Morgunblaðið - 10.02.2000, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.02.2000, Blaðsíða 3
2 B FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2000 HANDKNATTLEIKUR MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT HANDKNATTLEIKUR Fram - HK 29:20 Framhús, bikarkeppni karla, undanúrslit, 9. febrúar 2000. Gangur lciksins:l:0,3:1,5:4,8:6,11:7,13:9, 14:11, 17:12, 19:14, 21:16, 23:16, 24:17, 28:18,29:20. Mörk Fram: Gunnar Berg Viktorsson 6/1, Njörður Árnason 5, Björgvin Þór Björgv- insson 5, Robertaz Pauzolis 5, Kenneth El- lertsen 5/5, Oleg Titov 1, Róbert Gunnars- son 1, Guðmundur Helgi Pálsson 1. Varin skot: Sebastían Alexandersson 11/1, þar af tvö aftur til mótherja. Utan vallar: 6 mínútur. Mörk HK: Óskar Elvar Óskarsson 6, Sig- urður Sveinsson 4/1, Alexander Amarson 3, Sverrir Bjömsson 3; Atli Þór Samúels- son 2, Ólafur Víðir Ólafsson 1, Samúel Arnason 1. Varin skot: Hlynur Jóhannesson 11, þar af fjögur aftur til mótherja. Kristján Guð- mundsson varði eitt skot sem fór aftur til mótheija. Utan vallar: 10 mínútur. Dómarar: Anton Pálsson og Hlynur Leifs- son, voru þokkalegir framan af leik en misstu tökin undir lokin. Áhorfcndur: Um 400. Víkingur - Stjarnan 22:24 Víkin: Gangur leiksins: 0:7, 1:9, 5:9, 6:11, 9:11, 10:12, 12:12, 13:13, 14:14, 15:15, 16:16, 17:17, 17:19, 18:20, 19:20, 19:22, 20:23, 22:23,22:24. Mörk Víkings: Ingimundur Helgason 6/5, Valgarð Thorddsen 4, Þröstur Helgason 3, Hjalti Gylfason 3, Sigurbjöm Hjaltason 2, Leó Öm Þorleifsson 2, Hjörtur Amarsson 1, Hlynur Morthens 1. Varin skot: Hlynur Morthens 15 (þar af 5 til mótherja). Utan vallar: 10 mínútur. Mörk Stjömunnar: Amar Pétursson 6, Hilmar Þórhndsson 6/1, Konráð Oiavsson 4, Eduard Moskalenko 3, Sigurður Viðar- sson 3, Björgvin Rúnarsson 2. Varin skot: Birkir Ivar Guðmundsson 7 (þar af 1 til mótherja), Ingvar Ragnarsson 7 (þar af 1 til mótherja). Utan vallar: 6 mínútur, og til viðbótar fékk Moskalenko rautt spjald íyrir gróft brot 20 sekúndum fyrir leikslok. Dómarar: Guðjón L. Sigurðsson og Ólafur Haraldsson, komust í heildina þokkalega frá leiknum. Áhorfendur: Um 400. 2. deild karla Grótta/KR - Þór Ak..........31:22 Þýskaland Kiel - Wuppertal............26:23 Essen - Flensburg...........29:22 Minden - Grosswallstadt........24:22 KNATTSPYRNA Þýskaland Duisburg - Unterhaching..........2:0 Tomasz Hajto 14., Piotr Reiss 20.10.500. Stuttgart - Hamburger SV.........1:3 Jochen Endress 67. - Tony Yeboah 63., 66., Mehdi Mahdavikia 89.20.000. Wolfsburg - Bomssia Dortmund.....1:0 Jilrgen Rische 44.18.300. Frankfurt - Freiburg.............2:0 Thomas Sobotzik 32., Michael Mutzel 81. Rautt spjald: Oumar Konde (Freiburg) 43. 18.400. Bayern Miinchen - Leverkusen.....4:1 Torben Hoffmann 2., sjálfsmark, Stefan Effenberg 45., Mehmet Scholl 56., Alexan- der Zickler 90. - Michaei Ballack 65.31.000. Staðan: Bayem............19 12 4 3 37:14 40 Leverkusen.......19 10 7 2 33:22 37 Hamburger.........19 9 8 2 42:20 35 Bremen............19 8 5 6 37:28 29 1860 Múnchen......19 8 5 6 29:26 29 Dortmund..........19 7 7 5 24:15 28 Hertha............19 7 7 5 25:28 28 Schalke...........19 6 9 4 26:22 27 Stuttgart........19 8 3 8 23:24 27 í KVÖLD Körfuknattleikur Úrvalsdeildin: Hveragerði: Hamar - Keflavík........20 KR-hús: KR-ÞórAk....................20 Sauðárkrókur: UMFT-UMFS.............20 Strandgata: Haukar - UMFG...........20 Stykkishólmur: Snæfell-UMFN.........20 1. deild kvenna: Kennaraháskólinn: ÍS - KR........20.15 Kaiserslautem......19 8 3 8 24:32 27 Wolfsburg..........19 7 6 6 25:31 27 Freiburg...........19 6 5 8 26:25 23 Unterhaehing.......19 6 5 8 19:22 23 Ulm................19 6 4 9 22:27 22 Rostoek............19 5 6 8 25:38 21 Duisburg...........19 3 7 9 20:33 16 Frankfurt..........19 4 2 13 19:28 14 Bielefeld..........19 2 5 12 14:35 11 ÍTALÍA Bikarkeppnin, undanúrsiit, fyrri leikur: Cagliari - Inter Milano..........1:3 SPÁNN Bikarkeppnin, 8-Iiða úrslit, fyrri leikir: Espanyol - Compostela............5:1 Real Madrid - Merida.............1:0 Atletíco Madrid - Rayo Vallecano.0:0 BELGÍA Deildabikar, 8-liða úrslit: Lierse - Cfub Bragge.............4:2 ■ í undanúrslitum mætir Anderlecht liði Westerlo og Lierse tekur á móti Excelsior. HOLLAND Urvalsdeildin: Twente Enschede-Waalwijk.........1:0 Fortuna Sittard - Feyenoord......2:3 Willem II Tilburg-NEC Nijmegen...3:1 MW Maastricht - Den Bosch........2:0 AZ Alkmaar - Sparta Rotterdam....4:0 ■ Jóhannes Karl Guðjónsson lék allan leik- inn með MW gegn Den Bosch og fékk góða dóma fyrir frammistöðu sína. SKOTLAND Bikarkeppnin, 3. umferð: Alloa - Kilmamock...............1:0 KÖRFUKNATTLEIKUR NBA-deildin Úrslit í fyrrinótt: Toronto - Atlanta............109:88 New Jersey - Boston.........131:113 San Antonio - Seattle.........79:77 Houston - Cleveland...........91:83 Phoenix - Vancouver...........94:76 Sacramento - Chicago.........119:80 Aðfaranótt þriðjudags: Charlotte - New York..........95:85 Orlando - Golden State......120:100 Indiana - Philadelphia.......109:84 Milwaukee - Portland........111:115 LA Lakers - Denver...........106:98 Staðan: VESTURDEILD: Atlantshafsriðill: Miami 29 17 63,0% NewYork 28 18 60.9% 26 22 54,2% 23 26 46,9% Boston 21 27 433% 19 29 39,6% 15 33 313% MiðriðÚÍ: 31 16 66,0% 26 20 56,5% Toronto 26 20 563% Milwaukee 26 23 53,1% Detroit 24 23 51,1% Cleveland 19 29 39,6% 18 28 39,1% 10 36 21,7% AUSTURDEILD Miðvesturriðill: 31 17 64,6% Utah 28 18 60,9% 27 18 60,0% 21 25 45,7% Dallas 20 27 42,6% 20 29 40,8% Vancouver 13 34 27,7% Kyrrahafsriðill: Portland 37 11 77,1% 36 11 76,6% 29 18 61,7% 30 20 60,0% 28 19 593% 12 34 26^1% LA Clippers ii 36 23,4% GOLF PGA-mót á Pebble Beach í Bandaríkjun- um 273 Tiger Woods 68 73 68 64 275 Vijay Singh (Fiji) 66 67 72 70 275 Matt Gogel 69 68 67 71 276 Jerry Kelly 71 70 68 67 276 Jimmy Green 72 68 68 68 276 Notah Begay 66 68 72 70 278 Mike Weir (Kan.) 72 71 69 66 278 Andrew Magee 69 75 67 67 278 Tom Lehman 69 70 72 67 278 Mark Brooks 71 67 66 74 279 Rory Sabbatini (S-Afr.) 72 69 68 70 279 Jay Don Blake 72 70 67 70 279 Jay Williamson 69 70 69 71 280 Grant Waite (N-Sjái.) 68 71 71 70 Guðjón örvæntir ekki GUÐJÓN Þórðarson, knattspyrnustjóri Stoke, kveðst ekki ör- vænta þrátt fyrir að liðið liafi aðeins hlotið eitt stig af 12 mögu- Iegum í síðustu leikjum. Hann segist sannfærður um að liðið komist í úrslitakeppni 2. deildar. Guðjón segir að gengi liðsins í undanförnum leikjum hafi verið skelfilegt, en hann og leik- mennirnir muni reyna að vinna sig út úr þeim vandamálum sem fyrir eru. „Ég tel að liðið sé nægilega gott til þess að ná í úrslita- keppnina, en það verður erfítt og búast má við að fleiri úrslit geti orðið á annan veg en búist var við.“ Einar lék með Stjöm- unni gegn Fram 1987 EINAR Einarsson, þjálfari Stjöi-nunnai', var bikarmeistari með Garðarbæjarliðinu síðast þegar það lék til úrslita í bikarkeppn- inni, fyrir ellefu árum - 1989. Þá skoraði hann fimm mörk er Stjarnan lagði FH í Laugardalshöllinni, 20:19. Einar skoraði aft- ur á móti tvö mörk fyrir þrettán árum, er Stjarnan vann Fram í bikarúrslitaleik 26:22. Stjarnan hefur tapað tveimur bikar- úrslitaleikjum, fyrir Víkingi 1984 og 1986. Fram, sem mætir Stjörnunni í bikarúrslitum, hefur aldrei orð- ið bikarmeistari. Framarar hafa leikið Jjóra bikarúrslitaleiki og tapað þeim öllum - 1974 fyrir Val, 1975 fyrir FH, 1987 fyrir Stjörnunni og 1998 í sögulegum leik fyrir Val. „Draumur- inn síðan 1991“ Amar Pétursson, fyrirliði Stjöm- unnar, var að vonum ánægður í leikslok, en um leið var þungu fargi af honum létt. Hann sagði við Morg- unblaðið eftir leikinn að það hefði aldrei verið hægt að sætta sig við að tapa leiknum eftir að hafa komist í 9:1 í byrjun. „Þetta var frábær byrjun en ég veit ekki hvað gerðist eftir það. Kannski urðum við of værukærir og héldum að við værum búnir að vinna leikinn. Reyndar fannst mér dómar- amir aðeins reyna að hjálpa Víking- um til að minnka muninn, en það af- sakar ekki að missa niður svona forskot. Það var hreint út sagt fárán- legt,“ sagði Amar. Var ekki erfítt að spila síðari hálf- leikinn eftir að hafa misst niður svona stöðu? „Nei, alls ekki. Við áttum alltaf von á jöfnum leik hérna í Víkinni, leikur- inn var jafn út seinni hálfleikinn en við kláruðum dæmið, sem betur fer.“ Og þú ert þar með kominn í þinn fyrsta bikarúrslitaleik. „Já, mig er búið að dreyma um það síðan árið 1991 að spila bikarúrslita- leik í Laugardalshöllinni. Þá var ég lítill Eyjajieyi og horfði á hetjurnar mínar í IBV, Sigmai' Þröst, Sigga Gunn og alla hina, fara á kostum gegn Víkingi og verða bikarmeistar- ar.“ Hvernig leggst í þig að mæta Fram í úrslitaleiknum? „Nú, unnu Framarar? Það er fínt, ég hefði reyndar viljað mæta HK- ingum til að ná fram hefndum fyrir ófarir undanfarinna ára. En Fram er með gott lið og þetta verður hörku- leikur. Við verðum hins vegar að spila miklu betur en við gerðum í kvöld til að vinna bikarinn," sagði Arnar Pétursson að lokum. Morgunblaðið/Kristínn Þrír kampakátir Framarar fagna sigr- inum á HK - Róbert Gunnarsson , sem heldur á Gunnari Berg Viktorssyni, og Guðmundur Helgi Pálsson. Ótrnleg um- skipti íVíkinni ÞAÐ liggur við að Stjarnan verðskuldi ekki að vera komin í úr- slitaleik bikarkeppninnar í handknattleik. Garðbæingar sýndu góðan handbolta í 15 mfnútur í Vfkinni í gærkvðld, þeir leiddu 9:1 þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður, en þrátt fyrir það máttu þeir þakka fyrir að standa uppi sem sigurvegarar í lokin, 24:22. Sigur- inn var ekki f höfn fyrr en Hilmar Þórlindsson skoraði síðasta mark Stjörnunnar á lokasekúndunni. Vlðir Sigurðsson skrifar Umskiptin í þessum leik eru einhver þau ótrúlegustu sem ég hef orðið vitni að. Eftir 15 mínútur virtust úrslitin ráðin. Stjarnan skoraði úr 9 af fyrstu 11 sóknum sínum og sýndi hvað eft- ir annað glæsileg tilþrif á meðan ráðvillth' Vík- ingar vissu ekki hvort þeir voru að koma eða fara. Þeir klúðruðu fyrstu níu sókn- um sínum og voru þá 7:0 undir og mark númer tvö gerði Hlynur Morthens markvörður þeirra á 16. mínútu, þvert yfxr völlinn. En mark Hlyns reyndist gefa tóninn. Víkingar skiptu um ham, skoruðu fjögur næstu mörk og fengu loksins trú á sjálfa sig. Að sama skapi hrundi leikur Stjörn- unnar gersamlega, og það var eingöngu fyrir mikinn klaufaskap Víkinga að þeir voru ekki búnir að jafna metin strax í fyrri hálfleiknum. Þeir gerðu það hinsvegar í byrjun þess síðari, 12:12, og eftir það var leikurinn í jámum til leiksloka. Vík- ingar fengu sín færi til að komast yf- ir en það tókst þeim aldrei. Mest fyr- ir góða framgöngu Arnars Péturs- sonar hélt Stjaman í horfmu, komst þremur mörkum yfir undir lokin en Víkingar börðust þar til yfir lauk og játuðu sig ekki sigraða fyrr en í blá- lokin. Stjarnan á sér fátt til málsbóta fyrir frammistöðu sína frá og með 15. mínútu leiksins. Fram að því lék Stjarnan eins og lið með slíkan mannskap á að gera, kom inn í leik- inn af miklum krafti og virtist hafa alla burði til að valta yfir andstæð- inga sína. En það sem liðið sýndi í 45 mínútur eftir það var tæpast boðlegt og endurspeglar kannski karakter- leysið sem svo oft hefur fellt Garð- bæinga þegar mest hefur á reynt á undan- förnum áram. Ef Amar hefði ekki tekið af skarið í seinni hálfleiknum er hætt við að illa hefði farið. Hilmar Þórlindsson sýndi stöku sinnum hve mikil skytta hann getur verið og Konráð Olavsson lék vel framan af leiknum. Að sama skapi eiga Víkingar hrós skilið fyrir að leggja ekki árar í bát í vonlítúli stöðu. Með Hlyn Morthens í miklu stuði í markinu og baráttuviljann að vopni fóru þeir ótrúlega nálægt því að komast í bikarúrslit- in. Það vora hinsvegar litlu mistökin á ör- lagaríku augnablikunum sem felldu þá, ekld styrkur mótherjanna. Þeir nýttu ekki gullin færi til að ná undirtökum í leiknum og því fór sem fór. Fyrir utan Hlyn vora Hjalti Gylfason og Þröstur Helgason frískastir, Þröstur eftir að hann fór að þora að skjóta á markið sem hann á að gera mikið meira aí. „Við lögðum bara í hann þrátt fyrir erfiða byrjun. Við höfðum alltaf trú á að við gætum jafnað þetta, og við hefðum hæglega getað klárað þennan leik miðað við öll þau færi sem við fengum. Liðið sýndi mikinn karakt- er og það er ljóst að það er aldrei hægt að af- skrifa Víking. Með aðeins meiri reynslu gætum við unnið hvaða lið sem er og við er- um stöðugt að sækja okkur,“ sagði Þorberg- ur Aðalsteinsson, þjálfari Víkings, við Morg- unblaðið eftir leikinn. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2000 B 3 ÍÞRÓTTIR Fram tók HK í karphúsið FRAM komst í úrslit í bikarkeppni karla í handknattleik þegar lið- ið vann stórsigur á HK, 29:20, í gærkvöld. Kópavogsbúar steyttu fót sinn á steini og áttu litla möguleika gegn baráttuglöðum leik- mönnum Safamýrarliðsins, sem eru komnir í úrslit bikarkeppn- innar í annað sinn á þremur árum. Fram var ávallt fyrri til að skora í leiknum og hafði forystu frá upphafi þess. Kópavogsbúum tókst nokkrum^ sinnum að Gfe/. jafna en Óskar Elvar Þorsteinsson Óskarsson fyrirliði skrifar og Sigurður Sveins- son, sem er búinn að draga skóna fram á ný, héldu sóknar- leik liðsins uppi. Þeir gerðu níu af ell- efu mörkum liðsins í fyrri hálfleik og sýnir að þrátt fyrir að þeir séu báðir komnir á efri ár era þeir langt frá því búnir að syngja sitt síðasta í þessari íþrótt. Reyndar vekur það spurning- ar um frammistöðu leikmanna Fram að Sigurður, sem fór að æfa af krafti frá áramótum, skuli hafa náð að skora fjögur mörk gegn þeim í einum hálfleik. Þá hljóta yngri leikmenn HK, eins og Sverrir Björnsson, sem vonir voru bundnar við fyrir tímabil- ið, að velta fyrir sér eigin frammi- stöðu, en hann stóð engan veginn undir væntingum í þessum leik. Það sýndi sig í síðari hálfleik þegar Óskars Elvars naut ekki við, sem reyndar er furðulegt miðað við vask- lega framgöngu hans í fyrri hálfleik, og Sigurði þvarr þrek lagði HK niður rófuna og Framarai' greiddu Kópa- vogsliðinu náðarhöggið. Munurinn jókst jafnt og þétt og eftir 16 mínútur var munurinn átta mörk, 24:16, en mest náðu Framarar 10 marka mun. Óskar Elvar Óskarsson sagði að vöm HK hefði ekki gengið upp og Fram- arar hefðu fengið að koma skrefinu lengra en þeir hefðu átt að gera. „Kannski héldum við að þessi leikur yrði okkur auðveldur af því að HK vann Fram á laugardaginn í deild- inni. Sóknin var ekki nægilega góð nú og það gengur ekki upp að fáeinir leikmenn haldi uppi sóknarleik liðs í heilan leik, fleiri verða að koma til og taka af skarið. Það vantaði ógnun frá hornaleikmönnum og úr skyttustöð- unni vinstra megin. Síðan fengum við á okkur hraðaupphlaup sem erfitt var að verjast." Fyrri hálfleikur var prýðis- skemmtun enda jafnræði með liðun- um en síðari hálfleikur var hvorki fugl né fiskur þegar leikur HK hrandi eins og spilaborg. Yfirburðir Fram fóra í taugarnar á leikmönnum HK, sem einbeittu sér meira að því að tuða í dómuram og fór Sigurður Sveinsson, þjálfari liðsins, þar fremstur í flokki - virtist hafa allt á homum sér þegar á leið leikinn, enda gekk honum illa að eiga við vöm Fram og skoraði ekkert í síðari hálf- leik. Framarar vora vel að sigri liðs- ins komnir, þeir tóku sig saman í andlitinu eftir ósigur gegn HK á laugardag, lögðu sig greinilega meira fram og unnu stórsigur. Liðs- heildin var meginstyrkur Fram í gærkvöld, en vert er að nefna góða frammistöðu Njarðar Arnasonar, Björgvins Þórs Björgvinssonar, Olegs Titovs og Gunnars Bergs Vikt- orssonar. Wuppertal tapaði í Kiel DAGUR Sigurðsson og Valdimar Grímsson skornðu fjögur mörk hvor og Heiðmar Felixson gerði eitt mark þegar Wupper- tal tapaði 26:23 í heimsókn sinni til Kiel í gærkvöldi. Kiel er í öðru sæti 1. deildar, hefur 29 stig. Wuppertal er sem fyrr með 10 stig í fimmtánda og fjórða neðsta sæti. Lið Kielar varð fyrir miklu áfalli þegar Svíinn Stefan Lövgren meiddist þremur mín- útum fyrir leikslok. Þykii' afar ósennilegt, að hann leiki meira með Kiel á leiktíðinni og sömu sögu er að segja um Michael Menzel, sem meiddist á hné og verður að fara í uppskurð. Flensburg er efst með 32 stig eftir 20 leiki þrátt fyrir 29:22 ósigur fyrir Essen á útivelli. GWD Minden vann Grosswallstadt, 24:22, á heimavelli. Vala fjórða í Frakklandi VALA Flosadóttir, stangar- stökkvari úr ÍR, hafnaði í fjórða sæti, stökk 4,22 metra, á alþjóðlegu móti í Ebonne, rétt utan við París í gærkvöldi. Þetta er 9 sentímetrum frá hennar besta á keppnistímabil- inu. Evrópumeistarinn, _ Anzhela Balakhonova, Ukra- ínu, og Rússinn, Jelena Belya- kova, stukku hæst, 4,32 metra. Frakkinn Amandine Homo varð í þriðja sæti, stökk 4,22 eins og Vala en notaði færri tilraunir. Að sögn Vésteins Hafsteins- sonar, verkefnisstjóra Frjáls- íþróttasambands Islands, var Vala sæmilega ánægð með þennan árangur þar sem hún var að reyna stífari stangir en hún er vön að nota. Átti hún m.a. ágætar tilraunir við sig- urhæðina, 4,32 metra. Njörður Árnason leikmaður Fram Vona að in sé til Við voram lélegir gegn HK síðast- liðinn laugardag en við voram ákveðnir að leggja okkur alla fram í þessum leik. Það gekk eftir og við unnum stóran sigur,“ sagði Njörður Árnason, leikmaður Fram, eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitaleik bik- arkeppninnar. „Við komum fyrst og fremst með allt öðra hugarfari í þennan leik og í hálfleik lögðum við á það áherslu að halda áfram á sömu braut, eins og að löngun- staðar nýr leikur tæki við eftir hlé. Síðari hálfleikur gekk að óskum og við vor- um fljótlega búnir að ná góðu for- - skoti. Það var fyrst og fremst hugar- far leikmanna sem kom liðinu áfram. Baráttuleysi og rangt hugarfar hef- ur kannski háð liðinu, þrátt fyrir að það hafi haft yfir góðum leikmönnum og góðum þjálfuram að ráða síðustu ár. En ég ætla að vona að löngunin til þess að vinna bikar sé nú fyrir hendi hjá leikmönnum liðsins.“ Myntum kastað í dómara KRÓNUMYNTUM var kastað í átt að dómurum, Antoni Pálssyni og Hlyni Leifssyni, undir lok leiks Fram og HK í undanúrslitum bikarkeppni karla í gær. Anton fékk 10 krónu mynt í annað eyr- að en Hlynur slapp betur en mynt var gi-einilega kastað að hon- um. Ekki kom í ljós hver eða liverjir köstuðu peningunum. Kjartan Steinbach, eftirlitsmaður á leiknum, sagði að hann liefði látið i*ýma húsið og látið leika fyrir luktum dyrum liefði at- vikið endurtekið sig. x íþrótta- og ólympíusamband íslands f <£> \ ouglýsir: \ ^ / Þjálfaranámskeið ''2000 Þjálfarastig la: Námskeiðið er fyrsti hluti í nýju menntakerfi þjálfara og fer fram í Iþróttamiðstöðinni Laugardal helgina 26.—27. febrúar. Um er að ræða almennan hluta þjálfarastigs I a og undanfari annarra námskeiða sem sfðar verður boðið uppá. Námskeiðið er 20 kennslustundir, að meginhluta bók- legt, og er ætlað leiðbeinendum barna í iþróttum. Það fjallar að mestu um þroskaferli barna, þ.e. vaxt- arþroska, hreyfiþroska, sálraenan þroska og félags- þroska. Einnig er fjallað um undirstöðuatriði kennslu- fræði og fleira. Verklegi hlutinn felur í sér alhliða leiki, sem stuðla að hreyfifærni og fjölþættum líkamlegum og andlegum þroska. Samhliða honum er fjallað um kennslufræði leikja. Nemandi, sem lýkur þessu námskeiði ásamt því að Ijúka sérgreinahluta þjáfarastigs I a, hlýtur réttindi sem að- stoðarmaður eða leiðbeinandi hjá íþróttaskóla eða yngstu flokkum. Skráning fer fram á skrifstofu ÍSI í síma 581 3377. Netfang: kjr@toto.is. Skráningu þarf að vera lokið fýrir miðvikudaginn 23. febrúar nk. Umsjón: Bjarni Stefán Konráðsson Verð 10.800 kr. Nánari uppl. eru veittar á skrifstofu ÍSÍ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.