Morgunblaðið - 23.09.1999, Síða 4

Morgunblaðið - 23.09.1999, Síða 4
KNATTSPYRNA / MEISTARADEILD EVROPU Sannfærandi stórsigur Evrópumeistara Manchester Utd. í Graz Enn sofha Sví- arnir á verðinum Reuters Luis Enrique fagnar öðru marki Barcelona í leiknum við Fiorentina og eina marki sínu í leiknum sem Barcelona vann á afar sannfærandi hátt. EVRÓPUMEISTARAR Manchester United áttu ekki í vandræðum með austurrísku t meistarana í Sturm Graz á útivelli í 2. umferð Meistara- deildar Evrópu í gærkvöld. Ensku meistararnir gerðu þrjú mörk í fyrri hálfleik og við það sat. Arsenal náði á iokamínút- unum að tryggja sér sigur gegn AIK Stokkhólmi, Barcelona og Lazio unnu góða sigra og sömuleiðis Marseille og þýsku liðin Dort- mund og Leverkusen. Man. Utd. hóf titilvömina í Meistaradeildinni með heldur slakri frammistöðu og markalausu jafntefli á heimavelli við Zagreb í síðustu viku. Sigur á útivelii nú var því kærkominn og þeir Roy Keane, Dwight Yorke og Andy Cole gerðu sitt markið hver á Amold Schwarzenegger-leikvanginum í Austurríki - öll í fyrri hálfleík. Fyrsta markið frá Keane var sér- deilis glæsilegt; þrumuskot af löngu færi í þverslána og inn. Þrátt fyrir sannfærandi sigur fengu heimamenn einnig sín færi en höfðu ekki erindi sem erfiði upp við mark United. Næst komust þeir í vítaspyrnu, en Ivica Vastic lét Van Der Gouw verja frá sér. Með sigrinum komst enska liðið upp í 2. sæti D-riðils, en þar á toppnum er franska meistaraliðið Marseille, með sex stig og fullt hús eftir tvo sigra í fyrstu leikjunum. í gær- kvöldi gerðu Frakkarnir mjög góða ferð til Króatíu, unnu þar heima- menn í Zagreb 2:1. „Þetta kemur okkur á sigur- braut á ný,“ sagði Alex Ferguson, stjóri Man. Utd., eftir leikinn. „St- urm lék vel fyrstu tuttugu mínútur seinni hálfleiks og þá vorum við heppnir að fá ekki á okkur mark,“ bætti Ferguson við. Hann gerði þrjár breytingar á liði sínu undir lokin og leyfði þá Mark Wilson, Ole - Gunnar Solskjær og Teddy Sher- ingham að spreyta sig í stað Roy Keanes, Andy Coles og Jordy Cryuffs. „Þá fór nokkuð bit úr leik okkar. En þeir Cole og Yorke stóðu sig vel og hefðu getað skorað fleiri mörk,“ sagði Ferguson. Ljóst er að Barcelona ætlar sér stóra og mikla hluti í Meistara- deildinni þetta árið. í síðustu viku var spænska stórliðið þó stálheppið að ná 2:l-sigri á AIK í Stokkhólmi, en í gærkvöldi var enginn heppnis- stimpill á 4:2-stórsigri á Fiorent- ina. Luis Figo og Luis Enrique Femandez skoruðu snemma fyrir Börsunga á heimavelli, en Christi- an Amoroso minnkaði muninn áður en Brasilíumaðurinn gerði endan- lega út um leikinn með tveimur mörkum. Á Wembley-leikvangin- um í Lundúnum leit lengi vel út fyrir jafntefli í leik Arsenal og AIK, en aftur þurftu Svíamir þó að horfa upp á hmn á lokasekúndun- um. í síðustu viku nánast stálu Börsungar sigrinum í Stokkhólmi, en nú vora það þeir Thierry Henry og Davor Suker sem gerðu sitt markið hvor eftir hefðbundinn leik- tíma. í byrjun leiks hafði Svíinn Fredrick Ljungberg komið enska liðinu í 1:0, en Krister Nordin jafn- aði metin í upphafi seinni hálfleiks. í A-riðli eru Lazio og Bayer Leverkusen efst og jöfn með fjögur stig eftir tvo leiki. Lazio vann Dynamo Kiev með tveimur mörk- um gegn einu, en Þjóðverjarnir í Leverkusen sóttu Maribor heim til Slóveníu og unnu sigur 2:0. Serhiy Rebrov kom Dynamo yfir úr víti á Ólumpíuleikvanginum í Rómaborg en þeir Paolo Negro og Marcelo Salas tryggðu Lazio stigin þrjú með mörkum á tveggja mínútna kafla um miðjan seinni hálfleik. At- hygli vekur, að Kiev, sem komst í undanúrslit keppninnar í fyrra, hefur ekki hlotið stig nú. Dortmund náði að sigra Boavista frá Portúgal 3:1 á heimavelli og skoraði Ferdi Bobic tvö markanna, en kom einmitt frá Stuttgart nú í haust. Á hinum leik C-riðils gerðu Rosenborg og Feyenoord 2:2-jafn- tefli. Árni Gautur Arason var vara- markvörður Rosenborgar í leikn- um en John Carew gerði bæði mörk norska meistaraliðsins. FOLK ■ NICOLAJ Jacobsen hefur hafið æfingar á ný með handknattleiksliði Kiel. Hann meiddist illa á undirbún- ingstímanum í sumar og varð að fara í uppskurð. Reiknað er með að hann geti hafið keppni í október. ■ BAD Schwartau hefur gengið af- leitlega það sem af er 1. deildar keppni þýska handknattleiksins, og leitar logandi ljósi að leikmanni til að styrkja liðið. Liðið er nú í samn- ingaviðræðum við Norðmanninn Siemen Muffetangen og er talið að hann skrifi undir í vikunni og geti þá leikið gegn Wuppertal í fyrsta sinn á laugardag. ■ MUFFENTANGEN hefur til þessa leikið fyrir Kragero í Noregi og standa viðræður milli liðanna um félagaskiptagjald. Siemen Muf- fetangen hefur um langt árabil verið einn besti leikmaður Noregs og markahæstur þar í landi í áraraðir. Hann hefur margsinnis fengið tilboð frá erlendum liðum en ekki fyrr en nú verið tilbúinn að leika erlendis. ■ ELLEFU af átján þjálfurum þýsku deildarinnar í handbolta veðja á Kiel sem meistara. Lommel, þjálfari Essen, Serdarusic hjá Kiel, Rymanov sem stýrir Minden og Heuberger, þjálfari Schutterwald, telja allir að Flensburg vinni og nokkuð ljóst er að slagurinn stendur milli þessara liða úr Norður-Þýska- landi sem era nágrannar og erkifj- endur. ■ EWALD Humenberger, mark- maður Nettelstedt, hefur tilkynnt að hann muni ekki framlengja samning sinn við liðið. Humenberger er 32 ára verkfræðingur og hefur fengið afar gott starfstilboð frá heimalandi sínu, Austurríki, og ætlar að flytja til síns heima að loknu þessu tíma- bili. Hann hefur verið einn albesti markvörður deildarinnar og er mik- ill missir fyrir Nettelstedt. ■ ERHARD Wunderlich fyrrver- andi leikmaður Gummersbach hefur verið valinn besti handknattleiks- maður Þýskalands á öldinni. í öðra sæti varð Andreas Thiel, markvörð- ur Dormagen, þriðja sætið kom í hlut Joachim Deckarms, fjórði varð Stefan Hecker, marvörður Essen. Fimmti í röðinni varð Daniel Steph- an, leikstjórandi Lemgo. ■ BORDEAUX lék sinni 100. leik í Evrópukeppninni þegar það mætti Willem II frá Hollandi í Meistara- deild Evrópu á þriðjudagskvöldið. Bordeaux vann 3:2. ■ CHRISTOPHE Cocard, franskur framherji sem verið hefur í herbúð- um Lyon undanfarin þrjú ár hefur gengið til liðs við Kilmarnock í Skotlandi. Áður en Cocard var hann einn helsti leikmaður Auxerre er þeir unnu frönsku deildina og bikar- keppnina vorið 1996. Páll tekur við Keflvíkingum PÁLL Guðlaugsson, sem hefur þjálfað knattspymulið Leifturs frá Olafsfirði í efstu deild karla síðast- liðin ár, hefur verið ráðinn þjálfari Keflvíkinga í sömu deild. Ráðning- in var tilkynnt á fréttamannafundi í Keflavík í gær. Páll tekur við af Kjartani Mássyni og gerði tveggja ára samning við félagið. ,Aðdragandinn að þessu hefur verið langur. Við gáfum okkur góðan tíma og ég efaðist aldrei um að taka við starfinu," sagði Páll í samtali við Morgunblaðið í gær. „Þetta hefur verið í bígerð í rúman mánuð. Það hefur alltaf verið gríð- arleg hefð í tengslum við knatt- spyrnu í Keflavík og áhuginn mik- ill. Ég veit að það er mjög mikill kraftur í stjómarmönnum og vilji til að rífa félagið upp. Það var einmitt þess vegna, sem starfið kitlaði mig.“ Hjá Leiftri gat Páll sér orð fyrir að sækja marga leikmenn út fyrir landsteinana, en hann segir að við- bætur á leikmannahópi liðsins hafi ekki verið ákveðnar, ef til þess komi, enda telji hann Keflavík hafa sterkan hóp. „Það er ekkert útséð með það. Fyrst og fremst ætla ég að gefa strákunum frí. Síðastliðinn mánuður hefur verið þeim erfiður og nú fá þeir tæki- færi til að leggja höfuðið í bleyti og slaka á. Við byrjum síðan frísk- ir eftir mánuð. Það er vilji hjá stjórninni til að styrkja liðið, ef ég met stöðuna þannig að þess þurfi. Ég hef mikið álit á leikmönnum Keflavíkur, sem mér finnst að hafi leikið undir getu,“ sagði Páll. Gunnar með lausan samning Gunnar Oddsson, sem var þjálf- ari liðsins framan af sumri en er enn leikmaður þess, er nú samn- ingslaus og hafa nokkur önnur lið sýnt honum áhuga. Hann vill þó ekki gefa upp hvaða félög það eru. „Ég á eftir að ræða við forráða- menn Keflavíkur. Ég lofaði þeim og öðram liðum að ekkert yrði gefið upp fyrr en ég hefði rætt við þá. Ég vildi bíða þar til þjálfari yrði ráðinn,“ sagði Gunnar. Rúnar Arnarson, formaður knattspymu- deildar Keflavíkur, segist bjart- sýnn á að Gunnar verði áfram hjá félaginu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.