Morgunblaðið - 16.01.2000, Blaðsíða 4
^t- D SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
BÍLAR
Morgunblaðið/Asdís
Bíllinn er mikið breyttur að framan.
Hlaðbakar j o KEPPINAUTARNIR % **
5 dyra 1.600 cm3 Beinskiptir Toyota Liftback Nissan Almera VWGolf Comfortline Ford Focus
Lengd, m 4,29 m 4,12 m 4,15 m 4,15 m
Breidd, m 1,69 m 1,69 m 1,73 m 1,70 m
Hæð, m 1,38 m 1,39 m 1,44 m 1,44 m
Þyngd, kg 1.100 kg 1.140 kg 1.166 kg 1.077 kg
Vél, cm3 1.598 cm3 1.612 cm3 1.595 cm3 1.596 cm3
Afl, hestöfl 110 hö 100 hö 100 hö 100 hö
ABS hemlar Já Já Já Já
Sjálfskipting, kr 110.000 51.000 105.000 90.000
Líknarbelgir 2 2 4 2
Álfelgur Nei Nei Nei Nei
Samlæsing Fjarstýrð Fjarstýrð Fjarstýrð Fjarstýrð
Farangursrými, I 372 i 3491 3301 3501
Hröðun, 0-100 km/klst. 11,0 sek. 12,9 sek. 10,9 sek. 10,9 sek.
Eyðsla, (bland. akstur) 7,8 1/100 km 7,3 1/100 km 7,6 1/100 km 6,8 1/100 kn
Verð, kr. 1.559.000 1.445.000 1.590.000 1.575.00C
aleyðslu bflsins miðað við aksturs-
lag. Geislaspilari er staðalbúnaður.
Áklæði eru sterkleg og fremur hlut-
laus andstætt því sem boðið var upp
á í forveranum. Sætin eru með still-
ingarmöguleika á setu og baki og
virka þægfleg. Þrengsli eru hins
vegar á milli bremsufetils og bens-
íngjafar og truflaði það dálítið akst;
urinn hjá þeim sem þetta skrifar. I
aftursætum er gert ráð fyrir þrem-
ur farþegum en tæpast fer vel um
þrjá fullorðna í langferðum.
Góðar endurbætur á vélum
Nýja 1,61 vélin er svokölluð VVT-
i-vél, sem er ný kynslóð véla frá
Mælaborð er laglegt og nú er upplýsingaskjár í miðju þess.
Toyota. WT stendur fyrir variable-
valve-timing, eða breytilegan opn-
unartíma ventla, sem hefur í för
með sér opmm ventla og kveikingu í
bensínblöndu eftir álagi á vél sem
veldur m.a. minni eyðslu og minni
útblæstri mengandi efna en skilar
um leið meira afli jafnt á háum sem
lágum snúningi. 1,6 lítra vélin skilar
þannig heilum 110 hestöflum og 1,4
lítra vélin er orðin eins og hefð-
bundnar 1,6 lítra vélar, með 97 hest-
afla hámarksafli. Með 1,6 lítra vél-
inni í Liftback er fáanlegur fimm
gíra handskiptur gírkassi eða fjög-
urra þrepa sjálfskiptur. Liftback
var prófaður með sjálfskiptingunni
sem gerir bflinn afar þægilegan í
notkun og þokkalega sprækan. 1,6
lítra vélin er hljóðlát og segja má al-
mennt um nýju Corolluna að hljóð-
einangrun bflsins er til fyrirmynd-
ar.
Góð svörun í 1,41 vélinni
En það var eiginlega 1,4 lítra vél-
in sem kom meira á óvart fyrir þýða
vinnslu og fína svörun. Aður var
Corolla boðin með 1,3 lítra vél en
nýja WT-i-vélin er sannarlega góð
nýjung. Gripið var lítillega í stall-
baksgerðina með þeirri vél og fimm
gíra handskiptum gírkassa. Skipt-
ingin er hnökralaus og traustvekj-
andi.
Staðalbúnaður er mikill í Corolla-
bflunum. Þar má finna rafmagn í
rúðum og útispeglum, hljómtæki
með geislaspilara, aksturstölvu, tvó
liknarbelgi, ABS-hemla og fjar-
stýrðar samlæsingar í öllum gerð-
um nema 1,4 Sedan. Talsvert verð-
bil er milli ódýrustu og dýrustu
gerðanna. Stallbakurinn með 1,4 1
vélinni kostar t.a.m. beinskiptur
1.399.000 kr. en Liftback beinskipt-
ur 1.559.000 kr. og er þá átt við
Terra-útgáfur bflsins. Sjálfskipting
kostar síðan 110.000 kr. aukalega.
Corolla er vel smíðaður bíll og
frágangur er allur hinn vandaðasti.
Verðið er samkeppnisfært og eigin-
lega fátt sem mælir gegn kaupum á
þessum bfl nema ef vera skyldi að
menn væru haldnir þörf fyrir ögn
ævintýralegri hönnun.
Guðjón Guðmundsson.
Nýtt útlit og nýjar vélar í Corolla
Farangursrýmið tekur 372 lítra.
Ný 1,6 lítra VVT-i vél er snörp og hljóðlát.
1/1
COROLLA er magnsölubíll
Toyota hér á landi. Þessi bfll á
sér talsvert langa sögu og hef-
ur jafnan selst vel hér. Átt-
unda kynslóðin kom á markað
sumarið 1997 og nú er níunda
kynslóðin komin með mikið
breyttan framsvip og nýjar
vélar. Við prófuðum á dögun-
um Corolla Liftback Terra
með nýrri 1,6 lítra WT-i-vél
og Corolla Sedan með nýrri
1,4 lítra WT-i-vél.
Það vekur mann til um-
HE hugsunar þegar nýi bfllinn er
skoðaður að svo virðist sem
Toyota sé í hálfgerðri hugmynda-
kreppu hvað varðar útlit á þessum
helsta sölubfl sínum. 1997 kom hann
á markað með alveg nýjum fram-
enda þar sem kringlóttar lugtir og
hallandi vélarhlíf voru sterkasta út-
litseinkennið. Þetta var róttæk
breyting frá fyrri gerð og féll ekki
öllum í geð. Bfllinn hélt engu að síð-
ur áfram að seljast vel hér á landi
eins og hann hefur jafnan gert.
Nýtt útlit
Nú hefur Toyota alveg snúið við
blaðinu með framendann og er sá
sem þetta skrifar ekki frá því að
betur hafi tekist til í þetta skipti.
Farnar eru kringlóttu lugtirnar og
bfllinn er reyndar orðinn mun hefð-
bundnari útlits en áður en samsvar-
ar sér líka betur. En allt er þetta
náttúrulega smekksatriði og það
sem einum þykir fallegt finnst öðr-
um sviplaust. Corolla er enn langan
veg frá því að kalla á eftirtekt vegna
glæsileika í hönnun, eins og litli
bróðir Yaris gerir, en hann er á
réttrileið.
En hvað er það þá sem gerir
Toyota Corolla að svona miklum
sölubfl hérlendis, svo miklum að at-
hygli vekur hvarvetna í Evrópu?
Það er tæpast útlitshönnunin, sem,
þrátt fyrir róttækar breytingar
milli kynslóða, er fremur varkár og
laus við nýjungagimi. Tæpast er
það heldur verðið, sem er svipað og
hjá keppinautum. En Toyota hefur
orð á sér fyrir að framleiða trausta
fólksbfla sem hafa komið sérlega vel
út í gæðaprófunum. Markviss
markaðssetning hefur síðan komið
þeim skilaboðum til kaupenda, sem
flestir eru að gera sína næststærstu
fjárfestingu á æviskeiðinu, að með
kaupum á Toyota séu menn að fá
traustan bíl með lágri bilanatíðni og
um leið að tryggja sér hátt endur-
söluverði. En lítum betur á nýju
Corolluna.
Þröngt aðgengi
Það eru sömu mál í nýja bflnum
og forveranum. Það sem maður rek-
ur sig fyrst á er að það getur þurft
lagni til að smeygja sér í ökumanns-
sætið. Þakið er lágt og sá er þetta
ritar þurfti að vinda upp á líkamann
þegar sest var undir stýri. Þegar
t þangað var komið blasti við smekk-
lega hannað mælaborð sem hefur
fengið upplýsingaskjá þar sem fram
koma upplýsingar frá aksturstölvu
bflsins, klukku eða hljómtækjum.
Þetta er samskonar skjár og í smá-
bflnum velheppnaða, Yaris, en stað-
settur annars staðar í mælaborðinu.
_ Þarna er einnig að finna útihitamæli
og ökumaður getur fylgst með með-
Lítil breyting er sjáanleg á afturhluta bflsins.