Morgunblaðið - 18.02.2000, Qupperneq 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA
Collymore sektaður
STAN Collymore var sektaður um tveggja
vikna laun og áminntur af knattspyrnustjóra
sínum hjá Leicester, Martin O’Neill. Colly-
more missti stjórn á sér í gleðskap nokkurra
leikmanna í æfíngabúðum liðsins á La Manga
snemma í vikunni og sprautaði úr slökkvi-
tæki. Varð atvikið til þess að liðið var allt
sent heim eftir sólarhringsveru á Spáni.
Collymore er gert að greiða 3,5 milljónir
króna í sekt fyrir uppátækið og einnig gert
að vinna sjálfboðavinnu fyrir samfélagið.
Rúmlega 80.000 króna skemmdir á hótelinu
verða greiddar af Leicester.
„Collymore verður áfram í liði okkar,“
sagði O’NeilI, knattspymustjóri í gær. „Ég
tel að hann verðskuldi annað tækifæri og
hann fær það svo sannarlega. Ég ætla hins
vegar ekki að taka upp hanskann fyrir Colly-
more, dettur það ekki til hugar. Hann er mið-
ur sín vegna þessa atviks og má svo sannar-
lega vera það.“
" iiiiiiiiTr^irrwffrrTTrTTTnrr'TBnninn
Ragnar þjálf-
ari Hauka
Með Geurgi Larin sértil aðstoðar
RAGNAR Hermannsson var í gærkvöld ráðinn þjálfari 1. deildar-
liðs Hauka í handknattleik kvenna. Honum til aðstoðar verður
Rússinn Geurgi Larin, sem hefur verið yfirþjálfari yngri flokka
karla hjá Haukum í vetur. Þeirtaka við af Judit Ezstergál aðal-
þjálfara og Svövu Ýr Baldvinsdóttur aðstoðarþjálfara sem hættu
störfum í vikunni.
Ragnar hefur talsverða reynslu
af þjálfun kvennaliða en hann
hefur stýrt Val undanfarin tvö ár og
þar áður kvennaliðum Fylkis og
KR. í vetur hefur hann hins vegar
verið í fríi frá meistaraflokksþjálf-
un.
Geurgi Larin kom til Hauka í
haust en hann er geysilega reyndur
þjálfari og stjórnaði kvennalandsliði
Rússa þegar það varð Ólympíu-
meistari í Seoul fyrir tólf árum.
„Ég hef séð nokkra leiki með
Haukunum í vetur og þar er reynd-
ur og góður mannskapur á ferð, en
einhverra hluta vegna hefur liðið
leikið illa. Það er okkar hlutverk að
hjálpa því inn á réttar brautir, fá
leikmenn til að sýna það sem í þeim
býr, og það á að vera hægt að snúa
dæminu við. Liðið er í áttunda sæti
en deildin er það jöfn að við eigum
möguleika á því eins og önnur lið að
fara alla leið í úrslitakeppninni,“
sagði Ragnar í samtali við Morgun-
blaðið í gærkvöld.
Ragnar sagði að reynsla Larins
ætti örugglega eftir að koma að góð-
um notum. „Við munum vinna mikið
saman, ég hef áður unnið með rúss-
neskum þjálfara, Boris Akbashev,
og Larin er með svipaða reynslu að
baki, hefur þjálfað í meii-a en fjöru-
tíu ár,“ sagði Ragnar Hermannsson.
Veney frá Njarðvík
NJARÐVIKINGAR hafa ákveðið
að láta Keith Veney, bandarískan
leikmann liðsins, fara. Veney, sem
er 25 ára bakvörður, er fjórði er-
lendi leikmaðurinn sem fer frá
Njarðvík í vetur, en hann hugðist
fara af landi brott í gær. Friðrik
Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvík-
inga, sagði að leikmaðurinn hefði
ekki staðið undir væntingum, hefði
reynst alltof þungur, seinn og ekki
fallið inn í leik liðsins. Hann sagði í
biðstöðu hvort liðið fengi til sín
annan erlendan leikmann fyrir lok
tímabilsins. Friðrik sagði að vetur-
inn hefði reynst erfiður að þessu
leyti en það sem héldi liðinu saman
væri samheldnin.
Gunnar Þorvarðarson, formað-
ur körfuknattleiksdeildar Njarð-
víkur, sagði að kostnaður vegna
komu erlendra leikmanna í vetur
væri umtalsverður, 30 þúsund
krónur fyrir keppnisleyfi í hvert
skipti, 40-80 þúsund krónur í
fargjald á hvern leikmann, laun og
uppsagnarákvæði í eina til tvær
vikur.
Reuters
Vaia Flosadóttir horfir ánægð á stigatöf luna eftir að hún fór yfir 4,37 metra í Stokkhólmi í gær.
Gott afmælisstökk hjá Völu
Önnur í Stokkhólmi með 4,37 metra og er komin í níunda sæti á heimslistanum
VALA Flosadóttir náði sínum besta árangri á þessu ári í stangar-
stökki þegar hún stökk 4,37 metra á stórmóti, Globen Galan, í
Stokkhólmi í gærkvöld. Vala varð önnur, stökk jafnhátt og sigur-
vegarinn, Anzhela Balakhonova frá Úkraínu, og komst með
þessu í níunda sætið á heimslistanum í greininni í ár.
Eg er mjög ánægð með mín stökk í
kvöld en ég á eftir að gera enn
betur. Stöngin sem ég notaði í síðari
stökkin var full mjúk en ég fæ nýja
stöng, sem á að vera mjög góð, á
næstu dögum og með hana fer ég til
Gent,“ sagði Vala við Morgunblaðið
eftir mótið. Hún hélt með þessu upp á
22 ára afmælið sitt, sem var á mið-
vikudag. Vala á góðar minningar frá
Globen en þar varð hún Evrópu-
meistari á sínum tíma.
Vala fór auðveldlega yfir byrjunar-
hæðina, 4,06 metra, og einnig yfir
næstu hæð, sem var 4,22. Eftir að
hún fór yfir 4,37 metra í annarri til-
raun reyndi Vala beint við 4,47 metra,
nýtt íslands- og Norðurlandamet, og
átti þrjár góðar tilraunir við þá hæð.
Vala fór þarna í þriðja skipti í ár yf-
ir Ólympíulágmarkið, sem er 4,30
metrar, en hún stökk þá hæð á fyrsta
móti tímabilsins og síðan 4,31 metra,
og var í 13.-15. sæti heimslistans í ár
fyrir mótið í gærkvöld. Doris Auer
frá Austurríki, Yvonne Buschbaum
frá Þýskalandi og Janine Whitlock
frá Bretlandi urðu í næstu sætum en
þær stukku allar 4,22 metra.
Þetta var síðasta mót Völu fyrir
EM, sem fram fer um aðra helgi. Hún
mun æfa í Malmö, ásamt Guðrúnu
Arnardóttur, fram að mótinu í Gent.
ÞRÍR NÝLIÐAR í LANDSLIÐSHÓPI FRIÐRIKSINGA / B4