Morgunblaðið - 08.12.1999, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 08.12.1999, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999 C 3 ÍÞRÓTTIR ?----------- Morgunblaðið/Kristinn Leíkmenn Stjörnunnar voru kampakátir eftir sigurleikinn gegn meisturum Aftureldingar, enda komnir í undanúrslit bikarkeppninnar. i Þrenna i hjá ' ! Bjarka BJARKI Gunnlaugsson skoraði þrennu fyrir Preston North End er það lagði Wrexham, 4:1, í fyrstu umferð deildabikar- keppni neðri deildar liða í Englandi. Bjarki skoraði mörkin á 2., 21. og 74. mín- \ útu. I sömu keppni vann Stoke, undir stjórn Guðjóns | Þórðarsonar, þriðju deild- arliðið Darlington, 3:2. Sig- urinarkið var svokallað „gullmark", gert á þriðju mínútu framlengingar. Hvort lið um sig gerði eitt sjálfsmark í leiknum. ÍÞRÚmR FOLK ■ ARNAR Gunnlaugsson skoraði fyrra mark varaliðs Leicester City, sem bar sigurorð af Crystal Palace, 2:1, á mánudagskvöld. Markið gerði hann sti'ax á annarri mínútu leiksins. Arnar er talinn líklegur til að vera í leikmannahópi aðalliðsins, sem mætir Hereford í ensku bikarkeppninni á Iaugardag. ■ OLAFUR Snorrason tryggði ung- lingaliði Bolton sigur á Port Vale í. gær, er hann skoraði eina mark leiks- ins sjö mín. fyrir leikslok. Bolton er þar með komið í 4. umferð bikar- keppni unglingaliða í Englandi. Bikarmeistar- arnir féllu í Garðabænum STJARNAN gerðí sér lítið fyrir og sló út bikarmeistara Aftureld- ingar í 8-liða úrslitum bikarkeppni karla í handknattleik í Garða- bæ í gærkvöid. Stjarnan hafði undirtökin í fyrri hálfleik og var með fjögurra marka forskot í hálfleik, 14:10. Gestirnir voru fljótir að jafna og var hörkuspenna fram á lokaflautið er heimamenn gátu loks fagnað sigri, 22:21. Eyjapeyjarnir, Birkir í. Guðmunds- son markvörður og Arnar Pétursson leikstjórnandi, voru bestu leikmenn Stjörnunnar og áttu stærstan þátt í að liðið er komið í fjórðungsúrslit í bikarkeppninni. Birkir markvörður var ljósið í myrkrinu í síðari hálfleik þegar allt virtist vera að fjara út hjá Stjörnunni. „Þetta var Vaiur B. virkilega gaman og ég Jónatansson held að betra liðið hafi skrífar unnið. Þegar við náum okkur á strik erum við með besta liðið,“ sagði Birkir sem varði 17 skot, þar af 10 í síðari hálf- leik. „Nú höfum við lagt meistarana að velli I tvígang með stuttu millibili og það segir ýmislegt um getu liðs- ins. Afturelding vinnur a.m.k. ekki þrefalt í ár, það er nokkuð ljóst. Eg byrjaði ekkert sérstaklega vel í markinu, en óx ásmegin eftir því sem leið á og get verið sáttur við minn hlut. Ég er búsettur í Mos- fellsbæ og það verður gaman að hitta nágrannana á morgun.“ Stjörnumenn voru mun ákveðnari í fyrri hálfleik og náðu fjótlega góðu forskoti, skorðu fimm mörk í röð og komust í 6:2 eftir tíu mínútur. Þeir tóku Bjarka úr umferð frá fyrstu mínútu og kom það mjög niður á sóknarleik Aftureldingar og eins var Bergsveinn ekki líkur sjálfum sér í markinu. En með því að þétta vörnina komu gestirnir til baka og náðu að deyfa sigurljóma Stjörn- unnar og munurinn aðeins eitt mark, 10:9, þegar sex mínútur voru til hálfleiks. Þá kviknaði aftur Stjömuljós og liðið gerði fjögur mörk á móti einu fram að hálfleik, 14:10. Fyrstu sex sóknir Garðbæinga í síðari hálfleik runnu út í sandinn og allt í einu var jafnt, 14:14. Jón Þórð- arson skoraði fyrsta mark liðsins þegar tíu mínútur voru liðnar, 15:14. Eftir það var mikO spenna. Bjarki Sigurðsson jafnaði, 17:17, úr hraðaupphlaupi þegar 15 mín. voru eftir, en gat ekki spilað meira eftir það vegna meiðsla. Það hafði mikil áhrif á sóknai'leik meistaranna og er þrjár mínútur lifðu af leik skor- aði Hilmar þriðja mark sitt í röð og kom Stjörnunni í 22:20. Jón Andri minnkaði muninn í næstu sókn og síðan var dæmd leiktöf á Stjörnuna þegar 2 mín. voru eftir. Birkir varði skot frá Gintas þegar ein mín. var eftir og aftur var dæmd leiktöf á Stjörnuna þegar 15 sekúndur voru eftir. En meistararnir náðu ekki að svara og urðu að játa sig sigraða. Stjarnan lék lengst af vel og sýndi að liðið er tO alls lfldegt ef sá gállinn er á því. Birkir og Arnar voru bestu leikmenn liðsins. Eduard Moskalenko var sterkur á línunni og eins í vörninni og þá átti Konráð góðan leikkafla í fyrri hálfleik. Hilmar, sem náði sér ekki á strik framan af, skoraði mikflvæg mörk í lokin. Stjarnan er með heilsteypt lið sem verður að teljast tO alls líklegt eftir að hafa farið yfu- þessa erfiðu hindrun sem Afturelding er. Varnarleikur Aftureldingar var góður allan leikinn, en sóknarleik- urinn kaflaskiptur. Það munaði miklu fyrir liðið að Bergsveinn fann sig ekki í markinu, varði að- eins 5 skot allan leikinn. Magnús Már var góður að vanda, gerði fimm mörk og fiskaði fjögur víta- köst. Þá skilaði Bjarki sinu, en var sárt saknað af félögum sínum á lokamínútunum þegar spennan var í hámarki. Vialli sá rautt í Róm BAYERN Múnchen, Real Madrid og Feyenoord fögnuðu sigri í leikjum sínum í C- og D-riðil Meistaradeildar Evrópu. Þá hélt Chelsea jafntefli gen Lazio í Róm og heldur forystu í D-riðli á markamun. Bayern lagði Dynamo frá Kænugarði, 2:1, á Ólympíu- leikvanginum í Munchen. Real Madrid sýndi að enn er eitthvað í liðið spunnið er það lagði Rosenborg, 3:1, á Bernabeu og loks sýndu leikmenn Feyenoord mikinn styrk með því að vinna Marseille, 3:0, á heimavelli. Hollendingarnir urðu einum færri á 7. mínútu er fyrirliðinum Kees van Wonderen var sýnt rauða spjaldið fyrir leikbrot. Eftir að Feyenoord hafði skorað fyrsta markið misstu Frakkarnir tvo leikmenn af leikvelli með rautt spjald og enduðu því aðeins níu og þremur mörkum undir. Brasilíumaðurinn Paulo Sergio var hetja Bayem þegar liðin, er mættust í undanúrslitum keppninn- ai' í fyira, mættust í Múnchen. Sergio skoraði sigurmark Bayern með skalla tíu mínútum fyrir leiks- lok, en liðið lék án Stefans Effen- bergs, Bixente Lizarazu og mið- herjans Elbers. Þeir vora allir fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Þá var Jens Jeremies einnig meðal áhorf- enda þar sem hann tók út leikbann. Carsten Jancker kom Bayern yfír á sjöttu mín. eftir að Olexander Shovkovsky hafði ekki náð að halda knettinum eftii' hornspyrnu Lot- hars Matthaus. Serhiy Rebrov jafn- aði metin fyrh- Kænugai'ðsmenn á fimmtu mínútu í síðari hálfleik eftir að rangstöðuvöm Þjóðverja hafði brugðist. Efth' jöfnunai-mai'kið var lið Bayern sterkara og það var því sanngjamt að því tækist að vinna þegar yfir lauk. „Ég er sannfærður um að við leikum mun betur þegar við höfum endurheimt okkar sterkasta lið,“ sagði glaðbeittur Ottmar Hitzfeld, þjálfari Bayern, ánægður með sig- urinn. Real Madrid lék vel á köflum gegn Rosenborg á heimavelli, en gekk hins vegar illa að nýta færin lengi vel. Brasilíumennirnir Savio og Roberto Carlos voru á skotskón- um og á síðustu fimm mínútum leiksins gerði þeir sitt mai'kið hvor og tryggðu öraggan sigur, 3:1, og um leið efsta sæti C-riðils. Ái-ni Gautur Ai'ason var á meðal vara- manna Roseborg. Einna minnst var um að vera á Ólympíuleikvanginum í Róm þar sem Éazio tók á móti fjölþjóðasveit Gianluca Vialli hjá Chelsea. Lazio vai' heldur sterkari í fymi hálfleík og fékk tvö færi til þess að skora en án árangurs. Þegar líða tók á síðari hálfleik komu leikmenn Chelsea meh-a við sögu og Gianfranco Zola komst næst því að skora um stund- arfjórðungi fyrir leikslok er varnar- maður Lazio bjargaði nær því á marklínu. Annars bar það helst til tíðinda að Vialli vai' rekinn af varamanna- bekknum á 54. mínútu, eftir að hafa verið helst til orðhvatur við fjórða dómara leiksins. Eftir það mátti Vi- alli fylgjast með leiknum af sjón- varpsskjá og láta Ray Wilkins eftir stjómina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.