Morgunblaðið - 08.12.1999, Page 1

Morgunblaðið - 08.12.1999, Page 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA Slagur Þjóð- verja og 1999 KNATTSPYRNA MIDVIKUDAGUR 8. DESEMBER BLAD Morten Olsen, sem stjórnar Dönum í HM, er hrifinn af íslenska landsliðinu Englendinga ÞJÓÐVERJAR og Englendingar drógust saman í 9. riðli, en þjóðirnar eiga nú í harðvítugum átökum um réttinn til að halda HM 2006. Þjálfarar liðanna, Eric Ribbeck og Kevin Keegan, hentu gaman að drættinum í gær, en auk Þýskalands og Engiands eru Grikkland, Finnland og Albanía í riðlinum. „Eg sat á hótelbarnum í gærkvöld (fyrra- kvöld) ásamt Keegan og við hentum gaman að þeim möguleika að dragast saman. Skammt fyrir aftan sátu þjálfarar Finna og Grikkja. Sú hefur nú orðið raunin,“ sagði Ribbeck við þýska blaðamenn í Tókýó í ___ gær. Þýski þjálfarinn bætti því við að liann hefði haft á t.il- finningunni að svona myndi fara. „Við höfum aldrei leikið gegn Englendingum í „íslendingar geta komið mest á óvart“ „ÍSLENDINGAR eru sú þjóð sem gæti komið hvað mest á óvart í riðlinum. Ég sá þá leika gegn Frökkum í París í Evrópukeppninni - það var hreint ótrúlegt hvernig þeir komu til baka eftir að vera tveimur mörkum undir og jöfnuðu,“ sagði Morten Olsen, fyrrver- andi fyrirliði Dana, sem mun taka við þjálfun danska landsliðsins eftir Evrópukeppnina í Belgíu og Hollandi af Bo Johansson og stjórna danska liðinu í heimsmeistarakeppninni ásamt Michael Laudrup, sem verður aðstoðarmaður hans. ísland leikur í 3. riðli í undankeppni HM ásamt landsliðum Dana, Tékka, sem eiga eitt sterkasta lið heims, Búlgara, Norður-íra og Möltubúa. Dregið var í riðla í Tókýó í gær. Iorten Olsen sagði að íslending- ar ættu mjög sterkt landslið, sem væri skipað atvinnumönnum sem lékju víðs vegar í Evrópu. „Það getur ekkert lið bókað sigur fyrir- fram gegn Islendingum, sem sýndu það í Evrópukeppninni að þeir eru til alls líklegir. Aður fyrr var litli leik- völlurinn í Reykjavík þeirra sterkasta vígi, en Islendingar hafa sýnt að þeir geta einnig gert góða hluti á útivöllum eins og þeir gerðu í París, Moskvu og Ukraínu. Leik- menn íslenska liðsins eru mun skipu- lagðari nú en áður, leika mjög árang- ursríka knattspyrnu. Já, það er erfitt að eiga við leikmenn Islands, sem hafa lært mikið af því að leika í Þýskalandi, Englandi, Skotlandi, Hollandi, Belgíu og á Norðurlöndun- um,“ sagði Olsen, sem segir að riðill- inn verði erfiðan og opinn. „Tékkar eru með mjög sterkt landslið. Við og íslendingar komum til að berjast við þá um tvö efstu sætin í riðlinum. Landslið Búlgara og Norður-írla eiu spuiuingarmerki þar sem þeir eru að byggja upp og endumýja leik- mannahópa sína,“ sagði Olsen - og hann bætti síðan við: „Þátttaka landsliðs Danmerkur og Tékklands í Evrópukeppninni í Belgíu og Hollandi næsta sumar getur spilað inn í hvemig gengi liðanna verður í heimsmeistarakeppninni, sem hefst næsta haust. Ef Dönum og Tékkum gengur vel í Evrópukeppninni fara þau með gott veganesti í heims- meistarakeppnina, ef gengi liðanna verði slæmt getur það gert þeim erfitt fyrir,“ sagði Morten Olsen, sem var viðstaddur HM-dráttinn í Tókýó í gær. ■ Gleðiefni... / C4 ■ HM-riðlar... / C4 Vladimir Smicer, Liverpool Má ekki vanmeta íslendinga „VIÐ eigum ekki að þurfa að hræðast neina þjóð í riðlinum okkar. Við verðum að sjálfsögðu að hafa gætur á Dönum, sem leika svip- aða knattspyrnu og við - og þá sérstaklega í Kaupmannahöfn," sagði Vladimir Smicer, miðvallarleikmaður Liverpool og landsliðs- maður Tékklands, þegar hann var spurður um HM-dráttinn. Smicer sagðist vita Iítið um landsiið Búlgaríu - það væri stórt spurningamerki. „Islendingar sýndu það í Evrópukeppninni að það má ekki vanmeta þá - þeir eru harðir í horn að taka og gefa allt í Ieikinn," sagði Smicer. undankeppni HM og því verður þetta kjörið tæki- færi til að sýna getu okkar og styrk." Keegan, seni nú stýrir Englendingum, lék um ára- bil með þýska stórliðinu Hamburger Sportverein. Hann sagði: „Að sjálfsögðu tel ég að við getum sigrað Þjóðverja, en til þess þarf að leggja sig fullkomlega fram. Þjóðverjarnir gera alltaf sitt besta og kannski rúmlega það. Við höfum engar afsakanir, heldur verðum við að vera tilbúnir í slaginn þegar á reynir. Þjóðverjarnir verða það örugglega." Reuters Þjóðirnar sem leika í 3. riðli HM í Evrópu komnar á töflu. Það voru súmóglímukappinn Konishiki, Michel Zeb-Ruffinen, framkvæmda- stjóri FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandsins, og Hugo Sanchez, knattspyrnukappi frá Mexíkó, sem sáu um HM-dráttinn. Norður- írar var- kárir NORÐUR-írar, sein dróg- ust í 3. riðil ásamt fslend- ingum, eru varkárir í yfir- lýsingum sínum, en ljóst er að þeir telja riðilinn sterk- an. Gerry Armstrong, sem Iék um árabil í framlínu n- írska landsliðsins, sagði að erfið verkefni biðu; Tékkar væru með eitt besta lands- lið heims, Danir og Búlgar- ar væru með sterk lið og frammistaða fslendinga að undanförnu sýndi að þeir væru sýnd veiði en ekki gefin. Ekki er ljóst hver mun þjálfa Ira í undankcppni HM. Armstrong segir að nýja þjálfarans bíði mikil vinna. „Við vildum alls ekki lenda gegn Tékkum, en þeir eru geysilega sterkir um þessar mundir. Danir eru annað lið sem er á feiknaflugi. Við vildum heldur ekki lenda gegn þeim. Við stóðum okkur ágætlega gegn Búlgörum á áttunda áratugnum, en vjð töpuðum á útivelli gegn ís- lendingum í einuin af fyrstu landsloikjum mín- um,“ sagði hann. STJARNAN SENDI BIKARMEISTARAR AFTURELDINGAR ÚR LEIK/C3

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.