Morgunblaðið - 21.01.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.01.2000, Blaðsíða 8
Reuters Arnar Gunnlaugsson, hinn marksækni leikmaður Leicester, gæti fengið góðar tekjur ef leikmenn fengju greidd sérstök gjöld fyrir mörk sem þeir skora. Arnar sést hér í baráttu við franska lands- liðsmanninn Patrick Vieira, þegar Arnar og samherjar hans hjá Leicester fögnuðu sigri í víta- spyrnukeppni í bikarleik á Filbert Street á miðvikudaginn. etta var ekta bikarleikur, spenna allan tímann og gull- mark í lok framlengingar réð úr- slitum. Það er einhver lukka með okkur um þessar mundir og við nálgumst það takmark okkar að komast í úrslitaleik á Wembley í þessari keppni," sagði Guðjón Þórðarson, knattspyrnustjóri Stoke, í samtali við Morgunblaðið. Stoke lagði Oldham, 1:0, á úti- velli í bikarkeppni neðri deildar liðanna í Englandi á þriðjudags- kvöld og mætir Blackpool á útivelli í átta liða úrslitunum strax næsta þriðjudag. „Liðið er að slípast saman og ég er ánægðastur með varnarleikinn. Við höfum fengið á okkur tvö mörk í síðustu fimm leikjunum, bæði úr vafasömum vítaspyrnum," sagði Guðjón. Ertu aáttur við frammistöðu Brynjars Gunnarssonar, Sigur- steins Gíslasonar og Einars Þórs Daníelssonar með Stoke? „Brynjar .var áfram í byrjunar- liðinu og er á réttri leið. Eg veit hvað hann getur, en hann þarf að spila meira til að ná sínu besta formi. Sigursteinn kom inn á sem varamaður í Oldham og skilaði sínu að vanda. Einar hefur ekki verið í 16 manna hópnum í tveimur síðustu leikjunum. Hann hefur ein- faldlega orðið undir í samkeppn- inni í augnablikinu og þarf að gefa í að nýju,“ sagði Guðjón. Næsti leikur Stoke er útileikur við Millwall á laugardaginn en hann getur ráðið miklu um fram- haldið í toppbaráttu 2. deildarinn- ar. Millwall er í fjórða sæti með 48 stig en Stoke er í fimmta sæti með 47 stig og á leik til góða. Guðjón og félagar eiga raunhæfa möguleika á að leika tvívegis á Wembley í vor. Þar fer fram úr- slitaleikurinn í bikarkeppni neðri- deildarliðanna, og þar er einnig leikið til úrslita í keppni liða númer þrjú til sex í 2. deild um sæti í 1. deildinni. einka rettá um si EöGFRÆÐINGAR á vegum Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, hafa brugðist skjótt við og útiiokað allar tilraunir nokkurra leikmanna ensku úrvalsdeildar- innar í knattspyrnu til að fá einka- rétt á frægum mörkum sínum í knattspymuieikjum, líkt og tón- listarmenn fá þóknun fyrir hvert sinn sem Iög þeirra eru leikin í út- varpi. Umboðsmenn á vegum nokk- urra þekktra markaskorara í Englandi leggja nú drög að því að útvega skjólstæðingum sínum hlut af tekjum sjónvarpsstöðvanna, sem sýna frá leikjum úrvalsdeild- arliðanna og valda kafla, m.a. frá mörkum viðkomandi leikmanna. Alisdair Bell, einn lögfræðinga UEFA, segir að það sé bókstaflega ómögulegt að hrinda þessum hug- myndum í framkvæmd. „Knatt- spyma er hópíþrótt og snýst ekki alfarið um frammistöðu einstakl- inganna. Mörkin koma ekki frá einum leikmanni. Einhver hlýtur að gefa sendingu á markaskora- rann, eða snúa á varaarmenn með öðmm hætti sem gerir öðmm kleift að skora. Hve stóran hlut ?iga þeir sem leggja upp mörkin að fá?“ Bell segir að öðm máli gegni um knattspyrnu en skemmtana- iðnað á borð við leiklist og tónlist- arútgáfu. „Þessi hugmynd er út í hött. Málið er ekki hægt að leysa á neinn annan hátt en við gerum,“ segir Alisdair Bell. Samið verður að nýju um sýn- ingarrétt á keppni í ensku úrvals- deildinni í lok næsta keppnis- tfmabils. Búist er við að virði samninganna verði um einn milljarður sterlingspunda, eða um 118 milljarðar króna. „Við viljum að félögin samþykki að leikmenn- irnir fái sinn skerf af þessum tekjum," segir Jon Smith, FIFA- umboðsmaður, sem er umboðs- maður Nígeríumannsins Nwan- kwo Kanu hjá Arsenal auk ann- arra. er ánægðastur með varnarleikinn Bosnich um kyrrt ALEX Ferguson, knattspyrnustjóri enska knattspyrnuliðsins Manchester United, hefur fengið vi|ja sínum framgengt f sam- skiptum sínum við forráðamenn ástralska landsliðsins. Þeir höfðu áhuga á að fá Mark Bosnich, markvörð Manchester Unit- ed, lausan til þátttöku á vikulöngu móti landsliða í Chile, sem hefst hinn 9. febrúar nk. Ástralska knattspyrnusambandið ákvað að verða við ósk Fergusons um að markvörðurinn yrði um kyrrt. FáRússar ; EM 2008? LENNART Johansson, for- seti Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, sagði í gær að hann hefði fulla trú á að Rússar gætu haldið Evr- ópukeppnina í knattspymu árið 2008 með sóma. Yrði Rússland þar með fyrsta ríki A-Evrópu til að halda keppnina. „Eg hef fulla trú á að Rússar geti haldið keppn- ina, auk þess sem nauðsyn- Iegt er að hún verði haldin í austurhluta Evrópu eins og í vesturhlutanum,“ sagði Johansson. Knattspyrnuyfirvöld í Rússlandi hafa velt þeim möguleika fyrir sér að sækja um keppnina eftir átta ár og sagði Johansson að nú væri tími kominn til að setja alvöru í þær vangaveltur. Sagði hann ennfremur að menn mættu ekki láta pólitfskt ástand í landi slá sigút af laginu. Ekki mætti blanda íþrótt- um og stjómmálum saman. ■ STUART Pierce, varnarmaður- inn gamalreyndi í liði West Ham í ensku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu, þarf að bíða í mánuð til við- bótar þar til hann getur tekið þátt í leikjum liðsins að nýju. ■ PIERCE, sem er 37 ára og fyrr- verandi landsliðsmaður Englend- inga, fótbrotnaði í leik gegn Wat- ford í september. Þá var áætlað að hann gæti hafið leik á ný í janúar. ■ MARSEILLE í Frakklandi hefur hætt við að gera samning við Stan Collymore, en félagið hafði farið þess á leit við Aston Villa í Eng- landi að leikmaðurinn fengi frjálsa sölu. ■ COLLYMORE hefði fengið eina og hálfa milljón sterlingspunda undirskriftarþóknun og rúmar tvær milljónir króna í vikulaun, ef orðið hefði af samningum, en Frakkarnir sögðu að þeim hefði snúist hugur vegna þátta í fari kappans, sem ekki snerust beinlínis um knattspyrnu. ■ MATTHEW Holmes, leikmaður Charlton, hefur lögsótt Kevin Muscat, varnarmann Ulfanna, fyrir brot sem varð til þess að sá fyrr- nefndi hefur ekki leikið knatt- spyrnu í nærri tvö ár. Holmes fót- brotnaði illa í leik gegn Úlfunum hinn 3. febrúar 1998. ■ HOLMES gekkst undir tvær skurðaðgerðir og stálbita var kom- ið fyrir við sköflung hans. Hann kom inn á sem varamaður í bikar- leik í janúar í fyrra, en reyndist fjarri því að vera leikfær. Hann hef- ur ekki leikið með aðalliði Charlton síðan. Hann vonast til að geta leikið með varaliðinu áður en keppnis- tímabilinu lýkur. ■ NEALE Barry, dómarinn sem gaf Steffen Iversen, norskum sókn- armanni Tottenham, gult spjald í leik gegn Chelsea á dögunum, hef- ur samþykkt að afmá spjaldið úr skrám enska knattspyrnusam- bandsins. ■ BARRY varð við beiðni George Graham, knattspyrnustjóra Tott- enham, og leit á upptökur af leikn- um, þar sem fram kom að Iversen bar enga ábyrgð á ryskingum í markteig Chelsea. Hann verður því ekki í leikbanni er liðin mætast aft- ur eftir hálfan mánuð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.