Morgunblaðið - 14.11.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.11.1999, Blaðsíða 1
Aðventuferð í Þórsmörk Árleg aðventuferð Ferðafélags íslands verður farin í Pórsmörk laugardaginn 27. nóvember en það er af- mælisdagur félagsins sem stofnað var þennan dag fyrir 72 árum. Gist verður í Skagfjörðsskála í Langadal. Farið verður í gönguferðir, föndrað og skálinn skreyttur. Þá verður komið upp sameiginlegu jólahlað- borði og á kvöldvökunni verður tónlist í hávegum höfð. Böm munu fá sérstakt hlutverk á kvöldvökunni, enda ferðin hugsuð sem fjölskylduferð. I lok kvöldvöku verður blysför um Langadalinn. Á sunnudeginum er farið í létta göngu og haldið heimleiðis uppúr hádegi. Fararstjórar eru Guðmundur Hallvarðsson og Olafía Aðalsteinsdóttir. Rétt er að minna á að þátttakendur þurfa að hafa með sér svefnpoka, mat, hlýjan og góðan fatnað til úti- vera og góða gönguskó og ekki gleyma inniskónum. Nú er dimmasti tími ársins og því gott að hafa vasaljós með í farangrinum. Glosgow Tvær nýjar verslunar- miðstöðvur áttunda tug verslana en meðal þeirra stærstu era Habitat, Sains- burys og John Lewis. YfirlOO verslanir I verslunarmiðstöðinni Brae- head sem er rétt íyrir utan Glas- gow er auk rúmlega 100 verslana aðstaða íyrir þá sem stunda hjóla- brettaíþróttina og fjöldi veitinga- húsa. Þá er þar einnig að finna sam- komutorg sem notað er t.d. fyrir leiksýningar, tónlistarappákomur og ræðuhöld og um 4.000 manns rúmast þar í sæti. fMwQWKÍlIflðÍfr SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER- BLAÐC Ljósmynd/Kristján M. Baldursson Frá Langadal í Þórsmörk. Á þessu ári hafa tvær nýjar versl- unarmiðstöðvar verið opnaðar í Glasgow. Önnur þeirra, Buchanan Galleries, er í miðborg Glasgow og sú síðari, Braehead, er rétt fyrir ut- an Glasgow við ána Clyde. Buchanan er nú stærsta verslun- anniðstöðin í miðbænum í um 200.000 fermetra húsnæði en hún stendur við samnefnda götu, Buchanan Street. Þar er að finna á af telpnafatnaði Rýmum fyrir jóla- og áramótafatnaöi 30-70% afsláttur 10% afsláttur af nýjum vörum 108 J? o y k j o v >' k Faxafeni 8 Mikið úrval dæmis að bjóða upp á ferðir til London fyrir 13 þúsund krónur, en þá er farið á þriðjudegi og komið á þriðjudegi.“ Þeir sem greida mest hafa algjört svigrúm „Þeir sem greiða mest hafa algjört svigrúm," sagði Ein- ar. „Þeir hafa aðgang að 11 flugum í viku og þeir hafa einnig aðgang að öðram áætlunarstöðum, þannig að þeir geta komið heim í gegnum hvaða borg sem þeir vilja. Áuk þessa hafa þeir betri aðbúnað í biðstofum flugvalla og meira sætarými í flugvélum. Þeir sem vilja ferðast á föst- um dögum geta hinsvegar keypt miða í Netklúbbnum og ferðast frá þriðjudegi til þriðjudags íyrir 13 þúsund krón- ur.“ Guðbjörg Sandholt, sölustjóri Heimsferða, sagði að í tvo mánuði, þ.e. í október og nóvember, byði ferðaskrif- stofan upp á tvö flug til London í viku. Hún sagði að ann- arsvegar væri boðið upp á 14 þúsund króna fargjald, þar sem farið væri út á mánudegi og komið aftur á fimmtu- degi, en hins vegar 25 þúsund króna fargjald, þar sem far- ið væri út á fimmtudegi og komið aftur á mánudegi. Ef fólk kaupir dýrara fargjaldið hefur það kost á að lengja ferðina upp í þrjár vikur, en kaupi það ódýrara fargjaldið er ekki hægt að fást neitt við ferðatilhögunina. Samkvæmt upplýsingum frá SAS kostar flugmiði frá Kaupmannahöfn til London um 56 þúsund krónur, sé flogið út á mánudegi og komið aftur á fimmtudegi, en fé- lagið má ekki bjóða upp á afsláttarfargjald, nema gist sé yfir helgi, líkt og Flugleiðir. Einar sagði að mun styttra væri að fljúga frá Kaupmannahöfn til London og því væri fargjaldið ódýrara. Mikill verðmunur á fargjöldum til London Munar 70 þús und krónum UM 70 þúsund króna verðmunur er á fargjöldum Flugleiða og Heims- ferða frá Keflavík til London, ef flogið er á mánudegi og komið aftur á flmmtudegi. Ef flogið er með Flug- leiðum kostar miðinn um 85 þúsund krónur með sköttum, en ef flogið er með Heimsferðum kostar miðinn uml4 þúsund krónur. Á hinn bóginn bjóða Flugleiðir fargjald til og frá London frá þriðju- degi tíl þriðjudags með hámar- ksdvöld í þrjá mánuði á um 13.000 krónur. Einar Sigurðsson, framkvæmda- stjóri hjá Flugleiðum, sagði að Flug- leiðir væra að bjóða upp á áætlunar- flug, en hjá Heimsferðum væri um leiguflug að ræða og að á þessu tvennu væri talsverður munur. Hann sagði að áætlunarflugfélög þyrftu að fara eftir alþjóðlegri við- miðun, og að einungis mætti veita afsláttarfargjöld í ferðum sem stæðu yfir helgi, þ.e. að ferðamaður- inn þyrfti a.m.k. að dveija frá laugar- degi fram á sunnudag. „Þessa dagana eram við að bjóða upp á fargjöld frá 13 þúsund krónum upp í rúmlega 80 þúsund krónur á þessari leið, en verðið fer eftir því hvaða hömlur eru á ferðatilhögun- inni,“ sagði Einar. „Við erum til 415 milljóna markaðs- ótak ferðaþjónustunnar Kynna íslnnd í þýskum heilsuræktnr- stöðvum MARKAÐSRÁÐ ferðaþjónustunn- ar kynnti nýlega þau verkefni ráðsins, sem unnið hefur verið að á árinu. Þessi verkefni eru fyrstu skrefin í aukinni markaðs- og kynningarvinnu á ferðaþjónustu á Islandi samkvæmt fjögurra ára samningi ríkissjóðs, Samtaka ferðaþjónustunnar og Reykjavík- urborgar Heildarkostnaður er um 53 mil- Ijónir krónaaf þeim 70 milljónum sem eru til ráðstöfunar fyrir ár- ið 1999. Samkvæmt upplýsingum frá Markaðsráði ferðaþjónustunn- ar eru verkefnin unnin innan ramma fjögurra ára samnings á milli ríkissjóðs, Samtaka ferða- þjónustunnar og Reykjavíkur- borgar. Samkvæmt honum er ætl- að að verja 415 milljónum króna til landkynningar og markað- sstarfsemi ferðaþjónustunnar á samningstímanum." Heilsutengd f erðaþjónusta Eitt verkefnið fellur undir svo- kallaða heilsutengda ferðaþjón- ustu. Þar er efnt til Islandskynn- ingar í heilsuræktarstöðvum og -klúbbum í Þýskalandi til að ná til nálgast þann markhóp þar sem hefur áhuga á heilsutengdum ferðalögum. Reykjavík hefur ver- ið útnefnd ein menningarborga Evrópu árið 2000 og eitt af. meg- inverkefnunum sé útgáfa á sér- stökum Reykjavíkurbæklingi og víðtæk auglýsingaherferð tengd honum í Evrópu og Norður- Ameríku. Þá verða gefin út þijú ný myndbönd; eitt um Reylgavík með áherslu á menningarþáttinn, annað um ísiand sem ráðstefnu- land og það þriðja sem er almennt kynningarmyndband um landið. Markmið Markaðsráðs ferða- þjónustunnar er að fjölga ferða- mönnum utan háannatima á Is- Iandi. Ennfremur að stuðla að jafnari dreifingu þeirra um landið og stuðla að enn frekara samstarfi aðila við nauðsynlega vöruþróun sérstaklega á landsbyggðinni með langtímasjónarmið í huga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.