Morgunblaðið - 31.03.1999, Side 1
B L A Ð
ALLRA LANDSMANNA
f-
1999
plorgnnMabib
■ MIÐ VIKUDA GUR 31. MARZ
BLAÐ
SKÍÐAMÓT ÍSLANDS Á ÍSAFIRÐI
Aðeins FH
orðið meistari
AF liðunum fjórum sem komin
eru í undanúrslit 1. deildar
karla í handknattleik, er FH
eina liðið sem orðið hefur Is-
laudsmeistari eftir að úrslita-
keppni var tekin upp. Hafnfirð-
ingar hrósuðu sigri 1992, þeg-
ar úrslitakeppni var háð í
fyrsta sinn.
Handknattleiksmenn eiga
náðuga daga yfir páskana, en
undanúrslitin hefjast svo 7.
aprfl með fyrsta leik Aftureld-
ingar og Hauka. Daginn eftir
verður svo fyrsti leikur Fram
og FH, en Afturelding og
Fram eiga heimaleilqaréttinn
og komi til oddaleiks fer hann
fram á heimavelli þeirra.
Seinni leikir liðauna verða
svo 9. og 10. aprfl og oddaleik-
irnir 11. og 12. aprfl nk. Fyrsti
úrslitaleikurinn fer svo fram
18. aprfl nk.
Atli áfram
hjáKA
ATLI Hilmarsson og hand-
knattleiksdeild KA liafa nán-
ast gengið frá nýjum samningi
um að Atli þjálfi KA næstu tvo
vetur. Búist er við að Atli
skrifi undir nýjan samning við
félagið í dag.
KA-menn eru farnir að líta í
kringum sig eftir nýjum leik-
mönnuin fyrir næsta vetur en
Ijóst er að Sverrir Björnsson
verður ekki hjá félaginu næsta
vetur, fer líklega til Aftureld-
ingar.
Fyrsta gullið
til Brynju
BRYNJA Þorsteinsdóttir frá
Akureyri, sem sést hér á fullri
ferð í brekkunni í Tungudal á
ísafirði, varð fyrst til að tryggja
sér gullverðlaun á Skíðamóti Is-
lands, er hún fagnaði sigri í stór-
svigi kvenna í gær. Frænka
hennar, Dagný L. Kristjánsdótt-
ir, varð önnur. „Ég mun reyna
mitt besta í sviginu og er bjart-
sýn á gott gengi,“ sagði Brynja,
sem keppir í svigi í dag. Kristinn
Björnsson frá Olafsfirði endur-
heimti Islandsmcist aratitilinn í
stórsvigi karla frá því 1997.
Akureyringurinn Haukur Ei-
ríksson varð Islandsmeistari í 30
km göngu karla með yfirburðum.
Stella Hjaltadóttir, ísafirði, hafði
yfirburði í 10 km göngu kvenna
með hefðbundinni aðferð.
Morgunblaðið/Golli
KNATTSPYRNA
íslendingar mæta Úkraínumönnum í Kænugarði í Evrópukeppninni
Dagskipunin að veijast
ÆT
Islendingar mæta Ukraínumönn-
um í undankeppni Evrópumóts
landsliða Olympiysky-leikvangin-
um í Kænugarði í dag og hefst
viðureignin kl. 16 að íslenskum
tíma. Bæði lið eru taplaus í riðlin-
um eftir fjórar viðureignir, en
Úkraínumenn eru afar bjartsýnir
fyrir leikinn og ætla sér stórsigur.
Guðjón Þórðarson, þjálfari ís-
lenska liðsins, tilkynnti byi'junar-
lið sitt í gærkvöldi og miðað við
það er ljóst að dagskipun íslenska
liðsins verður að verjast. Eyjólfur
Sverrisson er í byrjunarliðinu,
hann meiddist í leiknum gegn
Andorra á laugardag og hvíldi allt
þar í gær að hann tók þátt í æf-
ingu íslenska liðsins og er klár í
slaginn.
Þeir verða í sviðsljósinu
Leikskipulag íslenska liðsins
verður 5-4-1 og verður Birkir
Kristinsson í markinu. Aftasti
maður varnarinnar verður Sigurð-
ur Jónsson, miðverðir þeir Steinar
Adolfsson og Lárus Orri Sigurðs-
son og bakverðir Hermann Hreið-
arsson og Auðun Helgason. Fyrir
framan vörnina verða Eyjólfur
Sverrisson og Brynjar Björn
Gunnarsson, hægra megin á miðj-
unni Þórður Guðjónsson en Rúnar
Kristinsson vinstra megin. Einn í
fremstu víglínu verður svo Helgi
Sigurðsson.
Breytingarnar frá leiknum gegn
Andorra eru þær að Lárus Orri
Sigurðsson og Hermann Hreiðars-
son koma inn í byrjunarliðið í stað
þeirra Arnars Gunnlaugssonar og
Stefáns Þórðarsonar. Þá skiptir
Brynjar Björa Gunnarsson úr
vörn í sókn og er dagskipun þjálf-
arans að loka svæðum og gefa hin-
um eldfljótu framherjum Úkraínu
sem minnst pláss.
Leikurinn verður sýndur beint
á sjónvai-pstöðinni Sýn, eins og
leikurinn í Andorra sl. laugardag
og Luxemborg á dögunum.
HANDKNATTLEIKUR: FH-INGAR SKELLTU STJÖRNUMONNUM I GARÐABÆ / C4