Morgunblaðið - 26.01.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.01.2000, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ 10 C MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2000 REYKJAVÍK - MENNINGARBORG EVRÓPU 2000 Saga Thorvaldsens- félagsins rakin Opiö hús hjá Thorvaldsensfélaginu kl. 10.00 til 17.00, sagafélagsins rakin, jólamerki skoöuö. THORVALDSENSFELAGIÐ hef- ur opið hús á laugardag frá klukk- an tíu um morguninn til fimm síð- degis og getur fólk komið þangað og kynnt sér sögu félagsins, sem er elsta kvenfélagið í Reykjavík og jafnvel elsta kvenfélagið á landinu sem hefur starfað óslitið, að sögn Guðlaugar Jónínu Aðalsteinsdótt- ur, formanns félagsins. Auk þess geta gestir skoðað jólamerki Thor- valdsensfélagsins og litaprufur sem jafnan eru gerðar áður en jóla- merkin eru búin til hverju sinni. „Jólamerkin komu fyrst út 1913 og hafa komið út óslitið síðan, nema eitt ár, í fyrri heimstyrjöld- inni 1917 var skipið sem flytja átti merkin til landsins skotið niður og þess vegna voru engin jólamerki seld það árið,“ segir Guðlaug. Thorvaldsensfélagið var stofnað þegar danska stjórnin gaf styttu af Bertil Thorvaldsen myndhöggvara hingað til lands árið 1874 í tilefni af þúsund ára afmæli Islandsbyggðar. Styttan kom hingað ári síðar og nokkrar stúlkur voru fengnar til þess að skreyta Austurvöll í tilefni af hátíðahöldunum. Þeim þótti svo gaman að vinna saman að þær ákváðu að stofna félag til að láta gott af sér leiða og kölluðu félagið Thorvaldsensfélagið og er það nú að verða 125 ára. „Allar götur síðan hefur þetta líknarfélag verið starfandi,“ segir Guðlaug. „Nú eru í félaginu rúm- lega áttatíu konur á ýmsum aldri og peningarnir sem konurnar safna hafa undanfarin ár að mestum hluta runnið tilbarnadeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur. Allt þetta og miklu meira getur fólk fræðst um með því að heimsækja Thor- valdsensbazar í Austurstræti 4, en það hús hefur félagið átt frá 1904.“ Styttan af Bertel Thorvaldsen sem varð til þess að Thorvaldsensfélagið var stofnað. Vísindavefur Háskóla Islands I TILEFNI af Reykjavík menningarborg-2000 ætlar Háskóli íslands að opna svokallaðan vís- indavef, sem er elnn þáttur af þremur af þátt- töku háskólans í menn- ingarborgarverkefninu. Hinir þættirnir eru ókeypis námskeið fyrir almenning í sumar hjá Háskóla íslands og menningar- og fræðahá- tíð í maílok með fjöl- breyttri dagskrá. Opnuð hefur verið vefsíða af þessu tilefni, slóðin er: www.op- innhaskoli2000.hi.is. Á laugardag verður vísindavefur- inn hins vegar opnaður klukkan 11.30 með viðhöfn í Odda. Við opnunina verða forseti íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, og rektor háskólans, Páll Skúlason, auk þess verða þar börn úr skól- um sem taka þátt í sérstökum verkefnum í sambandi víð vefinn, bæði á vegum menntamálaráðu- neytis og Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkurborgar. Þorsteinn Vil- hjálmsson prófessor hefur haft for- ystu um undirbúning þessa verk- www.opinn efnis og átti hugmyndina. En hvað skyldi vera hægt að spyrja um á þessum vef? „Þetta er vefsíða sem er opin öllum. Menn geta spurt þar um hvað eina sem varðar vísindi og fræði og starfsmenn háskólans geta svarað. Gestur sem kemur á síðuna getur lesið þær spurningar sem þegar hafa komið fram og svörin við þeim. Síðan getur við- komandi aðili lagt fram sínar eigin spurningar. Við leggjum áherslu á að þetta nær yfir öll svið vísinda og fræða, allt frá störnufræði til handrita og frá sameindalíffræði til sálarfræði. Við reiknum með að svörin verði um ein síða og þeim fylgi myndefni eftir því sem við á, einnig með vfsunum í aðrar heim- ildir, bæði bækur og annað efni á veraldarvefnum." - Hvað verður vefurinn lengi op- inn? „Hann verður opinn fyrir nýjar spurningar út árið - nema að við verðum alveg kaffærð hér. Síðan er hugsanlegt að vefsíðan standi eitthvað áfram á vefnum. Þess ber að geta að stefnt er að því að gefa a.m.k. úrval af þessu efni út á bók á næsta ári. Islandsvefur Jónskáldafélags íslands í TILEFNI af því að Reykjavík er ein af menningarborgum Evrópu ár- ið 2000 hefur Tónskáldafélag íslands látið gera tónlistarvef. Þessi vefur, íslandsvefur Tónskáldafélagsins, verður opnaður á laugardag klukkan 8.45. Bjöm Bjamason menntamála- ráðherra mun opna vefinn. Vefslóðin er: www.listir.is/tonis. „Þetta er ekki bara vefur heldur er þetta sérhannaður gagnagrunnur,“ sagði Kjartan Ólafsson, formaður Tónskáldafélags íslands. „Gagna- grannurinn er þannig hannaður að hann geti unnið auðveldlega með allt sem lýtur að tónlist og tónlistar- tengdu efni og þar era einnig mögu- leikar á að meðhöndla hreyfimyndir í framtíðinni. Þetta er einungis hægt með því að láta sérhanna granninn með hraðvirkustu tólum og aðferðum sem era til á tölvumarkaðinum í dag, og það höfum við látið gera. Þetta er mikilvægt ef hægt á að vera að með- höndla tónlist og myndir með þokka- legum gæðum. Þessi gagnagrannur er þannig uppbyggður að hann er tæknilega tilbúinn í allri uppbygg- ingu en hann er þannig hugsaður að hann geti vaxið í samræmi við þau verkefni sem hann er notaður til - allur innsláttur og framkall upplýs- inga er einfalt í framkvæmd.“ - Hvað er í gagnagranninum nán- ar til tekið? „Það era upplýsingar um íslensk tónskáld og íslensk tónverk ásamt margskonar umfjöllun og útskýring- um á tónlistinni. Það era einnig möguleikar í gagnagranninum að tengjast öðram gagnagrannum þannig að grunnurinn getur aflað upplýsinga tengdum því efni sem hann inniheldur. Þessi gagnagrann- ur er unninn með styrk frá RANN- ÍS.“ Besti tölvuleikur í bænum! Stjórnstöð Landsvirkjunar á Bú- staðavegi 7, við hlið Veðurstofunn- f ar, er til sýnis fyrir almenning 29. janúar frá klukkan 13.00 til 17.00. Stjómstöðin hefur aldrei verið opin almenningi áður svo þarna gefst gullið tækifæri til að svala fróðleiks- fýsn sem varla verður svalað á sama háttá næstunni. „Við ætlum að bjóða fólki að setj- ast inn í ráðstefnusal sem við erum með og þar verður kynning á orku- og umhverfismálum og meðal ann- ars fjallað um Fljótsdalsvirkjun í máli og myndum," sagði Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar. „Fólk getur fengið sér kaffi og meö þvi meðan þaö kynnir sér málin. Síðan verða farnar skoðunarferðir niður í neðanjarðar- byrgi í húsinu þar sem hin eiginiega stjómstöð Landsvirkjunar er. Það er tölvumiðstöð sem stýrir virkjunum ogflutningi um háspennulínur, loku- búnaði í ám og lónum og þar verður líka stutt kynning á hverju stjórn- stöðin er að stýra.“ - Þið óttist ekkert að opinbera þannig innstu leyndarmál fyrirtækis- ins? „Nei, þvert á móti, við viljum endi- lega fá fólk til okkar, menn vita fæstir að í stjórnstöðinni er á ferð- inni einn besti tölvuleikur í bænum og þótt víðar væri leitað en því mið- ur getum við ekki leyft gestunum að gera annað en fylgjast með.“ - Getur fólk eitthvað undirbúið sig hvað kunnáttu snertir áöur en það heldur niður í byrgið? „Þeir sem hafa mikinn áhuga á að kynna sér raforkumál geta farið inn á vef Landsvirkjunar sem er: www.lv.is, þar er hægt að lesa sér til og skoða ýmislegt. Við verðum líka með nýjan bækling sem heitir Umhverfið í okkar höndum, þar sem umhverfis- og orkumálum verða gerð skil í víðara samhengi en hefur einkennt umræðuna að undanförnu. Almennt má segja að Landsvirkjun ætli á þessu ári að gera almenningi mun auðveldara að kynnast starf- seminni. Við styðjum Félagís- lenskra myndlistarmanna við fram- lag þeirra til Menningarborgarinnar 2000 með því að gera þeim kleift að halda myndlistarsýningar í virkjun- unum við Sogið og Laxá í sumar, þar verður opið alla daga fyrir al- menning og raunar munum við auglýsa í sumar opið hús í öllum virkjunum okkar. Ljósmynd/Landsvirkjun Andri Snær Magnason Davíð Stefánsson Steinar Bragi Margrét Lda Jönsdóttir Sindri Freysson Thor Vilhjálmsson Þorsteinn frá Hamri Rithöfund- ar á röitinu HÓPUR rithöfunda og skálda mun fara um bæinn á opnunardeginum og lífga upp á tilveruna með Ijóða- lestri og öðrum andans innblæstri. Viðkomustaðir eru m.a. Ráðhúsið, Kringlan, Laugavegurinn, sund- laugar og elliheimili. í Kringlunni verður upplestur kl. 14.30 og aftur kl. 16.30. í hópnum verða: Andri Snær Magnason, Sigurbjörg Þrastardóttir, Kristján Þórður Hrafnsson, Davíð Stefánsson, Steinar Bragi, Elísabet Jökulsdóttir, Margrét Lóa Jónsdóttir, Sigtryggur Magnason og Vala Þórsdóttir. Eldri og ráð- settari höfundar verða á völdum stöðum og les Þorsteinn frá Hamri upp í Ráðhúsinu kl. 13.30. Thor Vil- hjálmsson rit- höfundur les upp í Laugar- dalslaug, Ragnar Ingi Aðalsteinsson í Grafarvogs- laug og ljóðasýning Þórarins Eld- járns „Ljóð á floti“ verður sett upp í Vesturbæjarlaug. Málverka- sýning prýðir Kjalarneslaug. í Sundhöllinni geta sundgestir notið þess að skoða höggmyndir Steinunnar Þórarinsdóttur, en Breiðhyltingar huga að annars konar vatnsbúskap, því þar geta menn dáðst að flugum úr safni Þórs Nielssonar og Jóns Helga Jónssonar. Þórarinn Eldjárn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.