Morgunblaðið - 17.02.2000, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
IÞROTTIR
FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2000 B 3
------------------------------1
Morgunblaðið/Einar Falur
Tveir góðir sem leika með þýskum liðum, Youri Djorkaeff hjá Kaiserslautern og Eyjólfur Sverrisson hjá Herthu Berlín.
Franski leikmaðurinn Youri Djorkaeff kann vel við lífið í Kaiserslautern
Égvil ekki valda Otto
Rehhagel vonbrigðum
FRANSKI landsliðsmaðurinn Youri Djorkaeff hefur heldur betur
slegið í gegn hjá Kaiserslautern. Þessi leikni leikmaður, sem var ís-
lendingum erfiður í París í vetur, kom mjög óvænt til Kaiserslautern
í upphafi þessa tímabils frá Inter á Ítalíu. Þjóðverjar segja að viður-
nefni hans „Slangan“ sé engin tilviljun. Hann smýgur framhjá mót-
herjum sínum með ótrúlegu jafnvægi og hefur feiknalega góða
yfirsýn. Sex mörk hefur Djorkaeff gert fyrir Kaiserslautern og fimm
hefur hann lagt upp. Hann hefur þar með átt beint eða óbeint þátt í
helmingi marka liðsins til þessa í vetur
á hefur Djorkaeff oftast skotið á
mark andstæðinganna og unn-
ið flest návígi allra í liðinu. Hann er
orðinn á stuttum tíma leiðtogi liðs-
ins, óumdeilanlegur. Þessi 31 árs
geðþekki franski heimsmeistari er
líka alveg óhræddur við að segja
skoðun sína fyrir utan leikvöllinn.
„Þegar Otto Rehhagel talaði við
mig í upphafi sagði hann að ég væri
sá leikmaður sem gæti fært liðið úr
því að vera miðlungslið í það að
verða topplið í þýsku knattspyrn-
unni. Eg hef alltaf þessi orð hans
bak við eyrað þegar ég leik. Ég vil
ekki valda Rehhagel vonbrigðum og
ég vona að ég hafi staðist væntingar
hans.“
Um samherja sína segir Djorka-
eff að það sé ekki nóg að hann einn
hafi sigurvilja. „Leikmenn og liðs-
heildin verður að styrkja sig and-
lega og mér fínnst oft leikmennirnir
vera hræddir við stóru nöfnin í öðr-
um liðum, sem er algjör óþarfi - við
höfum sjálfir mörg stór nöfn.“
Eftir að Kaiserslautern gerði hið
ómöglega, að leggja Dortmund á
útivelli í fyrsta leik eftir vetrarhlé,
sagði Djorkaeff að leikmennirnir
hefðu gleymt sér í sigurvímu og því
hefði liðið lent í vandræðum eftir
þann leik. „Það var það sama uppi á
teningnum fyrir jól. Við fögnuðum
þá of snemma velgengni okkar og
töpuðum fyrir vikið dýrmætum stig-
um bæði heima og á útivelli."
Ánægður í Kaiserslautern
Djorkaeff segir vera forráða-
mönnum Kaiserslautern afar þakk-
látur fyrir að hafa treyst á sig. „Nýr
kafli í knattspyrnulífi mínu byrjaði
hér í Kaiserslautern og ég er afar
ánægður hér.
Það er leiðinlegt að félagaskipti
vinar mins, Christian Karembeu,
gengu ekki í gegn. Það hefði verið
frábært að fá hann til liðsins og
leika saman, en ekki er öll nótt úti
því hann gæti komið til okkar næsta
tímabil."
Þegar Djorkaeff var spurður um
þýsku knattspyrnuna í sjónvarps-
viðtali um sl. helgi, sagði hann: „Hér
eru miklu harðari návígi heldur en í
Frakklandi og Ítalíu. Ég hef náð að
aðlagast hlutum fljótt, hef sýnt að
ég get leikið hvar sem. Það er mér
hvatning.
Það var rétt ákvörðun að fara frá
Mílano, þar sem þrýstingurinn var
ótrúlegur úr öllum áttum og maður
fékk aldrei frið. Það er því frábært
að vera í hinu rólega umhverfi hér í
Kaiserslautern. Það gekk líka ótrú-
lega vel að aðlagast nýju umhverfi
fyrir mig og mína fjölskyldu."
Um framtíð sína með franska
landsliðinu segist Djorkaeff vilja
vinna Evrópumeistaratitilinn með
Frökkum í sumar, og bætir við „við
erum jú heimsmeistarar og þannig
stemmdir munum við mæta,“ segir
Djorkaeff, sem hefur ekkert frekar
spáð um framtíð sína með landslið-
inu. „Ég er aðeins 34 ára, þannig að
ég get vel leikið með franska landsl-
iðinu í heimsmeistarakeppninni í
Japan og Suður-Kóreu eftir tvö ár.
Ef ég slepp við meiðsl sé ég ekki
annað en ég eigi nóg eftir til að vera
með í annarri heimsmeistara-
keppni."
■ MICHAEL Menzel, leikmaður
Kiel, hefur tilkynnt að hann sé
hættur að leika handknattleik.
Menzel slasaðist illa á hné fyrir
stuttu og nú er ljóst að meiðslin eru
það slæm að ferli homamannsins er
lokið.
■ KIELARMENN geta þó andað
léttar gagnvart Stefan Lövgren,
því nú er komið í ljós að ekki var um"
ristarbrot að ræða eins og talið var
í fyrstu. Hann verður frá keppni
næstu fjórar vikur, og getur því
styrkt Kiel í meistardeildinni, sem
er markmið liðsins að vinna í vetur.
Þá eru Kielarmenn í baráttu á öll-
um vígstöðvum, bæði í bikar og
deild.
■ MIKE Bedzisek, leikmaður
Minden og þýska landsliðsins leik-
ur ekki meira á þessu leiktímabili.
Hann slasaðist illa á öxl gegn
Flenzburg og var hann skorinn upp
við meiðslunum, sem reyndust það
slæm að hann þarf fjögurra mán-
aða hvíld.
■ HYORKI fleiri né færri en 40
leikmenn sem leika handknattleik í
Þýskalandi og tóku þátt í EM í
Króatíu hafa lagst veikir - fengið
allt að 40 stiga hita. Norðmaðurinn
Christian Berge lagðist rúmfastur,
með matareitrun, sem sennilega
má rekja til Króatíu.
■ LÆKNAR eru nú að rannsaka
um hvaða bakteríusýkingu eða vír-
us er að ræða og hvort hægt sé að
rekja veikindin til Króatíu.
■ NICOLAJ Jacobsen, hornamað-
ur þýska meistaraliðsins Kiel og
danska landsliðsins, hefur fram-
lengt sámning sinn við Kiel til vors-
ins 2004.
■ SPANDAU Berlin, sem leikur í
annarri deild þýska handboltans -
norður-riðli, tilkynnti um helgina
að liðið væri hætt keppni. Miklar
skuldir hafa þjakað liðið og nú var
svo komið að liðið átti ekki lengur
fyrir þátttökugjöldum. Liðið skuld-
ar leikmönnum og þjálfara margra
mánaða laun og nú er ljóst að liðið
er gjaldþrota og enginn fær neitt.
■ KAJSA Bergquist, setti sænsk
met í hástökki innanhúss, á alþjóð-
legu móti í hafnarbænum Patras í
Grikklandi á þriðjudagskvöldið.
Bergquist stökk 2 metra slétta og
bætti sænska metið um fjóra senti-
metra og jafnaði fimm ára gamalt'
Norðurlandamet Norðmannsins
Hanne Hauglands. Bergquist,
keppti á Stórmóti ÍR í Laugardals-
höll fyrir þremur árum.
■ TRIER, liðið sem íslenski lands-
liðsmaðurinn Elmar Geirsson lék
með á áram áður í Þýskalandi, rétt
náði að bjarga sér frá gjaldþroti í
síðustu viku. Skuldir liðsins eru gíf-
urlegar. Trier, sem hefur leikið
undanfarið í 3. deild og oft verið
rétt við að komast upp um deild,
hefur undanfarin ár alltaf vakið
mikla athygli þegar það hefur leikið
í bikarkeppninni - átt velgengni að
fagna og oft slegið stórlið út úr
keppninni.
■ ULI Höness, framkvæmdastjóri
Bayern Miinchen, segir að fjölgun
liðanna í Meistaradeild Evrópu hafi
verið tóm vitleysa. Hann vill nú
þegar fyrir næsta tímabil fækka
liðunum aftur og hefja strax 8 liða
úrslit eftir fyrstu umferð.
■ HÖNESS segir álagið á leik-
mennina sem leika hjá toppliðunum
vera slíkt, að ekki verði lengur við
unað. Þá segir hann einnig að
áhorfendum sé einnig nóg boðið,
það er einfaldlega ekki markaður
fyrir svona mikinn fótbolta og fólk
nennir ekki að horfa lengur á leik-
ina í sjónvarpi.
■ DWIGHT Yorke, leikmaður
Manchester United, og Russell
Latapy, félagi Ólafs Gottskálks-
sonar hjá Hibernian í Skotlandi,
vora á meðal markaskorara Tríni-
dad þegar liðið vann Guatemala,
4:2, í Ameríkubikarnum í knatt-
spyrnu í Kaliforniu í fyrrinótt.
„Afinn“ aldrei betri
ANTHONY Yaboah, eða „afmn“
eins og hann er kallaður í Ham-
borg, er sagður tilbúinn að leika
með Hamburger S V þar til hann
er fimmtugur. „Hann hefur ver-
ið hreint ótrúlegur, leikið stór-
kostlega - já, með ólikindum
ekki síst þegar horft er til þess
að hann er fjörutíu og fimm
ára,“ sagði hinnspaugsami Pag-
elsdorf, þjálfari Hamburger.
í vegabréfi Yeboah stendur
að hann sé 33 ára, en það er að-
eins ágiskun, því ekki er alveg
vitað hversu gamall Yeboah er.
Þess má geta að ríkisstarfsmað-
ur var fenginn til að giska á ald-
ur hans þegar passinn var út-
búinn.
Yeboah, sem hefur sjaldan ef
ekki aldrei leikið betur en um
þessar mundir, á stóran þátt í
velgengni Hamburger Sport-
verein. Hann er í hópi marka-
hæstu leikmanna Þýskalands.
Fyrir keppnistímabilið voru for-
ráðamenn Hamburger ekki
bjartsýnir á að Yeboah myndi
gera miklar rósir í vetur. Þeir
teygðu sig fram á ystu nöf þeg-
ar samningurinn við hann var
endumýjaður til tveggja ára,
sem tryggir honum 120 milljón-
ir í árslaun.