Morgunblaðið - 14.04.1999, Side 7

Morgunblaðið - 14.04.1999, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1999 B 1 _______________UMRÆÐAN_____________ Að hengja bakara fyrir smið NÚ HAFA trillukarlar í svokölluðu dagakei-fi fengið síðustu blessun stjómvalda yfir framtíð sína. í til- efni þess get ég ekki stillt mig um að skrifa svolítið greinar- korn. Best er að ég byrji á að upplýsa menn svolítið um mína eigin stöðu í þessum málum, því það mun vera tilhneiging ansi margra að segja: Einn enn sem er að heimta fyrir sjálfan sig. Ég er sem sagt trillukarl sem á fimm tonna bát með 68,5 tonn í þorskaflahámarki og „Færeying" í dagakerfi sem fær 4 tonn í króka aflamark, en á þenn- an bát fiskaði ég 17,5 tonn 1997 og 18,5 tonn 1998. Nú get ég valið að fiska á þennan bát í 40 daga næstu tvö ár með 30 tonna þaki á ári og fá 4 tonnin að þeim tíma liðnum, eða velja 23 daga næstu tvö ár, sem síðan fækkar um 10% á ári. Síðari kostinum fylgir sú blessun að geta leigt eða selt dagana, sem sagt brask, sem útrýmir sumum til þess að einhverjir tóri um tíma og sama mun gerast með tonnin í fyrra dæminu, að sjálfsögðu allt á svo háu verði að enginn raunveralegur grundvöllur sé fyrir kaupandann (nema með svolítið önnur sjónar- mið í huga sem ég kem að síðar). Af þessu má ljóst vera að ég þarf ekki að væla mikið fyrir sjálfan mig. En setjum nú svo að ég ætti bara dagabátinn eins og svo marg- ir félagar mínir í þessari útgerð. Þá væri ég í „djúpum skít“ eins og sagt er. Afkomumöguleikar nán- ast engir og valið eingöngu um að vera hengdur eða skotinn. Þetta er sá veruleiki sem blasir nú við ungum og duglegum mönnum sem neituðu að gefast upp og reyndu að skapa sér og sínum afkomu í sinni heimabyggð með því að kaupa sér bát í dagakerfi þótt dýr- ir væru. Afleiðingin af öllu þessu hlýtur að verða sú að veiðiheimild- ir þjappast saman á miklu færri báta með ærnum kostnaði en hinir heltast úr lestinni. En bíðum nú við. Skyldu stjórnvöldum vera dagabátar eitthvað ógeðfelldari en kvótabátar í einhverri mynd? Af hverju fylgdi það með á valblaði árið ‘94 þegar þorskaflahámarkið var sett á að þeir sem létu undir höfuð leggjast að velja milli daga og þorskaflahámarks fyrir tiltek- inn dag færu sjálfkrafa í þorskaflahámarkið í stað þess að vera áfram í dagakerfinu? Af hverju gerist það sama aftur núna að menn lenda sjálfkrafa í króka- aflamarkinu ef þeir gleyma að velja? Og af hverju er þeim sem velja krókaaflamarkið árið 2000 umbunað með 40 veiðidögum næstu tvö sumur (að vísu með 30 tonna þaki, sem gæti nú bent til þess að menn hefðu á síðustu stundu séð eftir ofrausninni) en hinir sem eru svo forhertir að vilja áfram daga, fái bara 23 með hót- uninni um 25% fækkun á ári að tveim árum liðnum? Þegar við í LS byrjuðum bar- dagann fyrir tilverunni, sagði þá- verandi sjávarútvegsráðherra að auðvitað vissu allir að við myndum aldrei útrýma neinum fiskistofn- um, en það gengi bara ekki að við værum alveg frjálsir þegar aðrir væru heftir. Það grunaði víst eng- an þá að háskinn af færatrillum undir 6 tonnum yrði slíkur að það yrði að binda þær við bryggju í 365 daga á ári eins og blasti við á síðastliðnu hausti og það á sama tíma og Vélstjórafélagið þurfti að hóta stórútgerðum málaferlum vegna þess að ekki var tími til að taka samningsbundin hafnarfrí á togurum og um leið verið að hengja tvö troll aftan í þá suma. Nú má enginn skilja orð mín svo að ég sé eitthvað á móti togaraút- „Það er verið að eyða þeim hluta veiðiflot- ans,“ segir Árni Jón Sigurðsson í fyrri grein sinni um stöðu smá- báta, „sem minnsta möguleika hefur á að vinna lífríki og veiði- stofnum tjón en efla þann sem sannanlega getur það.“ gerð. Við sem búum í sjávarpláss- um sem hafa notið slíkra atvinnu- tækja vitum vel hvers virði þau eru, og ég tala nú ekki um í þeim plássum sem hafa misst þau. Það er einmitt alvarlegt umhugsunar- efni hve smærri útgerðir á þeim vettvangi virðast eiga meira og meira undir högg að sækja og sog- ast inn í stærri risana. En í þau göt sem myndast hafa í atvinnulífi margra minni sjávar- plássa við slíkan missi hefur einmitt verið reynt að stoppa með einstaklingsútgerðum smábáta. Verði nú höggvið á þann þáttinn mun vandséð hvað verður til bjarg- ar, og ekki síður á þeim stöðum þar sem öll atvinna manna hefur í gegnum tíðina hvílt á slíkri útgerð. Fyrir nokkrum árum átti ég viðtal við mann í sjávarútvegs- ráðuneytinu um kvótann og lét þess getið að ég væri á móti hon- um. Hann sagði: „Því segirðu það? Finnst þér ekki eðlilegast að þið eigið þetta sem eruð að vinna við þetta?“ Jamm, og það var nú það. En það vill nú svo til að við búum nú hér enn við sömu götuna þrír kallar sem fóru saman á vertíð til Keflavíkur árið 1959 á nýjum 70 tonna bát sem þá kom hingað til Seyðisfjarðar. Eg fór í land 1962, lærði vélvirkjun, skrapp á sjó aft- ur í stuttan tíma og var síðan í smiðju við skipasmíðar og við- gerðir eitthvað um 16 ár en fór svo í trilluútgerð 1981 og „á“ nú eins og að framan sagði 72,5 tonn í þorski að verðmæti ca 36 milljón- ir. Hinir tveir eru nú báðir komnir í land eftir nærri 50 ára vera á sjó en eiga ekki sporð. Annar á að vísu trilluhorn og má skaka upp á handrúllur það sem hann getur sannanlega étið jafn óðum. Fyrir tveimur eða þremur áram var flutt á Fiskiþingi tillaga frá Sig- urði Ingvarssyni á Eskifirði þess efnis að þessir öldnu sægarpar sem verið hefðu 20 ár eða lengur á sjó fengju leyfi til að skaka á trill- um í nokkra daga á ári, ég man nú ekki lengur hve marga. I umræð- unni kom fram hjá einum þingfull- trúa að Kristján Ragnarsson hefði þá nýlega sagt að líta mætti á kvótasölur gamalla útgerðar- manna upp á nokkra tugi eða hundruð milljóna sem hæfilega umbun í ellinni fyrir að hafa staðið í þessu bölvaða útgerðarpuði í áraraðir. Og sér fyndist þá alveg eins eðlilegt að jálkarnir á sjónum fengju að puða fyrir sinni umbun á rúllunum í nokkra daga á ári. Ég man ekki betur en tillagan væri samþykkt en vitanlega gerðu við- komandi yfirvöld ekkert með hana frekar en margar aðrar sam- þykktir Fiskiþings á þessum árum enda gengu þær fæstar við gluggatjöldin á heimilum kvótaað- dáenda, og Fiskiþing þá þegar orðið ,,persona non grata“ hjá ríki og LIU, enda óværa sú kveðin endanlega niður fyrir tæpu ári og vita þeir sem vilja. Það hefur lengi tíðkast hér á landi að ungir menn hafa byrjað sjómennsku sína á smábátum og hefur það verið mörgum nota- drjúgur og farsæll undirbúningur undir sjómannsstai’fið. Sömuleiðis hafa menn gjarnan einnig endað langan sjómannsferil á sama hátt og þá jafnframt verið góðir leið- beinendur fyrir unglinga sem með þeim hafa flotið. Nú er þetta ekki lengur mögu- legt vegna núverandi fiskveiði- stjórnarkerfis og hlýtur að vera eftirsjá að slíku. Það er verið að eyða þeim hluta veiðiflotans sem minnsta mögleika hefur á að vinna lífríki og veiðistofnum tjón en efla þann sem sannanlega getur það. Þetta er slys og mannréttindabrot hjá þjóð sem um aldir hefur lifað á sjósókn. Og hver era rökin fyrir þessum aðgerðum? Jú, að vernda fiskinn. En fyrir hverjum? Fyrir hinum mörgu smáu handa þeim fáu stóra. Er þetta nú ekki það sem kallað er að hengja bakara fyrir smið? Höfundur er trilluknrl á Seyðisfirði. RAÐAUGLYStNGA ATVIMIMA KVCflTI BÁTAR/SKIP Vélstjórar Yfirvélstjóra og 1. vélstjóra vantar á Skutul ÍS-180. Verið er að Ijúka umfangsmiklum breyt- ingum og endurbótum á skipinu, í Póllandi. Upplýsingar í símum 894 3026 og 894 1638. Básafell hf. ísafirði. Ráðningarþjónusta sjávarútvegsins Menn strax! Sérhæfð ráðningarþjónusta fyrir sjávarútveginn. Útvegum gott starfsfólk til sjós og lands. Símar 562 3518 og 898 3518 (Fridjón). FUMDIR/ MAMMFAGMAÐUR Aðalfundur Hraðfrysti- stöðvar Þórshafnar hf. Aðalfundur Hraðfrystistöðvar Þórshafnar hf. verður haldinn föstudaginn 16. apríl 1999 kl. 16.00 í kaffistofu félagsins að Eyrarvegi 16, Þórshöfn. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 19. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um heimild til stjórnar félagsins um kaup á eigin hlutabréfum félagsins. 3. Önnur mál. Dagskrá, tillögur og ársreikningar félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hlut- höfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Fundargögn verða afhent á fundarstað. Stjórn Hraðfrystistöðvar Þórshafnar hf. KVIÍITABANKINN Vantar þorsk og ýsu (aflahlutdeild). Vantar þorskaflahámark til leigu og þorskaflahámark til sölu. Sími 565 6412, fax 565 6372, Jón Karlsson. TIL SÖLU Þurrkgrindur Til sölu þurrkgrindur fyrir þorskhausa. Stærð 100x100. Upplýsingar gefur Stefán eða Pétur í síma 431 2666. Trésmiðjan Akur. VIÐSKIPTAHÚSIÐ ATVINNUHÚSNÆÐI, SKIP OG KVÓTI Opnuð hefur verið sala fyrir atvinnuhúsnæði, skip og kvóta á Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin við Faxafen) sem mun einbeita sér að sölu á: • Almennu atvinnuhúsnæði, skrifstofu- húsnæði og verslunarhúsnæði. • Bátum og skipum með eða án veiðiheim- ilda. • Kvóta og öðrum veiðiheimildum. Vinsamlega hafið samband ef þið eruð að huga að kaupum eða sölu. Jóhann Magnús Ólafsson sölustjóri, Kristján V. Kristjánsson, lögg. fasteigna- og skipasali. Suðurlandsbraut 50, 108 Reykjavík, netfang vidskiptahusid@islandia.is. S: 568 2323, GSM 863 6323, sb. 568 4094. ^ón xÁlsbjötnsson SG-goggar, ábót, beita. Sími 551 1747. Til sölu Alfa Laval-skilvinda Gerð/type: MAPX 205 TGT 24 Afköst: 1.100 l/h á svartolíu, 3.300 l/h á smur- olíu og 4.000 l/h á flotaolíu. Keyrslutími aðeins 5.000 tímar. Skilvindan lítur vel út og er tilbúin til afhend- ingar ásamt eftirfarandi fylgihlutum: Hæðarboxi, 1— 2,5" lokum, flotrofum, hitastilli, rafmagnstöflu og sérverkfærum. Nánari upplýsingar gefur Sigurður í síma 461 1710 eða 462 1105. augl@mbl.is Sparaðu þér umstang og tíma með því að senda atvinnu- og raðauglýsingar til birtingar í Morgunblaðinu með tölvupósti. Notfærðu þér tæknina næst. fKftrgttttMi&ifr

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.