Morgunblaðið - 05.11.1999, Síða 5
4 B FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1999
DAGLEGT LIF
MORGUNBLAÐIÐ
Á milli 2.000 og 6.000
fullorðnir einstaklingar hérlendis
eiga við AMO að etja
Ofvirkir
eru vanræktir
Rannsóknir á þessum áratug sýna að ástæður
athyglibrests með ofvirkni (AMO) eru líf-
fræðilegar og eiga rætur að rekja til röskunar
á boðefnum í heila. Umræða um AMO hefur
til þessa mestmegnis snúist um börn en
minna um fullorðna sem glíma við þennan
vanda, en þeir eru f]ölmargir að því er fram
kemur í samtali Sindra Freyssonar við
Sigríði D. Benediktsdóttur sálfræðing.
SIGRÍÐUR D. Benedikts-
dóttir sálfræðingur hjá
Sálfræðiþjónustunni sf. og
Barna- og unglingageð-
deild Landspítalans, segir
að tiltölulega stutt sé síðan þeir sem
fylgst hafa með þessum málum og
rannsakað þau, tóku að gera sér grein-
fyrir að athyglibrestur með ofvirkni
(AMO) eltist ekki af fólki. Hafa marg-
ir þeirra sem hafa átt við þennan
vanda að etja, verið ranglega greindir
og hugsanlega fengið ranga með-
höndlun fyrir vikið. Fullorðnir ein-
staklingar með AMO lenda ósjaldan í
miklum erfiðleikum í einkalífi og
starfi og þeim getur verið hættara en
öðrum við að leiðast út í vímuefna-
misnotkun eða afbrot.
„Aður héldu menn að þetta ijátlað-
ist af fólki á unglingsárunum, en um
nokkurt skeið hefur verið ljóst að svo
er ekki. Á unglingsárunum dregur
hins vegar úr sumum einkennum en
önnur bætast við. Til dæmis dregur
úr einkennum hreyfiofvirkni en í
staðinn kemur innri óróleiki og eirð-
arleysi. Hvatvísin lýsir sér líka með
öðrum hætti hjá unglingum og full-
orðnum en hjá börnum. Þannig
myndu böm kannski grípa til hnef-
anna eða gera eitthvað í hugsunar-
leysi, en unglingar og fullorðnir
myndu frekar vera ógætnir í orðum,
segja eitthvað sem betur væri látið
ósagt eða tala iyrst og hugsa svo. At-
hyglibresturinn breytist hins vegar
lítið,“ segir hún en bendir jafnframt á
að einkennin geta verið afar einstakl-
ingsbundin.
30-70% með einkenni áfram
Eltikannanir sýna að 30-70% barna
með AMO eru með áframhaldandi
einkenni sjúkdómsins á unglingsár-
um sínum og fullorðinsárum. Talið er
að 3-5% af börnum þjáist af AMO sem
samsvarar um 1.600 börnum á grunn-
skólaaldri hérlendis, og 1- 3% allra
fullorðinna einstaklinga, sem myndi
þýða að hérlendis væru þeir einhvers
staðar á bilinu 2.000 til 6.000 talsins.
Fræðimenn viðurkenna nú að full-
orðnir með AMO glíma við svipuð ein-
kenni og böm sem hafa þessa röskun,
að sögn Sigríðar. Margir fullorðnir
með AMO fengu ekki greiningu á
barnsaldri og gera sér því ekki grein
fyrir eða skilja þær afleiðingar sem
röskunin hefur haft í fór með sér.
Raunar er það svo að þar sem tiltölu-
lega stutt er liðið síðan AMO greind-
ist hjá fullorðnum, hafa margir þeirra
sem hafa átt við þennan vanda að
etja, verið ranglega greindir og hugs-
anlega fengið meðhöndlun við þung-
lyndi, andfélagslegum persónueink-
ennum eða persónuleikatruflunum.
„Til að greina AMO hjá fullorðnum
þarf að rannsaka æsku viðkomandi
einstaklings, námsferil hans og hegð-
unarmynstur í gegnum árin. Oft á tíð-
um á maki slíks einstaklings auðveld-
ara með að bera kennsl á einkenni
sjúkdómsins en hann sjálfur,“ segir
hún.
AMO er talið algengara hjá drengj-
um en stúlkum, og er talið að hluföllin
séu þrír drengir á móti einni stúlku.
Stúlkur greinast hins vegar oft síðar
en drengir, sérstaklega ef þær hafa
einungis einkenni um athyglisbrest
en ekki hreyfiofvirknieinkenni eða
glíma við náms- eða hegðunarvanda-
mál. Þá eru á milli 10 og 35% af nán-
ustu ættingjum ofvirkra með AMO
og ef foreldri er með AMO eru líkum-
ar á að bamið hafi það mikiar, eða um
57%. Um 30% þeirra sem greinast á
bamsaldri era einkennalaus á fullorð-
insáram, önnur 30% era með töluvert
alvarleg einkenni og um 40% til við-
bótar hafa vægari einkenni sem era
þó hamlandi með einhverjum hætti.
Horft til hegðunar í æsku
„Þessi hópur er því miður vanrækt-
ur og þess era dæmi að fólk með
AMO hefur verið hornreka í kerfinu
og átt í erfiðleikum með að fá rétta
greiningu og úrlausn sinna mála. Það
era hins vegar í gangi eltirannsóknir
erlendis sem eiga áreiðanlega eftir að
auka þekkingu okkar á AMO hjá ful-
lorðnum," segir Sigríður.
Hún segir að til að greinast með
Varst þú ofvirkt barn? c n n
Dragðu hring um þá tölu sem lýsir best hegðun þinni sem barn á aldrinum 5-12 ára. Könnun til gamans og glöggvunar, en þeir sem fá meria en 50 stig mættu kannski kynna sér AMO betur ■a. Stundum O Mjög oft
1. Hugaði illa að smáatriðum eða gerði fljótfærnislegar villur í skólaverkefnum. 0 1 2 3
2. Átti erfitt með að halda athygli vakandi við verkefni eða tómstundaiðju. 0 1 2 3
3. Virtist ekki hlusta þegartalað vartil mín. 0 1 2 3
4. Fylgdi ekki fyrirmælum til enda og tókst ekki að Ijúka verkefnum. 0 1 2 3
5. Átti erfitt með að skipuleggja verkefni og athafnir. 0 1 2 3
6. Forðaðist verkefni (t.d. í skóla eða heima fyrir) sem kröfðust mikillar beitingar hugans. 0 1 2 3
7. Týndi hlutum sem voru nauðsynlegirtil verkefna eða athafna. 0 1 2 3
8. Var auðtrufluð/truflaður. 0 1 2 3
9. Var gleymin/n í athöfnum daglegs lífs. 0 1 2 3
10. Var mikið með hendur og fætur á hreyfingu eða á iði þegar ég sat. 0 1 2 3
11. Fór úr sæti mínu í aðstæðum þar sem ætlast var til að ég sæti kyrr. 0 1 2 3
12. Hljóp um eða prílaði óhóflega mikið í aðstæðum þar sem það átti ekki við; ofvirk/ur. 0 1 2 3
13. Átti erfitt með að vera hljóð/ur þegar ég sinnti tómstundaiðju. 0 1 2 3
14. Var alltaf á ferðinni eða var „eins og þeytispjald". 0 1 2 3
15. Talaði óhóflega mikið. 0 1 2 3
16. Gat ekki stillt mig um að svara spurningum áður en lokið hafði verið við að spyrja þeirra. 0 1 2 3
17. Átti í erfiðleikum með að bíða eftir að röðin kæmi að mér. 0 1 2 3
18. Truflaði eða tróð mér upp á aðra. 0 1 2 3
19. Missti stjórn á skapi mínu. 0 1 2 3
20. Reifst við fullorðna. 0 1 2 3
21. Streittist á móti eða neitaði að fara eftir fyrirmælum eða reglum. 0 1 2 3
22. Angraði aðra viljandi. 0 1 2 3
23. Kenndi öðrum um eigin mistök eða slæma hegðun. 0 1 2 3
24. Viðkvæm/ur eða lét aðra auðveldlega angra mig. 0 1 2 3
25. Reið/ur og gröm/gramur. 0 1 2 3
26. illgjörn/gjarn eða hefnigjörn/gjarn. 0 1 2 3
AMO þurfi einkenni að hafa verið til
staðar um sjö ára aldur, bæði ein-
kenni hreyfiofvirkni, sem láta yfirleitt
á sér kræla um þriggja eða fjögurra
ára aldurinn, og einkenni athygli-
brests, sem birtast oftast á milli fimm
og sjö ára aldurs. „Vandinn við að
greina fullorðna einstaklinga sem
hafa ekki fengið greiningu í æsku, er
oft sá að við höfúm ekki upplýsingar
frá því að viðkomandi var barn. Þekk-
ingin á röskuninni var einfaldlega
ekki til staðar á þeim tíma. Við getum
hins vegar spurt aðstandendur, for-
eldra og aðra nákomna ættingja, til
að auðvelda greiningu.
Ef einkenni sem gætu bent til
AMO gera vart við sig hjá fullorðn-
um, verðum við að athuga hvort þau
hafi einnig verið til staðar í æsku, því
að sum af þessum einkennum geta
verið sprottin af öðram orsökum, auk
þess sem ný bætast við á unglingsár-
um. Mörg þeirra barna sem greinast
með AMO eiga við námsörðugleika að
glíma en einnig þróast oft hegðunar-
vandamál tiltölulega snemma. Ef um
alvarleg hegðunarvandamál er að
ræða, myndu til dæmis falla undir
þau ýmis konar afbrot og árásargirni
sem þróast hjá ákveðnum hóp,
skemmdarfýsn og annað slíkt. Væg-
ari hegðunarvandamál era fremur
skortur á hlýðni og erfiðleikar við að
fá viðkomandi tU að fylgja reglum.
Það er mikUvægt að greina AMO
snemma, þá era mun meiri líkur á að
koma í veg fyrir alvarlegar íylgirask-
anir sem koma fram síðar og era ein-
staklingum og þjóðfélaginu oft dýrk-
eyptari. Lyfja- og atferlismeðferð
ásamt fræðslu og stuðningi við fjöl-
skyldur bama er það sem best hefur
reynst.“
Hún segir að foreldrar sumra of-
virkra barna séu sjálfir með AMO-
einkenni en átti sig ekki á því fyrr en
bömin fá greiningu. „Móðir sem á við
Reynir að nýta
orkuna skynsamlega
Kaffidósir
Verð frá kr. 850
Whittard
Kringlan - Smáratorg
Eucerin
AÐEINS hálft annað ár er liðið
síðan Þórlaug Ágústsdóttir,
26 ára gömul, verkefnis-
stjóri hjá tölvufyrirtækinu INNN
ehf., greindist með athyglisbrest
með ofvirkni (AMO), í kjölfar þess
að í ljós kom að bróðir hennar, þá
átta ára gamall, væri ofvirkur. Þeg-
ar hann greindist hófu foreldrar
þeirra að kynna sér efnið betur,
sóttu námskeið og fyrirlestra um of-
virkni og lásu handbær gögn.
„Mamma kom síðan til mín og
sagði, veistu, ég er handviss um að
þú ert svona líka.“ Við höfðum
kannski vitað miklu lengur að ég
væri ekki alveg eins og fólk er flest,
en ekki getað áttað okkur á um
hvað málið snerist," segir Þórlaug.
Hún ræddi við AMO-sérhæfðan sálf-
ræðing í kjölfarið sem eftir grein-
ingu vísaði henni á meðferðar-
úrræði.
„Masgjörn í meira lagi“
„Ég þótti alltaf gríðarlega óþekk
og talaði mikið, sem ég geri að vísu
enn, svo mjög raunar að ég fékk
þau ummæli í sjö ára bekk að ég
væri „masgjöm í meira lagi“. Eg sat
aldrei kyrr í skólanum, týndi hlut-
um mjög auðveldlega og þurfti jafn-
vel að næla vettlingana við ermam-
ar til að glata þeim ekki, sem var þó
ekki heldur öragg leið þar sem ég
átti það til að týna peysunni líka. Ég
týndist líka oft sjálf,“ segir Þórlaug.
„Þetta er svona enn að einhverju
leyti, ég tala kannski við aðra
manneskju en er ekki með á nótun-
um, heldur svara einhvem veginn
sjálfvirkt og veit ekki stundum hvað
fólk er að segja. En ég hélt að svona
væru allir og þegar ég brást við ein-
hveiju með óviðeigandi hætti, skrif-
aði ég það sem persónugalla,
frekju, eða að ég kynni mig ekki.
Ég hef raunar átt erfitt með að
átta mig á ýmsum félagslegum vís-
bendingum í samskiptum manna og
get því verið dálitill böðull hvað þau
varðar, tala þegar ég á að þegja og
fylgi ekki alltaf þessum skráðu og
óskráðu reglum um samskipti
manna. Ég læt kannski út úr mér
mjög ónærgætnar og óviðeigandi
setningar, án þess að gera mér
grein fyrir því, eða eitthvað sem ég
á alls ekki að segja. Ég gæti t.d.
spurt vinkonu mína án þess að
lækka röddina hvort að strákurinn
þarna á næsta borði sé ekki sá sem
hún fór með heim um daginn, án
þess að gera mér grein fyrir því
fyrr en eftir á að maður segir ekki
svona hluti.“
Þórlaug varð fyrir einelti í
grannskóla og segir hún að sú lífs-
reynsla hafi í senn verið sár og erf-
ið. Hún geti að sjálfsögðu engan
veginn réttlætt, gjörðir ofsóknar-
manna sinna, enda engin réttlæting
til á einelti, en með einhveijum
hætti geti hún í dag litið til baka og
skilið hvað í hennar fari beindi at-
hygli þeirra að henni.
Til síðasta blóðdropa
„Ég gat aldrei þagað, mér gekk
mjög vel í skóla og var oft búin með
verkefnin á undan hinum krökkun-
um og skildi engan veginn afhveiju
þau væra svo lengi að klára. Fyrir
vikið gekk ég um skólastofuna og
talaði við krakkana án þess að átta
mig á að þau ættu enn eftir eitthvað
af verkefninu sínu. Ég stóð uppi í
hárinu á strákunum og barðist til
síðasta blóðdropa, þegar allir aðrir
vora flúnir. Þessi hegðun var
hvorki uppreisn gegn kennurunum
né tilraun til að storka hinum
krökkunum, ég skildi bara ekki af-
hverju þau fylgdu ekki minum
hraða. Kennararnir og skólinn
kunnu alls ekki að bregðast við
þessu og ég hugsa að það liefði ver-
ið hægt að koma í veg fyrir mikið af
þessum vandamálum með því að
skilgreina vandann og t.d. láta mig
fá meira að gera eða skipuleggja
vinnuna á annan hátt. En vegna
þess að fólk kunni ekki að fást við
þessar aðstæður var hver einasti
skóladagur barátta," segir hún.
Þórlaug fór í framhaldsskóla og
skipti um umhverfi, þar sem hún
náði sér að einhveiju leyti á strik á
nýjan leik, en þó segir hún að erfið-
leikarnir hafi verið fyrir hendi
áfram. „Eg var ekki lögð í einelti
lengur, en ég kunni ekki að „fúnk-
era“ í kringum aðra. Unglingsárin
vora mjög óreiðukennd, ég djamm-
aði mikið og var að mörgu leyti til
vandræða. Einn góðan veðurdag
vaknaði ég hins vegar og skildi að
ef ég ætlaði að gera eitthvað úr lífi
mínu, þyrfti ég að taka mig mark-
visst á og vinna í þessum málum.“
Þórlaug er búin að ljúka við tvö
ár í stjórnmálafræði í Háskóla fs-
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1999 B 5
DAGLEGT LÍF
athyglisbrest að etja á kannski í heil-
miklum vandræðum með að senda
barnið sitt í skóla á réttum tíma eða
muna eftir að láta það læra heima,“
segir Sigríður.
Er makinn með AMO?
„Oft á tíðum era mikil vandamál í
samböndum fullorðinna, þar sem
annar aðiiinn er með AMO og hefur
ekki verið meðhöndlaður. Makinn
getur t.d. verið svo skipulagslaus að
það sé hreint út sagt óþolandi eða
ekld hægt að tjónka við hann á nokk-
um hátt. Hann bytjar kannski stöð-
ugt á einhveijum verkefnum en klár-
ar þau aldrei, frestar hlutum eða
gleymir þeim. Hann skiptir kannski
sífellt um áhugasvið, fær áhuga á ein-
hverju tilteknu efni en missir hann
fljótt og snýr sér að öðra.
Ofvirkir einstaklingar geta líka
verið mjög óþolinmóðir og átt erfitt
með að setja sig í spor annarra, nenna
ekki að hlusta á aðra, eiga erfitt með
að bíða eftir að röðin komi að þeim í
samtali, grípa fram í fyrir viðmæland-
anum og era á stundum taktlausir í
samskiptum, því að þeir átta sig ekki
alltaf á þeim vísbendingum sem eru í
umhverfinu, eins og t.d. líkamstján-
ingu og svipbrigðum. Þetta getur
valdið mjög miklu álagi íyrir aðstand-
endur. Þeir sem era ofvirkir virðast
oft vera afar duglegir, en skila í raun
og vera miklu minna en mætti halda.“
Á meðal þeirra einkenna sem full-
orðnir með AMO geta þurft að glíma
við, era t.d. erfiðleikar við að finna og
halda störfum, þeir afkasta ekki í
samræmi við getu í vinnu, afkasta
ekki í samræmi við greindarfarslega
getu í skóla, þjást af einbeitingarörð-
ugleikum og skorti á skipulagningu,
eiga erfitt með að koma á og halda
„rútínu", hafa lélegan sjálfsaga, glíma
við þunglyndi, hafa lítið sjálfstraust,
era með slæmt minni og eiga oft í erf-
iðleikum með að hugsa skýrt. Saman-
burður við aðra hópa hefur meðal
annars leitt í ljós að fólk með AMO er
líklegra til að vera óstöðugt hvað
varðar búsetu og atvinnu, því er hætt-
ara við að leiðast út í vímuefnamisn-
otkun og hjá þessum hópi er afbrota-
og slysatíðni hærri en hjá öðram.
Rannsóknir hafa sýnt að um mark-
tækan mun er að ræða.
Árangur í ósamræmi við greind
„Það sem er oft sammerkt með
þessu fólki, hvort sem það er með ein-
kenni athyglibrests eða ofvirkni/hvat-
vísi, eða hvort tveggja, er að það nær
yfirleitt ekki árangri í samhæmi við
greind sína. Það er yfirieitt ekkert að
þessu fólki greindarfarslega, en
vandamál þess við að skipuleggja
daglegt líf sitt og starf, sem fylgir of-
virkni, háir því mjög mikið. Ef að ein-
staklingur á við AMO að etja, getur
hann átt erfitt með að halda tíma-
áætlun, hann kemur gjarnan of seint,
Morgunblaðið/Kristinn
Sigríður D. Benediktsdóttir sál-
fræðingur segir ríka þörf á
göngudeildaraðstöðu fyrir full-
orðna með AMO hér á landi, þar
sem fram færi greining, meðferð
og fræðsla fyrir einstaklinga og
fjölskyldur þeirra.
á erfitt með að hugsa um fjáraiál sín
o.s.frv. Einstaklingar sem falla undir
þá skilgreiningu að vera með AMO
geta hins verið mjög ólíkir innbyrðis,
eftir því hvemig samsetningu ein-
kennanna er háttað,“ segir hún.
Sigríðm- segir að einkenni AMO
geti verið mjög breytileg eftir aldri og
jafnvel kyni. Ahrifin á daglegt líf og
starf era mjög mismunandi og fara
aðallega eftir því hversu mörg ein-
kennin era og hversu alvarleg þau
era. Ofvirkni geta líka fylgt ákveðnir
kostir, einstaklingar með AMO geta
verið kraftmiklir, skemmtilegir og
skapandi, óvenju einlægir og hjarta-
hlýir, vinnusamir og úrræðagóðir.
„Þeir treysta líka oft öðram vel,
stundum of vel, og era ekki lang-
ræknir, því þar sem þeir gleyma
mörgu gleyma þeir því líka að vera
reiðir. Þeir eru líka óhræddir við að
taka áhættu, sem getur verið kostur,
þó að sá eiginleiki geti líka gengið út í
öfgar. Gott skopskyn er einnig al-
gengt, enda getur tilvera ofvirks ein-
staklings verið ögn „absúrd" og
óvenjuleg," segir hún.
Minna ber á vanda kvenna
Sigríður hefur beint sjónum sínum
sérstaklega að stúlkum og konum
með AMO, sem er vangreiridur hópur
Þórlaiig- Ágiístsdóttir þótti
lands og á nánast aðeins ritgerð-
aráfanga eftir, sem hún segir að
mörgu leyti stafa að þeim einkenn-
um sem rekja má til AMO.
Beiti hörðum sjálfsaga
Hún kveðst liins vegar með ár-
unum hafa lært að kljást við þá erf-
iðleika í daglega lífinu sem hún viti
núna að hægt sé að rekja til ein-
kenna AMO, þannig að í raun og
veru hafí greiningin ekki skipt
sköpum í lífí hennar eða kúvent því
á nokkurn hátt. „Ég er afskaplega
óskipulögð en hef beitt mig hörðum
n.<mtín“;rhamm
sjálfsaga undanfarin ár til að vera
það ekki. Ég er líka óskaplega
gleymin á hluti í daglega lífínu, en
hef komist upp á lagið að setja
áminningar í minnið í tölvunni eða
dreifa minnismiðum um allt.
Síðan reyni ég líka að virkja um-
hverfið með mér, t.d. þegar ég á að
koma í heimsókn eitthvert eða
sækja einhvern, læt ég viðkomandi
hringja í mig rétt áður til að minna
mig á hvað þarf að gera. Eftir að ég
vissi að ég væri ofvirk með athyglis-
brest, hef ég gert mér betur grein
að mati fræðimanna. „Samkvæmt
nýjum eltirannsóknum era þunglyndi
og kvíði álíka algengar íylgiraskanir
hjá báðum kynjum í hópi fullorðinna
einstaklinga með AMO. En konur
þróa síður með sér hegðunarvanda en
karlar og því ber minna á vanda
stúlkna með AMO en drengja sem
era ofvirkir.
Osjaldan skrifar fólk hegðun
stúlku með AMO, þunglyndi og kvíða,
á reikning aðstæðna á heimili þeirra
eða einhvers áfalls sem þær hafa
fengið eða eiga að hafa fengið. Að-
stæður heima fyrir geta líka verið
vemdandi, þær fá stuðning og það er
rekið á eftir þeim við heimanámið,
þannig að sjúkdómurinn dylst í æsku
en kemur í ljós í fylgh-öskunum á
unglingsáranum. Þær hafa þá til-
hneigingu til að detta út úr skóla, fara
að vera með strákum of snemma og
hefja vinnu sem hentar þeim oft mjög
illa. Heimilisstörf henta t.d. ekki
mjög vel fólki með athyglisbrest, það
á erfiðara með að taka til en aðrir,“
segir Sigríður.
Þörf á göngudeild
Sigríður kveðst hafa áhyggjur af
þeim bömum og unglingum sem þeg-
ar hafa greinst með AMO eða of-
virknihvatvísi, þegar þau ná fullorð-
insaldri. „Hvert eiga þessir
einstaklingar að leita eftir átján ára
aldur? Það er mikil þörf á göngu-
deildaraðstöðu fyrir fullorðna með
AMO hér á landi, þar sem fram færi
greining, meðferð og fræðsla fyrir
einstakiinga og fjölskyldur þeirra.
Slík göngudeiid þyrfti að vera í sam-
vinnu við aðrar deildir í heiibrigðis-
kerfinu og miðla ráðgjöf á þessu sviði.
Til lengii tíma tel ég að slík deild
myndi leiða til spamaðar, svo að ekki
sé talað um aukin lífsgæði hjá þessum
einstaklingum. Fólk ætti t.d. að eiga
auðveldara með að takast á við for-
eldrahlutverk og hlutverk maka, auk
þess að ná meiri árangii í námi og
starfi. Ymislegt fleira mætti nefna,
t.d. gæti dregið úr innlögnum á geð-
deildir og meðferðarstofnanir fyrir
vímuefnaneytendur," segir hún.
Sigríður segir að ef fullorðinn ein-
staklingur hafi gran um að hann sé
með AMO, ætti hann að byija á að
lesa sér til um efnið og ræða við þá
sem þekktu hann best í bamæsku.
Hann gæti til dæmis skoðað heima-
síðu CHADD, samtök barna og ful-
lorðinna með AMO í Bandaríkjunum,
en slóð hennar er http://
www.chadd.org/facts/
add_facts07.htm. Áður en hann leitar
til geðlæknis eða sálfræðings, ætti
hann að athuga hvort að sérfræðing-
urinn hafi kynnt sér AMO hjá full-
orðnum. „Það era allir með eitthvað
af þeim einkennum sem tengjast
AMO, en til að fá greiningu þarf að
vera til staðar fjöldi einkenna og um-
talsvert meiri en eðlilegt getur talist,
miðað við aldur og þroska."
fyrir vandanum og tekist betur að
halda utan um bæði einkalífið og
starfið. Ég fékk líka lyf við athyglis-
brestinum og er farin að geta ein-
beitt mér betur, sem var afskaplega
erfitt áður. Áður flögraði ég meira
um og var lengi að koma mér að
verki."
Hún kveðst þó um leið vera mjög
meðvituð um að skrifa ekki öll frá-
vik á reikning ofvirkni eða athyglis-
brest, hún verði að taka ábyrgð á
sjálfri sér og læra af mistökunum,
hversu sárt sem það getur verið.
„Ég vil ekki láta það eftir mér að
skýla mér bak við AMO og segja að
vegna þess geti ég ekkert gert að
þessu eða hinu, mér sé ekki sjálfr-
átt. Um leið held ég að ég vildi ekki
hafa verið án AMO, ofvirknin hefur
hjálpað mér að mörgu leyti og gefið
mér kosti og einstaklingseinkenni
sem ég hefði ekki haft annars. Ég
reyni að nýta ofvirkni-orkuna
skynsamlega til að koma miklu í
verk.
En vissulega hefði líf mitt verið
betra ef ég hefði greinst fyrr á æv-
inni og sennilega hefði ég losnað við
margra ára vanlíðan. Þá hefði fólk
vitað hvaða úrræði væru í boði og
ég hefði fengið aðstoð við að koma
skipulagi á lífið, í stað þess að eyða
meirihluta ævi minnar í að læra á
AMO upp á eigin spýtur.“
Allt fyrir
GLUGGAKAPPAR
og Z-BRAUTIR §
Smíöaöar eftir máli
1,11 og 111 brautir
ot
LO
GO
00
LD
- i
I rui
Ferðafélag íslands Mörkinni 6 • 10S Reykjavik
Sfmi 568 2533 • Fax 568 2535 * www.fi.is • fi@fi.is
Fjölbreyttar Ferðafélagsferðir allar helgar!
Laugardagur 6. nóv. kl. 10
Kirkjugangan 2. ferð.
Neskirkja - Kristskirkja - Herkastalinn - Dómkirkjan.
Fræðsla og kaffiveitingar. Verð. 500 kr., frítt fyrir börn með fullorðnum.
Brottför frá BSÍ og Neskirkju.
Sunnudagur 7. nóv. kl. 13
Sandfell - Selfjall - Lækjarbotnar. Um 3 klst. ganga af Bláfjallavegi í Lækjarbotna.
Brpttför frá BSÍ, aústanmegin og Mörkinni 6.
Verð. 1.000 kr, frítt f. börn 15 ára og yngri með foreldrum.
Aðventúferð í Þórsmörk 27. - 28.nóv.
Áramótaferð í Þórsmörk 31/12 - 2/1
Myndakvöld miðvikud.10. nóy. í Mörkinni 6.
iii i MMmM
sm
Sjá nánar um ferðir á
textavarpi bls. 619
Stretchbuxur
St. 38—50 - Frábært úrval
verslunarmiðst. Eiðstorgi,
simi 552 3970.