Morgunblaðið - 19.03.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.03.1999, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA HANDKNATTLEIKUR Gunnar fer fraÍBV „Óánægður með vinnu- brögð þjálfarans" Rúnar liggur rúmfastur RÚNAR Alexandersson, Gerplu, Islandsmeistari í fim- leikum, ver ekki meistaratign sína á Islandsmeistai'amótinu í áhaldafimleikum sem fram fer í Laugardalshöll um helgina, eins og til stóð. Rúnar, sem býr og æfir í Svíþjóð um þess- ar mundir, liggur í rúminu með flensu og keppir því ekki. Þótt þetta séu ekki góðar fréttir gera þær það þó að verkum að keppnin um Is- landsmeistaratitilinn í karla- flokki, bæði í keppni á einstök- um áhöldum í stigakeppni ein- staklinga, verður jafnari en búast mátti við, en Rúnar hef- ur haft yfirburði í karlaflokki fimleika hér á landi síðustu ár. Heimsmeist- arínn i kúlu- varpi í bann VITA Pavlysh, heimsmeistari í kúluvarpi kvenna, jafnt utan sem innan dyra, var í gær dæmd í tveggja ára keppnis- bann eftir að hafa fallið á lyfja- prófi sem hún fór i á heims- meistaramótinu innanhúss í Maebashi í Japan fyiár hálfum mánuði. Valery Alexandrov, formaður frjálsíþróttasam- bands Úkraínu, sagði í gær að greinileg merki um notkun á anabólískum steralyfjum hefðu fundist í sýni Pavlysh, en það var tekið eftir að hún hafði varpað kvenna lengst á mótinu, 21,43 metra sem er þriðji besti árangur sem náðst hefur í kvennaflokki á þessum áratug. „Því var ekkert annað að gera en að dæma hana í tveggja ára keppnisbann," sagði Alex- androv. Hann lét þess jafn- framt getið að íþróttamaðurinn maldaði í móinn og sagði að skýringarinnar væri að leita í lyfjum sem hún notaði í fyrra er hún var að hraða bata sínum eftir alvarleg meiðsli í hné. „Reglurnar eru hins vegar skýrar og Pavlysh verður að taka afleiðingum gjörða sinn.“ Pavlysh vann kúlu- varpskeppnina í Maebashi með nærri eins metra lengra kasti en sú sem varpaði næstlengst, Irina Korzahanenko frá Rúss- landi. Gullið kemur nú í hennar hlut. Pavlysh varð Evrópu- meistari utanhúss í fyrra og var heimsmeistari utanhúss 1997. Svíar eru með besta landslið heimsins íslendingar mæta Svíum í vor ÍSLENSKA landsliðið í hand- knattleik mætir því sænska í vor þegar þjóðirnar taka þátt í Scandinavian Open í Noregi 7.-9. maí. Auk þess verða heimamenn og Danir með á mótinu en þjóðirnar, að íslend- ingum undanskildum, verða þá í óðaönn að búa sig undir heimsmeistaramótið mánuði síðar. Leikirnir í Scandinavian Open eru einnig kærkomnir fyrir íslenska landsliðið, sem verður í æfingabúðum allan maímánuð til að búa sig undir leikina við Kýpur og Sviss í forkeppni að undankeppni Evrópukeppninnar. Auk leikj- ana í Noregi leikur ísland æf- ingaleiki við Sádi-Arabíu eftir að heim verður komið. 1999 FOSTUDA GUR 19. MARZ BLAD SVÍAR eru með besta handknattleikslandslið í heimis, segir hinn snjalli leikmaður franska landsliðsins, Jackson Richardsson. Hann tekur þó fram að jafntefli þjóðanna á heimsbikarmótinu í Svíþjóð sýni að Frakkar séu nálægt sænska liðinu í getu og Frakkar séu staðráðnir að sýna það með sigri í heimsmeistarakeppninni í Egyptalandi nú í sumar - en þjóðirnar eru þar saman í riðli. Það fer ekkert á milli mála að ein helsta vagga handknattleiksins er í Svíþjóð. Þar er gríðarleg hefð fyrir sterkum hand- Bjöm Ingi knattleik og margir Hrafnsson frábærir leikmenn. skrifar frá Sænska landsliðið hefur verið erfitt viðureignar á undanförnum árum og leikmenn þess virðast alltaf búa yfir þeirri seiglu og ákveðni sem þarf til að sigra í jöfnum og spenn- andi leikjum,“ segir Richardsson sem leikur nú sem atvinnumaður í Þýskalandi með Grosswallstadt. Hann var lykilmaður franska lands- liðsins sem varð heimsmeistari á HM 1995 á íslandi. Richardsson segir ennfremur að hann hafi alltaf dáðst að einum leik- manni Svíanna; Magnus Wislander. „Hann er gríðarlega sterkur leik- maður og kann hreinlega ekki að gefast upp. Ég get alveg viðurkennt að Wislander hefur lengi verið helsta fyrirmynd mín í handknatt- leiknum," segir Frakkinn. Wislander er kominn af léttasta skeiði sem handknattleiksmaður - er orðinn 35 ára. Hann leikur þó enn með þýska meistaraliðinu Kiel. Jackson Richardsson segir að ald- urin ekki koma að sök hjá Wisland- er, baráttan og getan sé enn ein- stök. „Ég vona bara að ég verði svona eftir fimm ár,“ bætir hann við, en þess má geta að Richardson verður þrítugur í næstu viku. Leikið við Egypta í Ödervalle Leikið verður til undanúrslita á heimsbikarmótinu í handknattleik í dag. Báðir leikirnir fara fram í í Billinghöv-íþróttahöllinni í Skövde. Þar eigast við annars vegar Rússar og Frakkar og hins vegar Svíþjóð og Þýskaland og má búast við hörkuleikjum. íslenska landsliðið ætlar að fylgj- ast með leikjum í undanúrslitum og úrslitum heimsbikarmótsins. Það fer saman við tvo æfingaleiki við Egypta í dag og á morgun - en Eg- yptar verða einmitt gestgjafar á HM í sumar og vilja því leika alla þá æfingaleiki sem bjóðast. Fyrri leik- urinn verður háður í Ödervalle kl. 13 í dag að íslenskum tíma, um 70 km frá Gautaborg, og þaðan halda liðin síðan til Skövde og fylgjast með undanúrslitunum. A morgun verður svo leikið í útjaðri Gauta- borgar og hefst viðureignin kl. 11 að staðartíma, eða ki. 10 í fyrramálið að íslenskum tíma. Morgunblaðið/Gísli Hjaltason BJARKI Sigurðsson er hér í harðri baráttu við Frakka í leik á heimsbikarmótinu. Jackson Richards- son hinn snjalli leikmaður Frakka fylgist grannt með. EYJAMAÐURINN Gunnar Sigurðsson, seni hefur varið mark íslandsmeistara ÍBV í knattspyrnu sl. tvö ár, hefur ákveðið að fara frá IBV í kjölfar þess að landsliðsmarkvörðurinn Birkir Kristins- son hefur verið fenginn til liðsins. „Ég er mjög óá- nægður með vinnubrögð Bjarna Jóhannssonar þjálfara í sambandi við þessi mál. Hann hefur ekkert talað við mig í marga mánuði,“ sagði Gunnar. „Það er ekkert annað fyrir mig að gera en að fara frá ÍBV. Það ldjóta að vera skilaboð þjálfar- ans miðað við það sem á undau er gengið, að hann vilji losna við mig. Það hafa nokkur lið haft samband við mig og ég er að skoða þau mái. Eg fer ekki til Portú- gals með ÍBV í æfingaferð- ina f næstu viku, enda er ég hættur að æfa með Iiðinu. Eg er á fullu í handboltanum þessa dagana, en þar er ein- staklega gott andrúmsloft," sagði Gunnar, sem er Eyja- maður í húð og hár. KNATTSPYRNA: KEVIN KEEGAN HEFUR VALIÐ FYRSTA LANDSLIDSHÓP SINN/C3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.