Morgunblaðið - 08.12.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.12.1999, Blaðsíða 4
B wmmmmmm Atli Eðvaldsson kvaðst ánægð- ur með mótherjana, sem ís- lenska landsliðið dróst gegn fyrir undankeppni heimsmeist- aramótsins. Hún hefst haustið eftir úrslitakeppni Evrópu- mótsins næsta sumar, en úr- slitakeppni heimsmeistara- mótsins fer fram í Japan og Suður-Kóreu árið 2002. Atli sagði að íslendingar gætu sannarlega hrósað happi. Þetta er fínt. Það var gott að fá Danina. Þeir voru á meðal óska- mótherja okkar,“ sagði Atli, sem telur Danina sterk- asta liðið í riðlinum. „Tékkamir komust fyrstir áfram í úr- slitakeppnina. Það sýnir styrk þeirra. Þeir eru á toppn- um núna. Þetta er mjög sterk þjóð og hana þekkja margir hér heima. Því má eiga von á því að margir komi á völlinn. Samt sem áður tel ég Danina vera með sterkasta liðið í riðlinum. Það er frábært að lenda á móti þeim, því það hefur aldrei gerst í stórmóti áður. Það verður mjög spennandi að spila við þá.“ Hvers vegna voru Danir á meðal Morgunblaðið/Árni Sæberg Atla Eðvaldssyni var ekki skemmt þegar Búlgarar voru dregnir sem mótherjar íslands. Halldór B. Jónsson, varaformaður KSÍ og formaður landsliðsnefndar, skráir niður dráttinn jafn óðum. Getum hrósað happi óskamótherja þinna? „Það er vegna þess að við höfum aldrei spilað við þá áður á stórmóti og vegna þess að við höfum aldrei unnið þá. Þetta er nágrannaþjóð, sem við höfum litið upp til og viljað sigra. Danir spila frábæra knatt- spymu og þjóðirnar þekkjast vel. íttímR FOLK ■ ÍSLAND hefur aðeins leikið á móti N-Irum af mótherjunum í HM, áður í stórkeppni. Það var í undankeppni HM í Argentínu 1978. Þá vann ísland sinn fyrsta sigur í heimsmeistarakeppni - 1:0 á Laugardalsvellinum 11. júní 1977. Ingi Björn Albertsson skor- aði sigurmarkið, sem frægt varð. ■ ATLI Eðvaldsson, landsliðs- þjálfari, kom þá inn á sem vara- maður í leiknum. Ásgeir Sigur- vinsson landsliðsnefndarmaðui' lék þá með landsliðinu sem Tony Knapp stjórnaði. ■ SÍÐAST þegar ísland lék gegn Danmörku varð jafntefli, 0:0. Það var á Laugardalsvellinum 1991. Það var síðasti landsleikur Atla og einnig Bos Johanssons, sem er nú- verandi þjálfari Dana, en lætur af störfum næsta sumar. ■ ISLAND hefur leikið einn lands- leik gegn Búlgaríu - á Laugar- dalsvellinum 1988. Pétur Ormslev skoraði þá tvö mörk, en þau dugðu ekki til sigurs, þar sem Búlgarar skoruðu þrjú mörk, 3:2. ■ ISLAND hefur leikið einn lands- leik gegn Tékklandi - í Jabonec 1996, eða stuttu eftir að þeir töp- uðu úrslitaleik í EM fyrir Þjóðverj- um á Wembley, 2:1. Tékkar fögn- uðu þá sigri með sömu markatölu. Þórður Guðjónsson skoraði mark- ið. Af Norðurlandaþjóðunum hefur danska liðið verið í uppáhaldi hjá ís- lendingum." Búast má við að viðureignir Is- lendinga og Dana verði tengdar við áralanga sjálfstæðisbaráttu ís- lensku þjóðarinnar. „Það er auðvitað bara af hinu góða. Þá kemur þjóðemiskenndin upp í okkur. Nú fáum við Danina loksins. Nú er það okkar að sýna hvað við getum. Búlgaría er spurningarmerki „Búlgarar eru spumingarmerki. Þeir hafa verið á niðurleið og Stoichkovs nýtur ekki lengur við. Þeir em spurningarmerkið í riðlin- um. Við lítum til þess að ná jafnvel að hækka okkur um styrkleikaflokk. Til þess þurfum við að verða fyrir of- an Búlgara, ef við gefum okkur að röðin í riðlinum verði samkvæmt styrkleika að öðm leyti. Að því stefn- um við, að hækka okkur um styrk- leikaflokk. Við voram nærri því síð- ast. Það hefur forgang. Ef það tekst verðum við bara að sjá til hvaða sæti það gefur okkur í riðlinum." Hvernig meturðu möguleika ís- lenska liðsins á að komast áfram í úrslitakeppnina? „Til þess þurfum við að hækka okkur um flokk. Ef við náum hag- stæðum úrslitum úr leikjunum við Búlgaríu, Möltu og Norður-írland, eigum við aðra fjóra leiki eftir gegn Dönum og Tékkum. Þeir verða sjálfir að ná í stig gegn okkur. Þeir eru ekki búnir að því ennþá.“ Það ætti að vera fremur auðvelt að afla sér upplýsinga um þessa mótherja? „Já, bæði Danir og Tékkar verða með í Evrópukeppninni. Við getum því fylgst með þeim þar. Við þekkj- um eitthvað til Norður-íra. Við átt- um að spila vináttuleik við Möltu. Það er spurning hvort þeim viðræð- um verður haldið til streitu. Við eig- um efth' að ræða það. Hugmyndin var að þeir kæmu hingað á miðju sumri. Það getur vel verið að það gerist. Þar ættum við að kynnst þeim betur. En við þurfum að fylgj- ast betur með Búlgaríu. Það er ef til vill erfiðast að reikna þá út, af öllum þessum liðum.“ Fregnir hafa borist af því að Búigarar ætli sér að stokka upp spiiin, fá nýtt blóð inn í Iandslið sitt. „Já, ég hef heyrt það. Það er lík- lega bara afleiðing af slæmu gengi þeirra undanfarin tvö ár, miðað við að þeir vora með eitt besta lið í heimi árin á undan. Þeir hafa eitt- hvað dalað, en þeir era örugglega mjög sterkir og era með það lið sem við vitum hvað minnst um eins og er.“ íslenska liðið þarf ekki að ferðast jafn langt í þessari undankeppni og síðustu ár. „Já, ég hafði mestar áhyggjur af því að við lentum í löngum ferðalög- um, sérstaklega til að heimsækja lið sem eru skrifuð neðar en við. Þá er aðbúnaður yfirleitt ekki góður. Ég varð því mjög feginn að sleppa við það,“ sagði Atli Eðvaldsson, lands- liðsþjálfari íslands í knattspyrnu. HM 2002 1.RIÐ1LL Júgóslavía Rússland Sviss ' Slovenia Lúxemborg Færeyjar Tékkland Danmörk Búlgaría fSLAND N-lrland Malta 5. RIÐILL Noregur Úkraina Pólland Wales Armenfa Hvíta-Rússl. 7. RIÐILL Spánn Austurrfkl Israel Bosnfa-Hers. Llechtensteln 2. RIÐILL Holland Portúgal irland Kýpur Andorra Efstland 4. RIÐILL Svíþjóð Tyrkland Slovakia Makedónía Aserbafdsjan Moldóva 6. RIÐILL Belgia Skotland Króatfa Lettland San Marinó 8. RIÐILL Rúmenfa italfa Litháen Ungverjal. Georgfa í Evrópu Færeyjar Norégur N-lrland Skotland í Iriahd Wales England Holiand Belgía ÞýskHa' r ¥ Lúx. Iand Frakkland uechtensí (Heimsmeistar Svíþjóð Finnland Eistland: Lettland Litháen Hvíta- Rússland Pólland Portúgal Spánn Rússland Úkraína . ‘íjióvakia þSckhað Sui,\ Austurríki Ungverja- Mö|dóya takaþitti Svlss. |and mimáimt sióvenia Rúmenía Andorra SanMarinó v:—•— 7y Bosnta- Jugó-, 9. RIÐILL Þýskaland Éngland Grikkland Finnland Albania Italfá Herseg. slavía r 1.Albanía MakedóH Grikkland • Malta Tyrkland Kýpur m 1. riðill 2. riðiil sn i 3. riðill i~i 4. riðill m 5. riðill m 6. riðill m 7. riðill ! i 8. riðill m 9. riðill Georgla - Aser-. baidsjan Armenía / \ Úrslita- keppnin fer ’ fram f Japan og Kóreu „ árið 2002. Gleði- efni að fá Dani ATLI Eðvaldsson, nýráðinn lands- liðsþjálfari Islendinga í knatt- spyrnu, deplaði vart auga er hann fylgdist með því er dregið var í undanriðla heimsmeistaramótsins í Tókýó í gær. Atli sat með nokrum mönnum í húsakynnum Islenskra getrauna og fylgdist með drættinum í gervihnattar- sjónvarpi. Hann varð fyrir nokkr- um vonbrigðum er lið Búlgaríu og Tékklands drógust í riðil með Is- lendingum, en varð himinlifandi er Danir hlutu sömu örlög. Þegar röðin kom að evrópskum undanriðlum heimsmeistara- keppninnar, hófst drátturinn með því að liðin úr lægstu styrkleika- flokkunum voru dregin, hvert af öðru, úr skálum og þeim raðað í riðlana. Lið Norður-íra og Möltu lentu í þriðja riðli. Þetta var riðill sem margir í Iþrdttamistöðinni í Laugardal renndu hýru auga til. Þá kom röðin að fjórða styrkleika- flokki, en þar er Island í efsta sæti. Atli sat og virtist hinn róleg- asti á meðan liðin voru dregin úr skálunum. Það kom í hlut Islands að leika við Norður-Irland og Möltu í þriðja riðli. Þjálfarinn lýsti yfir ánægju sinni og andaði léttar. Eftir di-ykklanga stund var röð- in komið að því að lið úr þriðja styrkleikaflokki voru dregin í riðl- ana, í réttri röð frá þeim fyrsta til þess nfunda. Svisslendingar og Ir- ar lentu í fyrstu tveimur riðlunum. Þetta voru mótherjar sem þjálfar- inn gat vei sætt sig við að lenda gegn, en þess í stað var sem hann fengi kalda vatnsgusu í andlitið er Búlgaría lenti í riðli íslands. „Oh, mikið er þetta slæmt,“ sagði hann. Atli hafði óskað sér að nú loks þyrfti ísland ekki að leggja leið sfna til austurhluta álfunnar. Hon- um varð ekki að ósk sinni. Búlg- aría þótti afar óhagstæður and- stíeðingur, þar sem liðið væri sterkt auk þess sem það hefði lítið aðdráttarafl hvað aðsókn áhorf- enda varðar. Eigi að síður var ekki um auð- ugan garð að gresja í þessum styrkleikaflokki. Liðin, sem á eftir fylgdu, voru Slóvakía, Pólland, Króatía, Israel, Litháen og Grikk- land. Mun líklegra var að fslendingar fengju áhugaverðari mótherja úr öðrum hæsta styrkleikaflokknum. Þó höfðu Atli og aðrir nærstaddir litinn áhuga á að njóta félagsskap- ar Tyrkja, Rússa eða tíkraínu- manna í riðlinum, en tvær síðast- töldu þjóðirnar voru ásamt Islandi í undanriðli Evrópumótsins, sem lauk í haust. Rússar fóru í fyrsta riðil og þjálfarinn sló á lótta strengi ásamt Halldóri B. Jóns- syni, varaformanni KSI - þeir tóku gleði sína á ný. Portúgalar lentu í öðrum riðli og því magnað- ist spennan þegar næsta lið var dregið úr skálinni. Atli varð hæst- ánægður þegar nafn Danmerkur birtist á skjánum, kreppti hnefann og var jákvæður í alla staði. Búast má við að viðureignir Islendinga við Dani verði á einhvern hátt tengdar við áralanga sjálfstæðis- baráttu Islands, en þar að auki hefur lið Danmerkur getið sér gott orð í heimi knattspyrnunnar. Nú var aðeins eitt skarð eftir ófyllt í riðli Islcndinga. Þjóðirnar, sem enn voru eftir í skálinni, voru Júgóslavía, Holland, Tékkland, Svíþjóð, Noregur, Belgía, Spánn, Rúmenfa og Þýskaland. Er Tékk- ar drógust í þriðja riðil sat Atli svipbrigðalaus og leit sér til beggja hliða, leitaði eftir við- brögðum, en lýsti síðar yfir óá- nægju sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.