Morgunblaðið - 24.04.1999, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 24.04.1999, Qupperneq 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA i- 1999 LAUGARDAGUR 24. APRIL BLAÐ KORFUKNATTLEIKUR Morgunblaðið/Einar Falur Ingólfsson FALUR Jóhann Harðarson, sem gerði 29 stig fyrir Keflavík, réð sér vart fyrir kæti þegar sigurinn var í höfn. Hér er honum ákaft fagnað af Fannari Ólafssyni, til hægri, og Gunnari Einarssyni, til vinstri. Skaut þegar færi Falur Jóhann bestur FALUR Jóhann Harðarson, bak- vörður nýkrýndra Islandsmeist- ara Keflavíkur, hefur verið val- inn besti leikmaður fslandsmóts- ins í körfuknattleik í vetur að mati íþróttafréttamanna Morg- unblaðsins, annað árið í röð. Fal- ur lék stórt hlutverk í titilsókn Keflvíkinga á nýafstöðnu tímabili og leikur hans í oddaleik úr- slitariminunnar við Njarðvík gerði gæfumuninn. „Ég er ánægðari en í fyrra,“ sagði Falur eftir að hafa verið tilkynnt um valið, „vegna þess að við urðum fslandsmeistarar núna. Ég er virkilega þakklátur fyrir að menn skuli taka eftir frammistöðu minni inni á vellin- um. Það er erfitt að skara fram- úr sem einstaklingur í Keflavík- urliðinu, því það er gríðarlega sterkt. Ég lít ekki á þetta sem einstaklingsverðlaun, heldur meira sem liðsverðlaun, því án samherja minna væri ég ekki neitt.“ Þegar Falur var spurður hvort leikur hans hefði breyst á undan- förnum árum fyrir tilstilli ein- hverrar sérstakrar hugarfars- breytingar, svaraði hann játandi. „Það fer svo gífurlega mikill tími í þetta. Ég er með fjölskyldu og er nær alltaf fjarri heimilinu á kvöldin. Ég hef því tekið þann pólinn í hæðina að fyrst ég er að þessu á annað borð, að eyða svona miklum tíma frá konunni og börnunum, ætla ég að njóta þess til hins ítrasta og gefa því allt sem ég á.“ KORFUKNATTLEIKSDEILD IA ætlar ekki að fá til sín erlendan leikmann fyrir næsta vetur, vegna erfíðs fjárhags deildarinnar. Sigurður Sverrisson, formaður körfuknattleiksdeildar IA, segir að skuldir félagsins hafi verið greiddar markvisst niður síðast- liðin tvö ár en skuldastaðan krefj- ist þess að útgjöldum sé haldið í FALUR Jóhann Harðarson var stigahæstur Keflvíkinga í oddaleiknum, gerði 29 stig og gerði fimm þriggja stiga körf- ur úr níu tilraunum, tvær þeirra voru sannarlega ævin- týralegar. Hann var staddur langt fyrir utan þriggja stiga lágmarki. Hann segir að stefnt sé á að nýta þann mannskap sem er fyrir hendi hjá félaginu, að minnsta kosti til áramóta. Hann segir jafnframt hugsanlegt að fé- lagið fái liðsstyrk á næstu vikum. Körfuknattleiksdeildin hefur gert munnlegt samkomulag við Brynjar Karl Sigurðsson um að hann þjálfi liðið næsta vetur. línuna, en ákvað eigi að síður að láta vaða og sá ekki eftir því. egar Falur var spurður hvort hann hefði, á tilteknum tíma í leiknum, ákveðið að taka af skarið til að landa sigrinum, sagði hann: Samningur Brynjars Karls er til tveggja ára, en verður endurskoð- aður eftir fyrra árið. Brynjar Karl þekkir vel til Skagamanna, en hann hefur leikið með liðinu í nokkur keppnistímabil. Búist er við að Brynjar, sem jafnframt mun leika með liðinu, skrifi undir formlegt samkomulag á næstu dögum. „Já, mér hafði tekist vel upp framan af leik. Mér fannst ég alltaf geta komist fram hjá mínum varnarmanni og inn í teiginn. Ég gerði það í bland við að skjóta, skaut þegar færi gafst. Að vísu voru sum þeirra langt úti á velli, en það skiptir mig ekki svo miklu máli. Ég get alveg tekið skot tveimur metrum fyrir utan þriggja stiga línuna.“ Falur hitti úr ellefu af átján skotum sínum í leiknum. Var hann aldrei undrandi á að einhver skotanna, sem hann tók, skyldu rata rétta leið? „Nei, ég verð yfir- leitt undrandi þegar þau fara ekki ofan í. Ég er eiginlega með full- komnunaráráttu, vil að öll skot fari ofan í. Ég tók að vísu eitt lé- legt skot. Það varð einhver mis- skilningur í vörninni hjá þeim, enginn var að gæta mín svo ég gafst flýtti mér að skjóta. Ég hefði bet- ur tekið mér góðan tíma eins og venjulega. Þá hefði skotið farið of- an í.“ í Ijósi þeirrar miklu tauga- spennu, sem ríkti á meðal stuðn- ingsmanna, og væntanlega leik- manna, liðanna fyrir oddaleikinn var vert að spyrja Fal hvernig hann hefði sofið nóttina fyrir leik- inn. „Ég svaf mjög vel og vaknaði rétt eftir klukkan sex, þegar yngri dóttir mín vaknaði," sagði hapn. „Ég byrjaði daginn á að fara út að ganga, sem ég gerði rétt um áttaleytið, og lagði mig frá tíu til tólf. Þetta var fínn und- irbúningur," sagði Falur. ■ Keflvíkingar... / B2 ■ Kemur dagur... / B2 ■ Þetta líkar... / B3 ■ Finnst eins... / B3 Skagamenn án útlendings FH-INGAR VÖKNUÐU AF VÆRUM BLUNDI AÐ VARMÁ/B4 H

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.