Morgunblaðið - 12.01.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.01.2000, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 2000 ■ MIDVIKUDAGUR12. JANÚAR BLAÐ Sigurður og i Gunnar alþjóð- ! legir aðstoðar- dómarar DÓMARANEFND alþjóða knattspymusamban- dsins, FIFA, hefur gefið út nýjan lista yfir al- þjóðlega dómara. Ari Þórðarson og Kári Gunn- laugsson hafa ákveðið að láta af störfum, en í þeirra stað koma Gunnar Gylfason og Sigurður Þór Þórsson, sem alþjóðlegir aðstoðardómarar. Ijórir íslenskir dómarar era á FIFA-listanum. Þeir Bragi Bergmann, Egill Már Markússon, Gylfi Orrason og Kristinn Jakobsson. Al- I þjóðlegir aðstoðardómarar eru: Einar Guðmun- dsson, Eyjólfur Finnsson, Haukur Ingi Jónsson, Ólafur Ragnarsson, Pjetur Sigurðsson og þeir Gunnar og Sigurður Þór. Fimm á heimslista Morgunblaðið/Sverrir Björn Bjarnason, menntamálaráðherra, hélt móttöku í ráðherrabústaðnum í gær til heiðurs tvöföldum Evrópumeistara í sundi, Erni Arnarsyni, í tilefni af afrekum hans í síðasta mánuði. Hér er Öm fyrir miðri mynd ásamt yngri systur sinni Erlu og Emi föður sínum að ræða við Bjöm og eiginkonu hans, Rut Ingólfsdóttur. FIMM íslenskir sundmenn eru á heimsafrekalistum sund- manna nú þegar afreksárið er hálfnað. Þrír þeirra, Örn Arnar- son, SH, Jakob Jóhann Sveins- son, Ægi og Lára Hrund Bjarg- ardóttir, SH, eru á listum yfir afrek í 25 metra laug, en Orn, Jakob, Eydís Konráðsdóttir, Keflavík og Kolbrún Ýr Krist- jánsdóttir, ÍA, eru á skrá yfir fremstu sundmenn í 50 metra laug. Umræddur heimsafreka- listi nær yfir öll afrek í sund- íþróttinni, sem unnin hafa ver- ið frá í byrjun júnímánaðar á síðasta ári. Auk þess á Örn Arnarson, 43. besta sundafrek í 25 metra laug það sem af er afreksárinu og er þá litið til afreka beggja kynja og þeim gefin stig eftir ákveðnum reglum. Öm er sá Islendinganna sem stendur best að vígi. í 25 metra laug er hann í 2. sæti í 200 metra bak- sundi, í 6. sæti í 100 metra baksundi og í sæti 28 í 50 metra baksundi. Þá hefur hann einnig náð 15. besta tíma ársins í 200 metra skriðsundi. Þegar afrek í 50 metra laug er skoðuð er Örn í 29. sæti í 200 metra baksundi og í 58. sæti í 100 metra baksundi. Þá er hann að finn í 57. sæti í 200 metra skriðsundi. Jakob Jóhann er í 29. sæti í 200 metra bringusundi í 25 metra laug. í sömu grein í 50 metra laug er nafn Jakobs Jóhanns að finna í 94. sæti. Lára Hrund á 41. besta árangur ársins í 100 metra fjórsundi í 25 metra laug. Kolbrún Ýr er í 87. sæti í 50 metra baksundi kvenna í 50 metra laug og Eydís er í 91. sæti í 50 metra flug- sundi í 50 metra laug. Að baki öllum tímum sem nást í sundi eru ákveðin stig, sem reiknuð eru út í sérstaka töflu út frá heims- metinu í viðkomandi grein. Þannig er hægt að raða öllum sundafrekum í ákveðna gæðaröð, ef svo má segja, og þar með er hægt að leggja afrek karla og kvenna að jöfnu. Ut frá þessu hefur verið settur saman listi yfir bestu afrek ársins bæði í 25 og 50 metra laug. Einn ís- lendingurinn er á lista yfir bestu af- rek í 25 metra laug, Örn Arnarson. Sigurtími hans í 200 metra baksundi á Evrópumeistaramótinu í Lissabon í desember sl., 1.54.23 mínútur, er 43. besta sundafrek ársins. Aðeins tveir sundmenn yngri en Örn eru fyrir framan hann á listanum. Besta afrek ársins er heimsmet Önnu Kammerling í 50 m flugsundi, 25,64. Það gefur henni 1.032 stig, en til samanburðar eru gefin 992 stig fyrir tíma Arnar. Athyglisvert er að sjá að á þessum lista eru konur í fimm efstu sætunum. Gunnar til Brentford GUNNAR Einarsson, knatt- spymumaður hjá Roda í Hollandi, hefur verið leigður til enska 2. deildarliðsins Brentford út þetta tímabil. Gunnar er þegar kominn til Englands og reiknað er með að hann leiki sinn fyrsta leik með lið- inu um næstu helgi gegn Oldham á útivelli. Gunnar er 23 ára varnarmaður sem lék með Val á sinum tíma og hefur verið á samningi hjá Roda frá ársbyrjun 1997. Hann hefur þó ekkert leikið með Iiðinu og verið leigður til annarra hollenskra fé- laga, MVV Maastricht og Venlo. I vetur hefur Gunnar verið í her- búðum Roda en mátt sætta sig við að sitja á varamannabekknum eða utan hans þar sem félagið keypti belgískan landsliðsmann í stöðu hægri bakvarðar. Hjá Brentford hittir Gunnar fyrram félaga sinn úr Val og 21- árs landsliðinu, fvar Ingimarsson, sem einmitt æfði með Gunnari hjá Roda í haust. Nýr þjálfarí hjá Búlgaríu BULGARAR, sem leika í riðli með íslendingum í undankeppni HM, ásamt Tékkum, Dönum og Norður-fruin, réðu nýjan lands- liðsþjálfara í gær. Stoicho Mladenov, sem er 43 ára, tekur við af Dimitar Dimitrov, sem hætti sl. desember. Hann er kunnur markaskorari f Búlgaríu, skoraði 107 mörk Í210 deildarleikjum með CSKA Sofíu. Þá lék hann 65 landsleiki - skoraði 24 mörk. Mladenov, sem var eitt sinn leikandi þjálfari með Belenenses í Portúgal, fær aðstoð hjá hinum kunna Hristo Stoichkov, sem hefur verið ráðinn tæknilegur ráðgjafí allra landsliða Búlgaríu. LÍFSNAUÐSYNLEGT AÐ VINNA ÍSLENDINGA/C2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.