Morgunblaðið - 05.11.1999, Qupperneq 8
. S B FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF
með aðstoð tölvu
í Lexíu er alls 81 æfing þar sem þjálfuð eru hin ýmsu svið málnotkun-
ar. Þar má finna stafsetningaræfingar, lestraræfingar og lesskiln-
ingsæfingar svo fátt eitt sé nefnt.
í lýðháskóla í Svíþjóð er
boðið upp á námsbraut
fyrir þá sem eiga við
málstol að stríða.
Sigríður Dögg Auð-
unsdóttir forvitnaðist
um námið ytra eftir að
hafa lesið í norska
Hjemmet um nemanda,
sem lærði að tala eftir
langvarandi málleysi
vegna heilablóðfalls.
Hún spurði líka tal-
meinafræðing um mál-
þjálfun slíkra sjúklinga
hérlendis.
S
NORSKA vikublaðinu
Hjemmet var nýlega viðtal
við 52 ára gamla sænska
konu sem hafði lært að tala á
. ný eftir að hafa átt við málstol að
stríða í fjórtán ár í kjölfar heila-
blóðfalls sem hún hlaut árið 1985.
Hún segir vendipunktinn í endur-
heimtun málsins hafa átt sér stað í
fyrra þegar hún hóf nám í lýðhá-
skóla í Svíþjóð, Sundsgárden í
Helsingborg, sem býður upp á sér-
staka námsbraut fyrir þá sem þjást
af málstoli.
Málstol er ákveðin truflun á
hæfni einstaklings til að nota mál
eða skilja það. Málstolið stafar af
skemmd eða truflun í vissum hlut-
um heilahvela, til dæmis af völdum
heilablóðfalls.
í Svíþjóð verða um 5000 Svíar
árlega fyrir málstoli. Til þess að
koma á móts við þarfir þessa stóra
hóps er boðið upp á sérstakar
námsbrautir í nokkrum lýðháskól-
um þar sem kennslan er miðuð við
getu hvers einstaks nemanda.
I Sundsgárden er boðið upp á
nám á almennri námsbraut, tón-
listarbraut, listabraut, trúar-
bragðabraut og málstolsbraut. Að
sögn Erik Jivegárd, umsjónar-
manns málstolsbrautarinnar, var
hún stofnuð fýrir um 15 árum, sem
11 vikna nám sem hefur smám
saman verið lengt og stendur nú
yfir í 24 vikur. Þær teygja sig þó
yfir heilt ár því fyrirkomulagið er
þannig að nemendur dvelja þrjár
vikur í senn í skólanum og tvær
vikur heima þess á milli.
Eins og venjan er í lýðháskólum
búa nemendur á heimavist á með-
an á námi stendur. Nokkrir fara þó
heim til sín um helgar og allir í
tveggja vikna fríunum. Astæðan
fyrir þessu fyrirkomulagi er að
sögn Jivegárds að sporna gegn því
að nemendur missi tengslin við
heimahagana.
Lífsleikni og samfélagshæfni
meðal námsgreina
„Markmiðið með málstolsbraut-
inni,“ segir Jivegárd, „er að hjálpa
þeim sem hafa orðið fyrir málstoli
að efla sjálfstraust sitt á ný og
finna leið til þess að snúa til vinnu
að nýju eða einhvers annars sem
þeim finnst skipta máli. Það getur
aukið lífsfylhnguna og hjálpað fólki
að læra að lifa með fötlun sinni.“
Nemendur á málstolsbraut
leggja stund á hefðbundnar grein-
ar svo sem sænsku, tölvugreinar,
stærðfræði, náttúrufræði, tónlist,
leiklist og líkamsrækt en auk þess
er mikil áhersla lögð á þjálfun á
tali, lestri og skrift.
Tölvur mikilvægur þáttur
í málþjálfuninni
Allar námsgreinamar á stunda-
skránni stuðla að því að ná mark-
miðinu, sem er að auka möguleika
nemandans á að ná aftur tökum á
tungumáli sínu, að sögn Jivegárd.
Þó eru einnig kenndir mikilvægir
áfangar svo sem lífsleikni og sam-
félagshæfni sem miðast að því að
einstaklingurinn nái að fóta sig á
ný í þjóðfélaginu eftir áfallið.
Jivegárd segir tölvur afar mikil-
vægan þátt í málþjálfuninni, bæði
hvað varðar tal, lestur og skrift.
„Tölvur eru skemmtileg og örvandi
hjálpartæki,“ segir hann. „Við not-
færum okkur sérstök málþjálfun-
arforrit sem reynast sérstaklega
vel þeim sem hafa orðið fyrir mál-
stoli. í tölvustofunum eru bæði
kennarar og reyndari nemendur til
aðstoðar því það er mikilvægt að
geta rætt um það sem birtist á
skjánum og að æfingarnar séu ekki
þyngri en svo að nemandinn ráði
við þær.“
Algengasta forritið sem notað er
fyrir málstolssjúklinga nefnist
Lexia og með því er að sögn Jive-
gárds hægt að þjálfa upp undir-
stöðuatriði þess tungumáls sem
tapaðist að hluta til eða öllu leyti
við heilaslagið.
Auk Lexiu eru notuð fleiri forrit
til að þjálfa tungumálið, til að
mynda krossgátuforrit og einnig
hafa verið gerð sérstök verkefni í
hefðbundnum forritum á borð við
Word og Excel. Landafræðiforrit
er mikið notað og töluvert er ferð-
ast um á Netinu.
Fjarnám fyrir yngri
málstolseinstaklinga
í Sundsgárden hefur undanfarin
þijú ár verið boðið upp á fjamám
fyrir málstolssjúklinga í yngri ald-
urshópum. Hann segir að oft séu
fáir einstaklingar á vinnualdri í
sama byggðarlagi, sem séu með
samskonar fotlun. Slíkt leiði til ein-
angmnar einstaklingsins og
minnki líkurnar á því að hann kom-
ist í samband við aðra í sömu
stöðu. Hann segir að í kjölfarið
fylgi oft erfiðleikar við að fá þá æf-
ingu og áframhaldandi þjálfun sem
þörf er á til þess að geta snúið aft-
ur út á vinnumarkaðinn eða til þess
að auka lífsánægjuna eins og hægt
er.
„Markmið námskeiðsins er að
þátttakendur fái aukna reynslu við
hjálp fjarkennslu. Tölvur, sem út-
búnar era sérstökum fjarfunda-
búnaði, tengja þátttakendur saman
í stórt rafrænt net. Skólinn sendir
síðan hverjum og einum nemanda
verkefni við sitt hæfi sem hann
leysir svo af bestu getu.“
Hann segir tilgang verkefnisins
einnig það að safna saman og miðla
af reynslu þátttakenda. Til dæmis
af því hvemig málstolssjúklingar
leysi hin ýmsu vandamál sem upp
komi, svo sem fjárhagsleg úrlausn-
arefni sem fólk standi frammi fyrir
þegar það ákveði að fara í nám og
hvernig það eigi að komast á milli
staða.
Skólinn vinnur einnig að því að
semja handbækur, bæði á prenti
og margmiðlunarformi, sem eiga
að gera þátttakendum námskeiðs-
ins og öðram í sömu aðstöðu kleift
að notfæra sér tölvur og læra á
þær upp á eigin spýtur. Jiveg&rd
segir að reynslan af fjarnáminu sé
afar góð og vonast sé til að í fram-
tíðinni verði hún fastur þáttur í
náminu við Sundsgárden.
SÆNSKA forritið Lexia 3.0 er
mikið notað fyrir nemendur
sem þjást af málstoii sem og
dyslexiu í lýðháskólunum í
Svíþjóð. Það er skrifað með til-
liti til nýjustu uppgötvana á
dyslexíu varðandi sjálft lestr-
arferlið og í samræmi við gild-
andi þekkingu á málstoli.
Sá sem þjáist af málstoli
þarf oft á verulegri þjálfun að
halda til þess að árangur sé
merkjanlegur og framfarir
eigi sér stað í málkunnáttu. Til
þess að bæta árangur endur-
hæfingarinnar og jafnframt
að gefa fólki kost á því að æfa
sig sjálft heima, geta tölvur
verið vænlegur viðauki við
þjálfun talmeinafræðingsins.
Með forritinu fær nemand-
inn þjálfun í þeim atriðum sem
eru hvað veikustu punktamir í
lestrarhæfni hans. Það auð-
veldar jafnframt að meta dys-
lexíu nemandans og aðlaga
þannig lestrarþjálfunina þann-
ig að nemandinn fái sem mesta
örvun á þeim sviðum þar sem
hann er veikastur fyrir.
I Lexíu er alls 81 æfíng þar
sem þjálfuð era hin ýmsu svið
málnotkunar. Þar má finna
stafsetningaræfingar, lestrar-
æfingar og lesskilningsæfing-
ar svo fátt eitt sé nefnt. Flestar
æfingaraar bjóða upp á þann
möguleika að í þeim er jafn-
framt hægt að vinna með staf-
rænttal.
Æfingaraar miðast að því
að þjálfa upp lestur, hlustun,
skrift og að endurtaka það
sem sagt er. Einnig er skiln-
ingur á hljóðkerfísfræði þjálf-
aður ásamt því að æfa hljóð,
stafsetningu, orð, merkingu
og setningaskipan. Auk þess
má í forritinu finna æfingar í
hugtakanotkun, rími, stærð-
fræði og að læra á klukku.
Markmiðið með forritinu er
fyrst og fremst að auka þann
tíma sem þjálfunin varir og
bæta þannig árangur endur-
hæfingarinnar. Það á að hæfa
öllum sem þjást af dyslexíu,
máltengdum námserfiðleikum
eða málstoli án tillits til aldurs.
Þora Sæunn Ulfsdottir, talmeinafrædingiir hja Sjukrahusi Reykjavikur
Ekki aðgangur
að nógu mörgum forritum
ARLEGA fá um 500 ís-
lendingar heilablóðfall.
Af þeim þjást um 100 af
málstoli og er meðal-
aldur þeirra um 74 ár, að sögn
Þóru Sæunnar Ulfsdóttur, tal-
meinafræðings hjá Sjúkrahúsi
Reykjavíkur.
Um þriðjungur þeirra hlýtur
meðferð á Sjúkrahúsi Reykjavík-
ur en hinir á öðrum sjúkrastofn-
unum. Sjúklingurinn leggst fljót-
lega eftir heilablóðfallið inn á
endurhæfingardeildina á Grens-
ási. Þar dvelur fólk í misjafnlega
langan tíma, oft í þrjá til sex
mánuði að sögn Þóru Sæunnar.
„Eftir áfallið er reynt að átta
sig á því hvers eðlis skaðinn er,“
segir hún. „Skoðaður er mál-
skilningur sjúklingsins, máltján-
ing, lestrargeta, skrift og jafnvel
stærðfræðihæfni."
r Því næst hefst endurhæfingin.
Auk talþjálfunar hlýtur sjúkling-
urinn einnig sjúkra- og iðjuþjálf-
un. Talþjálfunin er sniðin að
þörfum hvers og eins því geta
hvers sjúklings er mismunandi.
„Ef málskilningur sjúklings er
slakur, er ein leiðin að þjálfa
hann að stilla upp hlutum eða
myndum af hlutum fyrir framan
hann og láta hann benda á þá
þegar þeir era nefndir,“ útskýrir
Þóra Sæunn. „Æfingarnar verða
smátt og smátt flóknari. Til að
mynda eru lesnar stuttar sögur
fyrir sjúklinginn og hann síðan
látinn svara spurningum úr
þeim.“
í hvaða bekk er ég núna?
Hún segir þjálfunina ekki
ósvipaða íslenskukennslu í
yngstu bekkjum grunnskóla enda
hendi sjúklingarnir oft gaman að
því - spyrji jafnvel: „í hvaða
bekk er ég núna, er ég komin
upp í sjö ára bekk?“
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
„Eftir áfallið er reynt að átta sig á því hvers eðlis skaðinn er,“
segir Þóra Sæunn sem hér aðstoðar einn skjólstæðinga sinna.
Hún segir að enn sem komið er
sé ekki notast mikið við tölvur í
talþjálfuninni. „Astæðan fyrir því
er fyrst og fremst sú að við höf-
um ekki aðgang að svo mörgum
forritum, en einnig að meðal-
aldur fólks sem þjáist af málstoli
er 74 ár og sá aldurshópur er
ekki vanur því að vinna á tölvur.“
Hún tekur það þó fram að
þrátt fyrir að um svo fullorðið
fólk sé að ræða skorti ef til vill
ekki áhugann hjá fólkinu, heldur
fyrst og fremst að geta boðið
þeim upp á forrit við sitt hæfi,
einfalt og aðgengilegt en samt
sem áður ekki leiðigjarnt.
„Við höfum notast við forrit
sem nefnist Mál og myndir, sem
er mjög einfalt í notkun og ágætt
til síns brúks, en vandamálið við
það er að möguleikar þess eru
fullreyndir þegar fólk hefur not-
að það í um það bil tvær vikur,
svo fábrotið er það,“ segir hún.
Þóra Sæunn hefur kynnt sér
málþjálfunarforritið Lexiu, sem
mikið er notað í Svíþjóð, og gerði
sér jafnvel ferð í Námsgagnast-
ofnun ríkisins síðastliðið vor, þar
sem hún kynnti forritið með það
að markmiði að fá það þýtt á ís-
lensku.
Þar vora undirtektir hins veg-
ar fremur dræmar því forritið
þótti ekki uppfylla nútímakröfur
sem m.a. eru gerðar til útlits.
„Eg var hins vegar að reyna að
benda á innihald forritsins og
notagildi sem er bæði í þágu mál-
stolssjúklinga og þeirra sem eiga
við dyslexíu að stríða," segir hún.
Að sögn Þóru Sæunnar hefur
ekki verið tekin endanleg ákvörð-
un um þýðingu forritsins frá
hendi Námsgagnastofnunar og
athugandi sé hvort sambærileg
forrit séu á markaðnum sem
þættu jafnvel henta enn betur.