Morgunblaðið - 24.04.1999, Page 3
2 B LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
ÚRSLIT
KÖRFUKNATTLEIKUR
LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 B 3„.
KÖRFUKNATTLEIKUR
Handknattieikur
ísland - Sádí Arabía 25:21
Vináttulandsleikur í handknattieik, íþrótta-
húsinuí Grafarvogi ígærkvöldi:
Mörk íslands: Konráð Olavson 6, Njörður
Arnason 4, Hilmar Þórlindsson 3, Valgarð
Thoroddsen 3, Gunnar Berg Viktorsson 2,
Heiðmar Felixson 2, Sverrir Björnsson 2,
Magnús Agnar Magnússon 1, Svavar Vign-
isson 1, Guðfínnur Kristmannsson 1.
■Islendingar höfðu forystu allan leikinn og
staðan í leikhléi var 14:8. Liðin mætast aftur
í dag og þriðja sinni á morgun.
UMFA-FH.....................26:23
Iþróttahúsið að Varmá; þriðji úrslitaleikur
liðanna um Islandsmeistaraitilinn í hand-
knattleik karla, fímmtud. 22. apríl 1999.
Gangur leiksins: 1:0, 1:1, 4:1, 4:3, 7:4, 10:6,
11.8, 14:9, 16:10, 16:11, 19:12, 21:12, 21:14,
22:17, 24:18, 24:22, 25:22, 26:23.
Mörk UMFA: Bjarki Sigurðsson 7/1, Gal-
kauskas Gintas 6, Jón Andri Finnsson 4,
Sigurður Sveinsson 3, Alexei Trúfan 2,
Maxím Trúfan 2, Hafsteinn Hafsteinsson 1,
Savukynas Gintaras 1.
Utan vallar: 8 mínútur.
Mörk FH: Valur Arnarson 6, Guðjón Árna-
son 5, Gunnar Beinteinsson 4, Hálfdán
Þórðarson 3, Guðmundur pedersen 2/1, Lár-
us Long 2, Knútur Sigurðsson 1.
Utan vallar: 8 mínútur.
Dómarar: Gunnar Viðarsson og Stefán Arn-
aldsson, því miður ekki þeirra dagur.
Áhorfendur: Nærri 1.000.
Knattspyma
Noregur
Fimm mörk íslendinga
Viking - Liileström..............2:4
■Rúnar Kristinsson og Heiðar Helguson
skoruðu sitt markið hvor fyrir Lilleström
sem komst í 0:4. Þá kom Ríkharður Daðason
inn á fyrir Viking og minnkaði muninn með
tveimur mörkum, en það dugði ekki til.
Brann - Kongsvinger .............5:4
■Stefán Þórðarson var i iiði Kongsvinger en
Steinar Adolfsson er meiddur. Bjarki Gunn-
laugsson var ekki í liði Brann.
Rosenborg - Tromsö...............2:2
■Ami Gautur Arason var í marki Rosen-
borg og Tryggvi Guðmundsson lék með
Trömsö.
Stabæk - Moss....................3:1
■Heigi Sigurðsson skoraði eitt marka Sta-
bæk.
Strömsgodset - Válerenga.........0:3
■Bræðumir Valur Fannar og Stefán Gísla-
synir vom í liði Strömsgodset.
Molde - Bodö/Glimt...............2:1
Odd Grenland - Skeid.............2:1
England
1. deild:
Bury - Bolton....................2:1
Þýskaland
Stuttgart - Bayer Leverkusen ....0:1
Ulf Kirsten 37.21.000.
Dortmund - Werder Bremen ........2:1
Heiko Herrlich 52., Andreas Möller 86. -
Bemhard Trares 34. Rautt spjald: Thomas
Hassler (Dortmund) 83. 68.600.
Holiand
Doetinchem - PSV Eindhoven.......1:0
Evrópukeppni bikarhafa
Róm, Ítalíu:
Lazio - Lokomotiv Moskva.........0:0
30.000.
• Samtals 1:1. Lazio komst áfram á marki
skoruðu á útivelli.
Mallorca, Spáni:
Mallorca - Chelsca...............1:0
Leo Biagini 14.18.848.
• Maliorca vann samtals 2:1 og mætir Lazio
í úrslitaleik á Villa Park í Birmingham 19
maí.
Körfuknattleikur
Keflavík - UMFN 88:82
Iþróttahúsið í Keflavík.
Gangur ieiksins: 2:0, 2:3, 14:3, 21:12, 29:20,
39:31,49:40, 51:53,63:63, 79:70, 88:82.
Stig Kefiavíkur: Falur Harðarson 29,
Damond Johnson 22, Gunnar Einarsson 13,
Hjörtur Harðarson 8, Birgir Öm Birgisson
7, Fannar Ólafsson 6, Guðjón Skúlason 3.
Stig UMFN: Brenton Birmingham 20, Her-
mann Hauksson 17, Friðrik Ragnarsson 16,
Teitur Örlygsson 12, Friðrik Stefánsson 11,
Páll Kristinsson 6.
Dómarar: Leifur Garðarsson og Kristinn
Aibertsson sem dæmdu mjög vel.
Áhorfendur: Um: 1200.
UM HELGINA
Handknattleikur
tírslit kvenna, annar leikur:
Laugardagur:
Kaplakriki: FH - Stjaman.............16
Mánudagur:
Þriðji leikur:
Ásgarður: Stjaman - FH ...........20.30
tírslit karla, Ijórði leikur:
Sunnudagur:
Kaplakriki: FH - Afturelding......20.30
Landsieikir karla:
Laugardagur:
Grafarvogur: ísiand - Saudí-Arabía...14
Sunnudagur:
Grafarvogur: ísland - Saudí-Arabía...16
Júdó
íslandsmeistaramótið í júdó fer fram í KA-
heimilinu á Akureyri í dag og á morgun,
sunnudag. Mótið verður sett kl. 10 í dag og
síðan hefst einstaklingskeppni bama og
unglinga. Fullorðnir hefja keppni kl. 14. A
morgun fer fram sveitakeppni kl. 10.
Þolfimi
Bikarmót í þolfimi fer fram í íþróttahöliinni
á Akureyri í dag kl. 18.30. Einnig verður
keppt í fjölþraut í líkamsrækt.
KefMkingar eru bestir
Urslitakeppnin
körfuknattleik 1999
Fimmti leikur liðanna i úrslitunum,
leikinn í Keflavik 22. apríl 1999
KEFLAVÍK NJARÐVÍK
88 Skoruð stig 82
7/11 Vítahrttni 6/10
11/23 3ja stiga skot 8/30
24/47 2ja stiga skot 26/48
25 Varnarfráköst 26
8 Sóknarfráköst 17
7 Bolta náð 6
7 Bolta tapað 11
21 Stoðsendingar 31
15 Villur 14
Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvík-
ur, segir ragnarök ekki á næsta leiti
ÞÓTT Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkinga, hafi verið afar
vonsvikinn eftir að hafa tapað íslandsmeistaratigninni, benti
hann á að það markaði alls engan heimsendi, það kæmi dagur
eftir þennan dag - lífið snerist um meira en körfuknattleik.
Þessi leikur var í sjálfu sér mjög
jafn. Við lentum undir, en náð-
um þeim aftur og komumst yfir. Pá
áttum við möguleika
Eftir á að komast fjórum
Edwin R. stigum yfir, með
Rögnvaldsson kgrf^ en tókst ekki.
Pað hefði hugsanlega getað gefið
okkur sálrænan styrk - að komast
tveimur sóknum yfir. Það gerðist
ekki að þessu sinni. Falur gerði
tvær ævintýralegar körfur, sem
eru ef til vill ekki oft á dagskránni
hjá mönnum, en hann lét bara vaða
og þetta voru vitaskuld lykilkörfur.
Þær gáfu þeim aukinn kraft.
Herslumuninn vantaði hjá okkur
að þessu sinni, en við vorum alveg
sannfærðir fyrir leikinn um að við
gætum landað hér titli. Vamarleik-
urinn var því miður ekki eins og
hann á að vera hjá okkur í fyrri
hálfleik, náðum þó að sýna hvað í
ökkur býr í síðari hálfleik en það
vantaði bara herslumuninn."
Falur Harðarson og Damon
Johnson tóku völdin undir lokin.
Gátuð þið ekkert gert við því, hagað
vamarleiknum þannig að það
reyndi eitthvað á hina leikmennina?
„Jú, jú. Við reyndum það og á
köflum skapaðist vandræðagangur
í sóknarleik þeirra. En þessir tveir
leikmenn hafa í raun „allan pakk-
ann“ sem sóknarleikmenn - geta
báðir skotið af löngu færi, geta
báðir rakið boltann vel og leikið á
menn. Þeir eru mjög fjölhæfir og
það er auðvitað ekki auðvelt að
gæta þeirra. Þeir voru sjóðandi
heitir í þessum leik. Damon dró
vagninn fyrir þá í fyrri hálfleik, en
Falur í þeim síðari. Þeir hittu svo
vel í dag ... ég meina, hvað á maður
að segja við skotum sem eru tekin
nánast þrjá metra fyrir utan
þriggja stiga línuna? Hvað varnar-
leikinn varðar, telst slíkt merki um
að menn séu að gera vel, ef sóknar-
maðurinn er þvingaður svo langt
frá körfunni. En þegar menn taka
upp á því að hitta úr svoleiðis skot-
um, er næst spurt hvort vamar-
maðurinn sé tilbúinn að fara hrein-
lega ofan í buxurnar hjá sóknar-
manninum - og það er auðvitað
hægar sagt en gert.“
Hvernig líður þér?
„Mér líður ágætlega svo sem -
já, já. Það kemur dagur eftir þenn-
an dag. Það er nauðsynlegt að
kunna þetta líka, svo maður kunni
að meta góðu stundimar þegar
þær ganga í garð. Eg hef verið lán-
samur í mínu starfi og er auðvitað
þakklátur fyrir það, þannig að ég
þekki báðar hliðarnar. En auðvitað
er ég aldrei sáttur við að tapa. Ég
vil vinna allt sem ég tek mér fyrir
hendur. Ef til vill er ég stundum
fullákafur, en maður verðm’ auðvit-
að að passa sjálfan sig - getur ekki
tryllst gersamlega og snúist. á sveif
með skrattanum sjálfum. Ég hefði
viljað fara héðan með sigur í
farteskinu, en því var ekki að
heilsa að þessu sinni. Þetta verður
bara til þess eins að styrkja mig.“
„Þegar maður vinnur góða sigra
er mikilvægt að vera stöðugt á
vaktinni, því þá bíður alltaf einhver
handan hornsins, tilbúinn að fella
þig. Það sama gildir þegar menn
tapa. Þá skiptir höfuðmáli að halda
sönsum, því það kemur dagur eftir
þennan dag og maður hefur
ákveðnum skyldum að gegna,
gagnvart sínum nánustu, fjöl-
skyldu og auðvitað samherjum -
samfélaginu.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
KAMPAKÁTUR hampar Guðjón Skúlason íslandsbikarnum eftirsótta í leikslok. Guðjón gat ekki tekið jafn virkan þátt í leiknum og hann er vanur,
vegna hnémeiðsla, en sársaukinn hefur eflaust minnkað við að lyfta siguriaunum íslandsmótsins eftir spennandi keppni.
KEFLVÍKINGAR eru bestir, það er ekki spurning. Það sýndu þeir
og sönnuðu í hreinum úrslitaleik við nágranna sína frá Njarðvík
um íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik í Keflavík á fimmtu-
dagskvöldið, þar sem þeir sigruðu, 88:82, eftir að staðan í hálf-
leik hafði verið 49:40. Þetta var fimmta viðureign liðanna í úr-
slitaviðureigninni og var staðan jöfn fyrir leikinn, 2:2. Þar sem
Keflvíkingar höfðu áður tryggt sér deildarmeistaratitilinn tryggðu
þeir sér jafnframt rétt á oddaleik á heimavelli í úrsiitakeppninni
kæmi sú staða upp. Góð stemmning var í íþróttahúsinu í Kefla-
vík þar sem stuðningsmenn beggja liða fjölmenntu og studdu vel
við bakið á sínum mönnum.
Keflvíkingar hófu leikinn eins og
svo oft áður með sannkallaðri
leiftursókn og ekki var að sjá að
ófarirnar frá síðasta leik þar sem lið-
ið var rótburstað í Njarðvík sæti enn
í leikmönnum. Nú var allt annar
bragur á og sjálfstraustið komið aft-
ur. Keflvíkingar náðu strax afger-
andi forystu, 14:3, og síðan 21:12 eft-
ir fimm mínútna leik. Það virtist
koma Njarðvíkingum á óvart hversu
ákveðnir Keflvíkingar voru og það
kom hik á leik liðsins. Liðin léku ekki
hratt í fyrri hálfleik og virtust vera
að þreifa fyrir sér og hentaði þessi
aðferð heimamönnum greinilega bet-
ur. I hálfleik var munurinn níu stig,
49:40, og greinilegt var að Njarðvík-
ingar urðu að skipta um gír í síðari
hálfleik ef þeir ætluðu sér að ógna
sigri Keflvíkinga.
Það gekk líka eftir. Njarðvíkingar
voru miklu ákveðnari í síðari hálfleik
og nú voru það Keflvíkingar sem
hikuðu á meðan Njai’ðvíkingai’ röð-
uðu niður stigunum. Aður en varði
var staðan orðin jöfn, 51:51, og síðan
komust Njarðvíkingar yfir, 53:51. Þá
fór um stuðningsmenn Keflvíkinga
sem vita að Njarðvíkingar eru engin
lömb að leika sér við sé sá gállinn á
þeim. En þá hófst þáttur Fals Hai’ð-
arsonar, sem hreinlega tók leikinn í
sínar hendur. Hann setti niður þrjár
þriggja stiga körfur með stuttu milli-
bili og hvað eftir annað braust hann
snyrtilega í gegn um vörn Njarðvík-
inga og skoraði en alls setti Éalur 18
stig í síðari hálfleik. Þar með náðu
Keflvíkingar að snúa leiknum sér í
hag aftur og þegar fimm mínútur
voru til leiksloka var staðan orðin
79:68 fyrir Keflavík. „Ég fann mig
vel á þessum kafla og því var ekki
um annað að gera en að láta vaða,“
sagði Falur eftir leikinn um þennan
þátt sinn. Síðustu mínútumar var
komin örvænting í leik Njarðvíkinga,
þeir reyndu allt hvað þeir gátu til að
jafna metin en það gekk einfaldlega
ekki upp að þessu sinni. Betra liðið
sigraði og em Keflvíkingar vel að Is-
landsmeistaratitlinum komnir sem
þeir unnu til verðskuldað.
Bestu menn Keflvíkinga í leiknum
vora þeir Falur Harðarson og
Damon Johnson, sem fór hreinlega á
kostum og saman settu þeir félagar
51 stig af 88 stigum liðsins. Hjörtur
Harðarson og Gunnar Einarsson
voru einnig mjög góðir. Fannar
Ólafsson, Bh’gir Orn Birgisson og
Guðjón Skúlason stóðu líka fyrir
sínu. Njarðvíkurliðið var ekki beint
að leika illa en betur má ef duga skal
og það þurfti einfaldlega að gera bet-
ur á móti Keflavík á góðum degi.
Brenton Birmingham, Hermann
Hauksson, Friðrik Ragnarsson,
Teitur Örlygsson og Friðrik Stefáns-
son léku allir vel en þá skorti
herslumuninn að þessu sinni.
Eyjamenn lögðu HB
ÍBV vanu færeyska liðið HB í vítaspyrnukeppni í Þórsliöfn í
Færeyjum á fimmtudag. Liðin gerðu 2:2 jafntefli í venjulegum
leiktúna og voru Færeyingarnir fyrri til að ná forystu í bæði
skiptin.
Eyjamenn höfðu betur í vítaspyrnukeppni, skoruðu úr öllum
spyrnum, en leikinenn HB, sem er bikar- og Færeyjaineistari,
brenndu af einni spyrnu. Sindri Grétarsson skoraði fyrir Eyja-
menn í venjulegum leiktíma, en hitt var sjálfsmark Færeyinga.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
LEIKMENN Keflavíkur dást að verðlaunagripunum: Damon Johnson, Krist-
ján Guðlaugsson, Falur Harðarson og Guðjón Skúlason.
Þetta líkar mér
Damon Johnson hefur verið sigursæll
með Keflvíkingum síðan hann gekk
til liðs við þá fyrir tveimur og hálfu ári. A
fýrsta tímabilinu unnu Keflvíkingar allt
sem í boði var, en veturinn eftir lék John-
son með Akurnesingum. -Hann gekk síð-
an aftur til liðs við Keflavík í haust og
vai’ð aftur Islandsmeistari. En hversu
miklu máli skiptir hann að verða Islands-
meistari?
„Ég er viss um að þetta skiptir mig
auðvitað ekki jafn miklu máli og félaga
mína í liðinu, því það einhvern tíma kem-
ur að því að ég fari héðan. En þetta er
mjög gaman, því ég get séð hversu dýr-
mætt þetta er fyrir hina leikmennina.
+
Þetta er nokkuð sem skipar sérstakan
sess í huga strákanna. Það er auðséð á
því hve æstir þeir verða og hversu tauga-
óstyrkir þeir verða fyrir leiki. Þeir líta
þetta allt öðrum augum en ég, því þeir
ólust hér upp og fylgdust með öðrum
vinna þennan titil gegnum árin. Fjöl-
skyldurnar veðrast líka allar upp - og
auðvitað stuðningsmennirnir.
Ég held að þessi úrslitarimma hafi
gert íslenskum körfuknattleik margt
gott. Keflavík og Njarðvík eru bestu lið
landsins, líklega frá upphafi. Grípa þurfti
til oddaleiks og í einum leiknum þurfti að
framlengja. Þetta líkar mér,“ sagði
Damon Johnson.
Kemur dag-
ur eftir
þennan dag
Sigurður Ingimundarson stóð við stóru orðin
Keflavík-
urhjarlad
er stærst
SIGURÐUR Ingimundarson, þjálfari Kefivíkinga, þótti djarfur er
hann sagði í viðtali við Morgunblaðið, eftir fjórða leik liðanna
sem lið hans tapaði, að hann væri þess fullviss að Keflvíkingar
færu með sigur af hólmi í oddaleiknum. Var hann ekkert hrædd-
ur um að skjóta sig í fótinn með þessum ummælum?
Nei, í sannleika sagt, ekki. En
það hefur ríkt mikil tauga-
spenna, bæði á meðan leik stóð og
^■■1 eins fyrr í dag. Tvö
Eftir bestu liðin að kljást í
Edwin R. úrslitaleik, það er
Rögnvaldsson g0tt> alveg eins og
það á að vera. Ég hafði bara trú á
að þeir myndu ljúka verkinu. Við
vorum búnh- að gefa einn bikar frá
okkur, en gefum ekki tvo frá okk-
ur. Það er deginum ljósara."
Hvernig líður þér?
„Ég er miklu léttari í lund en áð-
an. Ég get alveg sagt þér það.
Þetta er náttúrulega frábært, að
vinna þennan titil, stærsta titilinn í
íslenskum körfuknattleik. Um það
snýst þetta. Og þessi leikur, fyrir
troðfullu húsi áhorfenda, tvö bestu
liðin. Þetta er engin smáauglýsing.
Ég er mjög ánægður. Við sýndum
það að Keflavíkurhjartað er
stærst. Það er sama hvað menn
fullyrða úti í bæ eða annars staðar,
á sjónvarpsstöðvunum, þá erum við
sterkastir.
Hvaða máli skipti það ykkur að
andstæðingurinn í þessari rimmu
kom frá Njarðvík?
„Það skiptir dálitlu máh - gerir
þetta eilítið sérstakara. Við mæt-
um í alla leiki til að vinna og það
var í það minnsta ekki leiðinlegra
að vinna Njarðvík. Umgjörðin er
stærri þegai- þessi lið mætast,
meiri spenna í loftinu og við höfð-
um virkilega gaman af því að vinna
þá - sýna í eitt skipti fyrir öll að við
erum bestir. Við höfum verið besta
liðið í vetui’ og við fengum að sýna
það í þessum leik.
Falur Harðarson og Damon
Johnson voru allt í öllu þegar nær
Finnst
eins og
ég hafi
bmgðist
ÉG ER óánægður með
niinn þátt í leiknnm og þá
sérstaklega í síðari hálfleik
þegar ég hitti ekki á ntikil-
vægum augnablikum og
mér Fmnst eins og ég hafi
brugðist á örlagastundu,“
sagði Brenton Birming-
ham, hinn geðþekki Banda-
ríkjamaður í liði Njarðvík-
inga, og vildi kenna sér um
tapið. Hann sagði að sér
hefði líkað vel í Njarðvík í
vetur, en um áfrainhaldið
hefði ekki verið rætt. „Ég
er tilbúinn til að koma aft-
ur næsta vetur því mér
finnst að ég eigi eftir
óloknu verkefni," sagði
Brenton Birmingham.
dró leikslokum. Var þetta eitthvað
sem þið ákváðuð aðgera?
„I svona spennuleikjum, þegar
allt er í járnum, eni það alltaf
ákveðnir menn sem heimta bolt-
ann. Þetta eru tveir menn sem geta
unnið leiki fyrir okkur oft. Það þarf
ekki að fara mörgum orðum um
Fal, hvað hann hefur gert og hvað
hann getur. Hann sýndi það svo
sannarlega í þessum leik.“
Hvað skóp þennan sigur, öðru
fremur?
„Við sáum viss þreytumerki hjá
Njarðvíkingum í leikhléi, sem við
nýttum okkur.“
Hvaða merki voru það?
„Það var ýmislegt, sem skiptir ef
til vill ekki máli.“
Allt í lagi.
„Okkur tókst að stjóma hraðan-
um og liðsandinn var mjög
skemmtilegur. Viljastyrkur þegsa
liðs er mjög mikill.“
Þegai' þið fínnið að þriggja stiga
skotin eru að rata rétt leið, hlýtur
allur leikur ykkar að verða miklu
þægilegrí, ekki satt?
„Já, þá er svo erfitt að verjast
okkur. Menn hafa verið að velta
vöngum yfir því hvaða lið sé best í
sókn eða vörn. Staðreyndin er sú
að við emm besta varnarliðið og
besta sóknarliðið. Við emm ein-
faldlega besta liðið.“
Að öllu leyti?
„Já, það er ekkert hægt að þrefa
umjiað."
Eg má til með að nefna einn leik-
manna ykkar, Hjört Harðarson.
Hann hefur reynst ykkur drjúgur.
„Hann er hreint út sagt frábær
leikmaður og er með betri bak-
vörðum á landinu. Hann skorar ef
til vill ekki mikið, en hans vegna fá
aðrir oft opin skotfæri. Hann spilar
svakalega vöm, er góður í fráköst-
um og er okkur mjög þýðingarmik-
ill. Hann nær oft boltanum þegar
við þurfum á því að halda og tekur
mikilvæg fráköst báðum megin á
vellinum og gerir ýmsa hluti, sem
koma ekki endilega fram í blöðun-
um. En hann hefur styrkt liðið
gi'íðarlega.“
Alfreð
leystur frá
störfum hjá
Hameln
ALFREÐ Gíslason, hand-
knattleiksþjálfari hjá Ha-
meln, var Ieystur frá störfum
eftir að liðið tapaði á heima-
velli fyrir Willstatt, 27:24.
Leikurinn var fyrri leikur
liðanna um sæti í 1. deild í
Þýskalandi - steinni leikur-
inn fer fram í Willstatt 1.
maí. Gústaf Bjarnason skor-
aði fimm mörk fyrir Will-
statt, en í herbúðum liðsins
er einnig Magnús Sigurðs-
son.
Alfreð átti að liætta hjá
Hameln eftir seinni leikinn,
en eins og hefur verið sagt
frá tekur hann við þjálfun
lijá Magdeburg í sumar.
Gísli til liðs
við Eyjamenn
GISLI Guðmundsson, mark-
vörður Selfyssinga og ung-
lingalandsliðsmaður í hand-
knattleik, hefur skrifað und-
ir tveggja ára samning við
ÍBV, en samningur hans við
Selfoss rennur út í sumar.
Forráðamenn ÍBV hafa áætl-
anir um að Gísli taki við af
Sigmari Þresti Óskarssyni,
sem er hættur keppni efl ir
24 ár ( meistaraflokki.
Handknattleiksdeild ÍBV
hyggst heiðra Sigmar Þröst
sérstaklega á lokahófi deild-
ai’innar, sem lialdið verður í
Kiwanishúsinu í Eyjum í
kvöld.
Óvíst er hvort; Slavisa
Rakanovic, frá Jágóslavíu,
og Giedreus Cernauskas, frá
Litháen, verða áfram hjá
ÍBV næsta vetur. Sanmingar
þeirra við liðið eru útrunnir
og hafa ekki verið endurnýj-
aðir.
Nýr þjálfari hefur ekki
enn verið ráðinn hjá karla-
liði ÍBV í stað Þorbergs Að-
alsteinssonar.
BARMMERKI
BIKARAR
VERÐLAUNAPENINGAR
FANNAR
LÆKJARTORGI S:551-6488
Op/ð qolfmót i Leiru
sunnudaginn 25. apríl
Fyrirkomulag:
Punktakeppni 7/8 foraiof.
Hámarksforajöf 24 hjá körlum en 28 hjá konum.
10 efstu sætin hljóta verðlaun frá
Skráning hafin í síma 421 4100.
Golfklúbbur Suðurnesja.