Morgunblaðið - 16.06.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.06.1999, Blaðsíða 4
Heldur New York áffram að koma á óvart? SÖGULEG lokaúrslit NBA-deildarinnar í körfuknattleik hefjast í nótt. Þá tekur San Antonio Spurs á móti New York Knicks á heimavelli sínum, Alamodome. San Antonio er í fyrsta sinn í iokaúrslitum og New York er fyrsta liðið í sögu deildarinnar sem hafnar í 8. sæti sinnar deildar en nær alla leið í úrslita- viðureignina. Fyrirfram bendir margt til að San Antonio fari með sigur af hólmi. Liðið hefur nú unnið 10 leiki í röð í úrslitakeppninni og er einum sigurleik frá meti sem LA Lakers setti árið 1989. A sigurgöngunni hefur San Antonio meðal annars rutt úr vegi sterkum liðum LA La- kers og Portland, sem þóttu ekki síður líkleg til afreka en San Ant- onio. Ekki má þó gleyma að New York hefur hvað eftir annað komið á óvart í úrslitakeppninni, unnið viðureignir þrátt fyrir að fáir hafi haft trú á liðinu. New York-liðið var nær endan- lega afskrifað þegar Patrick Ewing, aðalmiðherji liðsins, hlaut alvarleg meiðsli í annarri viðureign við Indiana. Hvað ætluðu New York-menn til bragðs að taka á móti hinum hávaxna miðherja Indi- ana, Rik Smits? Varamenn New York leystu vandann en standa nú frammi fyrir nýjum - að stöðva miðherjana tvo í San Antonio, Da- vid Robinson og Tim Dunean. Góðu gengi New York er engum einum leikmanni að þakka heldur baráttunni í liðinu sem heild. Brotthvarf Ewings hefur þjappað liðinu saman og ekki er að sjá að leikur þess sé nokkuð verri. Liðið spilar nú hraðar og af meiri krafti en áður. Jafnvel ekki brotthvarf Larrys Johnsons, snemma í síðasta leiknum á móti Indiana, virtist hafa neikvæð áhrif á leik liðsins. Þrátt fyrir að hann sé einn þeirra leik- manna sem meira mæddi á eftir að Ewing hætti að leika. „I hvert sinn sem þeir missa leikmann spila þeir betur. Ég vona að þeir missi ekki Allan Houston næst því þá gætum við tapað illa,“ sagði Avery John- son í gríni um komandi viðureignir. Við erum líka með gott lið „Við berum virðingu fyrir öllum leikmönnum þeirra," bætti hann svo við. Sean Elliott, San Antonio, minnti á að meiðsli geta haft já- kvæð áhrif á lið. „Það er taugastrekkjandi til þess að hugsa að New York liðið er eins og dýr sem hefur verið króað af,“ sagði hann. Þjálfari San Antonio, Greg Popovich, sagði New York-liðið vera mikið breytt. „Þeir eru snögg- ir og beita krafti sínum miskunnar- laust í sókninni," sagði hann. New York-liðið gerir sér grein fyrir að verkefnið sem það á fyrir höndum er erfitt. Jeff Van Gundy þjálfari sagði ástæðuna fyrir að lið- ið hefði unnið 10 leiki í röð vera einfalda: „Liðið hefur engar veikar hliðar.“ En þótt leikmenn New York beri virðingu fyrir San Ant- onio hafa þeir ekki játað sig sigr- aða ennþá. „Ég hlakka til að takast á við þessa leiki,“ sagði Marcus Camby. „Við erum ekki af baki dottnir þótt lið þeirra sé sterkt og með marga stjömuliðsleikmenn. Við eram líka með gott lið.“ Camby hefur átt stóran þátt í velgengni liðsins í úrslitakeppninni því hann hefur bæði spilað meira og betur en áður. Larry Bird, þjálfara Indi- ana, fannst hann leika best allra leikmanna í New York-Indiana- einvíginu. San Antonio vann síðast Vegna verkfalls leikmanna langt fram eftir vetri varð leiktímabilið í NBA mun styttra en venjulega. Af þeirri ástæðu hafa New York og San Antonio ekki mæst síðan á tímabilinu ‘97-’98. Þá vann San Antonio báða leiki liðanna. I kvöld fær New York tækifæri til að „stela“ sigri á útivelli í fyrsta leik viðureignar, rétt eins og þeir gerðu á móti Miami og Indiana fyrr í úrslitakeppninni. Næstu leikir verða sem hér segir: 18. júní, 21. júní, 23. júní, 25. júní, 27. júní og 29. júní - þeir þrír síðustu ef með þarf. Reuters MARKUS Camby reynir að verja skot Dikembe Mutombo í viður- eign New York og Atlanta í einvígi liðanna á dögunum. Camby hefur átt stóran þátt í velgengni New York í úrslitakeppninni. Larry BinJ hælir Marcus Camby MARCUS Camby hefur átt stór- an þátt í velgengni New York í úrslitakeppninni. Hann skoraði til dæmis 21 stig, tók 13 fráköst og varði 6 skot í fimmta leiknum á móti Indiana og skoraði 15 stig, tók 9 fráköst og varði 6 skot. Larry Bird, þjálfari Indiana, sagði hann hafa leikið best allra leikmanna í viðureigninni. Framan af vetri notaði þjálfari New York Camby sparlega en gaf honum fleiri tækifæri undir lok tímabilsins. I riðlakeppninni lék hann 20 mínútur í leik og skoraði 7,2 stig að meðaltali. Hann hefur farið vaxandi með hverjum leik í úrslitakeppninni og í viðureigninni við Indiana lék hann 30 mínútur og skoraði 14,3 stig að meðaltali. „Ég gleðst fyrir hönd Marcus því honum hefur farið mikið fram í vetur,“ sagði Jeff Van Gundy, þjálfari New York. Greg Popopich, þjálfari San Antonio, talaði líka vel um Camby. „Hann hefur hæðina og auk þess ýmsa hæfileika sem gera hann að skæðum leikmanni, þeirra á meðal sjálfsöryggi,“ sagði hann. Toronto Raptors völdu Cam- by annan í nýliðavalinu fyrir þremur áram. Hann fór til New York fyrir Charles Oakley í fyrrasumar. KORFUKNATTLEIKUR / NBA Bow á heimleið? Körfuknattleiksmaðurinn Jónat- an Bow hefur áhuga á að leika hér á landi næsta vetur. Bow lék hér síðast fyrir tveimur áram, en hefur sl. tvö ár verið í atvinnu- mennsku í Evrópu. Hann lék síðast með liðinu Rocks í Skotlandi en var þar á undan í Þýskalandi. Bow lék ágætlega með Rocks og liðið var með þeim sterkustu í bresku deildinni. Bow hefur sett sig í samband við félög í úrvalsdeildinni og sam- kvæmt heimildum blaðsins hafa bæði Grindavík og KR sýnt áhuga á að fá hann í sínar raðir. Þau mál ættu þó að skýrast á næstu dög- um. Bow er íslenskur ríkisborgari og lék meðal annars með íslenska landsliðinu í körfuknattleik á Smáþjóðaleikunum árið 1997. | Ellert f þjálfar Val ELLERT Sigurður Magnús- son hefur verið ráðinn þjálf- ari 1. deildarliðs Vals í körfuknattleik. Samningur Ellerts er til eins árs en verður endurskoðaður að þeim tíma liðnum. EUert hefur þjálfað ung- Iingalandslið kvenna og kvennalið Grindavíkur í körfuknattleik og yngri flokka félagsins í körfuknattleik og knatt- spyrnu. Hafsteinn Lárus- son, framkvæmdasljóri Vals, sagði að miklar vonir væru bundnar við ráðningu Ellerts og markmiðið væri að endurheiinta sæti liðsins í úrvalsdeild, en það féll í 1. deild í vor. Valsmenn ætla ekki að fá til sín erlendan leikmann fyrir næsta vetur. ■ TIM Duncan, leikmaður San Antonio og Marcus Camby, New York, þóttu báðir skara framúr í háskóla. Þeir léku í háskóladeildinni á sama tíma, Duncan með Wake Forest og Camby með Massachu- setts. ■ DUNCAN hefur aðeins leikið í NBA-deildinni í tvö ár en er þegar orðinn einn besti leikmaður deildar- innar. I úrslitakeppninni hefur hann skorað 21,5 stig að meðaltali, tekið 10,4 fráköst og varið 2,8 skot. ■ Steve Kerr, varabakvörður í San Antonio Spurs, er vanari lokaúrslit- unum en margir leikmenn liðsins. Hann hefur unnið nokkra meist- aratitla með Chicago. ■ MARIO Elie er annar leikmaður San Antonio sem hefur reynslu af lokaúrslitunum. Hann hefur unnið tvo meistaratitla með Houston Rockets. ■ PATRICK Ewing, hefur leikið með New York í NBA-deildinni í 14 ár. Liðið hefur komist í úrslita- keppnina sleitulaust frá 1989 en ekki unnið meistaratitil frá 1970. ■ EWING er þó ekki reynslumesti maður liðsins því Herb Williams hefur leikið í NBA-deildinni í 18 ár og er orðinn 41 árs gamall. Hann skoraði flest stig á ferlinum, 40, þegar hann lék með Detroit á móti New York árið 1986.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.