinga, hefur stjórnað liði í 54 leikjum og unnið 35, sem er 64,8% vinningshlutfall. ■ JOHN Woods úr Tindastóli var stigahæsti leikmaður deildakeppn- innar sem lauk um síðustu helgi. Hann skoraði alls 641 stig í 21 leik, sem er 30,5 stig að meðaltali í leik.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.