Morgunblaðið - 05.11.1999, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LIF
FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1999 B 3
Morgunblaðið/Golli
Tannlæknafjölskyldan grímulaus - Rósar Vigfús og Magdalena Margrét með Bjarna
Rósar, son Gunnlaugs Jóns. Standandi f.v.: Gunnar Oddur, Hulda Björg, Sigurður
Eggert og Gunnlaugur Jón.
falskar tennur voru sums staðar
vinsælasta fermingargjöfin. Ann-
ars hef ég áhyggjur af þróuninni
núna eftir að pólitíkusar ákváðu að
skera niður fé til forvarnarstarfa.
Til dæmis boðar ekki gott að flúor-
lökkun fyrir skólabörn er nú ekki
greidd niður í sama mæli og áður.“
Rósar aftekur þó að velefnaðar
fjölskyldur láti fremur gera við
tennur sínar en þær efnaminni.
Hann maldar líka í móinn og segir
að hugsi fólk vel um tennur sínar
frá upphafi og fari reglulega til
tannlæknis sé kostnaðurinn ekki
ýkja mikill. „Skynsamt fólk er með
betri tennur en aðrir og skynsemi
hefur ekkert með ríkidæmi að
gera,“ segir hann ákveðinn.
Til að fylgjast með örri þróun í
tannlækningum hefur Rósar alltaf
kappkostað að sækja ráðstefnur og
þing erlendis þar sem
nýjungar í efnum og
meðferðum eru kynnt-
ar. Synimir hafa fylgt
fordæmi föðurins og
saman eða í hver í sínu
lagi hafa þeir víða farið til að svala
þekkingarþorstanum.
Af tönnum Bowie
og fleiri stjarna
Á ráðstefnum segja þeir að
sérstaða Bandaríkjamanna komi
glögglega í ljós. Einhvers konar
sjónvarpsmarkaður tannlækna hafi
þróast þar vestra og meiri áhersla
sé lögð á skjannahvítar og jafnar
tennur heldur en raunverulegar
viðgerðir. „Maður sér til dæmis á
færi að bandarískir leikai'ar og
fréttamenn CNN og annarra
sjónvarpsstöðva eru með yfir-
byggðar tennur. Tennur allra eru
eins og brosið líka,“ segir Gunnar,
sem rennur sérstaklega til rifja að
David Bowie sé nú farinn að brosa
eins og Burt Reynolds.
Þau upplýsa að Marilyn Monroe
hafi verið með yfirbyggðar tennur
og Clark Gable með falskar, sem
voru partur af samningnum þegar
hann skrifaði undir að leika í Á
hverfandi hveli. Tannlæknunum
ber saman um að því miður séu
dæmi um Islendinga sem vilji yfir-
Starfið er í
senn gefandi
og skapandi
byggðar framtennur en kæri sig
kollótta þótt aðrar tennur liggi
undir stórfelldum skemmdum.
Þeir sökkva sér stundarkora nið-
ur í tannfræðilegar umræður, sem
fyrir leikmann er ómögulegt að
henda reiður á. Eyrað nemur þó
smábrot, þegar Rósar lýsir konu,
sem var í móttöku á ráðstefnu
tannlækna í Belgrad fyrir allmörg-
um ánim. „. . . svo opnaði konan
munninn og við herskara tann-
lækna blöstu þessar líka hræðilega
ljótu, skemmdu tennur. Ekki bein-
línis rétt manneskja á réttum stað.“
Bóiuefni ekki í augsýn
En fyrst þeir voru að tala um
nýjungar er við hæfi að spyrja þá
feðga um bóluefni gegn tannsk-
emmdum sem öðru hvoni greinir
frá í fjölmiðlum. „Slíkar fréttir
virðast berast reglu-
bundið um heimsbyggð-
ina á fimm ára fresti ...
en því miður vekja þær
falskar vonir. Bóluefni
......... gegn tannskemmdum
er ekki í augsýn, enda út í hött að
hægt sé að bólusetja gegn bakter-
íum, sem gegna þýðingarmiklu
hlutverki í meltingunni. Bakteríur
eru mönnunum nauðsynlegar, þær
halda sveppagróðri í skefjum og
vinna ýmis fyrirbyggjandi störf.“
Það er krónprins Sigurður sem tal-
ar eins og hugsjónamaður, þótt
ekki segist hann hafa gerst tann-
læknir af hugsjóninni einni saman.
Sigurður útskrifaðist árið 1974
og hefur síðan rekið tannlækna-
stofuna með föður sínum. „Eg vildi
verða sjálfs míns herra, enda næsta
viss um að mér léti ekki vel að
vinna undir stjórn annarra. Eftir
smágælur við sálarfræði og forn-
leifafræði afréð ég að tannlækning-
ar hentuðu mér prýðilega."
Systkinin líta fomða á stóra
bróður, rétt eins og hann sé að
ljóstra upp miklu leyndarmáli. „Er
nú hinn sanni Sigurður loksins að
koma fram í dagsljósið," segir
Gunnar, „getið þið ímyndað ykkur
hann Sigurð sem fornleifafræðing,
ha, ha, ha?“ Þau geta það ekki.
„Einu sinni langaði mig að fara í
jarðfræði,“ upplýsir
Hulda, „en ég var í
máladeild í menntó
og taldi mig því ekki
hafa nægilega góðan
grunn í eðlis- eða
efnafræði.“ „Hún
var í „flugfreyju-
deildinni“, sem
stundum var kölluð
„ljóskudeildin“,“
segir Gunnar hjálp-
legur en fær bara illt
auga.
Sjálfur var Gunn-
ar framan af ekkert
á því að hefja nám í
tannlækningum og
reyndi fyrir sér á
ýmsum öðrum víg-
stöðvum. „Eg lauk
BS í líffræði árið
1980 en þá voru
fræðin mikið í tísku
meðal meðvitaðra
umhverfisverndar-
sinna, eða þann-
ig . . . Um leið og
ég, útskrifuðust
rúmlega fimm tugir
líffræðinga, sem
margir fengu ekkert
að gera því markað-
urinn var mettaður.
Ég kenndi í tvö ár og
velti ýmsum mögu-
leikum fyrir mér.
Mér fannst fram-
haldsnám í líffræði
koma til greina, en
síðan snerist mér
hugur og ákvað að
fara í dýralæknis-
fræði í Kaupmanna-
höfn. Af því gat þó
ekki orðið þar sem
eiginkonan var í
hjúkrunarfræðinámi
hér heima. Einhvem
veginn æxluðust mál
þannig að ég skellti
mér í tannlækning-
ar, enda fannst mér
pabbi afskaplega brattur allur og
vel fram genginn maður eftir ára-
tuga starf.“
Góðar og vondar
bakteríur
Líffræðinámið segir Gunnar
hafa komið sér til góða því hann
hafi kunnað sitthvað fyrir sér í
vefjafræði, lífefnafræði, örveruf-
ræði, ónæmisfræði og fleiri fræð-
um sem tannlæknanámið byggist
að stórum hluta á. „Tannlæknar
verða að vita sem mest um bakter-
íumar, sem malla í líkamanum, í
munninum, alls staðar, út um allt -
í öllum,“ segir hann þannig að
hrollur fer um þá sem á hlýða. Rós-
ar og böm taka undir og rifja upp
líðan sína þegar þau voru að læra
um þessar miður þekkilegu örver-
ur, sem viða gera óskunda jafnvel
þótt þær geti verið góðar líka eins
og Sigurður útskýrði áður.
„Þeir eiga gott sem ekkert þurfa
að vita um þessi kvikindi,“ segir
hann, og kveðst, eins og hin, hafa
tekið flestar þær sóttir, sem rekja
megi til baktería, um leið og hann
las sér til um fyrirbærin. „Eg var
náttúrlega ekki svo ímyndunar-
veikur að fá jóðsótt eða þess háttar
..." segir Sigurður.
Líkt og Gunnar ætlaði Gunn-
laugur alls ekki að verða tannlækn-
ir. „Mér fannst nóg
komið af þessu liði í
fjölskyldunni, stefndi
ótrauður á verkfræði
og fór því á eðlisfræði-
braut I í MR, þar sem
ofurkapp var lagt á
stærðfræði. Eftir stúd-
entspróf var ég búinn
að fá nóg af stærðfræði
fyrir lífstíð, hóf nám í
læknisfræði, gafst upp
á henni og byrjaði í
lyfjafræði en entist
ekki nema einn og hálf-
an mánuð. Þótt Sigurð-
ur hafi reynt af alefli að glæða
áhuga Gunnars á fiskeldi, sem ekki
lét segjast, lét hann mig sem betur
fer alveg í friði. Ég innritaði mig
þvi óáreittur af hálfu fjölskyldunn-
ar í tannlæknadeildina, útskrifaðist
fyrir þremur árum og hef síðan
unnið með pabba og Sigurði á stof-
unni.“
Áhugi Sigurðar á að koma Gunn-
ari í fiskeldi virðist ejga sér afar
sjálfhverfa skýringu. I ljós kemur
að fjölskyldan er haldin laxveiði-
bakteríu á háu stigi. Sigurður er
einna verst haldinn, en hann segir
bakteríuna tvímælalaust í flokki
þeirra góðu. „Þau hafa þetta öll frá
mér,“ segir Rósar og lítur hróðug-
ur yfir hópinn, „enda ekki há í loft-
inu þegar þau fylgdu mér í flestar
veiðiferðir.“
Veiðibakterian hefur svolítið
rjátlast af Huldu á undanförnum
árum og golfbakterían, sem ku
vera álíka skæð, náð yfirhöndinni.
„Hulda er tilfínningavera og of
meyr til að stunda íþróttina," upp-
lýsa harðjaxlarnir bræður hennar,
Því miður eru
dæmi um ís-
lendinga sem
vilja yfir-
byggðar tennur
en kæra sig
kollótta þótt
aðrar tennur
liggi undir stór-
felldum
skemmdum
„hún vorkennir fiskunum alltaf svo
mikið og sleppir þeim.“
Drjúg stund fer í hugljúfar end-
urminningar um veiðiferðir. Fé-
lagslíf tannlækna ber líka á góma,
enda árshátíð á næsta leiti. „Ég
held að smókingurinn minn sé orð-
inn allt of lítill,“ segir Rósar
áhyggjufullur. „Já,“ jánkar Hulda,
„það er örugglega raki í skápnum."
„Þau segja þetta til að hugga mig
þegar ég læt í ljós áhyggjur af vax-
andi umfangi mínu,“ útskýrir Rós-
ar brosandi.
Saumaklúbbur annað
hvert mánudagskvöld
Undanfai-in ár segist Rósar vera
farinn að hægja svolítið á ferðinni.
Núna vinni hann bara frá níu til
fimm, taki sér góðan matartíma og
nenni ekki að vinna á föstudögum.
Nýlega lét hann af 39 ára
starfi sínu sem gjaldkeri
Lífeyrissjóðs tannlækna
og fyrir nokkrum árum
hætti hann kennslu í HI.
„Strákamir sjá um þetta
fyrir mig,“ segir hann
allsendis áhyggjulaus.
Enn er Rósar þó í gamla
saumaklúbbnum sínum,
sem hann stofnaði ásamt
þremur kollegum sínum
fyrir rúmum fjörutíu ár-
um. „Við hittumst alltaf
annaðhvert mánudags-
kvöld heima hjá hver
öðrum til skiptis, drekkum rauðvín
og borðum góðan mat. Fyrst var í
bígerð að einhver okkar héldi alltaf
fræðilegan fyiárlestur, en við bíð-
um ennþá eftir þeim fyrsta sem
einn ætlaði að halda um amalgam,"
segir Rósar og upplýsir að lítið fari
fyrir saumaskap í klúbbnum. „Við
saumum kannski stundum svolítið
að náunganum. Meira er það nú
ekki.“
Enn er glatt á hjalla þegar ég
kveð tannlæknafjölskylduna í
Hvassaleitinu. Þau eru að tala um
að í rauninni séu Islendingar með
alveg nógu margar tennur, þeim sé
bara misskipt. Síðan berst talið að
þeirri undarlegu áráttu sumra
tannlækna að vilja ólmir rétta allar
tennur þótt þær séu örlítið skakk-
ar. „Smávegis skakkt bit getur ver-
ið fallegt og miklu fallegra en þegar
tennumar minna helst á eldhúsinn-
réttingu," segir einhver - ég heyri
ekki hver og á líkast til ekki að hafa
það eftir. Þeim finnst svo gaman að
vera saman - grímulaus á góðri
stund.
tíSur vel
f /sokkum o|
/sokkabuxum Jrá Deco^
Decoy er rétta merkiö fyrir þig
♦ einstaklega mjúkar
♦ falleg áferö
♦ sterkar og endingargóðar
♦ gott verö
Njóttu þess að vera í Decoy
-og þú nýtur þess besta!
DecoY
Umboðsaðili: Rún heildverslun
Vatnagarðar14 • Sími 568 0656