Morgunblaðið - 18.03.1999, Side 4

Morgunblaðið - 18.03.1999, Side 4
KNATTSPYRNA / MEISTARADEILD EVROPU Shevchenko sá um að afgreiða meistarana EVRÓPUMEISTARAR síðasta árs, Real Madrid, féllu úr leik í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu er þeir töpuðu 2:0 tyrtr Dynmo í Kænugarði í gær. í raun má segja að þeir hafi staðið höllum fæti eftir fyrri leikinn á heimavelli sem end- aði með jafntefli. Auk Dynmo tryggði Manchester United sér sæti í undanúrslitum svo og Bayern Miinchen og Juventus en þeir síðastnefndu björguðu sér með marki rétt undir leik- lok í Aþenu eftir að hafa lent 1:0 undir snemma leiks. Spennan var mikil á leikvöllunum fjórum þegar flautað var til síð- ari viðureignanna. Einna mest var hún í Mílanó þar sem Internazionale freistaði þess að ná fram hefndum gegn Manchester United eftir að hafa lotið í lægra haldi í fyrri leikum á Old Trafford. Fyrsti stundarfjórðungurinn fór í þreifingar en heimamenn voru ákaf- ari enda var þeim nauðugur sá kost- ur að sækja. Eftir að Ryan Giggs hafði lagt upp fyrsta færi leiksins fyrir Dwight Yorke á 15. mínútu, en Yorke skaut yfir tók við linnulitil sókn leikmanna Internazionale, næstu tíu mínútur. Ivan Samorano komst á auðan sjó á færastöng, freisti þess að senda út í teig, ætlaði að eita boltann en féll um Peter Sch- meichel og þar með fór færið í súg- inn. Sanetti sendi fyrir markið skömmu síðar en Henning Berg bjargaði á elleftu stundu áður en Samorano komst í færi. Enn jókst sóknarþungi heimamanna en illa gekk að mynda færi. Þrumuskot Sa- nettis af 20 metra færi í stöng var það besta sem bauðst, en hann hafði ekki erindi sem erfiði. Síðasta þriðj- ung fyrri hálfleiks var sem leikmenn Internazionale misstu móðinn og þeir léttu mestu pressunni af gestum sínum. Giggs var hættulegur á vinstri kantinum og hélt varnarmönnum Internazionale við efnið og í tvígang vantaði ekki nema herslumuninn að sendingar hans fyrir mark heima- manna yrðu til þess að Andy Cole og Yorke næðu að setja mark. Næst því komst Cole á 37. mínútu ef hann skaut naumlega yfir markið af mark- teig eftir sendingu Giggs. Síðari hálfleikur vai' ekki nema fjögurra mínútna gamall er leiftur- sókn Internazionale hafði nær því endað með marki. Roberto Baggio var við þriðja mann gegn þremur vamarmönnum gestanna. Baggio vippaði inn á teiginn þar sem Ron- aldo var einn og óvaldaður gegn Sch- meichel sem varði af hreinni snilld skot brasilíska snillingsins. Cauet var höfundur marks Intern- azionale er hann vippaði glæsilega inn á teig United á 62. mínútu. Roy Kea- ne mistókst hrapallega að hreinsa frá marki og Ventola sem var nýkominn inn á sem varamaður nýtti sér það til hin ýtrasta og skoraði örugglega. Eft- ir markið var sókn heimamanna nær látlaus, en illa gekk að komast í gegn- um vöm United. Langbesta færi heimamanna kom á 80. mínútu er Ze Elias komst einn inn fyrir vöi’n United en skaut á óskiijanlegan hátt Reuters ANDREY Shevchenko skaut Evrópumeistara Real Madrid úr keppni með tveimur mörkum í Kænu- garði. Hér fagnar hann síðara markinu. Ríkharður áfram í Stavangri fram hjá. Eftir þetta datt botninn nokkuð úr leik heimamanna og gest- imir nýttu sér það til þess að skora og gulltryggja sig í undanúrslitin með marki Paul Scholes tveimur mínútum fyrir leikslok. Andry Shevchenko sá um að senda meistara Real Madrid úr leik. Hann skoraði mikilvægt mark fyrir Dyna- mo í fyrri leik liðanna og á heimavelli í gær skoraði hann bæði mörk liðsins í 2:0 sigri. I Kaiserslautem réðust úr- slitin á 8. mínútu leiks heimamanna og Bayem Munchen er Janos Hrutka var rekinn af leikvelli í liði heimamanna í framhaldi af því að hann hafði hindrað Carsten Jancker sem kominn var inn fyrir vörn Ka- iserslautern. Tíu heimamenn höfðu ekki erindi í Bayern sem sýndu hvers þeir eru megnugir og skoruðu 4 mörk gegn engu, þar af var Jancker með tvö þefrra. Mark Antonio Conti fyrir Juvent- us á 85. mínútu í Aþenu gerði að verkum að Juventus tryggði sér sæti í undanúrslitum. Hann jafnaði leik- inn því Sinica Gogic—hafði komið Olympiakos yfir snemma leiks og vfrtist lengi vel ætla að nægja til þess að koma gríska liðinu áfram. Svo varð ekki og Juventus bjargaði sér enn einu sinni fyrir horn á síð- ustu stundu. Ríkharður Daðason segist gera ráð fyrir að framlengja samn- ing sinn við norska knattspyrnufé- lagið Víking frá Stavangri til 2001. Tveggja ára samningi Ríkharðs við félagið lýkur í haust og hann segist ætla að gefa sér nokkra daga til að skoða tilboð Víkings áður en hann tekur endanlega ákvörðun. „Forráðamenn félagsins hafa lagt fram tilboð en ég hef ýtt því til hliðar í bili vegna meiðsla sem ég varð fyrir á æfingu á mánudag," segir Ríkharður í viðtali við Morg- unblaðið í gær. Hann slasaðist á vinstra hné og læknar telja líklegt að um liðþófameiðsli sé að ræða. Ríkharður segir að hann neiti því ekki að hann hafí áhuga á að leika í sterkari deild en þeirri norsku. Þýska liðið Stuttgart hefur sýnt honum áhuga að undanförnu en Ríkharður segist ekki hafa neitt fast í hendi frá félaginu. „Á móti kemur að mér hefur liðið vel hér í Noregi og spennandi tímar eru framundan hjá félaginu, það tekur þátt í Evrópukeppni í sumar og verður vonandi meðal efstu liða í deildinni. Því ætla ég að fara vel yf- ir tilboð félagsins og legg jafnvel fram einhverjar athugasemdir." Ríkharður sagðist fara í speglun á miðvikudagskvöld og þá kæmi í ljós hve alvarlega meiðslin væru, en hann yrði líklega frá í tvær til þrjár vikur. „Það má segja að meiðslin komi á versta tíma fyrir mig. Norska deildin hefst eftir þrjár vikur og landsleikir eru framundan gegn Andorra og Úkraínu í lok mánaðarins. Það yrðu vonbrigði að missa af lands- leikjunum sem eru gríðarlega mik- ilvægir fyrir íslenska liðið,“ sagði Ríkharður. FOLK ■ TVEIR ungir knattspyrnumenn hjá ÍA eru við æfingar hjá Stuttgart þessa dagana. Það eru þeir Reynir Leóssson og Jóhannes Gíslason, sem fer frá Stuttgart til Italíu, þar sem hann leikur með alþjóðlegu móti unglingalandsliðinu. ■ SIGURÐUR Jónsson lék með Dundee United er liðið lagði Ayr United 2:1 í átta liða úrslitum skosku bikarkeppninnar á þriðju- dag. Dundee United mætir Celtic í undanúrslitum keppninnar. ■ WBC-hnefaleikasambandið hef- ur mótmælt því að jafntefli hafi orð- ið niðurstaðan í bardaga Lennox Lewis og Evander Holyfield og tel- ur að Lewis hafi verið svikinn um sigurinn. Lewis er handhafi WBC- beltisins en í bardaganum voru tvö önnur belti lögð undir. ■ JAVIER Clemente, þjálfari Real Betis, segist ekki gera ráð fyrir að vera áfram hjá félaginu á næsta keppnistímabili. Clemente, sem gerði skammtíma samning við félag- ið í október, hefur lagt frám ákveðn- ar kröfur fyrir næsta tímabil, en hefur enn ekki fengið svör frá for- ráðamönnum félagsins. Af þeim sökum er búist við að Clemente, sem er fyrrverandi landsliðsþjálfari Spánar, haldi frá félaginu í vor. ■ BERTI Vogts fyrrverandi lands- liðsþjálfari Þjóðverja telur að Bor- ussia Mönchengladbach geti ekki forðast fall í 2. deild þýsku knatt- spyrnunnar. Vogts, sem lék á sínum tíma með félaginu og tók á dögunum við framkvæmdastjóra starfi hjá þvi segir, það vera kraftaverk takist fé- laginu að forðast fall eins og staðan er nú. ■ „ÞAÐ þarf kraftaverk í síðustu tólf leikjunum til bjarga okkur frá falli,“ segir Vogts. Gladbach hefur leikið leikið í efstu deild frá 1965. „Fall myndi hins vegar ekki þýða endalok félagsins, það hefur alla burði til þess að snúa við blaðinu eins og Kaiserslautern gerði á sín- um tíma.“ ■ MARKO Rehmer varnarmaður Hansa Rostock er á leið til Herthu Berlín, ef marka má viðtal við Diet- er Höness, framkvæmdastjóra Berlínarliðsins. Hann sagði Rehmer standa til boða fjögurra ára samn- ingur ef félögin kæmu sér að sam- komulagi um kaupin. Rehmer kæmi þá til Herthu annað hvort í sumar eða vorið 2000. Rehmer er 26 ára og hefur leikið 7 landsleiki fyrir Þjóð- verja. ■ ERICH Ribbeck landsliðsþjálfari segist ekki láta segja sér fyrir verk- um og hann raki ákvörðun um það hverjir skipi landsliðið á hverjum tíma. Þetta sagði hann í framhaldi af yfirlýsingu Mario Baslers um hann vilji gjarnan leika með þýska landsliðinu á nýjan leik. ■ BASLER hefur ekki hlotið náð fyrir augum landsliðsþjálfarans síð- an leikið var við Hollendinga í vin- áttulandsleik í desember en þá þótti hann ekki leggja sig fram. ■ MATTHEW Le Tissier er ekki nógu góður fyrir úivalsdeildina og alls ekki sá leikmaður sem hann var fyrir fjórum árum. Þetta segir Dave Jones, knattspyrnustjóri Sout- hampton, um leikmann sinn. ■ „HANN verður að sætta sig við það og breyta leik sínum í samræmi við það ef hann ætlar að leika áfram í úrvalsdeildinni. Svo einfalt er það,“ sagði Jones ennfremur. ■ LE TISSIER hefur árum saman verið talinn einhver leiknasti leik- maðurinn í ensku úivalsdeildinni, en um leið einnig einhver sá latasti. Jo- nes segir engan vafa leika á hæfi- leikum Le Tissiers í knattspyrnu, en í nútímanum verði menn að æfa meira en áður og byggja sig upp.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.