Morgunblaðið - 03.09.1999, Page 2
FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1999 C 3}
ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR
Dagurinn í dag var góður, það
gekk allt upp, við náðum
ágætis tímum og náðum að hanga í
þeim feðgum. Leið-
Gunniaugur irnar voru rosalega
E Bríem erfiðar, mjög blaut-
skrifar ar 0g sleipar. Við
vonum að veðrið
verði betra á morgun. Við ætlum
að nota sömu ferð og reyna að
standa okkur vel,“ sagði Páll Hall-
dór. Páll segist ekki ætla að gefa
þeim feðgum eftir en ætlar samt að
sýna skynsemi í akstri, þar sem
langur og strangur dagur bíður
þeirra í dag.
Ian Gwynne sagði að leiðirnar
hefðu verið mjög erfiðar og hann
hefði lent í miklum vandræðum á
Djúpavatni, en hann væri nokkuð
ánægður þar sem flestir áttu í ein-
hverjum vandræðum. „Ég er ekk-
ert yfir mig hrifinn af að vera
fyrstur á morgun, því mér þótti
gott að aka á eftir þeim feðgum í
dag. Þetta var mjög erfitt en
skemmtilegt," sagði Gwynne.
Gwynne sýndi meistaratakta á
blautu Gufimesinu og var greini-
legt að hann á mikið inni.
„Önnur leið var gróf og erfið yf-
irferðar. Þetta var mikill vam-
arakstur í dag og við höguðum
akstri eftir aðstæðum. Við munum
aka hverja leið fyrir sig á morgun
og meta aðstæður hverju sinni. Við
erum ánægðir að hafa Gwynne á
undan okkur,“ sagði Rúnar. Hann
kveðst ekki ætla að láta Gwynne
hafa betur og ætlar að gera betur
ef til þarf. Rúnar hefur það fram
yfir Gwynne að þekkja leiðirnar
betur, en miðað við aksturinn í
gær þá er ekkert víst í þessari
keppni.
Djúpavatnið var erfitt
Djúpavatnið tók sinn toll í gær
en fjórir ökumenn heltust úr lest-
inni eftir erfiða baráttu. Hjörleifur
Hilmarsson og Páll Kári Pálsson
urðu að hætta keppni vegna vélar-
bilunar, en þeir höfðu keyrt mjög
vel fram að því. Bresku hermenn-
imir áttu einnig á brattan að sækja
sökum mikils vatnselgs sem lá yfir
Djúpavatnsleiðinni, en einn af sex
jeppum þeirra gaf upp öndina eftir
djúpan sopa! Gufunesið þótti
einnig orðið illfært þegar síðari
umferð var ræst sökum mikillar
rigningar.
Án efa verður mikil spenna á
morgun þar sem lítill munur er á
milli manna og allt getur gerst.
Ökumenn munu halda austur í
fyrramálið en í lok dagsins aka þeir
um Geitháls.
Staðan í alþjóða-
rallinu eftir fyrsta
keppnisdag af þremur
Ökumenn mín.
Ian Gwynne...........27,21
RúnarJónsson ........27,22
Páll Halldórsson.....27,34
Sigurður Bragi
Guðmundsson..........27,47
Hjörtur Pálmi Jónsson . .28,09
Baldur Jónsson.......28,33
PhilipWalker ........29,52
Garðar Hilmarsson....30,40
Sighvatur Sigurðsson .. .31,22
Daníel Sigurðarson...32,27
geggjaður
ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu, sem mætir Andorra á
morgun á Laugardalsvelli, lék vináttuleik við Færeyinga á
dögunum, í tilefni af því að Færeyingar vígðu nýjan þjóðar-
leikvang. ísland fór með sigur af hólmi, 1:0, en Guðjón var
ekki ánægður með frammistöðu íslenska liðsins, sem fékk
þar prýðistækifæri til að leika gegn lakari þjóð og þróa
þannig sóknarleik sinn, sem kæmi að góðum notum gegn
Andorra. Skynjar Guðjón mun á hugarfari leikmanna fyrir
leikinn á morgun, þar sem þrjú stig eru nauðsyn svo mögu-
leiki sé áfram á að komast í úrslitakeppni Evrópumótsins á
næsta ári - nokkru sem íslendingar hafa vart þorað að
nefna fram að þessu?
Það munar líka miklu að í þetta
sinn verður vika liðin frá því
að menn spiluðu síðast. I hinu til-
■■■■■■■I fellinu [gegn
Eftir Færeyjum] höfðu
Edwin margir leikið á
Rögnvaldsson sunnudegi og þurftu
svo að spila aftur á
miðvikudagskvöld. Núna fáum við
lengri tíma á milli leikja. Að því
leyti til stöndum við betur að vígi.
Það er annað spennustig í keppni í
riðlinum heldur en í æfingaleikjun-
um, þó svo að við reynum alltaf að
leggja okkur fram. Ég á von á
öðruvísi leik á móti Andorra en
gegn Færeyjum. Það ríkir miklu
meiri alvara þegar leikið ér í
keppninni.“
Þú óttast ekki að það sama verði
upp á teningnum í leiknum við
Andorra.
„Nei, ég held að menn hljóti að
hafa lært af reynslunni sem við
höfum aflað okkur, bæði gegn And-
orra og þeim æfingaleikjum sem
við höfum farið í. Við megum ekki
gefa neitt eftir og það er fáránlegt
að vanmeta andstæðinginn. Við
þurfum á öllu okkar að halda í báð-
um leikjunum og það er fáránlegt
að halda að það verði eitthvað létt
að vinna Andorra. Síðast þegar
þeir spiluðu við Frakkana sást
hversu mikið þeir þurftu að hafa
fyrir sigrinum. Þeir skoruðu ekki
fyrr en á áttugustu og sjöttu mín-
útu og það segir sig sjálft að við
megum ekki vera með neitt hálf-
kák.“
Þú sagðir eftir leikinn í Færeyj-
um að hann hefði verið lærdóms-
ríkur. Hver var helsta lexían, sem
þið lærðuð?
„Það sem ég átti aðallega við var
það, og það sannaðist enn og aftur,
að menn verða að uppfylla grund-
vallaratriðin í leikskipulaginu og
skila þeirri vinnu, sem til þarf,
sama hvort andstæðingurinn er frá
Færeyjum eða Frakklandi. Það
sem var lærdómsríkast í leiknum
við Færeyjar var það að við getum
forðast ákveðin líkamleg átök við
andstæðingana, með því að leika
boltanum hratt og einfaldlega á
milli okkar og gefa ekki tvísýnar
sendingar. I leiknum lentum við í
erfiðleikum, fyrst og fremst vegna
þess að menn einbeittu sér ekki að
þvi sem þeir áttu að gera - litlu,
einföldu hlutunum.“
Þurfum að vinna Andorra
svo Úkraínuleikurinn verði
skemmtilegur
Er ekki hætt við því að leikmenn
hafí hugann ósjálfrátt við leikinn
gegn Úkraínu?
„Vissulega er það ákveðin hætta
- að menn gleymi Andorraleiknum.
Það er ekki bara hætta hjá okkur,
manna
lan Gwynne og Lyn Jenkins á Subaru tóku forystu í alþjóða-
rallinu, sem hófst í gær, og hafa þeir einnar sekúndu forskot
á Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson á eins bíl. Páll Halldór
Halldórsson og Jóhannes Jóhannesson á Mitsubishi Lancer
voru í þriðja sæti. Fjórðu eru þeir Sigurður Bragi Guðmunds-
son og Rögnvaldur Pálmason á Rover Metro, en þeir hafa
unnið alþjóðarallið undanfarin tvö ár og munu því ekkert
gefa eftir.
Þróttarar ætluðu sér að leggja allt
í sölurnar þegar þeir hófu síðari hálf-
leik og á 49. mínútu minnkað Hreinn
muninn eftir góða sendingu Sigurðs
Hallvarðssonar, sem kom inná sem
varamaður. Þeir sóttu meira en þeg-
ar leið á hálfleikinn virtust vonir
þeirra dofna um leið og Fylkismenn
komust meira inn í leikinn. Björn
Ásbjörnsson innsiglaði síðan sigur
Fylkis með þriðja marki þeirra tíu
sekúndum fyrir leikslok. „Við lögð-
um okkur alla fram og vorum ágætir
svo að það er sárt að fá ekki neitt
fyrir það,“ sagði Willum Þór Þórsson
þjálfari Þróttar eftir leikinn.
Maður leiksins: Ólafur Þórðarson,
Fylki.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Það var létt yfir leikmönnum landsiiðsins þegar þeir settust niður yfir kaffibolla á Hótel Loftleiðum í gær. Þeir
eru klárir í slaginn gegn Andorra og Úkraínu í Evrópukeppninni.
HIÐ forna veldi Þróttar fer enn hnignandi og eftir 3:1-tap fyrir Fylki í Laug-
ardalnum í gærkvöldi er liðið komið ■ fallhættu - er með 20 stig, sem er
einu meira en næstneðsta lið deildarinnar. Þó er Þróttur í 6. sæti deildar-
innar og það segir allt um hversu opin deildin er. Fylkismenn halda aftur á
móti sínu og stefna á stigamet í 1. deild. ÍR-ingar misstu aftur á móti af
þremur dýrmætum stigum, er þeir töpuðu fyrir Víði í Garði, 4:3.
Víðismenn komust aftur á sigurbraut
eftir slæmt gengi að undanfömu þegar
þeir unnu sætan sigur á IR, 4:3, í Garðin-
■■HHm um í gærkvöldi.
Björn Víðismenn með nýjan
Blöndal þjálfara, gömlu kempuna
skrifar 0g baráttujaxlinn Guðjón
Guðmundsson, voru
óþekkjanlegir frá fyrri leikjum og þeir
voru óheppnir að setja ekki mark á fyrstu
mínútunni, en sláin bjargaði ÍR-ingum í
það sinnið. Varnarleikurinn hefur ekki ver-
ið sterkasti hlekkurinn í liði Víðis í sumar
og það kom berlega í ljós í þessum leik.
Varnarmistök um miðjan hálfleikinn kost-
uðu mark, sem Bjarki Hafþórsson gerði,
og kom markið nokkuð gegn gangi leiks-
ins. Við slíkar aðstæður eru Víðismenn
einnig þekktir fyrir að svara fyrir sig og sú
varð raunin, því þeir náðu að jafna metin
fjórum mínútum síðar með marki Gorans
Lukic eftir aukaspyrnu. En Adam var ekki
lengi í paradís, því ÍR-ingar tóku miðjuna,
léku upp og aftur urðu herfileg varnarmis-
tök í vörn heimamanna, sem Heiðar
Ómarsson nýtti sér og setti annað mark
gestanna. Víðismönnum tókst að jafna
metin 13 mínútum síðar og þar var að
verki Anton John Stissí eftir aukaspyrnu.
Síðari hálfleik hófu Víðismenn eins og
þann fyrri nema nú var munurinn sá að
þeir nýttu færi sín og tvö mörk á fyrstu
fimm mínútunum tryggðu þeim sigur í
leiknum. Fyrra markið setti Guðmundur
Einarsson og síðan skoraði Grétar Einars-
son úr vítaspyrnu á 50. mínútu. ÍR-ingar
gerðu hvað þeir gátu til að snúa leiknum
sér í hag og þeir fengu tvær vítaspyrnur til
þess en tókst aðeins að nýta aðra. Fyrra
vítið kom á 62. mínútu, en Jón H. Eðvalds-
son, markörður Víðis, gerði sér lítið fyrir
og varði skot Kristjáns Halldórssonar. Á
82. mínútu braut Jón á sóknarmanni ÍR og
önnur vítaspyrna var dæmd. Bjarni Gauk-
ur Sigurðsson tók spyrnuna og skoraði ör-
ugglega.
Maður leiksins: Jón H. Eðvaldsson, Víði.
Mikilvægur sigur KA
KA tók á móti FH á Akureyri í gær-
kvöldi og vann mjög mikilvægan sigur
í botnbaráttunni, 3:2, eftir að staðan í hálf-
Reynir B.
Eiríksson
skrífar
!+
leik hafði verið 3:1. Eftir
sigurinn er KA í áttunda
sæti með 19 stig en í því ní-
unda er Skallagrímur, sem
er með einum leik færra.
KA mætti mjög ákveðið til leiks og sótti
af krafti í upphafi leiksins og gerði oft á
tíðum harða hríð að marki gestanna. Það
var því eftir gangi leiksins að KA gerði
fyrsta mark leiksins á 16. mínútu er Guð-
mundur Steinarsson skoraði með skalla af
stuttu færi. Vart höfðu KA-menn hætt að
fagna er þeir þurftu að hirða boltann úr
eigin marki, en þar var Hörður Magnússon
á ferð með skalla af stuttu færi sem rataði í
netið. KA-menn létu ekki deigan síga og
voru mun ákveðnari í aðgerðum á vellin-
um. Þeir bættu svo öðru marki við á 38.
mínútu, er Steingrímur Eiðsson skoraði
með skoti af stuttu færi. Á lokamínútu
hálfleiksins skoraði svo Guðmundur Stein-
arsson annað mark sitt í leiknum með góðu
skoti sem hafnaði í bláhominu af 25 metra
færi. KA hafði því þægilega stöðu þegar
flautað var til hálfleiks, 3:1.
Síðari leikhelmingur var ekki eins fjör-
ugur og sá fyrri og talsvert dauft yfir
leiknum. Undir lok leiksins voru FH-ingar
öllu aðgansharðari í sóknaraðgerðum og
uppskáru mark á 78. mínútu þegar Guð-
mundur Sævarsson skoraði af öryggi eftir
að hafa komist einn inn fyrir vörn KA.
Gestirnir reyndu hvað þeir gátu að jafna
leikinn undir lokin en án árangurs..
Maður leiksins: Dean Martin, KA.
Fylkismenn stefna á stigamet
Fátt bar til tíðinda fram eftir leiknum á
Valbjarnarvelli, en þó voru Þróttarar
sókndjarfari á meðan Fylkismenn spiluðu
þolinmóðir. Þórhallur Dan
Jóhannesson fékk gott færi
að skora fyrir gestina úr
Árbænum og Hreinn Hr-
ingsson tvisvar fyrir Þrótt
en bráðlætið vai' of mikið þegar þeir nálg-
uðust vítateig Árbæinga. Það líka svo að
Fylkismenn uppskáru mark á 38. mínútu
þegar Theódór Óskarsson skoraði fyrsta
mark Fylkis og tveimur mínútum síðar
bætti Kristinn Tómasson við öðru marki
fyrir Árbæinga.
Stefán
Stefánsson
skrifar
Morgunblaðið/Gunnlaugur E. Briem
lan Gwynne og Lyn Jenkins frá Bretlandi hafa einnar sekúndu forskot á feðgana Rúnar Jónsson og
Jón Ragnarsson eftir fyrsta keppnisdag í alþjóðarallinu.
ÍR missti af dýr-
mætum stigum
heldur hjá öllum í kringum okkur.
Það er talað meira um Úkraínu-
leikinn, sem er eðlilegt. Þar fer
mjög sterkur andstæðingur, með
fjöldann allan af þekktum og mjög
góðum leikmönnum. Það er nú einu
sinni þannig að það eru þrjú stig í
boði fyrir báða leiki og við þurfum
að einbeita okkur að fyrri leiknum,
því ef hann fer úrskeiðis og úrslitin
verði okkur í óhag, þá verður ekk-
ert gaman að seinni leiknum. Við
ætlum okkur að vinna Andorra -
þurfum að gera það til þess að
Úkraínuleikurinn verði skemmti-
legur.“
Hafið þið rætt möguleikana á að
komast áfram í keppninni?
„Við höfum ekki gælt sérstak-
lega mikið við það. Hins vegar velt-
um við fyrir okkur ákveðinni stöðu,
sem gæti komið upp. Ég hef mest
gert það sjálfur, látið leikmennina
einbeita sér að eigin hlutverki. En
óneitanlega, þegar aðeins þrír leik-
ir eru eftir, geta menn velt fyrir
sér hvaða möguleikar eru fyrir
hendi. Hví skyldum við ekki eiga
möguleika, eins og allir hinir?
Raunar erum við með tólf stig, en
Frakkar og Úkraínumenn með
fimmtán og sextán stig. Rússar eru
líka með tólf stig og virðast eiga
auðveldustu leikina eftir. Eigi að
síður erum við vel inni í myndinni
og eigum möguleika. Fyrir um ári
héldu allir að ég væri léttgeggjaður
þegar ég taldi að við þyrftum ekki
að tapa fyrir Frökkum, sem voru
þá nýorðnir heimsmeistarar. Menn
töldu þetta nálgast bilun, en það
gekk eftir. Við töpuðum ekki fyrir
Frökkum og hefðum hæglega get-
að unnið þá. Síðan höfum verið
mjög einbeittir í leik okkar og til
marks um það sem hefur breyst í
leik liðsins og hugarfar strákanna
er að þegar við töpuðum í Moskvu,
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Guðjón Þórðarson landsliðsþjálfari (t.h.) og einn af aðstoðar-
mönnum hans, Guðmundur R. Jónsson liðsstjóri, ræða málin.
1:0, íyrir framan fullan völl af fólki,
gengum af velli hundóánægðir.
Þeir voru ósáttir við að tapa fyrir
Rússum á útivelli. Hví skyldum við
því ekki getað náð sex stigum úr
þessum tveimur leikjum, gegn
Andorra og Úkraínu, og tekið þátt
í keppninni um sætin sem í boði
eru af fullri hörku? Annars vegar
er það fyrsta sæti riðilsins, sem
tryggir okkur áframhaldandi
keppni, eða annað sætið og fá
þannig að taka þátt í keppni átta
liða um fjögur sæti í úrslitamótinu.
Við eigum enn möguleika á þessu
og við missum ekki sjónar af
þeim.“
I þessum riðli getur
allt gerst
Hefurðu skoðað möguleika í
tengslum við úrslit úr leikjum ann-
arra liða?
„Langlíklegast er að jafntefli
verði í Kiev, hjá Úkraínumönnum
og Frökkum, sem þýðir það að þá
verða Frakkar komnir með sextán
stig og Úkraínumenn með sautján.
Við ætlum að vinna Andorra og
förum þá í fimmtán stig. Þegar
Úkraínumenn koma hingað, verða
þeir með sautján stig og við með
fimmtán. Við vinnum þá og verð-
um þá komnir með átján. Frakkar
fara til Armeníu og gera jafntefli
þar, verða þar af leiðandi með
sautján stig. Rússar verða þá jafn-
ir okkur með átján stig eftir leik-
ina við Andorra og Armeníu - hin-
ar þjóðirnar með sautján. Við för-
um til Frakklands og getum lent í
þeirri stöðu að þurfa að vinna
Frakka, til að komast áfram, því
markahlutfall Rússa og Úkraínu-
manna er gott. Það er þó ekki
betra en það að ef markatala verð-
ur látin ráða í þessum riðli, verða
úrslit liðanna gegn Andorra strik-
uð út og mörkin sex sem Rússarnir
skoruðu hjá Andorra gilda ekki.
Því skiptir ekki máli hvort við ná-
um að salla mörkum á Andorrabúa
- fyrst og fremst að ná öruggum
sigri. Ef Rússar og Úkraínumenn
gera jafntefli fara þeir fyrrnefndu
í nítján stig, en Úkraína fær átj-
ánda stigið. Ef Frakkar vinna okk-
ur, vinna þeir riðilinn. Þeir fara úr
sautján stigum í tuttugu, en við
töpum með átján. Við sitjum þá
eftir, því Rússar eru þá með nítján
stig. Þetta er greinilega barátta,
sem getur farið hvernig sem er.
Hún getur líka farið svo að Frakk-
ar taki af skarið og vinni bæði
Úkraínu og Ai-meníu, verði þar af
leiðandi með tuttugu og eitt stig
þegar þeir mæta okkur. Þá gætum
við ná jafntefli við þá og verið með
nítján stig. Einn ágætur „smáfugl"
hvíslaði því að mér að Rússar yrðu
svo góðir með sig að í leik þeirra
við Andorra á útivelli, myndu þeir
síðarnefndu fá fyrsta og eina stigið
sitt í keppninni. Hví skyldi það
ekki geta gerst? í þessum riðli
getur allt gerst. Við ætlum okkur
að vera með til loka - síðasta
leiks,“ Guðjón Þórðarson, lands-
liðsþjálfari Islands.
Verðum að vera einbeittir
Sigurður Jónsson, fyrirliði ís-
lenska liðsins, gengur ekki heill
til skógar, en harkar af sér og fer
fyrir félögum sínum á Laugardals-
velli á morgun. „Ég spilaði fyrir
tveimur vikum á móti Rangers og
strax á fyrstu mínútunum fékk ég
spark á tábergið og brákaðist - það
kom sprunga í beinið. En ég spilaði
á laugardaginn á móti Kilmamoek,
núll-núll. Það er mjög sárt að fá
högg á þetta, en þetta verður deyft
fyrir leikinn [á morgun]. Þetta verð-
ur því allt í lagi.“
Þú þekkir svona lagað, að leika
meiddur, ekki rétt?
„Jú, þegar maður er kominn á
þennan aldur, þá verður slíkt æ al-
gengara."
Hvernig er hugarfar leikmanna?
Eru menn einbeittir að þessum eina
leik?
„Já, ég vona það. Þetta er næsta
verkefnið, Andorraleikurinn, sem
við eigum að vinna, undir venjuleg-
um kringumstæðum. Menn eru
staðráðnir í að gera það. Við vitum
að þetta er jafn þýðingarmikill leik-
ur og Úkraínuleikurinn, að því leyti
að við verðum að fá þrjú stig. Ef við
náum ekki góðum úrslitum í honum
eru möguleikamir úr sögunni. Ég
hef trú á að Rússamir vinni úti í Ar-
meníu og annaðhvort Úkraínumenn
eða Frakkar fari með sigur af hólmi
þegar þeir mætast innbyrðis. Þess
vegna er leikurinn við Andorra
mjög mikilvægur."
Hvert verður helsta umhugsun-
arefni ykkar þegar á völlinn er
komið? Hver er lykillinn að sigrin-
um?
„Við vitum að þeir leika aftarlega
og verða í vöm. Við þurfum að ein-
beita okkur að því að leika agað og
þurfum að fínna leið til að opna
vömina, sem verður þétt. Við vor-
um kærulausir í byrjun fyrri leiks-
ins við Andorra og í raun má segja
að við hefðum verið heppnir að fá
ekki á okkur mark í fyrri hálfleik.
Við vomm í miklu basli með að opna
vöm þeirra þama úti. I þeim leik
vomm við sjálfir erfiðustu andstæð-
ingar okkar. Það er nokkuð sem við
þurfum að varast, verðum að vera
einbeittir, segir Sigurður.
AKSTURSIÞROTTIR/ALÞJOÐARALLIÐ
Ein sekúnda
á milli efistu
Héldu að ég
væri létl-
Bow til KR
JÓNATAN Bow hefur geng-
ið til liðs við úrvalsdeildar-
lið KR í körfuknattleik. Bow
hefur undanfarin ár leikið
með Bayreuth í Þýskalandi
og skoska liðinu Edinburgh
Rocks. Hann þekkir vel til
hjá KR því þetta er í þriðja
skipti sem hann leikur með
liðinu. Bow, sem er 33 ára
og hefur íslenskt ríkisfang,
hefur einnig leikið með
Haukum, Val og Keflavík.
Nokkrar breytingar hafa
orðið á leikmannahópi KR.
Marel Guðlaugsson er far-
inn í Hauka, Eggert Garð-
arsson þjálfar Fjölni næsta
vetur og Eiríkur Önundar-
son er genginn til Iiðs við
danska liðið Holbæk. Þá er
Guðni Einarsson farinn til
ÍR og Óskar Kristjánsson,
sem hætti vegna veikinda á
liðnum vetri, hefur ekki æft
með liðinu í sumar.
KR-ingar hafa einnig
misst enska leikmanninn Li-
jah Perkins og Keith Vassel,
er þjálfaði KR síðasta vetur.
KR hefur fengið í staðinn
danska landsliðsmanninn
Jesper Sorensen og Amar
Kárason frá Tindastóli.
ÚRSLIT
1. deild karla
Þráttur - Fylkir.................1:3
Hreinn Hringsson (49.) - Theódór Óskars-
son (38.), Kristinn Tómasson (40.), Björn
Ásbjömsson (90.).
Víðir-ÍR ........................4:3
Goran Lukic (22.), Anton John Stissí (36.),
Guðmundur Einarsson (47.), Grétar Einars-
son (50.) - Bjarki Hafþórsson (18.), Heiðar
Ómarsson (23.), Bjami Gaukur Sigurðsson
(82.)
KA-FH............................3:2
Guðmundur Steinarsson (16.), (45.), Stein-
grímur Eiðsson (38.) - Hörður Magnússon
(38.),Guðmundur Sævarsson (78).
Fj. leikja U J T Mörk Stig
FYLKIfí 16 13 0 3 37:19 39
ífí 16 8 2 6 44:32 26
STJARNAN 15 7 2 6 30:27 23
FH 16 6 4 6 35:28 22
DALVlK 15 6 3 6 25:34 21
ÞRÓTTUR 16 6 2 8 24:25 20
VlÐIR 16 6 2 8 27:40 20
KA 16 5 4 7 23:24 19
SKALLAGR. 15 6 1 8 29:31 19
KVA 15 4 2 9 25:39 14
Handknattleikur
Opna Reykjavíkurmótið
KARLAR
Haukar - Fylkir . .25:18
Afturelding - Víkingur . .24:15
Fram - ÍR b . .20:17
Stjaman - HK . .14:17
Valur - Fjölnir . .17:12
FH - ÍR a ..11:12
KONUR
Valur - ÍR . .17:5
FH - Víkingur . .20:13
Haukar - Fram . .15:11
Stjaman - KR/Grótta . .19:7
Körfuknattleikur
Reykjanesmótið
Njarðvík - Keflavík ..73:76
í KVÖLD
Knattspyrna
1. deild karla:
Borgames: Skallagrímur - KVA ... 18
Garðabær: Stjaman - Dalvík 18
1. deild kvcnna, undanúrslit:
Kaplakriki: FH - Þór/KA 18
Keúavík: RKV - Sindri 18
Handknattleikur
Opna Reykjavíkurmótið
KARLAR
Austurberg:
C-riðill: KA - KR/Grótta 18
A-riðill: Afturelding - Haukar 19
A-riðill: Víkingur - Fylkir 20
C-riðill: Fram - KA 21 C
C-riðill: ÍR b - KR/Grótta 22 *
Laugardalshöll:
B-riðill: Valur - Stjarnan 18
B-riðill: Fjölnir - HK 19
D-riðill: FH - ÍR a 20
KONUR
Grafarvogur:
B-riðill: Fram - Stjaman 18
B-riðill: KR/Grótta - ÍBV 19
A-riðill: FH - Valur
A-riðill: Vtkingur - f R 21*
B-riðill: ÍBV - Haukar 22