Morgunblaðið - 22.09.1999, Page 4
teómR
KNATTSPYRNA
Skelfumst ekki og
ætlum okkur sigur
Morgunblaðið/Golli
Hitað upp á síðustu æfingu fyrir landsleikinn gegn Italíu í kvöld, en æfingin fór fram á Kópavogsvelli
í gær, f.v.: Margrét Ólafsdóttir, Rakel Ögmundsdóttir, Edda Garðarsdóttir og Erla Hendriksdóttir.
„ÉG held að við eigum góða
möguleika, við höfum bara
spilað við góð lið að undan-
förnu og enga auðvelda leiki
átt svo að stelpurnar vita
hvað þær eiga í vændum og
við skelfumst ekki mótherj-
ana,“ sagði Þórður Lárusson,
landsliðsþjálfari kvenna í
knattspyrnu, í gær um leik ís-
lands við Ítalíu, sem fram fer
á Laugardalsvelli í kvöld
klukkan 20. Þar gefst íslend-
ingum tækifæri til að sjá
marga af bestu leikmönnum
Evrópu og ekki sakar að frítt
er á völlinn svo að erfitt er að
afsaka að hafa ekki mætt.
„Leikurinn leggst mjög vel í
mig því stemmningin í hópn-
um er góð. Þetta eru reyndar
stelpur sem vita að hverju
þær ganga og ætla sér að
sýna sínar bestu hliðar við
bestu aðstæður á Laugardals-
vellinum.“
W
Italska liðið lék til úrslita við
Þýskaland í síðustu Evrópu-
keppni og tapaði þar með einu
marki, 0:1, svo að
Stefán ljóst er að hér er eitt
Stefánsson af betri liðum Evr-
skrífar 5pU 5 ferðinni en að
auki náðu þær langt
í síðustu heimsmeistarakeppni. „Eg
hræðist það ekki því okkar stelpur
.sýndu í Ukraínu á dögunum hvað
þær geta, sjálfstraustið er í góðu
lagi og þær eru komnar með þrjú
stig,“ sagði Þórður ákveðinn. Is-
lenska liðið gerði 1:1 jafntefli við
Úkraínu í lok ágúst en þar sem
Ukraínumenn tefldu fram ólögleg-
um leikmanni voru úrslit úrskurðuð
3:0 fyrir Island. „Það var mjög gott
mál að ná jafntefli við Ukraínu á
þeirra heimavelli og það sýnir styrk
liðsins," sagði Þórður.
Fyrirkomulagið er þannig að lið-
ið sem sigrar í riðlinum fer sjálf-
krafa í úrslitakeppnina en liðin í 2.
og 3. sæti spila við liðin í sömu sæt-
um í 2. riðli en það eru Noregur,
England, Portúgal og Sviss.
' Reikna má með að Noregur sigri í
þeim riðli og strembin barátta
verði meðal hinna þjóðanna en
neðsta liðið í riðlinum þarf að spila
um að halda sæti sínu í A-flokki.
„Ef við lendum í 2. sæti í riðlinum
tel ég að við eigum ágæta mögu-
leika á að komast áfram því við
ættum að eiga í fullu tré við Eng-
land, Portúgal og Sviss,“ sagði
þjálfarinn. „Hinsvegar þurfum við,
til þess að eiga möguleika, að sigra
í heimaleikjum okkar og tapa ekki
útileikjum. Svo að ef við vinnum
• Úkraínu erum við í góðum málum
- annars kemur þetta í Ijós.“
Hefðbundin ítölsk
knattspyrna
Aðspurður segist Þórður ekki
vita mikið um mótherjana. „Ég sá í
sjónvarpinu Ítalíu spila í heims-
meistarakeppninni en síðan hefur
verið skipt um þjálfara auk þess að
tveir reyndir leikmenn eru komnir
út úr hópnum," sagði þjálfarinn.
„Það segir mér að einhverjar
breytingar séu í gangi en ég reikna
samt með hefðbundinni ítalskri
knattspyrnu þar sem stúlkumar
eru leiknar og snöggar að sækja
þegar færi gefast. Við verðum því
að spila mjög agað í vörninni enda
ætlum við að sækja - hinar verða
þá að verjast.“
Stúlkurnar héldu á Flughótelið í
Keflavík í gær og fyrirhugað er að
taka létta æfingu að morgni leik-
dags en síðan þarf að stilla streng-
ina fyrir átökin. Þórður segir ekk-
ert vanta uppá stemmninguna.
„Það var góð stemmning íyrir leik-
inn við Úkraínu en nú er hún enn-
þá betri því stelpurnar vita ná-
kvæmlega hvað þær eru að fara að
takast á við og ætla sér ekkert ann-
að en sigur,“ sagði Þórður og var
að komast í sama baráttuhug og
hann sagði stúlkurnar vera í.
Enginn verður svikinn
Landsliðsþjálfarinn gerir vænt-
ingar til íslenskra áhorfenda og
segir að þeir séu ekki bara vel-
komnir heldur nauðsynlegir enda
er frítt á völlinn. „Ég tel að fólk
verði ekki svikið af þessum leik,
það er stutt síðan boðið var uppá
stórskemmtilegan bikarúrslitaleik
og nú eru liðin ennþá sterkari svo
að það má búast við miklu fjöri. Nú
er um að gera að gefa kvenna-
knattspyrnunni tækifæri því það er
gott tækifæri til að sjá okkar bestu
knattspyrnukonur spreyta sig við
eitt af bestu liðum Evrópu. Það
munar mikið um stuðning frá
áhorfendum, stelpurnar hafa séð
og upplifað að undanförnu hvernig
það er að leika fyrir framan fjölda
áhorfenda og segja að það sé mun
skemmtilegra og auki þeim kraft.
Þær segja að það stressi sig ekki
upp heldur sé það ennþá meira
hvetjandi og það sé það sem þær
vilja.“
Fjórar
fljúga heim
FJÓRAR stúlkur, sem spila er-
lendis, koma gagngert til
landsins í leikinn við Ítalíu og
hafa þær aldrei verið fleiri.
Ásthildur Helgadóttir og Ra-
kel Ögmundsdóttir koma frá
Bandaríkjunum, Katrín Jóns-
dóttir frá Noregi og Erla
Hendriksdóttir frá Danmörku.
„Það er af hinu góða því þær
eru að spila með góðum liðum
og eru vanar mjög erfiðum
leikjum," sagði Þórður Lárus-
son landsliðsþjálfari.
Fleíri leikir
um helgar
BREYTINGAR verða á
hefðbundinni niðurröðun
fslandsmótsins í handknatt-
leik karla í vetur, en mótið
hefst með heilli umferð
miðvikudaginn 29. septem-
ber nk. Það verður í eitt af
fáum skiptum sem heil um-
ferð fer fram í miðri viku,
því flestir leikirnir fara
fram á föstudagskvöldum
eða um helgar, að ósk fe-
laganna sjálfra, segir Örn
Magnússon hjá Handknatt-
leikssambandi íslands.
„Félögin óskuðu þess að
færa leikina á helgarnar
vegna leikja í Evrópumót-
unum í knattspyrnu. Það er
ljóst að hér á landi er mik-
ill áhugi á þeim og það
gæti komið niður á okkur.
Með þessu verðum við jafn-
framt við ósk félaganna um
að þau fái dreifðari leiki -
á föstudagskvöldum, síð-
degis á laugardag og á
sunnudagskvöldum," segir
Örn. Félag, sem er á
heimavelli í viðkomandi
leik um helgi, fær að ráða
tímasetningu hans.
fslandsmótið hefst síðar
nú en fyrri ár. „Sú ákvörð-
un var tekin af tveimur
ástæðum. Annars vegar
vegna landsleikjanna við
Makedóníu og hinsvegar
svo mótið hefjist ekki á
sama tíma og knattspyrnu-
vertíðinni er að ljúka,“ seg-
ir Örn. Vegna verkefna
karlalandsliðsins verður
ekkert leikið í deildar-
keppninni á milli leikja
Hauka og Stjörnunnar hinn
12. desember og tveggja
leikja hinn fjórða febrúar á
næsta ári.
■ MICHAEL Laudrup, einn
fremsti knattspyrnumaður Dana,
verður aðstoðarþjálfari danska
landsliðsins í knattspymu þegar
Morten Olsen tekur við starfi lands-
liðsþjálfara 1. júlí á næsta ári. Þá
tekur Olsen við af Bo Johansson
sem þjálfað hefur Dani undanfarin
ár.
■ LAUDRUP gerði á þriðjudaginn
tveggja ára samning við danska
knattspyrnusambandið um að
starfa með Olsen. Laudrup lék 104
landsleiki fyrir Dani á ferli sínum
en hætti eftir heimsmeistaramótið í
Frakklandi í fyrra.
■ CHRISTOPHE Dugarry, leik-
maður Marseille og franska lands-
liðsins, verður frá æfingum og
keppni í þrjár vikur eftir því sem
Rolland Courbis, þjálfari Marseille,
segir. Dugarry þarf að fara í upp-
skurð vegna meiðslanna sem eru í
vinstra hnéi.
■ DUGARRY verður því ekki með
félagi sínu í Meistaradeildinni í
kvöld gegn Króatíu Zagreb. Þá er
útilokað talið að hann geti leikið
með franska landsliðinu gegn því ís-
lenska í undankeppni EM í París 9.
október nk.
■ NÚ geta aðdáendur Liverpool og
fyrrum knattspymustjóra liðsins,
Bills Shanklys, keypt knattspyrnu-
skó sem Shankly átti og notaði síð-
ast 1974 á uppboði hjá Christie’s á
næstunni. Reiknað er með að það
þurfi að greiða um 350.000 krónur
fyrir parið.
Sækjum grimmt
í gærkvöldi tilkynnti Þórður
hvaða leikmenn hefja leikinn og
hvemig stillt verður upp en hann
reiknar með að stilla upp miðað
við svokallað 4-5-1 kerfi, þar sem
fjórar em í vöminni, fimm á
miðjunni og ein í fremstu víglínu.
Tvær breytingar verða frá leikn-
um við Úkraínu.
I markinu verður Þóra B.
Helgadóttir úr Breiðabliki,
hægra megin í vörninni er Rósa
Steinþórsdóttir úr Val en vinstra
megin KR-ingurinn Guðrún
Jóna Kristjánsdóttir. Fyrir miðri
vöm em Auður Skúladóttir úr
Stjömunni og Edda Garðars-
dóttir úr KR en Katrínu verður
stillt upp rétt fyrir framan þær.
A hægri kanti er Guðlaug Jóns-
dóttir úr KR og á þeim vinstri
Rakel Ogmundsdóttir en á miðj-
unni era Asthildur Helgadóttir
úr KR og Margrét Ólafsdóttir úr
Breiðabliki. Það kemur svo í hlut
Ásgerðar Ingibergsdóttur að
spreyta sig fremst. „Þó að við
spilum með einn leikmann
frammi er ætlunin að sækja
grimmt,“ sagði Þórður.