Morgunblaðið - 25.11.1999, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA
LANDSMANNA
1999
■ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER
BLAÐ
Kristinn Bjömsson
varð í 54. sæti
ÓLAFSFIRÐINGURINN Krístinn Björnsson
keppti í stórsvigi heimsbikarsins í Beaver
Creek í Colorado síðdegis í gær. Hann varð í
54. sæti eftir fyrri umferð og komst ekki áfram
í síðari umferð, en aðeins 30 bestu skíðamenn-
irnir eftir fyrri ferð fá að fara þá síðari.
Kristinn var ræstur af stað næstsíðastur
með rásnúmer 66. Tími hans í fyrri umferðinni
var 1:18,63 mín. og var hann næstur á eftir
Finnanum Kalle Palander, heimsmeistara í
svigi, sem fór brautina á 1.18,35 mín. Hermann
Maier frá Austurríki var með besta tímann í
fyrri umferð, 1.14,19 mín. og var því 4,44 sek.
á undan Kristni. 58 keppendur skiluðu sér nið-
ur í fyrri umferð.
Næsta heimsbikarmót í svigi verður í Ma-
donna de Campiglio á Itah'u 13. desember og
þar verður Kristinn meðal keppenda.
KNATTSPYRNA
Einar Þór Daníelsson hefur fengið peysu númer 33. Hér fagna félagar hans honum eftir að hann opnaði markareikning sinn hjá Stoke
með glæsilegu marki. Sigursteinn Gíslason fékk peysu númer 6.
Ronaldo úr
leik í þrjá
mánuði
BRASILISKI knattspyrnu-
kappinn Ronaldo verður að
öllum líkindum frá keppni
næstu þrjá mánuði sökum
meiðsla í hné sem hann varð
fyrir í leik með Intem-
azionale gegn Lecce um síð-
ustu helgi. „Við bíðum eftir
niðurstöðum úr ítarlegri
læknisskoðun,*1 sagði
Giuseppe Sapienza, talsmað-
ur Intemazionale, í gær.
„Þegar hún liggur fyrir
skýrist væntanlega hversu
lengi félagið verður án
krafta Ronaldos. En eftir því
sem ég kemst næst þá gæti
það tekið mánuð fyrir hann
að jafna sig og þá tekur við
sjúkraþjálfún sem gæti varað
í tvo mánuði.“
Hnémeiðslin nú eru aðeins
einn angi af enn lengri
meiðslasögu Ronaldos, en
hann hefur verð viðkvæmur í
hnjám síðustu tvær leiktíðir
sem hefur gert það að verk-
um að hann hefur ekki náð
að fylgja eftir frábærri
frammistöðu sinni á fyrstu
leiktíðinni á Ítalíu 1997 til
1998. Ronaldo lék aðeins ell-
efu leiki með félagi sínu frá
upphafi til enda í fyrravetur
og hefur aðeins náð tveimur
heilum leikjum það sem af er
yfírstandandi keppnistíma-
bili.
Einar Þór kom,
sá og sigraði
EINAR Þór Daníelsson kom sá og
sigraði í sínum fyrsta leik hjá Stoke
City. Hann kom inn á sem varamað-
ur fyrir Sigurstein Gíslason strax á
12. mínútu og rétt undir leikhlé
skoraði hann sitt fyrsta mark í
ensku knattspymunni.
„Þetta var alls ekki amalegt. Ég
náði að leika á varnarmenn og síðan
á markmanninn áður en ég kom
boltanum í netið,“ sagði Einar Þór
við Morgunblaðið. „Ég átti auðvitað
alls ekki von á að koma inn á svo
snemma, enda er ég ekki í standi
fyrir heilan leik. En kallið kom og
það var frábært að taka þátt í þess-
um leik. Ahorfendur tóku mikinn
þátt í þessu öllu og lifðu sig rækilega
inn í leikinn. Þetta er stærsti sigur
Stoke City í langan tíma og við finn-
um að það er nú miklu léttara hér
yfir öllu en áður,“ sagði Einar Þór.
Eins og ísland
Hundruð stuðningsmanna Stoke
settu skemmtilegan svip á leikinn -
voru rækilega merktir félaginu,
klæddir rauðu og hvítu og sungu
hástöfum: „Þetta er eins og að fylgj-
ast með Islandi" og áttu þá við ís-
lenska landsliðið undir stjórn Guð-
jóns Þórðarsonar.
■ Spennandi... / C4
■ Lárus Orri... / C4
■ Sigursteinn... / C4
Óðagot, óheppni
og agaleysi í bland
FRIÐRIK Ingi Rúnarsson, þjálfari íslenska landsliðsins í
körfuknattleik, kvaðst ánægður með margt er leikmenn hans
sýndu er þeir töpuðu fyrir Úkraínu, 66:44, ytra í undankeppni
Evrópumóts landsliða í gærkvöldi.
Eg er ekki mjög svartsýnn og sár
vegna þessa taps. Það komu
kaflar þar sem liðið var mjög agað
og spilaði mjög vel, frábæra vörn.
Varnarleikurinn var lengstum ágæt-
ur, en þeir [leikmenn Ukraínu] tóku
fleiri sóknarfráköst en við gerðum
og fengu nokkrar auðveldar körfur
vegna þess. Það vó þyngst ásamt
nokkrum slæmum mistökum í sókn-
inni. Það gerði það að verkum að
munurinn vai-ð jafn stór og raun
varð á,“ sagði Friðrik.
Framan af var íslenska liðið ekki
langt á eftir gestgjöfum sínum og er
síðari hálfleikur var hálfnaður var
munurinn aðeins sex stig og Islend-
ingar höfðu boltann. „En þá örlaði
aftur á því sem við viljum breyta,
sem háir okkur oft og tíðum - óða-
got, óheppni og agaleysi í bland,“
sagði Friðrik.
Þjálfarinn sagðist bjartsýnn á að
íslenska liðinu tækist að færast nær
keppinautum sínum í Evrópu að
styrkleika er fram líða stundir. „Við
erum að spila við þjóðir sem eru
skrifaðar hæn’a en við, eiga miklu
fleiri atvinnumenn. Við þurfum ekki
að berja hausnum við vegginn, þetta
eru staðreyndir. Við þurfum að gera
ákveðna hluti til að nálgast þessar
þjóðir og komast í tæri við þær. Við
erum að vinna að því núna,“ sagði
Friðrik Ingi Rúnarsson, landsliðs-
þjálfari íslands í körfuknattleik.
■ Örendi þraut / C2
HELGA TORFADÓTTIR VARÐI 31 SKOT OG VÍKINGUR ER ENN ÓSIGRAÐUR / C3