Morgunblaðið - 26.09.1999, Síða 1

Morgunblaðið - 26.09.1999, Síða 1
Morgunblaðið/Ómar Hinn þekkti Cavern Club í Liverpool. Á leik til Liverpool NETFERÐIR er heitið á klúbbi Samvinnuferða-Landssýnar á Netinu og að þessu sinni er verið að bjóða þar upp á ferð tengda íþróttum. Um er að ræða þriggja daga ferð og höfuðmarkmiðið hjá þeim sem í hana fara er auðvitað að komast á leik Liverpool og Chelsea en sá leikur er 15. október á Anfield vellinum í Liverpool. SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER BLAÐ C Far til Stokk- hólms og til baka á 12.560 krónur Á MORGUN, mánudag, verður klúbbfélögum Net- kiúbbs Flugleiða boðið að kaupa far til Stokkhólms og til baka á 10.000 krónur auk skatta sem eru 2.560 krónur. Þá verður boðið upp á ferðir til Kaupmanna- hafnar á 12.000 krónur auk skatta og til Baltimore mun fargjaldið kosta 14.200 krónur auk skatta sem eru 4.670 krónur. Auk þessa verður tilboð á flugi til Parísar og mun farið fram og til baka kosta 14.500 auk skatta. Þá verður hægt að fljúga til Amsterdam fyrh- 14.500 krónur auk skatta sem eru 2.800 krónur. Landnáma kynnir nýjung á Vestnorden Travel Mart London vinsælasta borgin Heilsudagskrá fyrir konur lestra um streitu og sjúkdóma sem sérstak- lega hrjá konur og hvernig má fyrirbyggja þá. Að auki verður reiðkennsla fastur liður í dagski’ánni og svo höfum við hugsað okk- ur að bjóða konum kost á að upplifa og takast á við ýmis spennandi verkefni, eins og til dæmis að keyra jeppa uppi á hálend- inu,“ segir Ingiveig. Gistiheimilið Frost og funi hefur nýlega tekið til starfa og segir Ingiveig að þar sé öll aðstaða kjörin fyrir starfsemi af þessu tagi. Kynning hafin á dag- skránni erlendis Hún segir einnig að til að byrja með verði eingöngu íslenskum konum boðið að taka þátt en að þegar sé hafin kynning á dagskránni í ferðatímaritum í Bandaríkj- unum og Skandinavíu. Þorbjörg Hafsteins- dóttir, hjúkrunar- og næringarfræðingur sem búsett er í Danmörku, mun hafa um- sjón með dagskránni en hún hefur ára- langa reynslu af meðferð og ráðgjöf á sviði heilsuræktar. Auk hennar mun að sögn Ingiveigar fjöldi sérfræðinga og gestafyr- h-lesara á ólíkum sviðum taka þátt í dag- skránni. Græn ferðamennska Landnáma sérhæfír sig í svokallaðri „grænni ferðaþjónustu“ sem á vaxandi fylgi að fagna í hinum vestræna heimi um þessar mundir, einkum í Bandaríkjunum. „Segja má að megin- áherslan í grænni ferðamennsku sé á því að gefa ferða- ■?!!r,;. ij mönnum kost á það að njóta náttúrunn- ar í litlum hópum og veita þeim per- sónulega þjónustu," segir Ingiveig. „Það er líka einkenni þessarar tegundar ferðaþjónustu að viðskiptavinir fá ít- arlegar upplýsing- ar um náttúruna og manneskjuna og það er jafnan minni hraði i þessari teg- und ferðaþjónustu en þeirri sem er hefðbundnari, farið hægar yfir og staldrað lengur við á hverjum stað.“ Presslink Þriðjungur landsmanna í borgarferð í haust? Nærri þriðjungur iandsmanna telur líklegt að hann fari í helgar- eða borgarferð í haust samkvæmt könnun sem Gallup lét gera fyrir Flugleiðir í júlí og ágúst sl. AIls kváðust 62% aðspurðra hafa farið í borgarferð á síðustu fímm árum. London er vinsælasta borgin meðal aðspurðra en fjórði hver segist vilja fara þangað. Barcelona er næst vinsælust þeg- ar spurt var hvert hugur stefndi eða um 13% vilja fara þangað og þar á eftir koma París og Dublin. Samkvæmt upplýsingum frá Flugleiðum var könnunin gerð dagana 27. júlí til 20. ágúst og var úrtakið 1.200 manns. Nettósvörun var 72%. íbúar á höfúðborgarsvæðinu og fólk á aldrinum 25-34 ára hafa að jafnaði farið í fleiri borgar- ferðir en aðrir hópar og oftast hefur London orðið fyrir valinu, þá Kaupmannahöfn og Dublin í þriðja sæti. Þá kemur í ljós að sjómenn, bændur, sérfræðingar, stjórn- endur og atvinnurekendur eru mun ferðaglaðari en aðrir. Reiðkennsla er fastur liður í dagskránni. Morgunblaðið/Sverrir FERÐASKRIFSTOFAN Landnáma mun í maí á næsta ári bjóða nýjung í ferðaþjón- ustu á íslandi sem felst í sérstakri heilsu- dagskrá sem -eingöngu er ætluð konum. Mark- miðið er að gefa konum á aldrinum frá því í kringum þrítugt og eldri kost á að njóta slökun- ar og heilsueflingar í smáum hópum, auk þess sem fjölbreytt ráðgjöf og fræðsla verður snar þáttur í dagskránni. Landnáma kynnti þessa nýjung á ferðakaupstefnunni Vestnorden Travel Mart ‘99, sem stóð yfir í síðustu viku í Þórshöfn í Færeyjum en rúmlega 70 íslensk fyrirtæki, sam- tök og stofnanir kynntu þar starfsemi sína. Samstarf við Hveragerðisbæ Leitað hefur verið eftir samstarfi við Hvera- gerðisbæ og Heilsuhæli Náttúrulækningafélags Islands í Hveragerði en þátttakendur munu dvelja á gistihúsinu Frosti og funa á meðan á dagskránni stendur. Stefnt er að því að dagskrá- in taki að lágmarki eina viku og þátttakendur verði á bilinu 10 til 20 í hvert sinn. „Þessari þjón- ustu er einkum ætlað að höfða til kvenna í stjórnunar- og ábyrgðarstörfum sem daglega eru undir álagi og hafa þörf fyrir bæði líkamlega og andlega uppbyggingu," sagði Ingiveig Gunn- arsdóttir hjá Landnámu í samtali við Morgun- blaðið á Vestnorden kaupstefnunni. Ingiveig segir að í boði verði námskeið, fyrirlestrar og ráðgjöf af fjöbreyttu tagi í tengslum við dag- skrána. „Til dæmis ætlum við að halda mat- reiðslunámskeið og kenna þátttakendum að matbúa heilsufæði. Við verðum líka með fyrir- Morgunblaðið/Ásdís Þessari þjónustu er einkum ætlað að höfða til kvenna í stjórnunar- og ábyrgðarstörfum sem daglega eru undir álagi og hafa þörf fyrir bæði lík- amlega og andlega uppbyggingu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.